Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 25 og styrkir bílinn um leið. Þá eru gluggakarmar á hliðunum þannig gerðir að þeir grípi sem minnst í loftið. Klæðningin er vönduð og lagleg, þar er öllu vei fyrir komið, smá- munageymslur eru góðar og margar. Farangursrýmið er einkar aðgengilegt og rúmgott, stækkan- legt með því að fella bök aftursæt- anna. Niðurstöður Renault 21 RX er um flest nýtískulegur bíll hvað tækni og út- lit varðar, rúmgóður og þægilegur, sérlega skemmtilegur í akstri, enda vélarafl yfrið nóg og fjöðrun af- burða góð. Honum er ætlað að keppa um markaðinn í efri flokki millistærðar og hér á landi a.m.k. ætti hann að vera fullfær í þá samkeppni, bæði hvað verð og hæfni varðar. Renault 21 er ný gerð, var fyrst settur á markaðinn síðastliðið vor og er nýkominn til íslands. Hér ætti hann að geta sýnt hvað í hon- um býr, mín reynsla er að hann sé lipur bæjarbíll, þægilegur til ferða- laga og ekki spillir að útlitið er laglegt og ber vitni um nýja hönnun. Helstu kostir Frábært vélarafl, góð fjöðrun, gott rými, aksturseiginleikar mjög góðir. Helstu gallar Hemlar ónákvæmir, skálabrems- ur aftan, þurrkur taka of lítinn hluta rúðu. Reynsluakstur: Renault 21 RX Verð kr.: 625.081 (nóv. 1986). Umboð: Kristinn Guðnason hf. Helstu stadreyndir: Mesta lengd mm 4465 Mesta breidd mm 1716 Mesta hœð mm 1414 Veg-hæð mm 120 Kigin þyng-d kg 1096 Mesta þyngd kg 1530 Farangursgeymsla ltr. 490 Tankur ltr. 66 SætaQöldi 5 Hám.hraði km/klst. 200 Hröðun 0—100 km/klst., sek. 9,7 Beygjuradíus m 5,3 Vél ererð 4ra strokka vatnskæld, rafeindastýrð inn- spýting og kveikja. Slagrúmmál sm8 1995 þjöppunarhlutfall 10,0:1 afl hö/sn. mín. 120&5500 Togkr. kgm/sn. mín. 17,1/4500 Gírkassi 5 gtra Fjöðrun framan MacPherson Fjöðrunaftan sveifluarmar vindingsstengur Hemlar framan diskar m. kæliraufum Hemlar aftan skálar Hjálparafl, tvöf. kerfi. Dekk 185/65srl4H Eyðsla ltr./lOO km 90 km/klst. 5,8 120 km/klst. 7,1 bæjarakstur 10,7 Helsti búnaður Hliðarlistar Þokuljós framan ÚtispegiU, stillanl. innanfrá Álímd framrúða Álímd afturrúða m. hitara Ökum.sæti m. stillanlegri hæð Fellanleg sætisbök aftan, 60/40% Snúningshraðamælir Mælir f. oltuþrýsting og -hæð Aðvörunarljós fyrir lítið bensín Stafræn klukka í mælaborði Viðvörunarflauta fyrir aðalljós kveikt Belti t öllum sætum Lagnir og loftnet fyrir útvarp Fáanlegur aukabún- aður Rafdrifin sóllúga Rafdrifnar hliðarrúður og læsingar m. Qarstýringu Aflstýri Leðurklæðning (aðeins TXE-gerð) Léttmálmfelgur Gerðir Renault 21: Vélarstærð smVhí) Geró 1721/76 TL 1721/90 TS, GTS, RS 1995/120 RX.TXE 2068/67 DIESEL GTD 2068/88 DIESEL TURBO-D Frá félögum innan LIF FRÍMERKI Jón Aðalsteinn Jónsson Þeir, sem eitthvað hafa fylgzt með þessum frímerkjaþætti í Morgunblaðinu, hafa einstaka sinnum orðið þess varir, að rætt hefur verið um starfsemi frímerkjasafnara úti á lands- byggðinni. Því miður hefur það þó of sjaldan verið gert, en þar er sú afsökun til, að þrátt fyrir beiðni hefur fátt eitt borizt af fréttum til þáttarins. Ég vona samt, að það sé ekki merki um dvínandi áhuga á frímerkjasöfn- un. Auðvitað eru mörg tóm- stundaefnin á þessum tímum, sem voru áður lítt þekkt og jafn- vel óþekkt. Þess vegna er ekki óeðlilegt, þótt tími manna utan daglegra skyldustarfa nýtist verr til ýmissa tómstunda en áður var. Og ég hygg, að frímerkja- söfnun gjaldi þess að einhveiju leyti. Engu að síður eru þeir fjöl- margir hér á landi sem annars staðar, sem sækja ómælda ánægju og um leið hvíld í þá iðju að safna þessum litlu bréfmiðum — og það á margvíslegan hátt. Hér á landi eru um þessar mundir starfandi sex félög og ktúbbar, sem hafa frímerkjasöfn- un að aðalmarkmiði. Eru fímm þeirra í Landssambandj íslenzkra frímerkjasafnara (LÍF). Eitt þessara félaga er Frímerkja- klúbburinn Askja á Húsavík, en hann hélt tíu ára afmæli sitt hátíðlegt á þessu ári og m.a. með frímerkjasýningu, FRÍMÞING 86, í apríl. Frá þessu hefur áður verið sagt allrækilega og eins annarri starfsemi Oskjumanna innan samtaka safnara. Núver- andi formaður klúbbsins, Eiður Árnason, hefur sent þættinum ágæta greinargerð um starfsemi þeirra á Húsavík og í Þingeyjar- sýslu. Hefur hún verið ótrúlega mikil, og eru engin merki þess, að hún fari minnkandi. Hinn 15. þ.m var haldinn af- mælisfundur í klúbbnum á Hótel