Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 68
... ^ __________ 68________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11, DESEMBER 1986_ HVAÐ SKIPTIR MÁLI - hvernig kynnum við möguleika okkar erlendis eftirMagnús Gunnarsson Grein Magnúsar er að stofni til erindi er hann flutti á ráðstefnu Verzlunarráðs íslands um erlent samstarf og fjárfestingu, sem haldin var 4. nóvember síðatliðinn. Viðfangsefni þessarar ráðstefnu er „Fjárfestingar og erlent sam- starf". Aðstandendur ráðstefnunnar úthlutuðu mér verkefninu „ísland sem flárfestingarland — hvað skiptir máli, hvemig kynnum við möguleika okkar erlendis". Þar sem félagar mínir hér á eftir flalla um núverandi lög og reglur ásamt æskilegum breytingum vil ég gjaman reyna að fjalla um þann ramma eða það um- hverfi sem við störfum í og hvað okkur og væntanlega samstarfsaðila skiptir máli þegar.rætt er um erlend- ar flárfestingar á íslandi. Við skulum þó hafa í huga að íslendingar hafa jafnan verið á móti erlendri Qárfest- ingu og oftast þegar samið hefur verið um slík verkefni hefur þurft að samþykkja um þau sérstök lög á Alþingi. I viðfangefni ráðstefnunnar er í raun gengið út frá því að erlendar flárfestingar og erlent samstarf sé æskilegt og ekki þurfi að fjalla í mörgum orðum um kosti eða galla slíkrar stefnu. Það hefur þó oft verið viðkvæmt pólitískt viðfangsefni og ekki hafa allir verið á eitt sáttir, hvemig að slíku samstarfi ætti að standa, hafi menn almennt fallist á nokkra eignaraðild erlendra aðila að atvinnurekstri á íslandi. Það hefur þó verið rílq'andi stefha flestra ríkisstjóma síðan viðreisnar- stjómin var við völd að stefna bæri að aukinni fjölbreytni í íslensku at- vinnulífi, einkum með því að reyna að fá orkufrekan iðanað til landsins og nýta með því þá óbeizluðu orku sem við höfum yfir að ráða. Megin- röksemdir þeirra sem hafa verið í forsvari fyrir þessa stefnu hafa verið að draga bæri úr einhæfni atvinnu- lífs og styrkja þyrfti sveiflukenndan atvinnurekstur okkar. Af umQöllun um erlenda fjárfest- ingu á íslandi má oft skilja að skapist hér hagstæð skilyrði, þá séu erlendir aðilar í biðröðum eftir því að fjár- festa og stofna fyrirtæki hér á landi. Þeir sem fjalla um þessi mál vita hins vegar að svo er ekki og að við eigum i hatrammri samkeppni við flestar aðrar þjóðir heims, sem flest- allar leggja mikla áherzlu á að laða til sín erlenda fjárfestingaraðila og hafa til þess miklu meiri flármuni en við. Það er því enginn fjöldi er- lendra aðila sem sækir á um heimild til fjárfestingar í íslensku atvinnulífi ef undanskilinn er íslenskur sjávarút- vegur, en til hans líta ýmsir hýru auga, og mun ég koma að þvf síðar. Pyrir fámenna þjóð eins og íslend- inga verða samskipti við erlenda aðila oft mun viðkvæmari en fyrir stórþjóðir og því nauðsynlegt að taka slík skref með fullri varúð. Hins veg- ar er mikilvægt í þeirri hörðu þróun, sem á sér stað í heiminum að við fylgjumst með og aðlögumst henni eins hratt og við treystum okkur til. