Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
43
hjónum Snorra og Sigríði. Það var
einkar ánægjulegt og notalegt fyrir
ungan dreng.
Snorri var í áratugi fram-
kvæmdastjóri Rauðku á Siglufirði.
Rak hann það fyrirtæki með fá-
dæma dugnaði og lagði oft nótt við
dag þegar mikið lá við. Snorri varð
fyrir þeirri miklu raun að missa
sjónina rúmlega sextugur. Þetta
hlýtur að hafa verið þungbært
manni með slíka starfsorku og
brennandi áhuga.
Snorri var alla tíð mikil áhuga-
maður um fiskveiðar og sjávarút-
veg. Það var athyglisvert hvað hann
fylgdist vel með öllu sem var að
gerast í þeim efnum og reyndar
fleirum, eftir að hann varð blindur.
Þessum fróðleik miðlaði hann
óspart til vina og kunningja.
Sem ungur maður varð ég margs
fróðari þær fjölmörgu stundir, sem
við sátum saman í Hlíðarhúsi og
spjölluðum saman. Minnisstætt er
mér, að þessar stundir var baukur-
inn góði með brjóstsykri og fleiru
góðgæti oft á lofti.
Gestkvæmt var hjá Snorra og
Sigríði. Vinir komu til að spjalla
og þáðu rausnarlegar veitingar.
Eftir lát Sigríðar konu Snorra,
hélt Anna einkadóttir þeirra hjóna
foður sínum heimili í Hlíðarhúsi af
miklum myndarskap. Anna, Knútur
og bömin voru ávallt nærstödd til
að stytta honum stundir og aðstoða
í amstri daganna.
Snorri Stefánsson andaðist í
sjúkrahúsi Siglufjarðar 23. þ.m.
eftir stutta legu þar. Hann var á
92. aldursári. Verður hann jarð-
sunginn í dag frá sóknarkirkju sinni
á Siglufirði.
Hér kveð ég Snorra með söknuði
og þakklæti fyrir góð kynni. Kær
vinur er genginn yfír móðuna miklu.
Ég og fjölskylda mín vottum
Önnu, Knúti og bömunum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Gísli Jón
Hann Snorri í Hlíðarhúsi hefur
nú lokið göngu sinni. Hann er kom-
inn yfír landamæri lífs og dauða,
inn í eilífðina. Þrautum hans hefur
linnt og hann fær að leggjast til
hinstu hvfldar við hlið eiginkonu
sinnar, Sigríðar Jónsdóttur.
Þær minningar sem standa mér
hvað skýrast fyrir hugskotssjónum
em frá þeim ámm þegar ég sem
bam fór með föður mínum á hverj-
um sunnudegi í Hlíðarhús. Það var
sama hvaða veður var, hve snjó-
skaflamir vom háir. Ég gekk í vari
við pabba, við urðum að gleðja
Snorra, hann vænti okkar. í Hlíðar-
húsi greip mig sama tilfínning og
í kirkju. Ég fann fyrir hátíðleik,
virðing mín var líka mikil fyrir þeim
hjónum.
Snorri leit mig aldrei augum,
hann missti sjón sína áður en ég
fæddist. Hann þekkti rödd mína og
hug. Við héldum ávallt sambandi
þótt ég flyttist suður. Síðast kom
ég til Snorra í sumar. Ég varð vör
við breytingu. Hann var farinn að
þrá önnur heimkynni.
Hversu yndislegir eru bústaðir þínir
Drottinn hersveitanna.
Sálu mína langaði til, já hún þráði
forgarða Drottins.
Jafnvel fuglinn hefur fundið hús
og svalan á sér hreiður,
þar sem hún leggur unga sína.
Sælir eru þeir menn, sem finna
styrkleika hjá þér.
Þótt þeir fari gegnum táradalinn,
breytir hann honum í vatnslindir,
og haustregnið hylur hann blessun.
(84. Davíðssálmur 2.-7. vers.)
Snorri vildi alla tíð bjarga sér
sjálfur, þrátt fyrir fötlun sína.
Síðustu árin bjó hann einn í Hlíðar-
húsi. Hann var svo lánsamur að
eiga Onnu dóttur sína að. Daglega
færði hún honum mat og hlýju.
Verk hennar verða ekki metin í
jarðneskum gæðum. Nú er án efa
dauflegt að líta yfír í Hlíðarhús án
pabba og þess ljóss sem hann bar
með sér. Ég og fjölskylda mín vott-
um þér Anna, flölskyldu þinni og
öðrum vandamönnum samúð okkar.
Guð styrki ykkur og vemdi.
Blessuð veri minning Snorra
Stefánssonar.
