Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 57

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR H. DESEMBER 1986 57 sé að „sagnfræði" Ragnars Amalds hafi ekki sannleikann að leiðarljósi. Sannleikurinn er sá að þegar Skúlamál áttu sér stað var Lárus heitbundinn Elínu Hafstein sem raunar var systir Hannesar og gengu þau í hjónaband fáum árum eftir þessa atburði. Elín lést árið 1900 eftir aðeins fimm ára hjóna- band og höfðu þau hjónin eignast tvö böm. Sagan af Díönu Amalds fer meira að segja iangt fram úr því sem hugmyndaflug manna ent- ist til í hita leiksins. Ég neita því ekki að ég á harla erfítt með að fyrirgefa Ragnari Amalds þessa berangurslegu níðstöng sem hann reisir minningu Lárusar. Þar fyrir utan sýnir það glöggt hversu gjörsamlega Ragnari er fyr- irmunað að skilja „dramatík" að hann skuli í umræddu verki hlaupa yfír samband Lámsar H. Bjama- sonar við systur Hannesar Hafstein. En útaf því er ekki hægt að skamm- ast. Það er einfaldlega ekki hægt að skamma menn fyrir að vera ekki skáld. Aftur á móti mega ýmsir fá orð í eyra fyrir að þykjast vera það, þ.á m. Ragnar Amalds. Hannesar þáttur Hafstein Ragnar Amalds lætur sér ekki nægja að fótumtroða sannleikann í orðum í þessu leikriti sínu. Honum hefur nefnilega lærst, væntanlega í pólitíkinni, að það er ekki síður hægt að ljúga með þögninni. Og það gerir hann svo rækilega að hann minnist ekki einu aukateknu orði á þann mann sem hvað stærst- an þátt átti í aðförinni að Skúla Thoroddsen og var það þó ekki ófrægari maður en sjálfur Hannes Hafstein en tilvera hans í fslenskri stjómmálasögu hygg ég að vera muni Ragnari ljós. Ég leyfí mér einnig að ganga frá því sem gefnu að Ragnari sé fullkunnugt um það að Hannes Hafstein var landshöfð- ingjaritari og því hægri hönd Magnúsar Stephensen. Þess utan hafði lengi verið fullur íjandskapur með þeim Skúla Thoroddsen og Hannesi Hafstein þegar Skúlamál skutu upp kollinum. Hugum nú aðeins að sijóm- málaástandinu á íslandi um síðustu aldamót, enda veitir ekki af, jafn framandi og það virðist Ragnari Amalds eftir þessu ieikriti hans að dæma. Á þessum tímum var ljóst að stjóm íslenskra sérmála var í vax- andi mæli að færast í hendui landsmanna sjálfra. Ný stjómskip- an var í burðarliðnum og eðlilegs vildu þeir sem meira máttu sír tryggja sér og sínum sem vænstar skerf aukinna valda þjóðarinnai varðandi eigin málefni. Þetta leidd oft til hatrammra deilna þar sen. menn sáust oft lítt fyrir svo sem títt er um höfðingja. Sól Stephen- senanna sem voldugastir höfðu verið á íslandi á 19. öld var að hníga til viðar og ýmsum var ljúft að hlaupa í það skarð sem fyrirsjá anlegt var að þeir mundu skilji eftir sig. Þar komu einkum tvæ ættir við sögu, annars vegar Thor oddsenamir, þ.e.a.s. Skúli 0| bræður hans og hins vegar Briem arar, móðurkyn Hannesar Hafsteir en þar fóm þeir fyrir fylkingu Hannes og móðurbróðir hans Tryggvi Gunnarsson. Skúlamáli verður ekki skoðað öðmvísi en í ljóí þessa enda er það eitt og sér aðein sá hluti jakans sem upp úr haffietin um stendur, nú u.