Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR ll'. DESEMBER 1986 I* Frá æfingn Sinfóníuhljómsveitar íslands og Pólýfónkórsins á Messiasi. Sinfóníuhljómsveit Islands og Pólýfónkórinn flytja „Messías“ í Hallgrímskirkju Sinfóníuhljómsveit íslands og Pólýfónkórinn undir stjóm Ingólfs Guðbrands- sonar flytja Messías eftir Georg Friedrich Hándel í Hallgrí- mskirkju í kvöld, fimmtudaginn 11. desember. Einsöngvarar verða: Maureen Brathwaite, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ian Partridge og Peter Coleman- Wright. Tónleikamir em hinir sjöundu á fyrra misseri þessa starfsárs Sinfóníuhljómsveitar- innar. Ingólfur Guðbrandsson stundaði tónlistamám samhliða kennaranámi og síðan háskóla- nám í tungumálum. Framhalds- nám stundaði hann við Guildhall- tónlistarskólann í Lundúnum og Tónlistarháskólann í Köln, en auk þess fór hann í margar náms- ferðir og dvaldist um skeið við Söngskólann í Augsburg, og einn- ig í Mflanó og Róm. Hann var fyrsti námsstjóri í tónlist á Is- landi, en sagði því starfi lausu 1963 og hefur síðan verið braut- ryðjandi á sviði ferðamála. Ingólfur stofnaði Pólýfónkórinn árið 1957 og hefur stjómað hon- um síðan við mikinn orðstír, bæði heima og erlendis. Síðast stjóm- aði hann Sinfóníuhljómsveit íslands þegar Messa í h-moll eftir Joh. Seb. Bach var flutt í sam- vinnu við Pólýfónkórinn í mars 1985. Maureen Brathwaite hlaut tónlistarmenntun í Barbados og í Lundúnum, síðast við Guildhall- tónlistar- og leiklistarskólann, þar sem hún söng ýmis óperuhlutverk. Síðustu tvö árin hefur hún verið mjög eftirsótt og önnum kafin söngkona og hefur m.a. starfað við Glyndeboume-óperuna. Sigríður Ella Magnúsdóttir hóf snemma fjölþætt nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám um árabil í Vínarborg. Hún hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum söngkeppnum og nú í haust fór hún í tónleikaferð með Konung- legu ópemnni í Covent Garden í Kóreu og Japan. Sigríður Ella er búsett í Englandi, en er jafnan kærkominn gestur þegar hún læt- ur til sín heyra hér heima. Ian Partridge hefur um skeið verið talinn einn hinn ágætasti ljóðrænna tenórsöngvara á Bret- landi og hefur komið fram á mjög mörgum alþjóðlegum tónlistar- hátíðum þar og víðar, svo og á öðmm tónleikum í fjölmörgum stórborgum austan hafs og vest- an. Hann hefur einnig sungið inn á margar hljómplötur. Peter Coleman-Wright er fæddur og uppalinn í Ástralíu og hlaut menntun sína þar í landi. Hann fluttist til Lundúna 1980 og hefur síðan sungið með ýmsum óperuflokkum, m.a. hlutverk nautabanans í „Carmen" og dr. Falke í „Leðurblökunni". Með Glyndeboume-ópemnni hefur hann m.a. komið fram í „Cosi fan tutti“ eftir Mozart og „Albert Herring“ eftir Britten. Hljómburðurinn í Hallgríms- kirkju hefur nú verið lagfærður með ýmsu móti. Til dæmis hafa kór og hljómsveit verið flutt innar í kór kirkjunnar og er það til hins betra. Georg Friedrich Hándel fæddist í Halle árið 1685, sama ár og Joh. Seb. Bach og á svipuð- um slóðum í Þýskalandi. Þeir tveir bera höfuð og herðar yfír aðra tónsmiði á fyrra helmingi 18. ald- ar og náði barokk-stfllinn í tónlist fullkomnun í verkum þeirra. Hándel hóf tónlistarferil sinn sem fiðlu- og semballeikari (og stjóm- andi) við ópemna í Hamborg. Á ámnum 1707—10 var hann á ít- alíu, þar sem hann tileinkaði sér þann tónlistarstfl sem þá var í tísku og vakti athygli sem hljóð- færaleikari og tónskáld. Árið 1712 settist hann svo að í Lundún- um og vann sér brátt álit með ópemm, kirkjulegum tónverkum og hljómsveitarverkum. Þegar Hándel var 56 ára að aldri, árið 1741, tók hann upp nýja lífsstefnu og sneri sér þá eingöngu að því að semja óratorí- ur. Á því ári samdi hann meistara- verkið „Messías", sem er frægast af öllum tónverkum hans. „Messías" var saminn á tíma- bil- inu frá 22. ágúst til 14. september 1741, eða á rúmlega þremur vik- um, sem er ótrúlega skammur tími þótt tillit sé tekið til þess að sum atriði verksins studdust við eldri tónsmiðar tónskáldsins. Textinn er úr heilagri ritningu, valinn af Charles nokkmm Jenn- ens. Verkið var flutt í fyrsta skipti í Dyflinni þann 13. apríl 1742 á vegum tónlistarfélags þar í borg. Var því tekið með fáheyrðum fognuði og hefur hrifning áhey- renda fylgt „Messíasi" síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.