Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 28

Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 29 LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Iþróttasamband í slands 7 5 ára Aukin menntun og þekking hefur glætt skilning fólks á mikilvægi íþrótta, útivistar og hreyfingar fyrir heilbrigði og velferð einstaklingsins. Fleirum og fleirum verður Ijóst, að hver einstaklingur ber að drjúgum hluta ábyrgð á eigin líkamlegu heilbrigði — og hefur ríkuleg áhrif á það með lífemi sínu. Mannrækt, það að byggja sjálfan sig upp hið innra — hugarheim og heilbrigð viðhorf til lífs og umhverfis — vegur að vísu þyngst á vegferð ein- staklingsins. En líkamsræktin skiptir einnig mjög miklu máli fyrir heilbrigði hans og vel- ferð. Á þeim vettvangi getur hver einstaklingur byggt upp sína eigin heilsuvöm með holl- um neyzluvenjum og réttri líkamsþjálfun. Á þeim vett- vangi getur samfélagið lagt þung lóð á vogarskál með til- urð aðstöðu til almennings íþrótta. Keppikeflið er heil- brigð sál í hraustum líkama. Iþróttasamband íslands, sem spannar í dag átján sér- greinasambönd og hátt í hundrað þúsund félaga, heldur um þessar mundir hátíðlegt sjötíu og fimm ára afmæli sitt. Áf því tilefni er ástæða til að þakka ÍSÍ ómetanleg störf í þágu íslenzkrar æsku og al- mennings. Margt hefur breytzt í íslenzku samfélagi á sjötíu og fímm ára starfsferli ÍSÍ, flest til hins betra, en því miður sumt til hins verra. Tómstund- um fólks, yngra sem eldra, hefur fjölgað, sem er af hinu góða. Mun fleira togar hins- vegar í fólk í þessum tóm- stundum, sumt og máske flest af hinu góða, en annað ekki. Hættur iiggja svo að segja við hvert fótmál. Af þeim sökum er það ómetanlegt að vegur Iþróttasambands Islands skuli vera jafn mikill og hann er. Af þeim sökum er sú fjöl- breytni til íþróttaiðkana, sem ÍSÍ, einstök íþróttafélög, ríki og sveitarfélög hafa byggt upp, einn gildasti þáttur í fyrir- byggjandi heilsu- og velferðar- vömum líðandi stundar í landinu. Sú aðstaða sem sveitarfélög hafa búið þegnum sínum til íþróttaiðkana er mjög mismun- andi. I því efni, sem fleirum, hefur Reykjavíkurborg glæsi- lega forystu. Ef til vill ber Bláijallafólkvangur, sem er samátak Reykjavíkur og grannbyggða, þar hæst. Þar er sannkallaður vettvangur al- menningsíþrótta. í Bláfjöllum og öðrum útivistarsvæðum í nágrenni höfuðborgarinnar stunda þúsundir, jafnvel tug- þúsundir, vetraríþróttir, þegar aðstæður leyfa. Það hefur í raun orðið bylting í þátttöku almennings - í vetraríþróttum eftir að þessi aðstaða varð til. Sem betur fer eru íþróttir að verða almenningseign, sem all- ur þorri fólks sækir í ánægju og hollustu. íþróttasambandi íslands var helgað efni á átta síðum Morg- unblaðsins síðastliðinn mið- vikudag í tilefni 75 ára afmælis. Þar er m.a. viðtal við Svein Bjömsson, forseta ÍSÍ. í viðtalinu segir Sveinn að 40% þjóðarinnar taki þátt í einhvers konar íþróttum. Markmiðið sé hinsvegar að hækka þetta hlutfall í a.m.k. 50%. Sá á og að vera megintilgangur íþróttahreyfingarinnar, að gera íþróttir að almennings- eign, fyrirbyggjandi heilsuvöm fólksins í landinu, samhliða því