þ.b. öld síðai Briemarar höfðu betur í þessur átökum og njóta þess ýmsir enn ser sjá má á embættismannaker. landsins, enda nutu þeir bandalag við Magnús landshöfðingja. Og þa væri synd að segja að þeir ha ekki látið kné fylgja kviði. Skúli va síður en svo sá eini þeirra bræðr sem fékk sína lexíu. Þorvaldur lanc fræðingur var sviftur rannsóknai styrk sem landstjómin hafði veil honum, Sigurður var rekinn ú stöðu landverkfræðings og Þórðu var bæði svikinn um stöðu bankr stjóra við íslandsbanka og að aul útilokaður frá jrfirlæknisembæt við holdsveikraspítalann í Laugai nesi. Og hvergi í öllum þessum málur leyna sér fíngraför Hannesar Hai stein þótt Ragnar Amalds láti sér ekki nægja að klæða þá silkihönsk- um, heldur skrifí þetta leikverk eins og „eigandi" þeirra hafí aldrei verið til. Um minn ágæta frænda Hannes Hafstein má margt gott segja en það breytir ekki því að hann atti Lámsi H. Bjamasyni, verðandi mági sínum, vestur á ísaQörð, ný- stöðnum upp frá prófborði, til þess eins að forða sjálfum sér undan óþægilegum aurslettum. Og hann lét sig meira að segja hafa það að fara vestur sem sýslumaður í kjöl- far Lámsar og stilla sér upp sem manni sátta og samlyndis meðan bærinn logaði enn í því ófriðarbáii sem hann sjálfur hafði kastað hvað stærstum glóðum á. Það var ekki fyrr en svo seint sem árið 1902 að hann sýndi sitt rétta andlit í þessu máli, en þá reyndi hann að dæma Skúla fyrir kosningasvindl við þing- kosningar og mátti þó öllum ljóst vera að Skúli þurfti síst á slíku að halda. Þetta mál gufaði upp vegna afskifta „æðri máttarvalda" og sannaðist þar að ekki þarf endilega brennivínsslag til að firra menn þjóðarskömm. En hví skyidi Ragnar Amalds skrifa um Skúlamálið án þess að minnast einu aukateknu orði á Hannes Hafstein þótt það sé meira að segja ennþá fáránlegra en að skrifa sögu Alþýðubandalagsins og láta eins og aldrei hafi verið til maður að nafni Ragnar Amalds? Á því fínn ég aðeins eina skýringu og hún er hin nána vinátta Hannesar og Matthíasar Jochumssonar, lang- afa Ragnars Amalds. Vitanlega er þetta aðeins tilgáta mín, en hún byggir á þeirri for- sendu að „rithöfundurinn" Ragnar Amalds hafí vit á stjómmálum. En kannske er ég hér að falla í gryfj- una til Ragnars því hvað ætli ég viti svo sem um það? „f blaðaviðtali sagði Ragnar frá því að leikrit þetta væri að stórum hluta skrifað á þingmannsskrifstofu hans í „Voninni", þar sem forðum hefði verið svefnherbergi þeirra hjóna, Theodóru og Skúla Thor- oddsen. Það er kaldhæðnislegt til þess að vita að einmitt þar skuli rökhugsun eða heiðarleiki Ragnars Amalds hafa lagst til svo værs blundar varðandi þetta mál allt. Nokkur orð um sam- skipti við Þjóðleikhúsið Svo vill til að þegar verið var að æfa „Uppreisn á ísafírði" komst ég yfír afrit af leikritinu. Hafði ég þegar samband við leikstjóra verks- ins, Biynju Benediktsdóttur og kom ýmsum athugasemdum á framfæri við hana. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram að mér var þá jafnt sem öðmm hulið hver samið hafði verkið. Svo sem menn rekur ef til vill minni til vom einkum þrír menn orðaðir við framleiðsluna, þeir Þrándur Thoroddsen, Þorgeir Þorgeirsson og Ragnar. Þá tvo fyrr- nefndu útilokaði ég strax, Þránd sökum heiðarleika hans og skemmtilegar sagnagáfu og Þor- geir einfaldlega vegna þess að hann er nú einu sinni meðal bestu skálda þjóðarinnar. Auk þess leyfi ég mér allra náðarsamlegast áð hafa svolít- ið aðrar skoðanir á æm hans en Lögreglumannafélagið og lögspek- ingar sem tylla sér í dómarasæti handan þeirra marka sem vitsmun- ir þeirra leyfa. En ég verð að játa að mér kom heldur ekki til hugar að leikritið væri eftir Ragnar Am- alds, til þess hafði ég of mikla trú á honum. En þetta var nú útúrdúr. Nema hvað, Brynja fór þess á leit við mig að ég, sem afkomandi Lámsar H. Bjamasonar, skrifaði grein í leikskrá verksins og varð ég við þeirri ósk. Greinina sendi ég henni svo eftir að ég var fluttur úr landi, í virðingarskyni við efna- hagsástandið heima. Liðu svo allmargar vikur án þess ég fengi leikskrána senda eins