Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Akkilesar- hællinn Nú virðist nýja sjónvarpsstöðin okkar, Stöð 2, vera í sókn ef marka má hlustenda- og glápenda- könnun SKÁIS. Niðurstöður skoðana- könnunarinnar hafa þegar verið tíundaðar í blöðum og óþarfí að endur- taka þann pistil en er ekki við hæfí að bera svolítið saman dagskrá stöðv- anna svona almennt. Vissulega er ég stöðugt að bera saman hér í pistli ein- stök dagskráratriði en nú vil ég freista þess að rýna dagskrárstefnuna og einkum þó ákveðna meginþræði er ég felli mig ekki við í dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna. Ríkissjónvarpið Undirritaður hefír löngum stutt menningarviðleitni ríkissjónvarpsins og hvatt til þess að til dæmis yrði aukin kynning á myndlist. En slíkum menningarþáttum verður að blanda hæfílega saman við léttmetið er hvíla skal hugann að afloknum löngum og ströngum vinnudegi. Lítum til dæmis á dagskrá rikissjónvarpsins síðastlið- inn mánudag: 20:35 Besti vinur ljóðs- ins. Sex skáld lesa úr verkum sínum. 21:00 Jarðhitadeild Orkustofnunar. Ný íslensk fræðslumynd um jarðhita á íslandi, nýtingu hans og starfsemi Jarðhitadeildar Orkustofnunar. 21:30 Eins konar Alaska. Leikrit eftir Harold Pinter. Kona, sem hefur legið í dái í næstum þijátíu ár af völdum svefn- sýki, vaknar aftur til lífsins. 22:30 Kvöídstund á abstraktsýningu. Þáttur um yfirlitssýningu um íslenska ab- straktlist á Kjarvalsstöðum. Er hægt að ætlast til þess að áhorf- endur innbyrði svo þunga dagskrá í einum bita? Sex ung ljóðskáld þylja í hálftíma ljóð svo er all flókin fræðslu- mynd í hálftíma, þá sitja áhorfendur i klukkutíma við sjúkrabeð konu er hefir vaknað úr dauðadái og að lokum er hlýtt á skýringar listfræðinga og listamanna á abstraktlist. Dagskrár- stjórar ríkissjónvarpsins mega vara sig á því að ofbjóða ekki áhorfendum með grafalvarlegri menningar- og fræðslu- dagskrá og svo má ekki gleyma því að ekki á allt innlent efni erindi í sjón- varp. En mér virðist markmið sumra dagskrárstjóra ríkissjónvarpsins vera að fylla dagskrána af innlendu efni hvað sem það kostar. Stöö 2 Akkilesarhæll Stöðvar 2 er hin þunga áhersla er dagskrárstjórar leggja á misvandaða bandaríska spennuþætti svo sem Miami Vice, Magnum P.I., að ekki sé talað um bullþætti á borð við Þrumufuglinn þar sem hetjumar þvælast um í yfimátt- úrulegri þyrlu og svo má ekki gleyma uppgjafadómaranum og fylgisveini hans. Þessir þættir eru afurð hinnar steingeldu Kalifomíufabrikku og enda flestir á skothríð og sprengjubardaga enda treysta handritshöfundamir sér ekki til að vinna frekar úr söguþræðin- um. Ég er persónulega mjög ósáttur við slík efnistök, einkum leiklausnina. Hef ég áður vikið að því hversu alvar- leg áhrif slik ofbeldisbylgja getur haft á sálarlíf bama- og unglinga er ég veit að liggja yfír þáttunum í tíma og ótíma enda sýningartíminn mjög við hæfi yngri kynslóðarinnar. Það er dálítið undarlegt til þess að hugsa að á sama tíma og Stöð 2 sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn bömum og unglingum er of- beldisþáttum dengt yfír krakkana. I hinum bandarísku sakamálaþáttum eru málin oftastnær leyst með vopna- valdi og þannig hlýtur sú hugsun að skjóta rótum í sálarlífi ungmennanna að það sé næsta eðlilegt að leysa ágreiningsmál með byssum eða barefl- um. Við sjáum hvert þessi áróður hefir leitt bandarísku þjóðina, nánast á barm glötunar. Eða geta menn ímyndað sér ástandið þegar leitað er að vopnum í gagnfræðaskólum? Viljum við slíkt fár hér? Hreinræktaðir og hressir ofbeldis- þættir á borð við Miami Vice eiga heima í dagskrá sjónvarpsstöðvar en þá aðeins á sýningartíma er hæfir full- þroska fólki. Ólafur M. Jóhannesson Bylgjan: Asgeir Tómasson í banastuði ■■■■ Útvarpsmaður- -| rjQQ inn Ásgeir A • — Tómasson gekk fyrir skömmu til liðs við Bylgjuna og er nú með flóra þætti í viku. Hann er með þætti frá kl. 21.00- 23.00 á mánu-, þriðju- og miðvikudagskvöldum. Þá lætur hann alls konar rokk- tónlist ganga fyrir og tekur viðtöl við gesti og gangandi eins og ástæða er til hvetju sinni. Nú um eftirmiðdaginn hyggst Ásgeir hins vegar hita menn upp fyrir helg- ina. Hann kvaðst ætla að leika allra handa rokk- músík — frá 