Morgunblaðið - 29.11.1986, Page 62

Morgunblaðið - 29.11.1986, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 fclk i fréttum Ljósmynd/Eyþór Eóvarósson Skyldi þessi maður vera að bíða eftir vagni? Vísna- söngvarinn Bubbi áferð Að undanfömu hefur Ás- bjöm Kristinsson, betur þekktur sem Bubbi Morthens, verið á ferli með kassagítarinn sinn og sungið vísnalög fyrir hvem sem heyra vill. í síðustu viku heimsótti hann nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti og flutti þeim nokkur ljúfleg lög. Var það mál manna að vel hefði tekist til með tón- leikana — flutningur og hljóm- burður eins og best varð á kosið. Fjölbrautaskólanemar troð- fylltu Undirheima, félagsheimili fjölbrautunga, og var mál manna að Bubbi hefði sjaldan tekist jafnvel upp, bæði hvað » varðaði gítarleik og söng. í KR-litunum Þessi zebradýr láta kuldann í Berlfn lítið á sig fá, þó svo að þau séu vön savannaskógum Afríku. Til þess að veijast honum að einhveiju leyti standa þau þó þétt saman, milli þess sem þau hlaupa um svæði það sem þeim er markað í Berlínardýragarðinum. Yfir þeim er óneitanlega nokkur reisn þó svo þau drúpi höfði. Morgunblaðið/Þorkell. Sigurður Einarsson, Aðalsteinn Bernharðsson og Einar Vil- hjálmsson. Heilbrigð sál í hraustum líkama Þessi gömlu einkunnarorð Grikkjanna eiga vel við enn þann dag f dag og víst er að líkamleg vellíðan er ein af undirstöðum and- legrar vellíðunar. Eitt skilyrði þess að vera lögregluþjónn er að menn séu vel á sig komnir líkamlega, enda hafa íþrótta- og hreystimenni gjarnan valist í þann hóp. Hér á árum áður voru lögregluþjónar gjaman glímumenn góðir, en nú hafa aðrar íþróttir tekið við að miklu leyti. Handknattleikur virðist vera vinsæl íþrótt lögregluþjóna og má t.d. benda á að fjórir liðsmenn Stjömunnar eru í Lögreglunni. Handknattleiksmenn eru þó fleiri innan hennar, enda er íþróttafélag lögreglunnar Evrómeistar- ar í handknattleik lögregluliða. Á meðfyigjandi mynd eru þó ekki handknattleikshetjur heldur fijálsíþróttakappar, en þeir veljast ekki síður í raðir Lögreglunnar. Þetta eru þeir Sigurður Einarsson, spjótkastari, Aðalsteinn Bem- harðsson, fijálsfþróttamaður, og Einar Vilhjálmsson, spjótkastari. Ekki má heidur gleyma því að lögregluþjónar eru sundmenn góð- ir og er t.a.m. árlega haldin sundkeppni milli vakta Lögreglunnar. Endalok brjálseminnar Madness leggur upp laupana Fallhlífarstökkvari með sjálfs- morðstilhneigingu, froskur, jakkaföt úrdagblöðum, ömurleg sjónvarpsstjamaogstúlka, sem ekki er öll þar sem hún er séð... Hvað nú? Myndbönd hljómsveitarinnar Madness hafa hingað til verið nokk- uð súrrealísk ogþað siðasta (allra síðasta) er engin undantekning, svo vægt sé til orða tekið. Eftir sjö ára samstarf hafa pilt- amir loks ákveðið að halda hver sína leið — þó svo að líklegt megi telja að Suggs, Carl, Lee og Chris muni vinna saman. Þeir hætta með stæl, eins og gera mátti ráð fyrir og lagið „Waiting For The Ghost Train" hefur verið að fikra sig upp vinsældalistana að undanfömu, með dyggri aðstoð hin ágæta mynd- bands, sem áður var minnst á. „Upphaflega vildum við vera með eitthvað stórkostlegt á myndræm- Kamikaze-fallhlífarstökkvarinn Kal-san. Palme vottuð virðing Olof Palme, fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar, hefur að undanfömu verið minnst í a.m.k. 25 löndum hvarvetna á hnattkúl- unni. Það hefur verið gert með því að nefna götur, torg og stofnanir eftir honum. Nú um áramótin verða tvær göt- ur í Danmörku helgaðar honum; Skjaldargata við Austurbrú mun framvegis heita „Olof Palme Gade“ og Halmstadsgade í Árósum verður nefnd „Olof Palme Allé“, en við hana eru meðal annars Blaða- mannaháskóli Danmerkur og wsvæðisútvarp Jótlands. Frá Póllandi hafa borist þær dalltfréttir að hin ólöglegu verka- lýðsmlfélög, Samstaða, hafi nefnt nýja útgáfu sína eftir hinum rnyrta forsætisráðherra og í Sovétríkjun- um var gefið út frímerki til minn- ingar um hann. Á Stóra-Bretlandi verður bráð- lega opnuð einkastofnun, sem mun heita „Rannsóknarstofnun Oiofs Palme á þriðja heiminum". Ætti Palme ekki að gleymast úr þessu. Sænskir lögregluþjónar standa vörð við bautastein Palmes á þeim stað sem hann var myrtur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.