og um var samið. Þá gerist það einn daginn að ritstjóri leikskrór, Ámi Ibsen, hringir í mig heldur óhress. Greinin hafði þá týnst I drasli í Þjóðleik- húsinu og varð ég að skrifa aðra í logandi hvelli. Enn liðu vikur og ekki fékk ég leikskrána. Loks hringdi ég í Áma og hafði hann þá þau tíðindi að færa mér að Ragnar Araalds hefði þvertekið fyrir að greinin birtist í leikskránni. Ekki náði það lengra en þar eð ég hugðist þá birta grein- ina í Morgunblaðinu bað ég Áma að senda mér hana, hveiju hann lofaði. Þetta var í byijun septem- ber. Greinina fékk ég þó ekki senda fyrr en þann 19. nóvember og þá frá Gísla Alfreðssyni Þjóðleikhús- stjóra, hvem ég hafði sett í málið sökum minnar takmörkuðu biðlund- ar. Þá hafði ég lokið við gerð þeirrar greinar sem hér birtist og er í henni að fínna ýmislegt sem ekki kemur fram í leikskrárgrein þeirri sem fór í hinar fíngerðu raugar Ragnars Amalds. Hef ég því ekki hugsað mér að birta leikskrárgreinina nema einhveijum kunni að leika forvitni á að vita hversu fá skref og létt þarf að stíga til að ganga fram af Ragnari Amalds, a.m.k. þegar mót- mælt er níði hans um látið fólk. Að sjálfsögðu var einn afkom- enda Skúla Thoroddsen beðinn að skrifa í leikskrána og varð Jón Thor Haraldsson sagnfræðingur fyrir valinu. Sú grein birtist ekki í leikskránni, fyrst mín fékk ekki náð fyrir augum Ragnars Amalds. Hins vegar birtist hún í Þjóðviljanum þann 4. október, vel skrifuð og af sanngimi svo sem vænta mátti af svo mætum manni. Aftur á móti er leitt til þess að vita að á fímmtíu áram skuli Þjóðviljinn ekki hafa komist til þess lýðræðislega þroska að dygði ritstjóram hans til að fal- ast eftir báðum hliðum þessa máls. En þá ber að hafa í huga hinn pólitíska geðklofa Alþlýðubanda- lagsins sem imprað var á fyrr í greininni og svo hitt að Ragnar Amalds er nú einu sinni þingmaður þess. Lokaorð Áður en ég legg frá mér pennann langar mig til að þakka Ásgeiri Jakobssyni rithöfundi fyrir skil- merkilegar greinar hans um Skúlamálið í Lesbók Morgunblaðs- ins nú í haust. Þær eru sem kunnugt er skrifaðar til vamar Sigucði skurði. Ásgeiri tekst þama að sanna með óyggjandi rökum að Skúli Thoroddsen hafði næstum ratað í þá ógæfu að fremja dómsmorð á Sigurði til þess eins að geta dansað í takt við þá strengi almennings- álits sem hann sjálfur strauk með fíðluboga píslarvættisins. Ragnar Amalds hefur boðað nokkra dvöl í hópi okkar skálda og rithöfunda og vona ég því einlæg- lega að hann temji sér vinnubrögð Ásgeirs Jakobssonar, að minnsta kosti ef hann skyldi oftar álpast inn í smiðju sögunnar. Eins og lesendum þessarar grein- ar er væntanlega orðið ljóst, get ég stundum verið nokkuð kald- hæðinn í hugsunarhætti. Því get ég ómögulega stillt mig um að ljúka þessum skrifum með þýðingu Helga Hálfdanarsonar á ljóði danska skáldsins Piet Hein, „Tunglferð, næturijóð á geimöld". Sko, fullur máni fer að skina sem flysjuð gulhvít appelsína. Að ferðast upp og aftur niður mun eflaust kosta, því er miður mörg höfuðbóL % hygg þá fleiri sem horfa í slíkan farareyrL Þó fengju sumir samskot greið til svona ferðar — aðra leið. Góða ferð, Ragnar Amalds. Höfundur er rithöfundur. p fagnnÞI Jtfrifr s iS MetsöluHad á hveijum degi! Hér kemur jólatilboð semtalandi erum !! 14" EHBMAH litasjónvarp sem aubvelt er aö flytja milli herbergja. Tenging fyrir kabalsjónvarp. Faststilling á 7 rásum. Sérstök rás fyrir myndband. Ljós á rofum. Sjálfvirk spennujöfnun 180-270 V. GoldStcir GÆÐI Á GÓÐU VERÐI VIÐTOKUM VELAMÓTI t>ÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.