að vera gleðigjafi í tómstund- um. Því má hinsvegar ekki gleyma að afreksíþróttir fela í sér mikinn hvata fyrir al- mennan íþróttaáhuga. Og út á við eru íslenzkir afreksmenn í íþróttum mikil landkynning og auglýsing __ fyrir allt sem íslenzkt er. í þeim efnum verð- ur því að sækja á brattann, þó meginmálið sé að gera íþróttir að almenningseign. Öll starfsemi kostar fjár- muni, ekki sízt jafnumfangs- mikil starfsemi og fram fer á vegum íþróttahreyfíngarinnar. Fjármunir koma til hreyfíngar- innar eftir ýmsum leiðum, m.a. með stuðningi ríkis og sveitar- félaga. Iþróttahreyfingin stendur og sjálf í fjáröflun, m.a. með „fijálsri skattlagn- ingu“, það er getraunum og „lottói", þar sem hver og einn ræður eigin framlagi og hefur vinningsvon í bakhöndinni. Það er ánægjulegt til þess að vita að íþróttahreyfíngin mæt- ir velvild í þessari tekjuöflun sinni. Morgunblaðið ámar íþrótta- sambandi íslands og aðildarfé- lögum þess farsældar í tilefni merkisafmælis. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þórir Áskelsson á Akureyri kemur stundum að máli við mig, eða sendir mér línu. Hann er áhugasamur um íslenska tungu og lætur sér mislíka, þegar hann telur henni misboðið, einkum í útarpi og blöðum. Á slíkum vett- vangi, fínnst honum, að málvönd- unin eigi að vera hvað mest. Fyrsta lotan í þættinum í dag byggist á athugasemdum frá hon- um. 1. Eitthvað er í burðarliðnum = eitthvað er í þann veginn að gerast eða verða til. Þóri þykir þetta líkingamál mjög ofnotað og mælist til þess að það verði haft í hófí. Umsjónarmaður vitnar um þetta til bréfs frá Tryggva Helga- syni á Akureyri, sjá 334. þátt. 2. Umsjónarmaður er sammála Þóri Áskelssyni um að fallegra mál sé „dulið launakerfí", heldur en „dult“. Ekki er þó hægt að segja að dult sé rangt í þessu sambandi. Dult mun þama vera hvorugkyn af lýsingarhætti þátíð- ar af sögninni að dylja, en ekki hvorugkyn af lýsingarorðinu dul- ur = sá sem eðlilegt er að dylja tilfínningar sínar. Eigi að síður getur dult staðist, því að lýsingar- háttur af dylja er til í mismunandi myndum. Fyrr meir var hann duliðr eða duldr, og er þá dult hvorugkyn af síðari gerðinni. I Snorra-Eddu segir: „En ef þú einn ert orðinn svo fávís, að eigi hefír þetta heyrt, þá vil ég þó það vel virða að held- ur spyijir þú eitt sinn ófróðlega en þú gangir lengur duliður þess er skylt er að vita.“ (Fært til nú- tímastafsetningar, leturbr. um- sjónarmanns). Þá vísar umsjónarmaður einnig til vísu sem birtist hér undir lok þáttarins. En fyrst ég er farinn að vitna í Snorra Sturluson, þykir mér rétt að bæta við hliðstæðu sagnarinn- ar að hylja, sögninni að telja. Snorri segir um Loka: „Sá er enn taldur með ásum er sumir kalla rógbera ásanna og frumkveða flærðanna og vömm allra goða og manna. Sá er nefnd- ur Loki eða Loftur, sonur Fár- bauta jötuns.