Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 P 2 Oddvitinn á Fáskrúðsfirði: Neitar að sýna hreppsnefndinni bréf Mikil vanskil hreppsins í Landsbankanum Fáskrúðsfirði. ODDVITI Búðahrepps hefur neitað að kynna hreppsnefndinni bréf frá Landsbanka ísiands um viðskipti Búðahrepps í bankan- um. A hreppsnefndarfundi sem haldinn var síðastliðinn fimmtu- dag var spurst fyrir um efni bréfsins í framhaldi af umræðum sem urðu um slæma fjárhags- stöðu hreppsins síðastliðið haust. Hreppsráð Búðahrepps, þar sem fulltrúar allra flokka eiga sæti, gekk á fund útibússtjóra Lands- bánka íslands á Fáskrúðsfírði í september síðastliðnum til að kynn- ast fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og viðskiptum þess við bankann. Kom þá í ljós að vanskilaskuldir hreppsins í bankanum voru 5,2 milljónir kr., þar af innistæðulausar ávísanir sem sveitarstjórinn hafði gefíð út, að íjárhæð rúmlega V2 milljón kr. Voru komnir miklir dráttarvextir og vanskilakostnaður á þessar skuldir. Útibússtjóri Landsbankans stað- festir að hafa sent Búðahreppi bréf og stflað það á oddvitann. Hafa menn talið að bréfíð sé sent vegna slæmrar stöðu hreppsins í bankan- um. Á hreppsnefndarfundinum á fimmtudag sagði Guðmundur Þor- steinsson oddviti Búðahrepps að bréf Landsbankans væri til sín per- sónulega en ekki sveitarstjómarinn- ar þegar hann neitaði að kynna bréfíð í hreppsnefndinni. Hann sagðist hins vegar hafa kynnt það fyrir sveitarstjóra og meirihluta hreppsnefndar. Meirihlutann mynda fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og óháðra eru í minnihluta. Albert Viðræður um kjöt- kaup varnarliðsins VIÐRÆÐUR fulltrúa frá banda- riska sjóhernum í Norfolk við íslenska embættismenn um möguleika á auknum kaupum á islenskum landbúnaðarvörum fyrir vamarliðið á Keflavíkur- flugvelli hafa staðið yfir frá þvi Bandarikjamennimir komu til Blaðamenn landsins um miðja vikuna. Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri vamarmálaskrif- stofunnar og Guðmundur Sigþórs- son skrifstofustjóri landbúnaðar- ráðuneytisins em í islensku viðræðunefíidinni. Fulltrúar frá vamarliðinu taka einnig þátt í við- ræðunum. Sverrir Haukur sagði í gær að ekki væri vitað hvenær samningaviðræðunum lyki, en frek- ar væri búist við að þær stæðu fram yfír helgi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Fats vel fagnað ROKKSTJARNAN heimsfræga Fats Domino hélt sina fyrstu tónleikana af niu á Broadway i gærkvöldi. Upp- selt var á tónleikana og var Fats og mönnum hans tekið með kostum og kynjum. Var það mál manna að fagn- aðarlætin hafi verið sist minni en á tónleikum Fats í april i fyrra en þá vom viðtökumar slíkar, að rokk- stjaraan hét þvi að snúa hingað aftur til tónleikahalds við fyrsta tækifæri. Sameiningarviðræður bankanna: Farið að gæta óþolinmæði í garð framsóknarmanna Viðskiptaráðherra segist vonast eftir niðurstöðum í næstu viku sömdu í gær Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur á milli Blaðamannafélags íslands annars vegar og Félags íslenska prentiðnaðarins og Vinnuveitendasambands ís- lands hins vegar. Blaðamenn fá 5% almenna launahækkun í áföngum á árinu, eins og um samdist hjá ASÍ og VSÍ í byij- un desember. Lægstu launataxtar Blaða- mannafélagsins hækka sam- kvæmt samningnum og fleiri lagfæringar eru gerðar á taxta- kerfínu. Þá var gert samkomulag um að nefnd samningsaðila, sem starfar að athugun á áhrifum nýrrar tækni á ritstjómum blað- anna á störf blaðamanna, skili niðurstöðum fyrir lok maímánað- ar. VIÐRÆÐIJR fulltrúa stjómar- flokkanna um sameiningarmál Búnaðarbanka og Útvegsbanka hafa dregist á langinn, án þess að nokkuð hafi komið út úr þeim enn sem komið er. Em sjálfstæðismenn orðnir þreyttir á þófinu, og kenna þvi um að ráðherrar Framsóknar- flokksins, þeir Steingrimur Hermannsson og Halldór Ásgrims- son hafi ekki vilja meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að baki sér fyrir sameiningu bank- anna. Matthías Bjamason viðskiptaráð- herra segir að tillaga sú sem til umræðu hefur verið síðan í upphafí síðustu viku, þ.e. stofnun hlutafélags um Búnaðarbanka og Útvegsbanka hafí enn ekki verið afgreidd af þing- flokki Framsóknarflokksins og sér skiljist