Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Sýrland: Þremur vestur-þýzkum sendí starfsmönnum vísað á brott Damaskus, AP. SÝRLENZKA stjórnin vísaði í gær þremur vestur-þýzkum sendimönnum úr landi. Gerðist þetta í kjölfar sams konar að- gerða af hálfu vestur-þýzku stjórnarinnar á fimmtudag, en þá var þremur sýrlenzkum sendi- starfsmönnum vísað frá Sam- bandslýðveldinu vegna meintrar hlutdeildar Sýrlendinga í hryðju- verkum. Sýrlenzka stjómin hefur jafnframt kallað sendiherra sinn í Bonn heim að sinni og krafízt þess, að Vestur- Þjóðveijar fækki hermálafulltrúum sínum í Damaskus. SANA, hin opinbera fréttastofa Newry, Norður-frlandi, Reuter, AP. BRESKIR lögreglumenn lokuðu hluta borgarinnar Newry í gær eftir að hryðjuverkamenn höfðu skotið sprengjum að lögreglu- stöð borgarinnar. Sprengjumar misstu allar marks en 39 óbreytt- ir borgarar særðust. Hluta borgarinnar var lokað á meðan logreglumenn gerðu sprengjuleit. í fyrradag skutu hryðjuverkamenn Irska lýðveldis- hersins fjórum sprengjum að lögreglustöð borgarinnar og notuðu til þess sprengjuvörpu. Árásin var ónákvæm og höfnuðu sprengjumar í íbúðarhúsum í nágrenninu. Eitt þeirra hrundi til grunna og var íbú- unum bjargað úr rústunum. í gær voru 13 manns enn í sjúkrahúsi þar af nokkur böm. Á undanfömum ámm hafa hryðjuverkamenn írska lýðveldis- hersins oft látið til sín taka í Newry, sem er nærri landamæmm írsku ríkjanna tveggja. í febrúar á síðasta ári létu nfu lögreglumenn lífíð þar í sprengjuárás. til kl. 16 í dag í Austurstræti Svalbarði: Berserksgangur að hætti Rambo Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara SÝSLUMAÐURINN á Sval- barða er búinn að fá sig fullsaddan á dmkknum sjó- mönnum. Hann vill auka eftirlit með fiskiskipum, sem koma til Longyear-bæjar. Fýrir skömmu trylltist sjómað- ur frá Tromsfylki algerlega og gekk berserksgang á veitingahúsi í bænum. Braut hann m.a. mélinu smærra innréttingar fyrir tugi þúsunda norskra króna, áður en lögreglunni tókst með erfíðismun- um að yfirbuga hann. -Ég hef hugsað mér að leita til Morgunblaðsins. samtaka sjómanna og biðja þau að vekja athygli á því, að Sval- barði á að heita, a.m.k. enn sem komið er, hluti af siðmenning- unni, segir sýslumaðurinn, Leif Eldring. Drukkni sjómaðurinn hagaði sér tröllslega, að sögn sjónar- votta, -í hreinum Rambo-stíl, og verður hann ákærður fyrir inn- brot, skemmdarverk og ofbeldi gegn opinberum embættismönn- um. Talsvert hefur verið um það undanfarið, að drukknir sjómenn hafí verið til vandræða í Longye- ar-bæ. í Sýrlandi skýrði svo frá í gær, að Willibald Dilger, sendifulltrúi Vest- ur-Þjóðveija í Damaskus, hefði verið kallaður á fund í utanríkis- ráðuneytinu þar og honum tjáð, að sýrlenzka stjómin „harmaði" það, að Vestur-Þýzkaland „hefði látið undan þvingunum Bandaríkjanna og Bretlands og tæki þátt í lyga- og rógsherferð gegn Sýrlandi ög gripi þar að auki til óréttmætra ráðstafana af ástæðum, sem engar sannanir væru fyrir." Tveir Palestínumenn, sem á mið- vikudag voru fundir sekir fyrir dómi um sprengingu í samkomuhúsi Þýzk-arabiska vinafélagsins í Vest- ur-Berlín, báru það fyrir rétti, að þeir hefðu fengið sprengiefni það, sem þeir notuðu, hjá sýrlenzka