6. áratugnum og fram á þennan dag — að því tilskildu að hún væri nægilega fjörug. Ás- geir sagði til þess að öruggt væri að aldrei væri dauður punktur í þættinum hefði hann valið lögin með tilliti til þess að þau væru ekki lengri en þijár mínútur. Kæmi hins vegar í ljós að svo væri, yrðu þau hin sömu lög rifin af fóninum samstundis! UTVARP LAUGARDAGUR 31. janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar Hornkonsert í E-dúr eftir Carl Stamitz. Hermann Bau- mann og Ungverska filharm- onfusveitin leika; Yav Talmi stjórnar. b. Konsert í c moll fyrir fiðlu, óbó og hljómsveit eftir Jo- hann Sebastian Bach. Gidon Kremer og Hinz Holl- iger leika með St. Martin-in- the-Fields-hljómsveitinni; Heinz Holliger stjórnar. 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin f umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir 12.48 Hér og nú, framhald 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllur- inn" eftir Patriciu Wrightson í leikgerð Edith Ranum. Lokaþáttur: Hérinn vinnur. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sig- urösson. Leikendur: Árni Benediktsson, Einar Bene- diktsson, Stefán Jónsson, Þórður Þóröarson, Erlingur Gíslason, Árni Tryggvason, Flosi Ólafsson, Sigurður Skúlason, Sigmundur Örn Arngrímsson, Jón Gunnars- son, Guðrún Alfreösdóttir, Valdimar Helgason og Benedikt Árnason. (Áður útvarpað 1976.) 17.00 Að hlusta á tónlist Sautjándi þáttur: Hvað er sinfónía? Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. SJÓNVARP áJí. Tf LAUGARDAGUR 31.janúar 14.55 Enska knattspyrnan — Bein útsending Tottenham — Crystal Palace eða Manchester United — Coventry í fjórðu umferð bikarkeppninnar. 16.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.05 Spænskukennsla: Habl- amos Espanol Ánnar þáttur. Spænskunámskeið í þrett- án þáttum ætlaö byrjendum og Spánarförum. Islenskar skýringar: Guðrún Halla Tulinius. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Helga Jóns- dóttir. 18.55 Gamla skranbúðin (The Old Curiosity Shop) 9. þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur I tiu þáttum, gerður eftir samnefndri sögu Charl- es Dickens. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.20 Fréttaágrip á táknmáli 19.25 Stóra stundin okkar Umsjón: Elísabet Brekkan og Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Lottó 20.35 Nýtt líf — Seinni hluti Islensk gamanmynd um tvo æringja á vertíð í Eyjum. Leikstjóri Þráinn Bertelsson. Aðalhlutverk Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifs- son. 21.25 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) — 6. þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur með Bill Cosby I titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.50 Nadia Bandarisk bíómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Alan Cooke. Aðalhlutverk Talla Balsam og Jonathan Banks. Saga rúmensku fimleika- stúlkunnar Nadiu Comaneci sem varð heimsfræg þegar hún vann þrenn gullverð- laun á Ólympíuleikunum i Montreal áriö 1976 aðeins fjórtán ára að aldri. Þýðandi Gauti Kristmanns- son. 23.25 Hótel New Hampshire Bandarísk bíómynd frá árinu 1984, gerð eftir samnefndri metsölubók John Irvings. Leikstjóri Tony Richardson. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Beau Bridges, Rob Lowe og Nastassja Kinski. Piltur og stúlka kynnast á hótelinu New Hampshire þar sem ýmsir furðufuglar búa, þará meðal austurrísk- ur gyöingur sem á tamið bjarndýr. Börnin þreytast seint á sögum föður síns frá þessu sumri en kynnast síðar meir sjálf furðulegu mannlifi og ýmsu misjöfnu þegarfjölskyldunni býðst að taka að sér hótelrekstur I Vinarborg. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi barna. Þýðandi Jón O. Edwald. 01.15 Dagskrárlok. 0 STÖÐ2 LAUGARDAGUR 31. janúar § 9.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 9.30 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 10.00 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. § 10.30 HerraT. Teiknimynd. § 11.00 Vængfákurinn (The Winged Colt). Unglingamynd. Frændi Charles, sem er ungur strákur, var staögengill í kúrekamyndum. Charles heimsækir frænda sinn og hyggst læra af honum list- ina. Öllum til mikillar und- runar reynist eitt folaldið á bænum geta flogiö. 