Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 64

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Hvaðan komu bréfin? Síðast var spurt hvaðan bréfin kæmu. Stöfunum hafði verið ruglað í fímm staðanöfnum. Margir af þeim sem sendu svör við myndagátunni sendu einnig svör við þessari stafaþraut. Bréfin komu frá: Vestmannaeyjum, Hveragerði, Kópavogi, Reykjavík og Hellu. Rétt svar hafði m.a. Agnar Guðjónsson í Reylq'avík. Skemmtilegur tími Aðventan er skemmtilegur tími. Um leið og aðventan er byijuð vitum við að ekki eru fleiri en flórar vikur til jóla. Flest- ir keppast við að telja dagana til jóla og nota til þess fjölbreyttar aðferðir. Sumir brenna dagatala- kerti, aðrir opna dagatöl með myndum eða sælgætismolum og sumir eiga jafnvel saumuð daga- töl þar sem við hvem dag er festur lítill pakki sem spennandi er að opna. Þegar ég var lítil lék- um við okkur stundum að því að búa til dagatal úr kartöflu og eld- spýtum. Við höfðum heyrt að það hafí krakkar gert áður fyrr. Þau fengu stóra kartöflu og 24 eld- spýtur. Eldspýtunum stungu þau í kartöfluna. Sfðan tíndu þau eldspítumar smám úr eina og eina eftir því sem dögunum leið til jóla. En það er fleira en þessi beina talning daganna sem styttir biðina til jóla. Margir krakkar em dug- legir við Iaufabrauðaútskurð. Enn fleiri böm em hjálpieg við bakst- urinn! Kannast enginn við að vera yfírsmyijari á bökunarplötunum? Fá ekki flestir að búa til kúlur úr smákökudeigi sem það passar Kartöfludagatal Myndagátan 18 Myndagáta 17 var frekar létt. A henni var mynd af legókubbi. Margir krakkar sendu rétt svör. Langflest bréfín komu frá bömum í Reykjavík en þó fengum við bréf frá Kópavogi, Selq'amar- nesi, Mosfellssveit, Hellu, Selfossi og Höfíi í Homafírði. Úr bunkanum dró ég nafn Krisljáns Eldjáms Þorgeirs- sonar á Selfossi. Hér er svo ný myndagáta. Sendið okkur svör sem fyrst. Heimilisfangið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Hver og hvar? Um allan heim halda menn hátíðleg jól. Héma er mynd af sex höfuðfötum. Þau em einkenni fyrir ákveðin lönd og þú átt að fínna út hvaða löndum þau tilheyra og um leið í hvaða löndum þessir sem þau bera halda jólin sín hátíðleg. Sendu okkur svarið um leið og þú svarar myndagátunni. Klippið burtu punktuðu fletina við, skera út piparkökumar með allskonar mynstruðum formum og skreyta þær svo með allavega lit- um glassúr og svo auðvitað að smakka. Ótrúlegur fyjöldi bama æfír og undirbýr efni fyrir „litlu jólin" í skólunum eða aðventukvöld í kirkjunum og víðar. Svo fer auð- vitað mikill tími í að föndra og útbúa jólapakka og kort. Eruð þið ekki sammála um að aðventutíminn getur verið reglu- lega skemmtilegur? Munstrið af englinum. Pappír og skæri Eg hef oft furðað mig á hvað böm geta verið ótrúlega dug- leg að búa til fallega hluti t.d. ef þau hafa pappír og skæri. Ef ykkur langar til að föndra meira fyrir jólin þá eru héma tvær hug- myndir önnur að stjömu og hin að engli sem bæði eru klippt út úr pappír. Stjarnan: Það passar vel við jólin að búa til stjömur. í frásögn jólanna er talað um að stjama hafi vísað vitringunum veginn að flárhúsinu í Betlehem. Þegar ég var lítil leit ég oft út um gluggann á aðventunni til að vita hvort ekki sæist á himni jólastjaman! Margir taka ekki annað í mál en að hafa stjömu á toppi jólatrésins. Stjömuna sem ég ætla að kenna ykkur að búa til getið þið t.d. haft úti í glugga, eða búið til óróa ef þið búið til margar stjöm- ur. í stjömuna þarf renning sem er til dæmis 20 sm breiður og 60 sm langur. 1. Bijótið um 1,5 sm inn af styttri hliðinni. Haldið áfram að bijóta blaðið, þannig að það verði eins og harmonika. Þá hafíð þið í höndunum mjóan blaðavöndul. 2. Næst er að klippa munstur á þennan vöndul, þið getið t.d. notað mynstrið á myndinni. Það er ekki létt að klippa í þennan þykka vöndul, en það er hægt ef þið vandið ykkur. 3. Þegar þið hafíð klippt, þá fáið þið ykkur nál og tvinna. Þræð- ið bandið í gegnum neðri enda vöndulsins og bindið bandið saman. 4. Nú þegar þið hafíð fest neðri endann saman þá takið þið í endablöðin á stjömunni og breiðir þau út. Látið endana ná saman og festið þá með lími eða heftið þá saman með heft- ara. Þá er stjaman tilbúin. Hengið hana upp. Engillinn: í jólafrásögninni er líka getið um engla. Þeir voru á Betlehemsvöllum og sögðu fjár- hirðunum tíðindin að frelsarinn væri fæddur. Engillinn sem munstrið er af er frekar smár. Hann passar vel til að hengja á jólatréð, eða grenigrein sem þið getið sett t.d. í vasa (ekki buxna- vasa!) eða hengt upp. 1. Klippið engilinn út annað hvort úr hvítu kartoni eða gullpappír. 2. Hjörtun getið þið annað hvort klippt út, eða klippt þau úr öðmm lit og límt á. 3. Festið engilinn saman með því að hefta að aftan þar sem x-ið er. Setjið band í geislabauginn og þá er engillinn tilbúinn. Aðventukransinn Það er skemmtilegt við kertin á aðventukransinum að þau hafa hvert sitt nafn. Nöfnin minna okkur hvert um sig á ákveðna þætti í undirbúningi jólanna. Fyrsta kertið er kallað spá- dómskertið. Israelsmenn höfðu lengi vænst komu frelsarans. í gamla testamenti Biblíunnar er oft talað um hann. Þegar Jesús fæddist uppfylltust þessir spá- dómar. Annað kertið heitir Betlehems- kertið. Það minnir okkur á staðinn þar sem Jesús fæddist og á þær móttökur sem hann fékk. Þriðja kertið er kallað fjárhirða- kerti eða bara hirðakerti. Það minnir okkur á fjárhirðana sem voru á Betlehemsvöllum jólanótt- ina og fengu fyrstir að heyra boðskap englanna um að frelsar- inn væri fæddur. Fjórða kertið heitir englakerti. Það minnir okkur á lofsöng engl- k anna og þann boðskap sem þeir fluttu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.