Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Morgunblaðið/Bjami Sverrir Hermannsson tekur á móti Þráni Þórissyni, formanni fræðs- luráðs, á Hótel KEA í gærmorgun og hafði á orði að þetta væri ^ handtak aldarinnar. Atti góða fundi með þessum mönnum öiliini — sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra eft- ir fundi með skólamönnum í gær Fræðslurác við morgunverðar- borð menntamálaráðherra í gærmorgun. ÉG ÁTTI góða. fundi með þessum mönnum öllum. Benedikt Sigurð- arson skólastjóri kom m.a. á fund til mín og sagðist. ekki hafa bor- ið út óhróður um mig og tók ég orð hans trúanleg/ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra. er hann ók frá Akureyri til Húsavíkur um miðjan dag í gær eftir erilsaman morgun, en hann sat hér fundi með skóia- DAGSKRÁ Sjónvarps Akureyrar um helgina fer hér á eftir: LAUGARDAGUR 18.00 Verðlaunaafhending (The Golden Globe Award) fyrir bestu kvikmyndirn- ar og bestu leikarana 1986. 50 erlendirfréttaritararsem hafa aðsetur í Hollywood veita þessi verðlaun ár- lega og er þetta í 13. sinn sem þau eru veitt 19.35Teiknimynd. Gúmmíþirnirnir. 20.00 Hitchcock. Martröðin (Ride the Nightmare). Hjón nokkurgrípa til ör- þrifaráða þegar eiginmaðurinn fær moröhótun frá ókunnugum manni. 20.50 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískurframhaldsmyndaflokkur meö stórstjörnunni Don Johnson í aöalhlutverkí. Þrír Kúbanir halda tveimurfjölskyldum ígíslingu í gömlu hóteli. Tubbs ætlar að ræða við mannræningjana dulbúinn sem ólög- legurinnflytjandi, en er lika tekinn í gíslingu. 21.40 Forsetarániö (The Kidnapping of the President). Bandarísk bíómynd frá 1984 með William Shatner, Hal Holbrook, Van Johnson og Ava Gardner í aðalhlutverkum. Hryðjuverkamanni tekst aö ræna forseta Bandaríkjanna og krefst lausnar- gjalds. Hann svíkurbæði samherja og andstæðinga til að ná fram mark- miðum sinum. í kapphlaupi við tímann reyna lífverðir forsetans að bjarga for- seta sínum. Leikstjóri er George Mendeluk. 23.30 Réttlætanlegt Morð? (Right to Kill). Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Frederic Forrest, Chris Collet, Karmin Murcelo og Justine Bateman í aðalhlutverkum. Myndin byggirá raunverulegum atburði í Wyoming í nóvember 1982. Þegar Richard Jahnke hefur árum saman horft á föð- ur sinn berja móður og systur ákveöur hann loks aö láta til skarar skríða. Leikstjóri er John Erman. 1.00 Heimkoman(ComingOutofthe lce). Bandarísk kvikmynd frá 1984. Aðalhlutverk í höndum John Savage, Willie Nelson, Francescu Annis og Ben Cross. Myndin byggir á sannri sögu um ungan mann sem berst örvæntingarfullri mönnum allt frá klukkan hálfníu. Morgunninn hófst með fundi hans og Guðmundar Inga Leifsson- ar, fræðslustjóra Norðurlandsum- dæmis vestra, sem hefur látið uppsögn Sturlu mjög til sín taka. Að loknum þeim fundi komu í morg- unkaffi til ráðherrans á Hótel KEA fræðsluráð Norðurlands eystra og áttu þeir saman fiind. Sverrir sagði eftir fundinn, að þeir hefðu ákveðið baráttu fyrir eigin lífi. Sagan hefst árið 1931 þegar Herman-fjölskyldan flyst til Sovétríkjanna, að beiðni Henry Ford, til að aðstoöa við uppsetningu á nýrri bílaverksmiðju. Þegarsonurinn (Victor Savage) er beðinn að gerast sovéskur ríkisborgari þverneitar hann og er samstundis hnepptur í varðhald og sakaður um njósnir. Leikstjóri er Warrain Hussein. 2.30 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 18.0C Teiknimynd. Furðubúarnir. 18.26 Umvíðaveröld Fréttaskýringaþáttur í umsjón Þóris Guð- mundssonar. í þessari aukaútgáfu af fréttaþættinum Um víða veröld verður fjallað um kosningarnar í Vestur- Þýskalandi. Fréttamenn Stöðvartvö hafa fylgs.t með kosningabaráttunní og senda þennan þátt frá Bonn. Rætt verður við fulltrúa flokkanna og sérfræðinga um vestur-þýsk stjórn- mál. Þátturinn er sýndur daginn sem kosiö er. 18.50 Cagney og Lacey. Bandarískurframhaldsmyndaflokkur með Sharon Gless og Tyne Daly í aðalhlutverkum. Þegarfréttaleki frá New York-lögreglunni er rakinn til deildarinnar sem Cagney og Lacey starfa við fá þær heldur betur orð í eyra. Þær reynast saklausar og fá þá tækifæri til að spreyta sig á vandamál- inu. 19.40 Hófí. Þáttur þessi fjallar um áriö sem Hólm- fríður Karlsdóttir bar titilinn Ungfrú heimur. Sýndar verða sjónvarpsupp- tökurfrá heimsókn Hófíar til Thailands og Macau o.fl. Spjallað verðurviö þá Sigurð Helgason, Davíð Oddsson, Davíð Sch. Thorsteinsson og Matt- hias Á. Mathiesen ráðherra og þeir fengnir til aö segja álit sitt á Hófí. Einnig er spjallað við Hólmfríði sjálfa. 