Sigriður Jónsdóttir
Minning:
Sigurður L. Þorgeirs
son stýrimaður
Fæddur 15. ágúst 1941
Dáinn 24. desember 1986
í dag fer fram minningarathöfn
í Akureyrarkirkju um Sigurð L.
Þorgeirsson stýrimann sem fórst
með ms. Suðurlandi norðaustur af
landinu um síðastliðin jól.
Sigurður fæddist 15. ágúst 1941,
sonur hjónanna Halldóru Sigurð-
ardóttur og Þorgeirs Amórssonar
málara. Hann ólst upp hjá indælum
foreldmm í Reykjavík. Faðir Sig-
urðar dó þegar hann var aðeins 12
ára gamall, svo Sigurður varð
snemma að vera hjálpsamur heima
fyrir og vinna fyrir sér. Snemma
hneigðist hugur Sigurðar að sjónum
og aðeins 14 ára gamall byijaði
hann sem háseti á togurum. Það
er augljost að það hefur hert ungl-
ing á þessum aldri og verið mikil
lífsreynsla að byija svo ungur til
sjós. Sigurður er á togurum á ámn-
um 1956—1959 en þá fer hann á
varðskip og flutningaskip til að ná
sér í siglingatíma á verslunarskip-
um eins og krafist var til að geta
tekið farmannapróf. Vorið 1962
tekur Sigurður farmannapróf frá
Stýrimannaskóla íslands með ágæt-
is vitnisburði tæplega tuttugu og
eins árs gamall. Éftir að námi lauk
var hann stýrimaður á ýmsum
flutningaskipum en lengst af á skip-
um Hafskips hf., þar sem hann
gegndi stöðu 2. stýrimanns, yfir-
stýrimanns og skipstjóra í afleys-
ingum. Árið 1970 hættir Sigurður
sjómennsku og flytur norður til
Ákureyrar þar sem hann hefur störf
hjá Flugfélagi íslands þar sem hann
vann í nokkur ár. Seinna vann hann
hjá Bmnabótafélagi íslands í nokk-
ur ár. Sjómennskan var honum kær
og árið 1981 hóf hann störf hjá
flóabátnum Drangi sem afgreiðslu-
maður, en stundum fór hann sem
stýrimaður og skipstjóri eftir því
sem aðstæður kröfðust. í nóvember
1983 ræðst Sigurður til starfa hjá
Nesskip hf., þar sem hann starfaði
sem stýrimaður og skipstjóri í af-
leysingum.
Sigurður var myndarlegur maður
og hann var ætíð dagfarsprúður en
ákveðinn í skoðunum og einbeittur
í allri stjómun, hvort sem hann var
stýrimaður eða skipstjóri. Hann var
mjög vel liðinn af öllum sínum sam-
starfsmönnum enda var hann
reglusamur og ábyggilegur í alla
staði og bar umhyggju fyrir áhöfn
sinni og skipi.
Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Erla Eyþórsdóttir
og áttu þau eina dóttur, Þorgerði,
sem fæddist 4. júlí 1966. Erla og
Sigurður slitu samvistir. Eftirlifandi
eiginkona Sigurðar er Kristín H.
Harðardóttir frá Akureyri og eiga
þau saman tvo syni, Sigurð sem er
fæddur 25. júlí 1970, og Jón Andra
sem fæddist 5. júlí 1972. Dóttur
Kristínar, Unni Huld, sem fæddist
27. maí 1963, gekk Sigurður í föð-
urstað, og voru þau alla tíð mjög
góðir vinir.
Kristín og Sigurður voru mjög
samhent og báru mikið traust hvort
til annars. Það er því mikill söknuð-
ur og missir að sjá á eftir eigin-
manni og föður á besta aldri. Þegar
þjóðinni barst frétt af þessu hörmu-
lega slysi á jóladag var fólk slegið
og allir íslendingar hugsuðu til að-
standenda og vottuðu þeim samúð
í huga sínum.
Kæra Kristín, Halldóra og böm.
Ég bið algóðan guð að styrkja ykk-
ur og varðveita um alla framtíð.
Minningin geymir góðan dreng.
Ættingjum og vinum sendi ég
innilegustu samúðarkveðjur.
Fari góður félagi og samstarfs-
maður í friði.
Guðmundur Ásgeirsson
Það var á Þorláksmessu, að
áhöfn flutningaskipsins Suðurlands
hélt frá Reyðarfírði áleiðis til Mur-
mansk með saltsíldarfarm. Af ellefu
manna áhöfn snéru aðeins fimm
aftur. Einn hinna, sem fór hér sína
hinstu för, var mágur minn, Sigurð-
ur Lúðvík Þorgeirsson, stýrimaður.
Hvers kyns réttlæti — spyr mað-
ur sjálfan sig — ef réttlæti er þá á
annað borð til.