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að heimurinn er að minnka og þjóðimar umhverfis okkur eru að renna saman í stöðugt stærri eftia- hagsheildir. Það er því óumflýjanlegt þegar við §öllum um erlendar Qár- festingar á íslandi, að fara nokkrum orðum um stöðu íslands í umheimin- um og reyna að líta fram á veginn. Hver staða okkar verður gagnvart stærri og stærri efnahagsheildum nágrannanna hlýtur að skipta miklu máli þegar við metum áhrif og þróun erlendrar flárfestingar á íslandi í framtíðinni. Grafið undan mögnu- leikum til að þróa úrvinnslu sjávarafurða Hver er staða okkar f samskiptun- um við Bandaríkjamenn, Rússa og Evrópubandalagið? Við höfum átt í útistöðum við alla þessa risa á und- anfömum mánuðum; við Bandaríkin vegna Rainbow-málsins og hval- veiða, við Rússa vegna sfldar og olíuviðskipta, við Evrópubandalagið vegna magnkvóta og innflutning- stolla á saltfiski. Jafnframt er orðið hóst að fyrirkomuiag tollamála milli Islands og Evrópubandalagsins er, ásamt nýrri flutningatækni, að riðla hefðbundinni atvinnustarfsemi (fisk- iðnaði og útgerð og grafa undan möguleikum okkar til að þróa áfram frekari úrvinnslu sjávarafurða í landinu. Þetta er að gerast án þess að nokkur alvarleg umræða fari fram opinberlega um ófyrirsjáanlegar af- leiðingar þessarar þróunar. Ég nefni þetta vegna þess að eitt af grundvallaratriðunum, sem skapa það umhverfi sem gerir landið áhugavert fyrir þá sem ég vil kalla æskilega samstarfsaðila, er í miklu samhengi við þá skilmála, sem okkur verða settir eða við semjum um að gildi gagnvart hinum stóru efnhags- heildum umhverfís okkur m.a. í tollamálum. Ég vil gjaman taka dæmi: Hér á landi hefur verið um fátt meira talað á síðustu mánuðum en kvótafyrirkomulagið á fiskveiðum og útflutningi á ferskum fiski. Hér höf- um við dæmi um innlendar og erlendar aðstæður sem geta haft veigamikil áhrif á það hveijir hafa áhuga á fjárfestingu á íslandi. Gámaútflutningurinn hefur aukizt mikið á stðustu árum vegna físk- skorts á meginlandsmörkuðum, einkum í Hull og Grimsby, Cuxhaven og Bremerhaven. En fiskskorturinn er ekki eina ástæðan, heldur sú stað- reynd að íslendingar njóta í samningi sínum við EB sérstakra vildarkjara við innflutning á ísfiski. ísland getur flutt út til EB ferskan, óunninn fisk með 3,7% tolli meðan nágrannalönd okkar verða að greiða yfir 12% toll af þeim fiski sem þeir vilja flytja út til EB. Þessi staðreynd veldur meiri eftirspum eftir íslenskum físki en físki frá nágrannaþjóðunum enda eru þær ekki svo ginnkeyptar fyrir því að flytja út óunninn ísfisk. Verðið sem útgerðin hefur fengið á þessum mörkuðum hefur oftast verið mjög gott og oft hefur heyrst frá sjómönnum og útgerðarmönnum að íslenska fiskvinnslan sé illa rekin og vegna þess geti hún ekki greitt svipað verð fyrir fiskinn. Menn gera sér ekki allir grein fyrir því, að þessu háa verði á ísfiski er haldið uppi fyrst og fremst af sterkum neytendamark- aði sem greiðir hátt verð fyrir fersk flök og unninn ferskan fisk. Hið háa verð á ísfiski er jafnframt styrkt enn frekar með niðurgreiðslum og opin- berum styrkjum í heimalöndum kaupenda. Þessi markaður er hins vegar mun erfíðari fyrir íslensku fískvinnslufyr- irtækin, því vilji þau vinna fiskinn, flaka hann og snyrta, verða þau að greiða 15 til 20% toll af verðmætari vöru, vilji þau sælq'a inn á þennan markað. Með öðrum orðum þýskir, enskir og aðrir evrópskir kaupendur hafa í reynd fullt frelsi til að bjóða í fískinn