Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 21 Vilhjálmur og Jakob Grimm. Ævintýri Grimmsbræðra BökmenntSr Jenna Jensdóttir Grimmsævintýri: Jakob og Vilhjálmur Grimm 2. hefti 26.-52. ævintýri þýdd og skýrð af Þorsteini Thor- arensen. Vasaútgáfan 1986. í þessu hefti eru nokkrir kaflar úr minningum Hermanns Grimm um þá bræður Jakob og Vilhjálm. Jakob, sem var eldri, giftist aldrei og bjó hann hjá bróður sínum og konu hans alla ævi. Hermann var sonur Vilhjálms og litu þau börnin á Jakob sem einn af fjölskyldunni. Þótt þessir minningakaflar séu nokkuð styttir í þýðingu — og sums staðar endursagðir — eru þeir fróð- legir og skemmtilegir og varpa ljósi á samvinnu þessara einstöku bræðra. Hér eru mörg af kunnustu ævin- týrum Grimms, s.s. Rauðhetta, Þumalingur, Þymirós, Stígvélaði kötturinn og Þrastarskeggur — svo nokkur séu talin. Sum ævintýranna bera annað heiti en í fyrri þýðing- um, eru raunar um margt öðruvísi í þýðingu Þorsteins. Hinn sterki frásagnarmáti hans, ásamt oft sér- kennilegu orðavali, setur sinn svip á ævintýrin. Hann skerpir oft áhrif andstæðna — lætur óhugnanleik- ann rista dýpra — en fegurð og góðleiki ævintýranna berst ljúfar til lesanda. Eins og í fyrra heftinu er lítill kafli hjá þýðanda aftan við hvert ævintýri. Þar fræðir hann lesendur um feril sagnanna frá því þær komu til Grimmsbræðra — hvaðan þær bárust — og um samruna þeirra við líkar sagnir. Hann gerir grein fyrir skyldleika þeirra við sagnaminni margra ólíkra þjóða. Um „Söng- beinið" segir hann að sama farand- minni þekkist meðal svertingja og búskmanna í Afríku — „en óvist að um útbreiðslutengsl sé að ræða“. Um „Gullhárin þijú af kolli Kölska" segir þýðandi: „Það er mjög skemmtilegt að rekja má uppruna gullhára djöfulsins til fomíslenskrar sagnar sem birtist í 8. bók Saxa Grammatíkusar. Er hún um för ís- lendingsins Þorkels til Bjarmalands, til Geirröðargarða og Útgarða-Loka og þar tókst honum að kippa einu hári úr skeggi jötunsins." Þannig koma oft fram skýringar þýðanda á ýmsum þáttum og fyrirbrigðum í uppruna og eðli sagnanna. Þessir kaflar em, að mínu mati, unnir af þekkingu og natni. í þeim felst hugkvæmi er skapast við ein- læga þekkingarleit og ást á við- fangsefninu. Grannt er sótt til fortíðar og oft langt sótt. Bæði fyrsta og öðm hefti þessara ævintýra fylgja snældur þar sem þýðandi hefur lesið inn nokkur ævintýranna — fyrir böm. Mér þótti ljóst ágæti þessara snælda þegar sex ára hnáta hallaði undir flatt og flutti mér fyrstu sög- una um snillinginn Hans, á hreinu tungutaki með tilheyrandi tónræn- um áherslum. Þetta er um margt sérstæð þýð- ing sem hefur að geyma ævintýrin í réttri röð — og í heild, auk þess em í bókunum margar gamlar, skemmtilegar myndskreytingar. Þriðja heftið er væntanlegt og er Mjallhvit fyrsta sagan í því. ---PSION--- ORGANISERII ... og þú hefur allt í hendi þér! PSION ORGANISERII - „Alvitur", erlítil handhæg tölva, varla stærri en venjulegur vasareiknir sem vinnur sjálfstætt og er þar að auki tengjanleg við næstum hvaðatölvubúnað sem er. Möguleikamir með PSION ORGANISERII eru nánast endalausir. # Tengd við PC getur hún fært inn gögn, aflað þeirra, spurst fyrir og prentað út að vild. # Hún er dagbók, dagatal og vekjaraklukka. Átta mismunandi kerfi minna þig á með hljóðmerkjum, hvar, hvenærog hvað-til aldamóta. # Almenn gagnaskrá. Þú spyrð: „Jón?" Hún svarar: „Jón Jónsson, lögmaður, Farvegi 1, sími 1212121“. Samagildir meö vörunúmer, skýrslur og lista. # Hún erforritanleg á einföldu en öflugu máli, OPL, og auðveldar þannig aðlögun að sérstökum aðstæðum. Hentar vel til endurtekinna aðgerða, til dæmis lagertalningar, pantanamóttöku og sölu. # Minnið er stækkanlegt upp í heil 304K! Hægt er að fá tilbúin forrit til vinnslu margra verkefna, bókhalds, stærðfræði og fleira. „Alvitur11 kemur að notum við námið! Skrifstofuvélar hafa nú þegar gott úrval aukabúnaðar fyrir PSION ORGANISERII, tengingar, hugbúnað, minniskubba og búnað til lestrar rimlaleturs, banka- og krítarkorta. Úrvalið á enn eftir að aukast, viö erum rétt að byrja! PSION ORGANISERII ertilvalin gjöf fyrirfleirien þig grunar. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 20560 Akureyri: Tölvutæki-Bókval, Kaupvangsstræti 4, sími: 96-26100 i I Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Stighækkandi dagvextir Mun betri ávöxtun á veltufé. Á TT-reikningi Verzlunarbankans Af innstæðu að kr. 10.000.- reiknast eru vextir reiknaðir af daglegri stöðu 3% dagvextir. reikningsins í stað lægstu stöðu hvers Af innstæðu umfram kr. 10.000,- tíu daga tímabils. reiknast 9% dagvextir. Þú færð einnig stighækkandi vexti Af umsaminni lágmarksinnstæðu með hækkandi innstæðu og auk þess reiknast 12% dagvextir. geturðu ákveðið að hafa mánaðarlega lágmarksinnstæðu á reikningi þínum og fengið þannig enn hærri vexti. V€RZLUNflRBflNKINN -vút*tun pér !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.