Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Endurprentun a
Emil og
NÝ endurprentun er komin út
af bókinni Emil og Skundi hjá
bókaforlaginu Vöku-Helgaf elli.
Þetta er fyrsta verðlaunabók
nýstofnaðs Verðlaunasjóðs
íslenskra barnabóka og hlaut
höfundur hennar, Guðmundur
Ólafsson, verðlaunin síðastliðið
vor. Þetta er hans fyrsta bók.
í forlagskynningu segir m.a. að
bókin fjalli um ungan Reykjavíkur-
dreng sem heitir Emil og hundinn
hans Skunda. Þá segir um álit dóm-
-m. nefndan „Sagan er vel samin og
skemmtileg. Persónusköpun er góð,
söguhetjan trúverðug og bregst við
vandamálum á rökréttan hátt.
Söguþráður er spennandi og um-
hverfí allt rótfast í íslenskum
Skundi
veruleika."
Verðlaunasjóður íslenskra bama-
bóka var stofnaður árið 1985 af
bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli og
fjölskyldu rithöfundarins góðkunna
Armanns Kr. Einarssonar. Guð-
mundur Ólafsson hlaut fyrstu
verðlaun sjóðsins en nú stendur
yfír önnur samkeppni sjóðsins og
er frestur til áramóta að skila inn
handritum. Megintilgangurinn er
að stuðla að auknu framboði úrvals
lesefnis handa æsku landsins.
Fyrsta verðlaunabókin er gefín
út í kiljuformi til þess að hægt sé
að halda útsöluverði niðri og er
ætlunin að svo verði um næstu verð-
launabækur, segir í frétt Vöku-
Helgafells.
Bókin Emil og Skundi er að öllu
leyti unnin hjá Prentstofu Guð-
mundar Benediktssonar í Kópavogi.
Ung'lmgasaga eftir
Rúnar Armann Arthursson
ÚT ER komin hjá bókaforlaginu
Svart á hvitu unglingasagan Al-
gjörir byrjendur eftir Rúnar
Armann Arthursson og er það
fyrsta skáldsaga hans.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir m.a.: „Þetta er samtímasaga
sem gerist í Reykjavík og segir frá
unglingsstráknum Grímsa, kunn-
ingjum hans, flölskyldu, vinnu- og
skólafélögum. Enda þótt Grímsi sé
ekki aldinn að árum, hefur margt
á daga hans drifíð og veturinn sem
sagan gerist er allt á fleygiferð í
lífí hans. Heima hjá honum steðja
að erfíðleikar sem hann reynir að
takast á við með dyggri aðstoð
Palla vinar síns; í skólanum draga
smávægilegar glettur þeirra félaga
dijúgan dilk á eftir sér og ofan á
allt annað kynnist Grímsi nú ást-
inni þegar stutt ökuferð um
Reykjavík endar með balli og næt-
Rúnar Armann Arthursson.
urdvöl í Mosfellssveit.
Algjörir byijendur er nærfærin
saga um umbrot í lífí unglings-
drengs."
Fyrsti aðalfundur Ágætis og SÍM:
Gengið form-
lega frá stofn-
unsamtakanna
Hafin útgáfa á Ágætisfréttum
FYRSTI aðalfundur Sölusamtaka íslenskra matjurtaframleiðenda
(SIM), sem reka matjurtadreifinguna Ágæti, var haldinn fyrir
skömmu. Á fundinum var formlega gengið frá samþykktum fyrir
samtökin og kosin niu manna aðalstjórn og jafn margir varamenn.
Áður starfaði bráðabirgðastjórn.
Gestur Einarsson framkvæmda-
stjóri Ágætis sagði að fundurinn
hefði verið jákvæður og fram hefði
komið ákveðinn vilja bænda til að
standa saman að hagsmunamálum
sínum, en hópurinn hefði tvístrast
nokkuð eftir að öll dreifíng var
gefin frjáls. Frelsið hefði aftur á
móti orðið til góðs á margan hátt.
Á árinu keypti SÍM húseignina
að Síðumúla 34 af ríkinu og lauk
þar með löngu deilumáli um hver
væri réttmætur eigandi að þessum
eignum. Meðal nýmæla í starfsem-
inni að undanfomu má nefna
útgáfu fréttabréfs, sem nefnt er
.Ágætisfréttir, og er það helgað
matjurtaframleiðslu og þáttum sem
henni tengjast.
í fyrsta fréttabréfínu er greint
frá vöruþróun hjá Ágæti og ýmsum
nýjungum sem fyrirtækið hefur
sett á markað, meðal annars há-
degisréttum, kartöflumús, þurrk-
uðu grænmeti og fleiru. Viðtal er
við Ólaf Stefán Sveinsson Qármála-
stjóra um verðlagsmál og nokkrir
starfsmenn kynntir. Viðtal er við
Pálma Karlsson í Svepparæktinni
í Reykjavík og fleiri framleiðendur.
Þá er viðtal við Sigurgeir Ólafsson
plöntusjúkdómafræðing hjá RALA
og sagðar fréttir af starfsemi
Agætis meðal annars um húsakaup
og þátttöku í hlutafélaginu Kjör-
landi í Eyjafírði.
Á aðalfimdinum voru eftirtaldir
bændur kosnir í aðalstjóm SÍM:
Aðalsteinn Hallgrímsson í Björk í
Eyjafírði, Páll Guðbrandsson í Há-
Stöðug vöruþróun í gangi
Forsiða fyrsta fréttabréfs Agæt-
is.
varðarkoti í Þykkvabæ, Tryggvi
Skjaldarson í Norður-Nýjabæ í
Þykkvabæ, Hrafnkell Karlsson á
Hrauni í Ölfusi, Jóhannes Helgason
í Hvammi í Hrunamannahreppi,
Magnús Sigurðsson í Birtingaholti
í Hrunamannahreppi, Þórhallur
Bjamason á Laugalandi í Borgar-
fírði, Kristján Gestsson í Forsæti í
Villingaholtshreppi og Skarphéðinn
Larsen á Lindarbakka í Homafirði.
Stjómin kaus sér framkvæmda-
stjóm sem skipti þannig með sér
verkum: Magnús Sigurðsson for-
maður, Páll Guðbrandsson vara-
formaður og Jóhannes Helgason
ritari.
Já, Skátabúðin byrjar skíðavertíðina á glæsilegan hátt.
Mikill afslátturá glerfínum skíðavörum.
Skíði, bindingar, skór og buxur. Allt toppvörur á toppverði.
Ekki missa af þessu stórkostlega tækifæri.
Ai
SKATAEÚÐIN
Snorrabraut 60 sími 12045
BORNIN VEUA
ploymobll
Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 Sími 26010