Þurfti enn einu sinni að fórna
góðum drengjum, mönnum, sem af
skyldurækni stóðu sína vakt á sjálfa
jólanóttina í illviðri og kólgusjó,
lengst norður í hafí, meðan við hin
sátum makindalega að kræsingum
heima i stofu.
Ef svo var — hver var þá tilgang-
urinn ... hvem var verið að reyna?
En eins og jafnan þegar stórt er
spurt, verður fátt um svör. Það
væri þá helst tíminn, sem seinna
meir gæfi von um réttlætingu þess-
ara ódrengilegu mannfóma.
Já, biturleikinn er vissulega til
staðar. Þannig bregst mannskepn-
an við, þegar orkar tvímælis hvórt
misvirtar hafí verið sanngjamar
ieikreglur í þessum annars stutta
lífsleik. En ekki verður áfram hald-
ið, dvelji maður um of við sárindin
ein. Það sem yfirvinnur sorgina er
auðvitað einlægt þakklæti fyrir að
hafa notið samvista við góðan
dreng. Þakklæti fyrir nærvera hans
meðan varði. Mannkostir hans. dug-
ur og heilindi gera mann stoltan
af að hafa átt hann að vini. Þar fór
vissulega maður, sem gaf meira en
hann tók.
Hér verða ekki rifjuð upp frekari
kynni við hann eða fjölskyldu hans,
ættir né upprana — því hafí mér
einhvem tímann verið orða fátt, þá
er það einmitt nú.
I kvæði, sem Jónas Hallgrímsson
orti við ekki ósvipaðar aðstæður,
finn ég allt það sem ég kem ekki
orðum að sjálfur og leyfí mér því
að gera hans orð að mínum:
„Leiður er mér sjávar sorti
og sólgáruð bára“,
síðan barma brutu
blíðan mér frá síðu.
Algildum hafa öldur
ótrúar gröf búið,
grimmar djúpt í dimmum
dauðasal hann falið.
Varð ekki í grænum garði
grafar auðið þeims dauða
greip á dökku djúpi
drómi, lífs úr blóma.
Blæju bláa ægir
breiddi yfir þig leiddan,
frændi, fyrr sem undir
fold og seimi heims.
Einatt úti sýnist
undir land á stundum
seglum skautuð sigla
sæhind þægum vindi.
Það er ei hann, sem fanna
hallar leið að fjalli.
Þoka er það, sem rýkur,
þýð, á mari víðum.
Elsku Stína mín, Unnur Huld,
Siggi og Nonni, við Gunna og strák-
amir deilum með ykkur djúpri sorg.
Oðram aðstandendum biðrjum við
blessunar.
Egill Eðvarðsson
Kveðjuorð:
Jóhann Kristjáns-
son frá Flatey
Fæddur 4. október 1922
Dáinn 10. janúar 1987
Aðfaranótt laugardagsins 10.
þ.m. andaðist í St. Jósefsspítala hér
í borg Jóhann Kristjánsson sjómað-
ur frá Flatey á Breiðafírði, 64 ára
að aldri, eftir skamma sjúkdóms-
legu. Kom mörgum á óvart svo
skjótt fráfall hans á tiltölulega góð-
um aldri, en enginn má sköpum
renna. Útför hans fór fram frá
Fossvogskirkju fostudaginn 16.þ.m.
Jóhann fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð, sonur hjónanna Jóhönnu
Jakobsdóttur og Kristjáns Egilsson-
ar, sem þar bjuggu og áttu ættir
að rekja af Vestfjörðum, og var
Jóhann einn átta bama þeirra
hjóna. Þegar hann var tæplega 2
ára var hann tekinn í fóstur í Flat-
ey á Breiðafírði, og vora fósturfor-
eldrar hans hjónin Katrín
Þórðardóttir og Steinn Ágúst Jóns-
son, en þau höfðu á ungum aldri
flutzt úr Dýrafírði til Flateyjar og
áttu þar heima síðan lengst af ævi
sinnar. Steinn Agúst var verzlunar-
maður í Flatey og gegndi einnig
ýmsum öðram störfum, því hann
var góðum hæfileikum gæddur og
til margs vel hæfur. Katrín kona
hans var dóttir séra Þórðar Ólafs-
sonar á Söndum í Dýrafírði og
Maríu ísaksdóttur konu hans, vel
mönnuð og ágæt kona. Þessir fóst-
urforeldrar Jóhanns reyndust
honum sem beztu foreldrar, og á
þeirra góða heimili naut hann góðs
atlætis og ástúðar fósturforeldra
sinna og fóstursystur sinnar, Gyðu
Steinsdóttur. Ég var vel kunnugur
á heimili þeirra Steins Ágústs og
Katrínar og var frá bamsaldri í vin-
áttu við þau mætu hjón, sem sýndu
mér mikla velvild og vináttu, og á
heimili þeirra undi ég mér oft í
góðu yfírlæti. Og þegar Jóhann
Kristjánsson kom í fóstur á heimilið
komu mér ungum dreng þau af-
skipti í hendur að leiða þennan litla
nafna minn úti og gæta hans, eftir
því sem ástæður leyfðu. Fór vel á
með okkur nöfnum, og voram við
góðir vinir æ síðan, þótt leiðir síðar
skildi. Jóhann var snemma táp-
mikill og vaskur drengur. Eg
minnist þess m.a. að ég kenndi
honum að synda, og náði hann þar
góðum árangri og varð í fremstu
röð nemenda minna. Var mér
ánægja að því að frétta, að hann
hefði síðar vegna sundhæfni sinnar
borgið ungum bömum frá drakkn-
un, a.m.k. í tveim tilfellum. Slíkt
þótti mér gæfumerki.
