Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 38 „Jólasveinn- inn er dauður - segir bandarískur klerkur New Jersey, Bandaríkjunum, AP. BORN ráku upp stór augu og foreldrar reiddust þegar kat- ólskur prestur i Woodbridge i New Jersey í Bandaríkjunum lýsti yfir því i guðsþjónustu að jólasveinninn væri dauður. Presturinn Romano Ferraro sagði bömunum einnig að jóla- sveinninn ætti hvorki sleða, sem Japan: Risna fyrir- tækja hærri útgjöldum til varnarmála Tókýó, Reuter. JAPANIR eru með rausnarlegri mönnum og kunnir fyrir gest- risni. Er það m.a. staðfest í úttekt skattyfirvalda í Tókýó, sem skýrðu frá því í gær að risnu- greiðslur þarlendra fyrirtækja hefðu numið 10,5 milljörðum jena, eða 65 milljónum dollara, á dag í fyrra. Samkvæmt þessu hafa japönsk fyrirtæki því samtals greitt jafn- virði 2,6 milljarða isl. króna í risnu á dag. Samtals námu risnugreiðslur þeirra árið 1985 jafnvirði 23,8 mill- jarða dollara, eða jafnvirði 960 milljarða ísl. króna. Til saman- burðar er niðurstöðutala frumvarps til fjárlaga fyrir næsta ár 42 millj- arðar króna. Samkvæmt upplýsingum skatt- stofunnar nemur risnukostnaður japanskra fyrirtækja hærri upphæð en Japanir veija árlega til vamar- mála. Á þessu ári verja þeir jafnvirði 20,6 milljörðum dollara til vamar- mála, eða 3,2 milljörðum dollara minna en risnugreiðslur fyrirtækj- anna námu í fyrra. Alls eru 1,66 milljónir skráðra fyrirtækja í Japan. hreindýrið Rudolph drægi, né hús á Norðurpólnum. Barn nokkurt, sem var viðstatt guðsþjónustuna, sagði að Ferraro væri að gera for- eldra vitlausa með ummælum sínum. „Ferraro hefur svipt krakkana nokkru, sem þeim var mjög kært," sagði þriggja bama faðir súr í bragði. Eftir messuna sat klerkurinn fyr- ir svörum. Gagnfræðaskólanemi spurði hvort foreldrar væru lygarar fyrst jólasveinninn væri kominn í tölu framliðinna. „Já,“ svaraði Ferraro við börnin: „Ef þið látist vera sofandi á að- fangadagskvöld munið þið grípa foreldra ykkar glóðvolga við að setja jólagjafir undir tréð." Ritari Ferraros sagði í gær að hann væri ekki við og óvíst væri hvenær hægt yrði að ná í hann. Suður-Afríka: ðii qwtíé evm •• •- :%;•> -&■ *■■ 'síyZfr 's*'4*yim %#**>*, 4&, ■ ■ ■• - 4.,’ ii/Í > >■/ ■■■> >-; >->i;> „•.... -Mfe >1 ** ¥** " *mnvfít ot orgen ""—. 5CHRUFT BLIJFT 4? /****■ /**<* ví-mÍHtt't ■*> ■■■ i . f ■'M?* ■?<** ■■«** ■ ■ •"! v W m Handskrifuðu blaðið AP/Simamynd Belgiska dagblaðið De Morgen var heldur óvenjulegt er það birtist á götum borgar- innar í gær. Blaðið, sem var 32 síður, var allt handskrifað. Tölvukerfi blaðsins bilaði og gripu blaðamenn þá til þess úrræðis að handskrifa fréttirnar. A myndinni má sjá forsíðu og baksíðu blaðsins, sem er vinstri sinnað. Nýjar reglur banna allan fréttafhitning af ókyrrð Foreldrar biðja fyrir fangelsuðum börnum sínum Jóhannesarborg, AP. ÓHÁÐA dagblaðið The Star, sem mánudag að 256 böm undir 15 ára gefið er út í Jóhannesarborg, aldri sætu í fangelsum landsins. Þau hefðu verið handtekin sam- kvæmt ákvæðum neyðarlaganna, sem sett voru í júní. Adriaan Vlok dómsmálaráðherra sagði að vemda þyrfti fólkið fyrir sagði i gær að nýjar reglur, sem Suður-Afríkustjóm ætlar að setja í þessari viku um frétta- flutning, dragi veralega úr frelsi fjölmiðla og banni allar fréttir af ókyrrð í landinu nema stjóm- leyfi að þær verði birtar. ofbeldi og árásum og skipti þar ekki máli hvað hinir ábyrgu væru gamlir. í The Star sagði að reglumar, sem stjómin ætlaði að setja í skjóli neyðarlaganna, kvæðu á um „algert bann við fréttaflutningi af ókyrrð í landinu að undanskildum yfírlýs- ingum, sem stjómin veitir leyfí til að birta“. Ennfremur sagði í frétt blaðsins að ákvörðun stjómarinnar um að vísa Michael Parks, fréttaritara The Los Angeles Times, úr landi væri upphaf skipulagðra aðgerða gegn erlendum blaðamönnum í Suður- Afríku. Chernobyl-slysið: Ijónið meiraen taJið var Moskvu, Reuter. FJÁRHAGSLEG skakkaföll af Cheraobyl-slysinu eru miklu meiri en áður var talið. Var þetta haft í gær eftir Mikhail Gorbac- hev, leiðtoga Sovétríkjanna, en fyrr á árinu var sagt, að í fjár- munum talið hefði slysið kostað Sovétmenn 2,9 milljarða dollara. Gro Harlem