Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 41 Vísindamaðunnn sem hvarf á Eystrasalti Enn hefur ekkert spurst til sænska vísinda- mannsins Svante Odén, sem hvarf í skerjagarð- inum norður af Stokkhólmi 30. júli sl. Skýrt var fyrst frá hvarfi Odéns í síðustu viku og vakti málið miklar grunsemdir. Ekki hefur verið útilokað að honum og vísindabúnaði, sem mikil leynd hvíldi yfir, hafi verið rænt. Odén vann að smiði tækis, sem talið var að myndi valda byltingu við kafbátaleit. Hann fór í reynslusiglingu með tækið i júlflok á báti sínum út í sketjagarðinn, en tveimur dögum seinna fannst báturinn mannlaus á reki. Hefur það vakið miklar grunsemdir að tækjabúnaður Odéns, bæði sá hluti hans sem sökkt var í sjó og einnig mæiitæki, sem vera áttu um borð, var allur horfinn. Mikil leit hefur farið fram á þeim slóðum þar sem Odén er talinn hafa horfið, en hvorki hefur lík né tækjabúnaður fundist. Hermt er að stórveldin bæði hafi sýnt tilraunum Odéns mikinn áhuga. Meðfylgjandi mynd er af Odén og báti hans. Surinam: Hermenn skjóta 13 pilta í knattspymu Haag, Reuter. HERMENN stjórnarinnar i Surin- am skutu þrettán unga menn, sem voru að Ieika knattspyrnu, til bana f afskekktu þorpi f austurhluta landsins f sfðustu viku, að þvf er segir f frétt í hollenska hægra blaðinu De Telegraaf á þriðjudag. Á forsíðu blaðsins sagði að piltam- ir hefðu verið á aldrinum 16 til 20 ára. Þeim hefði verið skipað að leggj- ast á knattspymuvöllinn og því næst hefðu þeir verið skotnir. Heimilda fyrir fréttinni var ekki getið. í De Telegraaf sagði að þessi at- burður hefði gerst í þorpinu Claaskre- ek í héraðinu Brokopondo. Desi Bouterse, leiðtogi herstjómarinnar í Surinam, hefur lýst yfir neyðar- ástandi í þremur héruðum landsins, þar á meðal Brokopondo, meðan her- inn berst við skæruliða undir forystu Ronny Brunsvijk, fyrmrn hermanns. Pretpnaarian Radhakishun, for- sætisráðherra Surinam, sagði á sunnudag að herinn hefði ekki gert sig sekan um ijöldamorð. Henk Chin a Sen, fyrrum forseti, sagði aftur á móti í Haag á föstudag að hermenn hefðu myrt marga þorpsbúa á svæð- um, sem væru á valdi skæruliða. Hollenska blaðið Algemeen Dag- blad hafði eftir frænku Brunswijk að undanfamar vikur hefðu 23 ættingjar skæruliðaforingjans verið myrtir. MftNNFOUCIP 06 KIN DYl^lN € :(Vir Jón Kr (junHciraon fjressileq bolc um SQiMsta'p-h' viid "Msnnjolöd oq Wiu dýnVi" í»6bV\ erprýdd j-|olda kuyndQ. BÓKAÚTGÁFAN RAUDSKINNA Komsomolskaya Pravda: Dæmdir sakamenn stunda lögfræðinám - Laganemar meðal mestu afbrotamanna Sovétríkjanna Moskvu. Reuter. SOVÉSKT dagblað, Komso- molskaya Pravda, gagnrýndi nýlega háskóla landsins fyrir að leyfa dæmdum sakamönnum að stunda lögfræðinám og sagði laganema meðal umsvifamestu afbrotamanna Sovétríkjanna. í frétt blaðsins sagði m.a.: „Hvaða meðal-jón sem er getur inn- ritast í háskólanám nú á dögum, og stundum eru þar á meðal svika- hrappar og glæframenn, sem láta sig litlu varða háleit boðorð þessar- ar fomfrægu fræðigreinar.“ Enn fremur sagði: „Laganemar, sem eru 10-12 prósent háskólastúd- enta, fremja u.þ.b. helming allra afbrota, sem stúdentar eru viðriðn- ir.“ Blaðið sagði, að gerðar væru minni siðferðiskröfur til lögfræð- inga nú orðið en áður hefði þekkst og nefndi nokkur dæmi um, að stúd- entar hefðu afplánað langa fangels- isdóma, áður en þeir hófu laganámið. Einn þeirra, sagði blaðið, I. Alex- androv að nafni, afplánaði 12 ára fangelsisdóm fyrir „mjög hættulegt athæfi", og annar, stúlka að nafni Klinkova, þagði yfir þeirri stað- reynd, að hún hafði afplánað níu ára refsidóm fyrir rán og ólöglega meðferð skotvopna, áður en hún sótti um inngöngu í lagadeild há- skóla eins. „Engum reglugerðum var til að dreifa, sem komið gætu í veg fyrir, að dæmdir sakamenn hæfu laga- nám, og engar reglugerðir gerðu að brottrekstrarsök að leyna af- brotaferli," bætti Komsomolskaya Pravda við. „Aukinheldur fékk einn stúden- tanna, Islamov að nafni, tveggja ára fangelsisdóm felldan niður að hluta, svo að hann gæti lokið laga- náminu," sagði í frétt blaðsins. Glæsivagnar Marcosar til sölu Manilu, AP. STJÓRN Corazon Aquino á Filipps- eyjum hefur ákveðið að selja nokkrar glæsikerrur Marcosar fyrrverandi forseta. Um 13 öku- tæki er að ræða en 70 bifreiðar voru á skrá á nafni Marcosar þjá bifreiðaeftirliti Filippseyja. Mercedes-bifreið sem var í eigu hins fallna forseta hefur vakið athygli nokkurra milljónamæringa og munu prins einn frá Malasíu, japanskur olíu- konungur og bandarískur iðnjöfur hafa hug á að bjóða í hana. Nokkrir Kádiljákar, tveir Rolls Royce og nokkrar Mazerati-bifreiðar verða einn- ig boðnar upp. Stjóminni hefur hins vegar ekki tekist að komast yfir 40 Mercedes-bifreiðar sem forsetinn átti. ikugallar. Franskir og fallegir. 6 mismunandi smart teg- undir, léttir, þægilegir. Víð og góð snið. Litir: Kóngablátt, grænt, svart, rautt, dökkbleikt, hvítt, grátt, gult.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.