Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 NMT-450 FARSÍMAKERFIÐ Samanburftur á fjölgun nofenda ó Noröurlöndum. Fjöldi notenda mi&að við 1000 íbúa Eins og línuritið ber með sér hafa íslendingar tekið nýja farsímakerfið „með áhlaupi" eins og svo magt annað. íslenska kerfið var formlega opnað 15. mai 1986 en rekstur kerfanna á hinum Norðurlönd- unum hófst um áramótin 1981/82. íslenska handvirka bílaþjónustan var tekin í notkun um mitt ár 1983. Farsíminn: Fjöldi samtala við skip hef- ur fimmfaldast HEILDARFJÖLDI farstöðva var í desember siðastliðnum 2040, þar af um það bil 240 í skipum og bátum, eða tæplega 12%. Frá þvi sjálfvirka farsímakerfið var tekið í notkun hefur fjölgun not- enda verið langt umfram það sem gert var ráð fyrir og hefur það kallað á hraðari uppbygg- ingu og meiri afkastagetu kerfis- ins. Nú hafa verið settar upp 29 móðurstöðvar og áætlað er að setja upp allt að 25 móðurstöðvar á þessu ári. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í grein í desember- hefti Póst- og símafrétta og er þar ennfremur gerður samanburður á notkun farsíma og strandarstöðva. Árið 1985 voru alls 186 þúsund samtöl við skip um strandarstöðva- kerfið, samtals 956 þúsund mínút- ur. Meðallengd samtalanna var 5,1 mínúta og meðalfjöldi á dag um 500. Bráðabirgðatölur benda til að almennt sé um 30% samdráttur í strandarstöðvasamtölum á síðustu mánuðum, en um 40% samdráttur í samtölum við skip á grunnmiðum. Um þessar mundir flytur farsíma- kerfið um 12 þúsund samtöl virka daga meða áætlaðri meðallengd um 1,2 mínútur. Þar af eru skipin með um 20 til 25% eða 2.500 til 3.000 samtöl á dag, en meðallengd þeirra er 2 til 3 mínútur. Heildarsamtala- fjöldi við skip hefur því fimmfaldast eða meira og heildarmínútufjöldi tvö- eða þrefaldast, þrátt fyrir sam- drátt í strandarstöðvasamtölum. í greininni kemur fram að stað- setning móðurstöðva farsíma hafi verið valin með tilliti til þess að sem best samband geti orðið við skip á miðunum umhverfis landið. Þar segir ennfremur, að hin mikla aukn- ing á notkun farsíma sýni að mikil þörf hafi verið fyrir sjálfvirka far- símakerfið og að fólk telji sér hagkvæmt að nota það. Þingsályktunartillaga: Þj óðhagsstofnun verði lögð niður Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um undirbúning þess að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta þegar hefja undirbúning þess að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður“. I greinargerð segir að Þjóðhags- falda athafnasemina og minnka. - stofnun hafi starfað á annan áratug og haft með höndum verkefni sem eðlilegast sé að Hagstofan annist. „Auk þess hefur stofnunin annast svokallaða efnahagsráðgjöf við ríkisstjómina sem ekki er verður séð að orðið hafí til heilla. í kerfinu eru nú margar stofnanir að bjástra við sömu eða náskyld verkenfi og er sá frumskógur æði flókinn. Úr öllu þessu ofskipulagi - og þar með skipulagsleysi - þarf að greiða, ein- Nú vill svo til að forstjóri Þjóð- hagsstofnunar er að láta af störfum vegna stjómmálafskipta og er þá kjörið tækifæri til að afnema stofn- un hans. Það þarf að gera eins fljótt og við verður komið eftir kosningar svo að ný ríkisstjóm geti markað stefnu í þessum efnum, en undir- búning breytinganna er rétt að heíja