Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Borðnautar Bókmenntir Vigdís Grímsdóttir Borðnautar Bolli Gústavsson Teikningar: Hringur Jóhannes- son. Útgefandi: Menningarsjóð- ur. Að því leyti eru ljóð Bolla Gústavssonar í bókinni Borðnautar rómantísk að þau vísa til horfínnar tíðar og tilvísunin er full aðdáunar. Ef til vill leynsit eitthvað í gömlum tíma sem er eftirsóknarvert fyrir nútímamanneskjuna. Kannski lætur henni vel að setjast niður í amstri daganna og hugleiða Guð sinn og hver veit nema hún nálgist þá aftur þann sannleika sem hún svo óðum fjarlægist. Og kannski lætur henni vel að tylla sér með höfundi í ör- uggt sæti og líta yfir landið og náttúruna. Skoða með honum myndir af minnisverðum mönnum. Ég nota orðin eftilvill og kannski afþvíað ég held að mörg nútíma- manneskjan sé ekki rómantísk á sama hátt og höfundur og þess vegna kunni hún erfiðlega að virða anda bókarinnar, kunni erfíðlega að ferðast með höfundi. Ég held líka að sýn Bolla í þessari bók sé oft og tíðum sýn þess manns sem lítur ofaná tíðina með augnaráði sem hrekkur til baka og kýs að dvelja í notalegri kyrrð eigin tilveru, rifja upp minnisverð tíðindi og svo þau önnur sem fyrir höfundi eru ljóslif- andi. Slíkt er ekkert einsdæmi því höfundur hlýtur að felast að ein- hveiju marki í bókum sínum, stundum ljóst, stundum leynt, og oftast með það í huga hverju hann hefur að miðla öðrum. Starf höfund- arins, staða hans í þjóðfélaginu, trú hans og líðan hlýtur þá líka að ein- hveiju leyti að móta þau yrkisefni sem hann velur sér. Manneskjan er nú ekki merkilegri en það að hún stendur sjálfri sér næst, þrátt fyrir allt. Skáldið og manneskjan í því lifa saman skringilegu lífí og verða að fínna sér leið til að miðla hinum minnisverðu tíðindum til lesandans, víkka út hugskot hans. Sú leið er vandfarin einsog allir vita. Séra Bolli Gústavsson er starfí sínu trúr, í trú sinni sannfærður, í stíl sínum prestlegur oft og tíðum. Þetta þykist ég geta lært fljótt af bókinni Borðnautar, efnisvali skáldsins og gerð margra Ijóða hans. Bókin skiptist í fimm hluta og hefur Hringur Jóhannesson listmál- ari myndskreytt ljóðin og hann er anda þeirra trúr og það sem meira er þá eru teikningamar oft andinn sjálfur. Hvemig? Jú, þær eru nefni- lega ekki aðeins hliðstæður ljóðanna heldur gegna oft því hlutverki að kveikja í ljóðunum líf, em ómissandi umleiðog þær em sjálfstæður list- heimur. Fyrsti hluti bókarinnar heitir Al- manaksljóð. í honum em að fínna stutt ljóð, annaðhvort beinar ljóð- myndir eða líkingaljóð. Stundum dregur höfundur nákvæmlega, stundum ekki, og þegar ljóðin lifna ekki lífga þau myndir Hrings. Ég birti hér tvö ljóð til marks um ofan- greint. Ljóðin í þessum fyrsta hluta em hugleiðingar skáldsins tengdar ýmsum þeim dögum sem em merk- isdagar í huga þess, þau bera dögunum vitni og eiga að vekja les- andanum hughrif skáldsins. Blaóburöarfólk óskast! ÚTHVERFI Ártúnshöfði (iðnaðarhúsnæði) GARÐABÆR Langafit Ásgarðuro.fl. AUSTURBÆR Ingólfsstræti GRAVARVOGUR Fannafold Margrétarmessa í kvöld kemur húmið kyrrlátt úr útlegð; hægt en