Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Aðventuhátíð í Grensáskirkju Nú fer blessuð aðventan í hönd og hefst hún næsta sunnudag. Þann dag verður mikið um að vera í Grensáskirkju. Hefst hann með bamamessu kl. 11 og síðan er messa að venju kl. 14. Aðventusamkoma er svo um kvöldið kl. 20.30 með mikilli dag- skrá. Sr. Miyako Þórðarson mun -flytja hugvekkju. Sr. Miyako vann það afrek að ljúka embættisprófí í guðfræði við Háskóla íslands og sýnir það hve góðum tökum hún hefur náð á íslenzku máli. Hún annast nú prestsþjónustu fyrir heymleysingja og er brautryðjandi á því sviði. Ámi Arinbjamarson tónlistar- maður mun flytja orgelverk og dóttir hans, Pálína, leikur einleik á fíðlu. Þá mun hin góðkunna söng- kona Jóhanna Möller syngja ein- söng. Kirkjukórinn mun syngja nokkur lög, svo og Hvassaleitiskórinn. Hann kemur nú aftur og verður gaman að hlusta á bömin. Stjóm- andi Hvassaleitiskórsins er Þóra V. Guðmundsdóttir. Þorvaldur Halldórsson og söng- hópur sem hann stjómar syngur nokkur lög, en þau hafa veitt kirkj- unni rhikla þjónustu, bæði hér í Grensás og víðar. Þorvaldur vinnur merkilegt starf við að brúa bilið milli hinnar gömlu hefðar messunn- ar og þeirrar nýju tónlistar sem nú ríkir. Að lokum verður almennur söng- ur og helgistund. Verið öll hjartan- lega velkomin. Halldór S. Gröndal Kirkjudagnr Arbæjarsafnaðar Sunnudaginn 30. nóvember, 1. sunnudag í aðventu, verður hinn árlegi kirkjudagur Árbæjarsafnað- ar hátíðlegur haldinn í Safnaðar- heimili Árbæjarsóknar og hátíðar- sal Árbæjarskóla. Þetta er í sextánda skiptið, sem sérstakur kirkjudagur er haldinn í söfnuðinum í aðventubyijun og hafa dagskrárliðir kirkjudagsins jafnan verið Qölsóttir af safnaðarfólki. Er það einlæg von allra þeirra, er að þessum degi standa, að svo verði einnig að þessu sinni. Kirkjudagurinn hefur jafnan gegnt tvíþættu hlutverki í safhaðar- starfínu. Annars vegar hefur hann verið aðal íjáröflunardagur safnað- arins, þar sem fé hefur verið safnað til kirkjubyggingarinnar. Og hafí þess fyrr verið þörf, er þess brýn nauðsyn nú, þar sem kirkjubygg- ingin er nú að komast á lokastig og fjármagnsþörfín mikil til þess að unnt reynist að ljúka verkinu og vígja kirkjuna á yfírstandandi vetri. Er því heitið á safnaðarmenn, að rétta nú fram örvandi hjálpar- hönd til styrktar kirkjubyggingunni með því að taka þátt í dagskrárlið- um kirkjudagsins. Jafnframt hafa safnaðarmenn hafíð hina andlegu hlið aðventuund- irbúningsins með því að sækja guðsþjónustur kirkjudagsins. Aðventan er undirbúningstími okkar kristinna manna fyrir jólin, trúarhátíðina æðstu, er flytur með svo áhrifamiklum hætti boðskapinn fagnaðarríka um föðurást Guðs á barnahjörð. Og hver þarf ekki á slíkum boðskap að halda nú í víðsjárverðum heimi okkar tíma? Kirkjan er okkur kristnum móðir og engin flytur okkur mikilvægari boðskap en hún um ljósið, sem skín í myrkrinu, um hann sem boðaði frelsi og frið á jörð og lifði og dó okkur til eilífs hjálpræðis. Aðventan á að greiða honum veg að hjörtum manna. Dagskrá kirkjudagsins verður á þessa leið: Kl. 10.30 verð- ur bamasamkoma í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar og eru foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með bömunum. Kl. 14.00 verður guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna í safnaðar- heimilinu. Kirkjukór safnaðarins syngur undir stjóm organistans Jóns Mýrdal. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbama næsta árs og foreldra þeirra í messunni. Eftir guðsþjónustuna um kl. 15.00 verður kaffisala á vegum kvenfélags Árbæjarskóla. Hafa konur í kvenfélaginu og söfnuðinum jafnan bakað dýrindis veislukökur af mikilli rausn fyrir hvem kirkju- dag og komið kökunum upp í Árbæjarskóla Rofabæjarmegin milli kl. 13 og 14 á sunnudaginn. Enginn efast um, að ennþá munu borð svigna í Árbæjarskóla undan gómsætum kökum safnaðarkvenna. Auk kaffísölunnar verður efnt til glæsilegs skyndihappdrættis með fjölmörgum góðum og gagnlegum vinningum. Er ástæða til þess að vekja sér- staka athygli á þessu skyndihapp- drætti, því að margir hafa undanfarin ár farið heppnir með með góða vinninga, er að gagni koma fyrir jólin. Safnaðarmenn í Árbæjarpresta- kalli. Eignumst sameiginlega hátíð. Búum hugina undir komu jólanna með glæsilegri þátttöku í kirkju- hátíð safnaðarins í aðventubyijun. Verið öll hjartanlega velkomin á samkomur kirkjudagsins á morgun. Guðmundur Þorsteinsson JAFT1T - sm VIÐ HIN - KUnrtA AÐ META RETTBAKAÐAR Pl PARKÖKUR, STÖKKAR OG BRAGDMIKLAR KEXVERKSMIÐJAN FRON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.