Húsavík, þar sem félögum og gestum var boðið í afmæliskaffí. Sóttu þennan fund 17 félagar og gestir. Formaður rakti sögu klúbbsins í stórum dráttum. Verðlaunaafhending fór síðan fram til heimamanna vegna af- mælissýningarinnar í vor, en utanhéraðsmenn, sem tóku þátt í henni, höfðu áður fengið sín verðlaun send með pósti. Þá voru þeim Eysteini Hallgrímssyni, formanni Öskju 1976—1986, og Óla Kristinssyni, gjaldkera Öskju um sama tíma, afhentir heiðurs- peningar með merki FRÍMÞING 86 fyrir störf þeirra um þessi ár. Þakkaði formaður þeim vel unnin verk og óeigingjöm. Gunnar R. Einarsson, stjómar- maður í LÍF, sat þennan hátíða- fund sem gestur Öskjumanna ásamt konu sinni. Flutti hann kveðjur og ámaðaróskir frá Landssambandinu og færði klúbbnum afmælisgjöf sem lítinn þakklætisvott fyrir ágætt starf innan sambandsins. Annars hófst vetrarstarf Frímerkjaklúbbsins Öskju með fundi 29. okt. sl. að Höfðabrekku 11 á Húsavík. Þar verða fundir í vetur annan miðvikudag hvers mánaðar. Á þennan fyrsta fund komu tíu félagsmenn og sumir um alllangan veg. Er þetta vissu- lega mjög góð fundarsókn, ef miðað er við höfðatöluregluna, og mætti verða söfnurum hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu nokkur ábending um að sækja vel fundi í félögum sínum. Aðalverkefni Frímerkja- klúbbsins Öskju á þessum vetri verður tilraun til að auka áhuga bama og unglinga á frímerkja- söfnun, bæði í skólum á Húsavík og Laugum, og e.t.v. víðar, ef áhugi er fyrir hendi meðal nem- enda. Þetta er vissulega brýnt verkefni, sem oft hefur verið rætt og bíður úrlausna meðal annarra félaga innan LÍF, en virðist nokkuð torleyst. Enda þótt umsvif Öskjumanna hafí verið töluverð á afmælisárinu, mun fjárhagur klúbbsins verða allgóður um næstu áramót. Er vel, að svo verður, en vitaskuld þarf nokkurt átak til. Þá verða haldnir sérstakir skiptifundir í desember og janúar. Af því, sem hér hefur verið rakið úr skýrslu formanns Frímerkjaklúbbsins Öskju, er ekki annað að sjá en vemlegt líf sé í starfsemi hinna þingeysku safnara. Má það vera öðmm fé- lögum hvatning til dáða. Nú vænti ég þess, að fá fréttir frá fleiri félögum til birtingar hér í þættinum. Fróðlegt erindi um íslenzka póstsögu Hinn 1. nóv. sl. flutti dr. Ebbe Eldmp, læknir í Kaupmannahöfn, erindi um íslenzka póstsögu á vegum Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara. Var það flutt í hinum rúmgóða sal Landssam- bandsins í Síðumúla 17. í þætti 25. okt. sl. var sagt nokkuð frá dr. Eldrup og söfnun hans, og vísast til þess. Erindi hans var bæði fróðlegt og skemmtilegt, og er ljóst, að hann hefur kynnt sér íslenzka póst- og frímerkjasögu mjög rækilega frá 1776 og fram á þessa öld. Dr. Eldrup sýndi með rabbi sínu mjög vel teknar lit- skyggnur af fjölda bréfa og stimpla, sem hann hafði sjálfur tekið. Gerðu fundarmenn, sem urðu alls nær 30, mjög góðan róm að máli læknisins og bám fram ýmsar spumingar, meðan á því stóð. Þetta efni er að sjálfsögðu viðamikið, enda tók flutningur þess um fjórar stundir. Erindið skiptist í tvo hluta, og var gert nokkurt hlé á milli þeirra. Vídeó-upptaka er til af myndum og skýringum dr. Eldrups, og mun hún hafa tekizt allvel. Er ætlunin, að félög innan LÍF geti fengið hana að láni síðar í vetur til nota á fundum, ef áhugi er fyrir hendi. Heimilisfang: Póstnúmer: . Borg: ................ — Menntaöu þig í Bygginga- og iðnfræði Vinsamlegast sendiö mér eintak af upplýsingabæklingnum BTH Kennsla hefst 12. janúar 1987. Innritun á sama tíma. Hringiö og fáið sendan upplýsingabækling i síma 05-625088 eöa send- iö úrklippuna til: Byggteknisk Hojskole Slotsgade 11-8700 Horsens — Danmark ASEA CYLIINIDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYUNDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur lika stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka i en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og i búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni i stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerf: með framtið- arsyn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. NYTT SIMANUMER 69-11-00 JHovxymiþTútiivi ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SÍÐAR vegna betri endingar. E JFQniX & HÁTÚNI6A SÍMI (91)24420 j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.