strax". VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er 988 millibara djúp lægð sem þokast norður. Hæðarhryggur suðaust- ur af landinu fer minnkandi. SPÁ: Sunnan- og suöaustanátt, stinningsgola eða stinningskaldi (4-6 vindstig), og víða dálítil súld eða rigning á suður- og vestur- landi en hægari vindur og þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Suðaustanátt og rigning um mestan hluta lands- ins nema helst á norðausturlandi. Hlýtt í veðri. MÁNUDAGUR Suðvestlæg átt og kólnandi veður. Slyddu- eða snjóél á suður- og vesturlandi en bjart veður um norðaustanvert landið. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma # * * •J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius = boka = bokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri S skýjað Reykjavik 5 jiokumóða Bergen 2 súld Helsinki -11 snjókoma Jan Mayen -8 lóttskýjað Kaupmannah. -6 renningur Narssarssuaq -16 skýjað Nuuk -12 snjókoma Osló -7 skýjað Stokkhólmur -6 renningur Þórshöfn S skúr Algarve 17 skýjað Amsterdam —6 heiðsklrt Aþena 17 skýjað Barcelona 10 rigning Beriín -10 mlstur Chicago 1 snjókoma Glasgow 2 reykur Feneyjar 0 helðskírt Frankfurt -8 helðskfrt Hamborg -8 hálfskýjað Las Palmas 21 skýjað London 1 láttskýjað LosAngeles 11 skýjað Lúxemborg -7 lóttskýjað Madríd 10 þokumóða Malaga 18 skýjað Mallorca 13 rignfng Mlami 12 léttskýjað Montreal -11 lóttskýjað NewYork -1 snjókoma París -2 léttskýjað Róm 8 súld Vin -9 léttskýjað Washington 1 þokumóða Wlnnipeg -12 hólfskýjað Loðnuveiðin: Fullfermi í tveimur til þremur köstum MJÖG góð loðnuveiði var að- faranótt fimmtudagsins, bæði á miðunum fyrir austan og norðan. Frá miðnætti og fram eftir degi voru 22 skip á landleið með sam- tals 14.650 lestir. Flest skipanna fylltu sig í tveimur til þremur köstum. 8 skip tilkynntu um afla af miðunum austur af Kolbein- sey, en hin voru út af Beruf irðin- um. Auk þeirra skipa, sem áður er getið f Morgunblaðinu, tilkynntu eftirtalin um afla á fimmtudag: Guðrún Þorkelsdóttir SU 700, Al- bert GK 600 og fór til Færeyja, Magnús NK 530, Svanur RE 750, Sighvatur Bjarnason VE 700, Harpa RE 630 og Gígja VE 760. Síðdegis á föstudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Víkur- berg GK 560, Þórshamar GK 590, Gullberg VE 620, Fífill GK 630, Hrafn GK 640, Keflvíkingur KE 520, Skarðsvík SH 650 og fór til Færeyja, Kap II VE 720, Bergur VE 530, Örn KE 580, Rauðsey AK 530, Eskfirðingur SU 620, Hilmir n SU 590, Grindvíkingur GK 970, Guðmundur Ólafur ÓF 610, Erling KE 700, ísleifur VE 740, Huginn VE 600, Ljósfari RE 530, Dagfari ÞH 530, Hilmir SU 1.340 og Pétur Jónsson RE 860 lestir. Ungmenni tekin fyrir innbrot NOKKUÐ var um innbrot i Reykjavík aðfaranótt gærdags- ins. Brotist var inn í fyrirtækið Hen- son við Skipholt og þaðan tekið fé. Þrennt var handtekið vegna þessa, tveir karlmenn og ein kona, öll ung að árum. Þá var tilkynnt um inn- brot í verslunina Iðufell, en þaðan hafði verið tekið tóbak og sælgæti. Fyrirtæki við Sigtún 9 reyndist einni reiknivél fátækan eftir nóttina og brotist var inn í blikksmiðju við Ægisgötu. Þar var peningaskápur brotinn upp og nokkrum þúsundum króna stolið. Loks var farið inn í íbúðarhús í borginni og þaðan tekið myndbandstæki og rafmagnsritvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.