12.00 Hlé. 16.00 Hitchcock. Réttlæti (l'll be Judge Jury). Nýgift hjón á brúðkaups- feröalagi í Mexíkó eru myrt. Lögreglunni mistekst að sanna sekt morðingjans svo að ættingjar fórnarlamb- anna taka til sinna ráða. § 17.00 Hinir öldruðu (The Last Of The Great Survivors). Bandarísk kvik- mynd frá 1984 með Pam Dawber, James Naughton, Thom Bray, Michael Callan o.fl. í aðalhlutverkum. Aldrað fólk sem býr I ófull- nægjandi húsnæði á í útistöðum við yfirvöld sem vilja dæma húsnæðið óíbúðarhæft. Þau fá til liðs við sig mann sem ber hag þeirra fyrir brjósti. Leikstjóri er Jerry Jameson. § 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Gúmmí- birnirnir (Gummi Bears). 19.30 Fréttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandariskur framhaldsmyndaflokkur. § 20.45 Stjarna (Star). Bandarísk bíómynd meö Julie Andrews, Richard Crenna, Michael Craig og Daniel Massey í aðalhlut- verkum. Myndin fjallar um lif og frama söngstjörnunnar Gertrude Lawrence (Julie Andrews). Fylgst er með sigrum hennar í sviösljósinu og hvernig hún fetar met- orðastigann i Englandi meðan hún er í ástarsam- bandi við breskan aðals- mann. § 23.40 Orrustuflugmaðurinn (Blue Max). Bandarisk bíó- mynd frá 1966 með George Peppard, James Mason og Ursulu Andress í aöalhlut- verkum. Metnaðargjörnum ungum manni í þýska land- hernum í heimsstyrjöldinni fyrri gefst tækifæri til að gerast orrustuflugmaður. Þrátt fyrir ruddaskap og óvinsældir vinnur hann til æðstu heiðursmerkja fyrir frábæra framgöngu.. Leikstjóri er John Guillermin. § 02.10 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. 18.00 Islenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson flyt- ur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 Skriöiö til skara Þáttur i umsjá Halls Helga- sonar og Davíös Þórs Jónssonar. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Sigurður Alfons- son. 20.30 Herkonungur og menntafrömuður. Séra Sig- urjón Guöjónsson flytur frásöguþátt, þýddan og endursagðan. 21.00 Islensk einsöngslög Kristján Jóhannsson syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Markús Kristjánsson, Þórar- inn Guðmundsson og Emil Thoroddsen. Konunglega fílharmoníusveitin leikur með; Karsten Andersen stjórnar. 21.20 Á réttri hillu Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir 22.20 Mannamót Leikið á grammófón og litið inn á samkomu. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. . 03.00. LAUGARDAGUR 31. janúar 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur i umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurö- ur Sverrisson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin trióin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka i tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Andreu Guðmundsdóttur. 03.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 BYLGJAN LAUGARDAGUR 31. janúar 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á þaö sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00—12.30 í fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Júlíus Brjáns- son, Guðrún Þóröardóttirog Saga Jónsdóttir bregða á leik. 12.30-15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauður punktur. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Ásgeir Tómas- son á laugardegi. Léttur laugardagur með Ásgeiri, öll gömlu uppáhaldslögin á sinum stað. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir litur á atburöi siðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svikja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson, nátthrafn Bylgjunnar, heldur uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA Kristileg UnrpntM. FM 102,9 LAUGARDAGUR 31. janúar 13.00 Skref I rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþáttur. 16.00 Hlé. 18.00 Á rólegu nótunum með Eiríki Sigurbjörnssyni. 20.00 „Vegurinn til Paradis- ar". Þáttur i umsjónÓla Jóns Ásgeirssonar. Óli leikur fyrir okkur kristilega tónlist og segir okkur frá þeirri stóru gjöf sem Jesús Kristur er fyrir alla þá sem við honum taka. 22.00 Litið í ritninguna. Kvöld- stund með ýmsu efni. 24.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.