Bmndtland, forsæt- isráðherra Noregs, sem nú er stödd í Moskvu, sagði, að Gorbachev hefði látið orð um þetta falla á fundi þeirra í fyrri viku án þess þó að nefna einhveijar tölur. í tilkynningu sovéska stjómmálaráðsins frá í júlí sagði, að 1000 ferkm land um- hverfís kjamorkuverið hefði mengast af geislavirkum efnum og að flytja hefði orðið á brott 135.000 manns. Kostnaðurinn við slysið var áætlaður 2,9 milljarðar dollara en síðan hafa afleiðingar þess m.a. komið fram í nokkrum rafmagns- skorti. Auk þess telja læknar, að þúsundir manna eigi á hættu að fá krabbamein af völdum geislunar- innar. ín Foreldrar barna, sem sitja i fang- elsum í Suður-Afríku, komu saman í gær og báðu fyrir sonum sínum og dætrum. Mörg hundruð feður og mæður komu saman í sal í miðri Jóhannes- arborg til að syngja jólasöngva og sálma og hlýða'á hvatningarræður. Krafa foreldranna er að böm þeirra verði látin laus sem fyrst svo að fjölskyldur geti haldið jólin hátíðleg í sameiningu. „Gæsluvarðhald bama er svart- asti bletturinn á samvisku þessa lands,“ sagði Ethel Walt, formaður samtaka, sem aðallega hvítar konur eiga aðild að, með tárin í augunum. Stjóm Suður-Afríku tilkynnti á Enn er deilt um Hans Holmer lögreglustjóra Hættið að rífast, segir Carlsson Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins. HANS Holmer, lögreglustjóri í Stokkhólmi, kom fram í sjónvarpi í Svíþjóð á þriðjudagskvöld. Dag- blöð hafa brugðist hart við ávarpi Holmers í sjónvarpinu og Carl Bildt, leiðtogi flokks hófsamra, sagði að Holmer kæmi ekki til greina sem eftirmaður Holgers Romander, yfirmanns lögregl- unnar í Sviþjóð, á næsta ári. Joan Collins fer fram á skilnað Los Angeles, AP. JOAN Collins, leikkonan, sem m. a. er kunn fyrir leik sinn í Dynasty-sjónvarpsþáttun- um, fór á þriðjudag fram á skilnað frá Svíanum Peter Holm, sem hún hefur verið gift í rúmt ár. Collins er fjórgift en þegar hún tilkynnti um skilnaðar- beiðnina sagðist hún engu að síður hafa mikla trú á hjóna- bandinu sem slíku. Hún sagðist hafa gifst Holm af því að hún taldi að þar væri fundinn draumaprinsinn. „Samband okkar gekk hins vegar ekki upp og er það miður. Okkur ljmti einfaldlega ekki nógu vel saman og það var útilokað að jafna ágreining okkar,“ sagði Collins, sem er fjórgift. Joan Collins er 53 ára en Holm 39. Þau kynntust í Eng- landi árið 1983 og gengu í hjónaband í nóvember í fyrra. Lögfræðingur Collins segist hafa farið fram á það við dóm- stóla að þeir annað hvort ógiltu hjónabandið eða veittu henni lögskilnað. Hann sagði að venjulega væri því aðeins óskað eftir ógildingu hjónabands þeg- ar ætla má að annar aðilinn hafí svikið hinn til lags við sig eða villt á sér heimildir í önd- Joan Collins verðu. Hann neitaði hins vegar að skýra hvaða ástæður lægju að baki óskinni. Ingvar Carlsson forsætisráðherra hvatti í gær þá sem rannsaka morð- ið á Olof Palme til að hætta að rífast og einbeita sér þess í stað að því að hafa uppi á morðingjanum, sem enn sé ekki fundinn tæpum tíu mán- uðum eftir morðið. Forsætisráðherr- ann greip til þessa ráðs vegna deilna milli saksóknara og rannsóknar- manna. Magnus Sjöber ríkissaksóknari ítrekaði aftur á móti gagnrýni sína 'á störf Holmers í gær og vísaði á bug tillögu lögreglustjórans um að láta ríkissaksóknara taka við mátinu af Claes Zeime yfírsaksóknara. Zeime gagnrýndi Holmer einnig í gær og sagði að Holmer hefði veitt villandi upplýsingar í sjónvarps- ávarpi sínu. Zeime hefur sjálfur sagst ætla að greina frá stöðunni í Palme-málinu fyrir jól. Mörg sænsk blöð kröfðust þess að Holmer kæmi ekki nálægt rann- sókn málsins og nokkur fóru fram á að hann yrði settur af sem lög- reglustjóri í Stokkhólmi. Bæði Sten Wickbom dómsmála- ráðherra og Holger Romander yfír- lögreglustjóri, vörðu gerðir Holmers í kvöldfréttum í gær. Holmer sagði í sjónvarpinu að lög- reglan væri nú 95 prósent viss um hver morðinginn væri og leiða mætti að því getum að hann væri í Svíþjóð. Zeime kveður ekkert hæft í því að rannsókn lögreglunnar beinist í eina átt og segir að enn liggi fyrir nokkr- ar kennjngar um morðið, sem ekki hafi veríð hraktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.