“ Enn má minna á gamla vísu er svo hljóðar: Nú hef ek talt/tíu landreka, þá er hverr var/frá Haraldi. Inntak svá/ævi þeira sem Sæmundr/sagði inn fróði. Sagnimar að dylja og telja eru báðar eftir 2. flokki veikra sagna, en eitt helsta einkenni þvílíkra sagna er endingarleysi í nútíð. Minna þær um það á sterkar sagn- ir, enda hefur svo farið, að þær hafa unnvörpum orðið fyrir áhrifsbreytingu (analógíu) frá hinum sterku í lýsingarhætti þá- tíðar. Þannig hefur duliðr orðið dulinn, taliðr > talinn, þan- iðr > þaninn o.s.frv. 3. Ekki má rugla saman að mæða á og að mæta á. Þórir telur sig hafa heyrt í sjónvarps- frétt að eitthvað „mætti“ á einhveijum í stað þess að það mæddi á honum. 4. Þá heyrði Þórir Áskelsson þann samruna (contaminatio) „að hafa mikið á hjarta", en annað- hvort liggur mönnum mikið á hjarta eða þeir hafa mikið á sam- viskunni. 5. Enn er þess að geta að við Þórir viljum stigbreyta lýsingar- orðið slæmur óreglulega: slæmur, verri, verstur, en ekki slæmari, slæmastur, en þessa stigbreytingu hefur Þórir orðið var við. ^ Til viðbótar þessum athuga- semdum vill umsjónarmaður geta þess, að fyrir skömmu heyrði hann í útvarpstilkynningu skringilegt 373. þáttur dæmi um samruna. Þar voru Is- firðingar og „nágrannabúar" ávarpaðir. Mér skilst að menn séu annaðhvort nágrannar eða nábú- ar. „Nágrannabúar" minnir sterklega á vitleysumar „grand- varalaus" og „snauðugur", hið fyrra orðið til úr grandalaus + andvaralaus, hið síðara úr snauður og auðugur. Þá heyrði ég einnig um daginn skrýtilega til orða tekið í útvarps- viðtali. Maður nokkur sagði: „Við vílum okkur ekki fyrir því.“ Hygg ég að flestir mundu fremur segja: Við vílum það ekki fyrir okkur = við hikum ekki við það, látum það ekki aftra okkur. ★ Þessi þáttur er skrifaður á Páls- messu í kyrru veðri og björtu, og fylgja því þessar veðurvísur gaml- ar: Ef heiðbjart er og himinn klár á helga Pálusmessu, mun þá verða mjög gott ár, mark skal taka á þessu. En ef þoka Óðins kvon á þeim degi byrgir, fjármissi og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir. Falli snjór, en dijúpi dögg, dult skal ei hvað þýðir Hefir þjóðin haldið glögg harðdrægar ársins tíðir. Geta má þess að kenningin Óðins kvon (eiginkona) táknar jörðina, því að Óðinn gat Þór við henni. ★ P.s. Ég ítreka þá tillögu að „framhjátenging" sú sem Eng- lendingar kalla bypass (í sam- bandi við kransæðalækningar) verði nefnd hjáleið á íslensku. Slökkviliðsmenn bera brúðu út úr reykfullu húsinu. Giftusamleg „björgun“ afstaðin. Morgunblaðið/Sigurgeir Nokkrir úr Slökkviliði Vestmannaeyja vígja ný hlífðarföt sem liðinu hefur áskotnast. Frá vinstri: Auðberg ÓIi Valtýsson, Grímur Guðna- son, Rafn Pálsson, Hallgrímur Tryggvason, Steingrímur Benedikts- son, Guðni Georgsson og Hreinn Sigurðsson. Merk bók frá árinu 1882 finnst í Gaulverjabæ Hefur legið í gleymsku í um 60 ár í tæplega aldargömlu húsi Gaulveijabœ. FUNDIST hefur í Gaulveijabæ í Flóa bók er rekur upphaf sitt til ársins 1882. Titillinn er Bréfabók hreppsnefndarinnar í Gaulveija- bæjarhreppi. Hún er handskrifuð og hefur legið í gleymsku 50 til 60 ár ef ekki lengur. Bókin fannst í tæplega 100 ára gömlu íbúðarhúsi. Fært er inn í bókina til ársins 1897 öll bréf til og frá hreppsnefndinni. Síðasti þriðjungur bókarinnar er síðan auð- ar síður og virðist þessi siður þá aflagður. Bréfín eru mislöng og mismerki- leg. Sum teljast þó örugglega merkar heimildir um mannlíf hér í sveit á þessum tíma, og reyndar í öllum Flóanum. Fátækt og eymd þessara ára er líst á lifandi og býsna nærtækan hátt í mörgum bréfum. Einn bóndi af mörgum biður til dæmis um bráðabirgðastyrk af „fátækrafé" hreppsins. Hann hafði þá til lífsframfæris sér, konu og fjórum bömum innan 11 ára aldurs, eina kú er mjólkaði 7 merkur kvölds og morgna. Slæmt rosasumar var samkvæmt bókinni árið 1884, líkt og réttum eitthundrað árum síðar hér á Suð- urlandi. 