sendiráðinu í Austur-Berlín. SANA skýrði svo frá, að vestur- þýzku sendistarfsmennimir þrír, sem ekki vom nafngreindir, yrðu að fara frá Sýrlandi áður en vika væri liðin. * Norður-Irland: 39 manns særast í sprengjuárás. Bestu vinir Jóhannes Páll páfi II var á dögunum á ferðalagi í Ástralíu og gafst þessum kóala-birni þá óvænt tækifæri til að virða hans heilagleika nánar fyrir sér. Líbanon: ísraelar veita shítum lið gegn skæruliðum PLO Tel Aviv, AP, Reuter. ÍSRAELAR hafa gengið til liðs við shíta í baráttu þeirra við skæru- Uða Frelsissamtaka Palestínu (PLO), að sögn vestrænna sendimanna. f fyrradag gerðu ísraelar loftárás á hafnarborgina Sidon en þar beijast skæruliðar og shítar um hernaðarlega mikilvægar hæðir. Harðir bardagar geisuðu í nágrenni Beirút i gær. Að sögn vestræns hemaðarráð- gjafa hafa Israelar gert árasir úr lofti á stöðvar PLO á meðan bar- dagar þeirra og shíta hafa staðið yfír. Þá hafa Israelar einnig ráðist á báta sem flytja hergögn til PLO- manna. Að undanfömu hafa harðir bar- dagar geisað í nágrenni þorpsins Maghdousheh. Að sögn ísraelskra leyniþjónustumanna hyggjast skæruliðar PLO koma sér upp búð- um þar og heija á ísrael. Skæruliðar Fatah-hreyfíngar Yasser Arafats, leiðtoga PLO, og hópar hliðhollir Sýrlendingum em sagðir hafa sam- einast um að ná yfírráðum í nágrenni Sídon og Tyre, sem er 15 kílómetra frá landamæmm ísrael. Vestrænir sendimenn í Líbanon létu í ljós efasemdir um að vopna- hlé það sem samþykkt var á miðvikudag og taka átti gildi í gær verði virt. Samkomulag þetta var gert fyrir milligöngu Sýrlendinga en fylgismenn Arafats vom ekki viðstaddir samningafundina í Dam- ascus. Um 1.000 skæruliðum tókst í gær, í skjóli myrkurs, að ná Mag- houdesh, sem er skammt frá Beirút, á sitt vald. Barist var um hvert hús í þorpinu en ekki höfðu borist frétt- ir af mannfalli. Að sögn óvilhallra heimildar- manna í Líbanon hafa 5000 PLO-skæmliðar komist inn í landið á undanfömum mánuðum. ísraelar réðust inn í Líbanon í júní 1982 í þeim tilgangi að hrekja skæmliða úr landi. Brazilía: Átök og mótmælagöngur Brasilia, Rio de Janeiro; AP, Reuter. TIL ÁTAKA kom milli lögreglu og fólks i mótmælagöngu nálægt forsetahöllinni í höfuðborg Braz- ilú sl. fimmtudagskvöld. Mörg þúsund manns mótmæltu hörðum efnahagsráðstöfunum rikis- stjómarinnar. Fjöldi manns var handtekinn í átökunum og a.m.k. 20 særðust, að sögn lögreglu. Óeirðalögregla og hermenn beittu táragasi og hundum gegn ERLENT mótmælendunum, sem vörpuðu eld- sprengjum og kveiktu í nokkmm lögreglubílum, strætisvögnum og verslun og reyndu að ryðjast inn þinghúsið og fjármálaráðuneytið. Sumar heimildir herma að mótmæ- lendumir hafí verið um 20.000, aðrar að þeir hafí verið um 5.000. . Síðastliðinn laugardag tilkynnti ríkisstjóm landsins, sem vann af- gerandi sigur í þing- og ríkisstjóra- kosningum 15. nóv. að hún hygðist grípa til harðra efnahagsráðstafana til þess að draga úr þenslu í landinu. Sl. föstudag var einnig tlkynnt að gengi gjaldmiðilins, cmzado, yrði fellt eftir þörfum og hefur það þeg- ar verið fellt tvisvar. Fregnir hafa borist um mótmælagöngur í fleiri borgum, en í höfuðborginni Bras- ilíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.