hiklaust hefur það rakið gullna sauma sólmánaðar. og Seljumessa Strýkur gola gras götur horfnar, dengir bóndi ljá. Annar hlutinn heitir Veður hörð. í honum fínnum við þijú kvæði með jafnri háttbundinni hrynjandi og stuðlum. Þetta em vel gerð kvæði þótt mér þyki þau ekki hafa víða skírskotun, þyki þau ekki vera meira en ömgglega dregnar mynd- ir. Beygur Laufvindur haustsins leikur um litverpan mó, dökkgrænn var drapi áður dreyrlitur nú, slútur gráloðinn, gulnar gullblöðin falla senn. Boð með vindinum berast: - Brátt er hér von á gesti. Kenna hann munu menn, myrkeygan jötun á litföróttum hesti. Bolli kallar þriðja hlutann Mannamyndir. Þetta em ljóða- myndir af minnisverðum mönnum og atburðum tengdum þeim. Ljóðið um Martein Lúter er gott dæmi um það að skynjun séra Bolla er afar persónuleg, ég held alltént að ást hans á Lúter sé ekki allra, enda Bolli Gústavsson engin nauðsyn. Þetta er ekki fyrsta kvæði skáldanna um siðbótarmann- inn. Kannski líður að því að þessum kvæðum verði safnað saman í kver eins og fossakvæðunum forðum og héti kverið þá Lúterskvæði og trú- lega allt í senn fróðlegur, fyndinn, alvarlegur og napur lestur. Lúter var og er sannarlega umdeildur, kvæði Bolla ætti að verða það líka. Siðbótarmaður (lokaerindi). Studdur armi Guðs horfír hann enn óttalaus mót nýrri öld, reiðubúinn að ganga fyrir tölvuvædda dómara, alla, sem þola ekki sárbeittan flein sannleikans, orðið eilífa, sem hann leysti úr útlegð. Besti hluti bókarinnar fannst mér bálkurinn um Fljótið. Bestur vegna þess að mér fannst skáldinu takast að draga upp eftirminnilega lýsingu og leikur þess við orð oft fallegur. Stundum fannst mér hann þó ganga of nærri mér með einhverskonar upplýsingu sem mér fannst skemma annars ágæta heildarmynd sem sagði mér meira þegar upp var stað- ið um nútíð en fortíð, var mér meira en einungis persónuleg upplifun. Lokahluti bókarinnar heitir Helgimyndir og hefur að geyma fyögur kvæði, mislöng og misefnis- mikil. Besta kvæðið fannst mér Runninn og best af sömu ástæðu og mér fannst Fljótið besti hluti bókarinnar. Runninn og Fljótið eru hvorutveggja frásagnarljóð sem snúast um sögulegan kjama en sá sögulegi kjami verður á báðum stöðum annað og meira vegna skáldskaparins sjálfs, vegna góðrar samvinnu manneskju og skálds sem saman fundu leið til að miðla. Les- andinn nam erindið og hugsun hans snerist á braut kvæðisins. Bók Bolla Gústavssonar er löng bók og frá henni er fallega gengið. Mér fannst hún hafa að geyma afar misjafnan kveðskap. Myndimar em stoð margra ljóðanna og oft nauð- synlegar. En bestur þótti mér Bolli þegar skáldskapur hans stendur einn og sér og ég gat heilshugar tekið undir vísupartinn: Mikla alúð legg ég við lítinn garð að húsabaki; En sjón er sögu ríkari. Húsmæður A thugið FRAMLAG OKKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓKOSBOLLUKREM OG TERTUKREM / tilefni jólanna gef- um við nú 20% afslátt af kókos- bollukremi og tertu- kremi. Áður kr. 75.- Nú kr. 59,50. Fæst i næstu matvöru- verslun V A L A Hjori orts ódýr oggóður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.