Hlutskipti Jóhanns í lífinu varð
sjómennska. Hugur hans stefndi
snemma í þá átt, svo sem einatt
hefír verið um breiðfirzka eyja-
menn. Ungur byijaði hann að
stunda sjóróðra og aðrar sjóferðir
frá Flatey, og 16 ára fór hann að
heiman til að stunda sjó á fiskiskip-
um frá fjarlægum stöðum, Akra-
nesi, Hafnarfirði og Reykjavík. Öli
stríðsárin sigldi hans á toguram
með afla til Bretlands. Oft hefír
þetta verið erfitt hlutskipti og
hættusamt, en Jóhann lét það ekki
á sig fá. Hann var kjarkmikill og
tamdi sér æðraleysi. svo sem sönnu
karlmenni sæmir. Á sjónum undi
hann sér vel. Þrátt fyrir vist sína
á skipum þessi ár átti hann alltaf
lögheimili í Flatey. Sá staður átti
hug hans og hjarta, ef svo mætti
segja.
Arið 1947 urðu þau umskipti í
lífí Jóhanns, að hann bytjaði búskap
með sinni góðu konu, Kristínu
Ágústsdóttur frá Hofstöðum í
Gufudalssveit, og stofnuðu þau
heimili í Flatey. Þar stundaði hann
sjómennsku og aðra vinnu. Eftir
að hafa lokið tilskildu formanns-
prófí gerðist hann skipstjóri á
flóabátnum Konráði frá Flatey, sem
var í ferðum um norðanverðan
Breiðafíörð. Árið 1962 fluttust þau
hjón til Akraness og þaðan árið
1979 til Reykjavíkur, og áttu þau
þar heima síðan á Seljavegi 33.
Eftir að hafa flutzt frá Flatey
stundaði Jóhann aðallega siglingar
á farskipum, jengst af á skipum
Skipadeildar SÍS. Þar undi hann sér
vel og vel mun ráðandi mönnum
þar hafa fallið við hann, því að við
útför Jóhanns flutti presturinn
kveðju frá fyrirtækinu og þökk fyr-
ir unnin störf. Mér er kunnugt um
að hann var almennt álitinn góður
sjómaður, sem kunni vel til verka
og stundaði starf sitt af alúð og
samvizkusemi. Slík trúmennska í
starfi er dýrmæt fyrir hvem ein-
stakling og þjóðfélagið í heild. Það
er aðalsmerki góðra drengja að
bera virðingu fyrir starfí sínu, og
það gerði Jóhann Kristjánsson.
Eftir að Jóhann fluttist með fjöl-
skyldu sína frá Flatey kom hann
þangað árlega að heita mátti og
dvaldi þar á sumrin sér til hvfldar
og hressingar við veiðiskap og aðra
tómstundaiðju. Hann átti móti Gyðu
fóstursystur sinni hálft Eyjólfshús
í Flatey, sem fósturforeldrar hans
höfðu átt, og var það metnaðarmál
hans að halda eigninni vel við. Jó-
hann unni æskustöðvum sínum í
Flatey og eyjunum þar um slóðir.
Svo er og um marga eyjamenn
breiðfirzka, að þeir era tengdir eyj-
unum römmum böndum.
Þau Jóhann og Kristín eignuðust
tvö böm: Vigdísi, sem er gift Stef-
áni Benediktssyni, og Loga, sem
er kvæntur Jóhönnu Bachmann.
Bamabömin era nú orðin §ögur.
Við fráfall Jóhanns Kristjánsson-
ar er harmur kveðinn að konu hans,
bömum, bamabömum, tengda-
bömum og öðram aðstandendum.
Því mæta fólki votta ég innilega
samúð mína.
Jóhann Salberg Guðmundsson
t
Ástkær eiginmaöur minn,
REYNIR EYJÓLFSSON,
kaupmaður,
Hringbraut 52,
er látinn.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ragnheiöur Friöriksdóttir.