22. desember skrifaði hreppsnefndin til landshöfðingja og biður um styrk af „gjafapeningum þeim sem landið hefur fengið". Segja þeir hey bæði ill og lítil. 12. febrúar er aftur skrifað bréf til Bergs Thorberg landshöfðingja. Þá er ástandinu lýst þannig að dag- lega berist hreppsnefndinni tilkynn- ingar frá fátæklingum að fóður sé þrotið handa fénaði og ekki sé á heimilum lífsbjörg til næsta máls. 16. febrúar sendir amtmaður 225 kr. styrk af „gjafafénu". Var því varið til að kaupa kommat á Eyrar- bakka. Fróðlegt er einnig að lesa bréf stórhuga og framsýnna manna. Páll Sigurðsson prestur í Gaul- veijabæ imprar á mörgu í bréfí til „hinnar heiðmðu sýslunefndar", 1882. Honum ofbýður eymdin og stöðnunin. Hann minnist á nauðsyn áveitu, „sem meigi skoða sem höfuð velferðarmál Flóahreppanna, annað en túnræktina". Páll þessi lést 1887 og lifði því ekki að sjá Flóaáveituna. Einnig minnist hann á nauðsyn þess að gera verslunina enn fijálsari og lýs- ir þvílíkum fíötrum einokunin olli. Allt með raunsæjum og nærtækum dæmum. Trúlega telst bókin varla merk á landsvísu. Ófáar bækur sem þessi liggja líklega á héraðsskjalasöfnum um allt land. Þó hlýtur að vera feng- ur í áður gleymdum og jafn lifandi lýsingum liðinnar tíðar og í bókinni fínnast. — Valdim.G. Bókin rekur upphaf sitt til ársins 1882. í bókina voru færð öll bréf til og frá hreppsnefndinni allt til ársins 1897. Morgunblaðið/Valdimar Bókin sem fannst í Gaulveijabæ í tæplega 100 ára gömlu íbúðarhúsi. Slökkviliðið í Vestmauna- ejrjum æfir reykköfun V es tm annaeyj um. GÖMUL hús sem eiga að fjar- lægjast vegna þess að þau eru ónýt eða þá einfaldlega fyrir, geta komið að góðum notum áður en niðurrifið hefst. Slökkviliðs- menn renna gjarnan hýru auga til slikra húsa og nota þau þá til nauðsynlegra æfinga. Slökkvilið- ið í Vestmannaeyjum hreppti eitt slíkt um daginn og þar á báe var svo sannarlega tekið til hendinni. Það var húsið Eyri við Vesturveg sem átti að jafnast við jörðu og fékk slökkviliðið húsið til afnota eina dag- stund. 26 slökkviliðsmenn æfðu þar í 10 klukkustundir reykköfun ( raun- verulegum reyk. Notuðu þeir þama í fyrsta skipti ný hlífðarföt sem liðinu hefur áskotnast og eru sérlega ætluð fyrir reykkafara. Æfingin fór þannig fram að á efri hæð hússins var falin brúða sem reyk- kafaramir áttu að leita uppi og „bjarga" út úr húsinu. Á meðan fór slökkviliðsmaður inn á neðri hæðina og vom reykkafaramir sendir strax inn aftur til að ná í hann. Auðberg Óli Valtýsson, varaslökkviliðsstjóri, sagði ( samtali við fréttaritara að þessi æfing hefði tekist í alla staði mjög vel og það væri ómetanlegt fyrir slökkviliðsmenn að geta æft sig