að ráðherrar Framsóknar- flokksins sem fara með þetta mál fyrir flokkinn, þeir Steingrímur og Halldór hafí ekki umboð þingflokksins til þess að ganga frá þessu máli á grundvelli þeirrar tillögu. Þess sé ekki að vænta að niðurstaða fáist í þetta mál, fyrr en afdráttarlaus afstaða Framsóknarflokksins liggi fyrir. Hann kveðst vonast til þess að það verði í næstu viku. Stefán Valgeirsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður bankaráðs Búnaðarbankans sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vonaðist til þess að það væri rétt að ekki væri meirihlutavilji innan þing- flokks hans fyrir sameiningu Búnað- arbanka og Útvegsbanka. „Ég tel að það sé mjög alvarlegt mál ef fóma á Búnaðarbankanum í þessa súpu Út- vegsbankans," sagði Stefán. Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra sagðist ekki telja að þing- flokkur Framsóknarflokksins væri andvígur sameiningu bankanna, en hins vegar væri veruleg andstaða gagnvart hugmyndinni um stofnun hlutafélags innan þingflokksins. Hann vildi þó ekki fullyrða að meirihluti þingflokksins væri þeirri hugmynd andvigur. Sjálfstæðismenn segja að ráðherrar Framsóknarflokksins fari undan í flæmingi í þessu máli og séu að velta upp einhveijum kostum sem séu alls ekki til umræðu. Sú tillaga sem sé til umræðu og hafi verið samþykkt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins á mánudag í siðustu viku, sé tillaga Matthíasar Bjamasonar viðskiptaráð- herra, þess eftiis að bankamir verði sameinaðir í einum banka og um hann verði stofnað nýtt hlutafélag, sem verði að meirihluta i eigu ríkisins, en ákveðinn hluti þess verði seldur. Sjálfstæðismenn segja að það sé hálfeinkennileg aðstaða sem ráðherr- ar Framsóknarflokksins séu komnir í, að geta ekki náð fram meirihluta í eigin þingflokki fyrir leið, sem sé mjög nálægt þeirri leið sem þingflokk- ur Framsóknarflokksins samþykkti að farin skyldi á sínum tíma. Matthías Bjarnason samgönguráðherra: Þurfum ekki að leita til NATO vegna smávægilegra rannsókna MATTHÍAS Bjaraason samgönguráðherra segir að íslendingar þurfi ekki að leita til Mannvirkjasjóðs NATO til þess að fram- kvæma smávægilegar og kostnaðarlitlar rannsóknir, eins og hagkvæmniathuganir á flugvöllum hérlendis. Hann segist þó vissulega geta skilið sjónarmið Péturs Einarssonar, flugmála- stjóra, ef hann vilji leita á náðir NATO, i ljósi þess hversu rýrar fjárveitingar til flugmála hafi verið hér á landi. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við samgönguráðherra í tilefni fréttar blaðsins í gær, þar sem kom fram að flugmálastjórí hefði Iagt til að forathugun yrði gerð á hagkvæmni fimm flugvalla á íslandi, auk Sauðárkróksflugvallar, með alþjóðlegan varaflugvöll í huga og að sú athugun yrði kostuð af Mannvirkjasjóði NATO. Samgönguráðherra sagði að honum væri ekki kunnugt um að flugmálastjóri hefði gert tillögu um slíka forathugun og hag- kvæmnikönnun, en benti á að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um staðsetningu vara- flugvallar, þó að flugmálanefnd, eins og hann sjálfur reyndar, teldi að Sauðárkróksflugvöllur væri hentugasti kosturinn. „Vitaskuld verður að kanna þessi mál öll til hlítar," sagði Matthías, „það er til dæmis komið babb í bátinn með landeigendur á Sauðárkróki og Náttúruvemdar- ráð hefur gert athugasemdir, þannig að það verður að kanna aðra kosti betur." Matthías var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að fá fjár- magn frá NATO til þess að standa straum af slíkri athugun sem er ekki talin kosta nema 12 til 14 milljónir króna. Hann svaraði: „Það verður ekki ráðist í neinar athuganir fyrir erlent fé, að ekki sé talað um þegar þær kosta bara lftilræði," sagði Matthías, „en ég get vissulega skilið sjónarmið Pét- urs Einarssonar flugmálastjóra hafí hann sagt að hann teldi nauð- . synlegt að leita til erlendra aðila með fíármögnun á þessari athug- un, því þær eru nú ekki svo burðugar fjárveitingamar til framkvæmda í flugmálum og hafa ekki verið undanfarin ár. Eg tel hins vegar að ef um einhverjar óverulegar, fáar milljónir er að ræða, þá þurfum við ekkert að leita til útlendinga í þeim efnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.