hér heima og selja á mörkuðum inn- an tollamúra Evrópubandalagsins meðan (slenska fiskvinnslan stendur ekki jafnfætis Hull og Cuxhaven á sömu mörkuðum. En hvers vegna, góðir fundar- menn, er ég að draga þessi mál inn í umræðuna um erlenda íjárfestingu á íslandi? Ég er með þessu ekki að tala gegn hinum svokallaða gáma- fiski, því það er sannfæring mín að við eigum að reyna að fá sem mest- an arð af sameiginlegri auðlind okkar, fiskinum í sjónum. Við verð- um þó að hugsa um hámarksarðsem- ina til lengri tíma og vinna ekki þannig að við högnumst um krónu í dag en töpum vegna þess 10 krónum í framtíðinni. Ég legg áherzlu á þetta atriði til þess að benda á, hvemig ytri og innri aðstæður geta haft áhrif á það hvem- ig atvinnu- og efnahagsþróun getur orðið ef ekki er hugsað um þessa þætti í samhengi. Við eigum að opna landið Á síðustu árum hefur markvisst verið unnið að því að opna okkar lokaða þjóðfélag með auknu frelsi í samskiptum við erlenda aðila. En við verðum að gæta að afleiðingunum og bera gæfu til að stýra þessum breytingum á þann hátt, að framtíð- arþróun atvinnu- og efnahagsmála verði ekki stefnt í voða. Við eigum að opna landið, við eigum að auka samskipti okkar við erlendar þjóðir, en við eigum að gera það á þann hátt að það styrki atvinnulíf okkar í stað þess að veikja það. Þegar við ræðum um ísland sem flárfestingarland — Hvað skiptir máli — þá má spyija — Hvað skiptir máli fyrir íslendinga? — Hvað skipt- ir máli fyrir væntanlega fjárfestinga- raðila? Ég vil gera greinarmun á þessu. Hvað er það sem skiptir máli fyrir íslendinga? Við getum í því sambandi litið til nágranna okkar fra. Á síðustu tveimur áratugum hafa þeir sótt mjög hart fram á er- lendum flárfestingarmörkuðum ef svo má að orði komast. Þeir náðu góðum árangri og ijöldi erlendra fyr- irtækja reisti verksmiðjur á írlandi. í dag eru 75% af útflutningi þeirra ( höndum fyrirtækja í eigu erlendra aðila. Nýlega kom hér einn af fram- kvæmdastjórum írska útflutningsr- áðins og hélt fróðlegt erindi á stofnfundi útflutningsráðs íslands. Hann sagði m.a. að ástæðan fyrir þessari þróun væri sú að innlend fyrirtæki hefðu hvorki haft bolmagn til þess að veita erlendum fyrirtælq'- um samkeppni né getað verið full- gildir samstarfsaðilar þeirra. Ifyrir íslendinga er þetta um- hugsunarefni. Við viljum auka samstarf við erlenda aðila, efla fjöl- breytinga í atvinnulífí okkar og tengjast meira viðskiptalífi umheims- ins. En það sem skiptir okkur máli er 1. Að islensk fyrirtæki hafi sömu möguleika til viðskipta og erlend- ir aðilar og hafi styrkleika til að vera þátttakendur í því sem verið er að gera á hveijum tíma. 2. Að erlent samstarf sé stuðningur eða viðbót við núverandi atvinnu- líf. 3. Að ný starfsemi sé ekki mann- frek. 4. Að ný starfsemi beini nýju fjár- magni inn i landið og keppi ekki á þröngum innlendum íjármagns- markaði. í stuttu máli. Beina þarf áhuga erlendra fjárfestingaraðila inn á brautir þar sem þeir auka á §öl- breytni innlends athafnalifs. lÓLAGíAnRHAR wigo frá fcattivelar 2—12 b°"ar ,3o r.