við svo raunverulegar aðstæður sem þama var unnt að skapa. Slökkviliðsmenn hafa að undan- fömu farið um borð í marga báta og kennt skipveijum meðferð á þeim reykköfunar- og eldvamartækjum sem þar em til staðar. Hefur þetta verið gert að ósk skipstjómarmanna og sagði Auðberg Óli að meðal sjó- manna væri mikil alvara og áhugi fyrir þvf að kynna sér þessi mál sem best. -hkj. 4Í:2 ~4'9JL£ '1 d-9 04141' 11 Minitel vinsælt í París Nýafstaðnar frosthörkur og vetrarríki höfðu lítil áhrif á matar- innkaup þúsunda Parísarbúa í kjörbúðum sinum. Þeir skrifuðu einfaldlega pantanir sínar inn á tölvuskerma frá pósti og sima sem þeir hafa á heimilum sinum, og varan var send heim til þeirra samdægurs. etta hversdagslega verkefni er eitt gleggsta dæmið um að Minitel — lítill tölvuskjár tengdur við símann — er ekki lengur á tilraunastigi, heldur full- búið tæki til almennra heimilis- nota. „Við emm enn eina þjóðin í heiminum sem hefur Minitel," segir í yfírlýsingu póst- og síma- málastjómarinnar í tilefni þess að tíu ár em liðin frá tengingu fyrstu Minitel-tækjanna í einu úthverfa Parísar. í upphafi var gert ráð fyrir að tækin, sem svipar til ferðasjónvarpstækja með stafa- borði, kæmu í stað símaskrárinnar og með þeim væri unnt að fá upplýsingar frá tölvubúnaði símans. Nú nota tvær og hálf milljón einstaklinga og fyrirtækja þennan búnað til að afla sér ótrú- lega margvíslegrar þjónustu, allt frá því að koma á stefnumótum yfir í að annast bankaviðskipti. Innan tíu ára reiknar franska póst- og símamálastjómin, sem er ríkisfyrirtæki, með því að allir 20 milljón símar landsins, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækj- um, verði búnir Minitel-tækjum, sem látin em í té endurgjalds- laust. Þá er einnig reiknað með að ráðamenn símamála í öðram Evrópuríkjum og í Bandaríkjun- um hafi látið af tortryggni sinni og fetað í fótspor Frakka. „Vöxturinn á nýliðnu ári var undraverður," segir talsmaður DGT, frönsku póst- og símamála- stjómarinnar. „Á árinu 1986 jókst notkunin úr 8 milljón klukku- stundum (28 milljón klukkustund- ir. 200 milljón upphringingar Minitel var notað við rúmlega 200 milljón upphringingar á árinu (miðað við 76. milljón upphring- ingar árið áður), og þessi notkun aflaði ríkisfyrirtækinu tekna er námu sem svarar um 8 milljörðum (slenzkra króna, en þær tekjur nægðu til að standa undir öllum fíárfestingum í símakerfínu. Þessu fylgdi nokkur áhætta þar sem rúmlega milljón Minitel- tækjum var komið upp endur- gjaldslaust á 12 mánaða timabili til að örva Minitel-viðskipti neyt- enda. En gæfan hefur frá upphafí brosað við þessari tæknivæðingu, eða frá því innlendi símtækjaiðn- aðurinn — að mestu í ríkisrekstri — átti við svo mikla erfiðleika að stríða um miðjan áttunda áratug- inn að óskað var eftir (jölgun símtækja hjá því opinbera til að símaframleiðendur legðu ekki upp laupana. Iðnaðurinn hafði verið í miklum vexti og valdið byltingu í símaneti Frakklands, sem með sínar 20 milljón símalínur var orð- ið hlutfallslega hið þéttriðnasta í Evrópu. En vonir um útflutning á franskri símatækni bmgðust, og þá kom Minitel til sögunnar. Var það