Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
51
Ferðamálaráð í fjárþröng:
Starfsemi ráðsins
stöðvast í apríl
- fáist ekki lögbundið fjárframlag
úr ríkissjóði
FERÐAMÁLARÁÐ hefur sent
öllum þingönnum áskorun um að
beita sér fyrir því að við af-
greiðslu fjárlaga verði staðið við
lögbundið fjárframlag til Ferða-
málaráðs því annars sé fyrirsjá-
anlegt að starfsemi ráðsins
stöðvist í apríl á næsta ári.
Ferðamálaráði var með lögum
árið 1976 markaður tekjustofn sem
nam 10% af söluverðmæti Fríhafn-
arinnar á Keflavíkurflugvelli og um
leið var verð á áfengi og tóbaki í
Fríhöfninni hækkað um 10% svo
ríkissjóður þyrfti ekki að bera
skarðan hlut frá borði.
„Þessar lögbundnu tekjur hafa
síðan aldrei skilað sér nema að hluta
til,“ sagði Birgir Þorgilsson ferða-
málastjóri í samtali við Morgun-
blaðið. „Á næsta ári er velta
Fríhafnarinnar samkvæmt fjárlög-
um áætluð 500 miljónir og þá ætti
okkar hlutur að vera 50 miljónir
en Ferðamálaráði eru ætlaðar 15
miljónir á fjárlögum 1987 sem er
sama upphæð og á þessu ári,“ sagði
Birgir.
Birgir sagði að Ferðamálaráð
hefði stofnað til skuldbindinga fram
í tímann, svo sem þáttöku í sex
ferðasýningum sem allar fara fram
fyrri hluta ársins, og einnig hefði
verið gefinn út nýr litprentaður
upplýsingabæklingur um ísland á
ijórum tungumálum til að fylgja
eftir þeirri landkynningu sem leið-
togaftindurinn var. Miðað við
óbreytt framlag ríkissjóðs til Ferða-
málaráðs væri fyrirsjánlegt að
rekstrarfé þryti í apríl eða maí mið-
að við að staðið sé við ýmsar
skuldbindingar út árið, m.a. vegna
skrifstofuhalds.
„Þetta er dapurlegt, ekki síst í
ljósi þeirrar miklu athygli sem ís-
land hefur fengið vegna leiðtoga-
fundarins, ef menn vilja á annað
borð fá hingað ferðamenn," sagði
Birgir Þorgilsson.
Mattías Bjamason samgöngu-
ráðherra sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja að allt of langt
væri gengið í niðurskurði fjár til
Ferðamálaráðs, en hann gæti ekki
ábyrgst að ráðið fengi leiðréttingu
mála sinna: „Þó ég sitji í ríkisstjórn
og sjái um ákveðinn málaflokk á
ég undir högg að sækja og það fær
enginn einn maður, einn ráðherra
eða ein stofnun allt sem beðið er
um. Skórinn kreppir víða að og
auðvitað verður maður oft að sam-
þykkja ýmislegt sem maður er ekki
ánægður með,“ sagði Mattías
Bjamason.
Ráðstefna um
„línulega bestun“
Aðgerðarannsóknafélag ís-
lands heldur ráðstefnu um
notkun „línulegrar bestunar"
fimmtudaginn 11. desember í
stofu 157 í VR-2, Hjarðarhaga 4.
Dagskrá hefst kl. 16.15 með því
að Þorkell Helgason heldur hrað-
námskeið í „línulegri bestun“ og
eftir kaffihlé verður fjallað um
hvernig nýta megi þessa gerð líkana
í íslensku atvinnulífi. Einnig verður
skoðaður ýmis hugbúnaður til að
leysa „línuleg bestunan" vandamál.
í fréttatilkynningu segir að dag-
skrá þessi sé m.a. sniðin fyrir fólk
í fyrirtækjum sem vilji fá skjóta
innsýn í hvort og þá hvemig nýta
megi aðgerðagreiningu sem hjálp
við ákvarðanatöku og stjómun.
C5EFIÐ VAMDAÐA
OQ V/ARANLEQA JÓLAQJÖF
5UPER
DUnn
10
fylling
vatnsvarinn dunn
þyngd
1250
10
1400
verð
4590
10
5700
KAUPFELOGIM I LAMDIMU
MEW 5PORT —15°
fylling: liOLLOW-FIBER
þyngd: 1950 g
verð: 3600,—
REUKA -20°
fylling: 5UPERLOFT
þyngd: 2400 g
verð: 4425,—
UÓSMYNDIR: STÚI