-.A frá kr. Raftækja- og heimilisdeild HEKLAHF Laugavttfll 170-172 Siml 695550 Magnús Gunnarsson Ég nefni hér að framan styrkleika islensku fiskvinnslufyrirtækjanna í samkeppni við hráefnið. Það er ljóst að nauðsynlegt er að reyna að stuðla að ftjálsari samskiptum við Evrópu- bandalagið. Ef við getum ekki haft fijálsari aðgang að mörkuðum Evr- ópubandalagsins er ljóst að við stefnum í að nýta auðlind okkar í hafinu, sem við háðum þorskastríð til að ná yfirráðum yfir, til að afla hráefnis fyrir Evrópubandalagið. Á meðan gengi gjaldmiðla er þeim hag- stætt munum við veikja stöðu okkar á hefðbundnum fiskmörkuðum fyrir unnar afurðir og getum átt erfitt uppdráttar þegar breyting verður á ytri aðstæðum, t.d. breyting á inn- byrðisstyrkleika gjaldmiðla eða ef Norðmenn ganga í Evrópubandalag- ið. Samspil tollamála og núverandi kvótafyrirkomulags gerir það að verkum að erlendir kaupendur á hrá- efni teygja sig stöðugt lengra inn í landhelgina. Ljóst er að verði ekki á breyting mun þessi þróun veikja íslenska fiskvinnslu og eyðileggja til frambúðar þá sterku stöðu sem ís- lendingar hafa skapað unnum fiska- furðum á mörkuðum erlendis. Erlendir hráefniskaupendur munu leggja áherzlu á að tiyggja sér hráef- nið i sjónum og er þegar tiltölulega auðvelt fyrir þá að koma inn á mark- aðinn, ekki aðeins til að kaupa fiskinn af bátum hér og erlendis heldur til að bjóða í þá kvóta sem nú þegar ganga kaupum og sölum milli útgerð- armanna fyrir tilstilli innlendra milliliða og semja síðan við útgerðar- menn, sem eru orðnir kvótalausir, að veiða fyrir sig. Á sama hátt eiga þessir aðilar auðvelt með að bjóða útgerðarmönnum fyrirgreiðslu til að tryggja sér hráefnið. Ef við lítum til baka er ljóst að áhugi erlendra aðila á íslandi hefur oftast tengst fiskveiðum við landið. Við þekkjum áhuga Englendinga og meginlandsþjóðanna sem strax á miðöldum sóttu til íslands vegna auðugra fiskimiða. Við minnumst einnig tilrauna Englendinga og Þjóð- veija til að búa um sig í landinu á miðöldum og átaka þeirra innbyrðis á þessum tíma. Þurfti konungsúr- skurð til að koma í veg fyrir vetur- setu þeirra hér á landi. Englendingar sóttu fast á íslandsmið og voru bún- ir að hreiðra um sig hér í upphafi þessarar aldar. Af sögurannsóknum dr. Þórs Whiteheads prófessors sjáum við hvemig Þjóðveijar reyndu á ýmsan hátt að hreiðra um sig á árunum 1930—1940. FVelsisbarátta þessarar þjóðar hef- ur verið nátengd baráttunni um yfirráðaréttinn yfir auðlindunum umhverfis landið. Vegna misgengis í tollamálum, sem getur haft varan- leg áhrif á atvinnuþróunina í landinu, seilist Evrópubandalagið til áhrifa hér á landi með Englendinga og Þjóð- veija enn í fararbroddi. Við erum að ræða um að breikka grundvöll atvinnu- og efnahagslífs okkar, en fiskurinn er enn og verður um ókomna tíð sá grundvöllur, sem við byggjum efnhagsstarfsemi okkar á. Ef við meðhöndlum þessa auðlind ekki rétt mun okkur ekki gefast tími til að sækja fram á öðrum sviðum. Til þess að fá sem mest fyrir þessa afurð verðum við að tryggja að ytri aðstæður séu jafngóðar hér og í nágrannalöndunum okkar. Sá samningur, sem við byggjum á í dag í samskiptum okkar við EB var gerður í grundvallaratriðum árið 1972. Þá var Evrópubandalagið ekki búið að móta sameiginlega fiskveiði- stefnu sina og aðildarlönd bandalags- ins voru færri. Sá samningur var og er mjög góð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.