hannað sem neyðarúr- ræði til að halda starfseminni gangandi hjá bágstöddum símtækjaframleiðendum. í stað símaskrár Upphaflega hugmyndin var að hætta útgáfu símaskrárinnar og bjóða þess í stað fjölbreyttari þjónustu á tölvuskjám, svo sem áætlanir jámbrautanna. Fimm ámm síðar var svo fallið frá því að hætta útgáfu símaskrárinnar, því þá hafði Minitel skipað sér sess, aðallega hjá einkafyrirtækj- um. í dag veitir Minitel aðgang að þjónustu rúmlega 3.000 fyrir- tækja, og tugir fyrirtækja bætast við vikulega. Helztu notendumir em bankamir, sem veita alla venjulega þjónustu gegnum Minit- el auk upplýsinga um innstæður. En nýir Minitel-notendur eiga er- fítt með að fóta sig við val á öllum þeim hundmð annarra þjónustu- greina, þar sem meðal annars er unnt að verða sér úti um klámrit eða vafasöm stefnumót. Engin ritskoðun er á efni upplýsinga Minitel á vegum póst- og síma- málastjómarinnar, og hefur hún einnig viðurkennt einskonar Min- itel-síma, sem verkar svipað og venjulegir farsímar. Auðveldar viðskipti En það er leiðin til að auðvelda viðskipti, sem hefur tryggt fram- gang Minitel. Heimsendingaþjón- usta kjörbúðanna, sem er tiltölu- lega ný af nálinni, er nú þegar samkeppnisfær hvað verð snertir við venjuleg kjörbúðaviðskipti. Og um 10% af viðskiptum póstverzl- ana fara gegnum Minitel, sem jafnvel hefur verið tekið í þjón- ustu tízkuhúsa eins og Yves St. Laurent. Af þeim hundmðum atriða á sviði upplýsinga, fræðslu, skemmtiefnis eða frétta af fund- um sveitar- og bæjarstjóma, sem unnt er að fá aðgang að með notkun sérstaks merkjakerfís, hefur dagblaðaþjónusta allan sól- arhringinn, sem stærstu útgef- endur Frakklands hafa komið upp, reynzt gefa mestar tekjur. Og í sumum tilvikum hefur þessi þjónusta einnig leyst fjárhags- vanda blaðanna sjálfra. Fyrirtæki sem bjóða Minitel- þjónustu greiða símanum sem svarar um 400 krónur á klukku- stund 5 leigu fyrir símalínu, og fá til baka um tvo þriðju þess verðs sem símanotandinn greiðir, en það samsvarar um kr. 2,40 á mínút- una. Sem dæmi má nefna að hjá dagblaðinu Parisien Libere nemur heildamotkun símalínunnar 177.000 klukkustundum á ári. Minitel-notendur — aðrir en fyrirtæki — era að jafnaði 25-35 ára, með meðaltekjur eða meira, og greiða nú að meðaltali sem svarar 640 krónur á mánuði fyrir þjónustuna. En tækifæri stórfyrir- tækja verða æ fjölbreyttari, ekki sízt þar sem Minitel-tæki fyrir- tækja em nú háþróaðar tölvur tengdar gagnabönkum, sérstak- lega í Bandarílqunum. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer. AF ERLENDUM VETTVANGI Frakkar hafa lagt sig mjög fram um það á síðustu árum að tileinka sér hátækni auk þess sem þeir hafa verið frumkvöðlar að alþjóðlegu samstarfi á því sviði svo sem með EUREKA-áætluninni, þar sem ísland er meðal þátttökuríkja. Hér sést Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakka, rýna í full- komna smásjá, en í meðfylgjandi grein lýsir blaðamaður Observer því hvemig Minitel-tölvusíma- kerfið hefur komið sér vel fyrir marga Frakka í vetrarhörkunum undanfarið. eftir PAUL WEBSTER £ « 4 t 4- 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.