20.25 íþróttir. Umsjónarmaðurer Heimir Karlsson. 21.50 Ég lifi (For Those I Loved). Mjög vinsæll bandarískurframhalds- myndaflokkuríþremurhlutum, 3. hluti. Með aðalhlutverk fara Michael York, Jacques Penot, Brigitte Fossey. Átakanleg og sönn saga byggð á bók MartinGray. Kl. 00.10 Dagskrárlok. að ræða áfram málin og færði Þrá- inn Þórisson formaður honum síðan skriflegt álit fræðsluráðsins kl. 14 í gær. Þeir munu hittast aftur síðar, en ráðherra sagðist ekkert vita hvenær það yrði. Sverrir sagði að hann hefði einn- ig átt viðtal við Benedikt Sigurðar- son, en hann hefur deilt á hann m.a. fyrir að dreifa pólitískum áróðri í Iqordæminu. Sverrir sagði, að Benedikt hefði fullvissað sig um að það væri rangt og hefði hann trúað honum. Ráðherra átti einnig fund með svæðisstjóm málefna fatlaðra í kjördæminu og sagði hann fundinn hafa tekist vel. Fulltrúar, sem rætt var við úr fræðsluráði, vildu ekki tjá sig um fundinn með Sverri í gærmorgun, sögðu aðeins að þeir gæfu engar yfirlýsingar. Sýning á fjörulífverum SÝNING á fjörulífverum verður í anddyri Háskólabíós í dag, laug- ardaginn 31. janúar, kl. 16.30- 19.00. Það er áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss sem stendur fyrir þessari sýningu þar sem sýndar verða í sjóbúri nokkrar lifandi fjöru- lífverur sem finnast á þessum tíma árs. Safnverðir munu segja frá lífverunum og svara spumingum. Sýningin er aðeins þennan eina dag. Eskfirðinga og Reyðfirðinga- félagið heldur árshátíð ÁRSHÁTÍÐ Eskfirðinga og Reyðfirðingaf élagsins verður haldin í kvöld, laugardaginn 31.janúar. Árshátíðin verður haldin í Fóst- bræðraheimilinu við Langholtsveg og hefst hún kl.20.00. Boðið verður uppá þorramat og mun hljómsveit hússins leika fyrir dansi. Úr fréttatilkynningu. Sjónvarp Akureyri Alyktun félagsfundar Sjómannafélags Reykjavíkur: Skorar á hafnarverka- menn að vinna ekki við erlend leiguskip FUNDIJR farmanna í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur í fyrrakvöld, þar sem miðlunar- tillaga ríkissáttasemjara var felld með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, samþykkti ályktun, þar sem skorað er á hafnarverkamenn og stjórn verkamannaf élagsins Dags- brúnar að fylgja eftir ályktun samþykktri á félagsfundi Dags- brúnar og stöðva vinnu við erlend leiguskip í siglingum til íslands líkt og starfsbræður þeirra á Norðurtöndum hafa gert. Þá lýsti fundurinn einnig yfir furðu sinni á afstöðu kaupskipaút- gerða til launahækkana fyrir farmenn, með tilliti til yfirlýsingar Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskipafélagsins, í sjónvarpi fyr- ir nokkrum dögum, þar sem hann segir íslenska sjómenn þá bestu sem völ er á. Síðan segir: „Einnig þakkar fundurinn stuðning Harð- ar og hvetur hann til að tilkynna Vinnuveitendasambandi íslands og samninganefnd kaupskipaút- gerða þetta álit sitt.“ I þriðja lagi skorar fundurinn „á ASÍ og alla landsmemi að lýsa stuðningi við þær kröfur undir- manna á farskipum að byrjunar- iaun þeirra hækki úr 23.612 á mánuði í kr. 27.700 á mánuði og að álag á yfirvinnu verði það sama og hjá landverkafólki í vaktavinnu og minnir á að íslenskir sjómenn vinna við ein verstu veðurskilyrði í heimi auk þess að vera langdvöl- um íj'arverandi frá fjölskyldum sínum og minnir á svik gerðar- dóms við sjómenn eftir setningu bráðabirgðalaga í júní 1979 þar sem meta átti til fjár fjarvistir þeirra frá heimilum. Býður fund- urinn öllum þeim sem vilja upp á kaffisopa á skrifstofu Sjómanna- félagsins á Lindargötu 9 í Reykjavík til viðræðna um kjör sín“. Þjóðminjasafnið: Vaxmynd- irnar aftur til sýnis VAXMYNDIR verða nú aftur til sýnis í Þjóðminjasafninu eftir nærri 16 ára hlé. I Bogasal Þjóðminjasafnsins verður í dag opnuð sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönnum, íslenskum sem erlendum. Vax- myndasafn þetta gáfu Óskar Halldórsson útgerðarmaður og böm hans íslenska ríkinu til minningar um ungan son og bróður, Óskar Theodór, sem fórst með línuveiðar- anum Jarlinum árið 1941. Vaxmyndasafnið var fyrst opnað í húsakynnum Þjóðminjasafnsins 14. júlí árið 1951 og var þar til sýnis í 20 ár, en síðan hafa myndim- ar verið í geymslu. Nú hefur verið ákveðið að sýna vaxmyndimar um tíma vegna mikillar eftirspumar. Vaxmyndimar verða til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóð- minjasafnsins, þ.e. þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16.00. Aðgangseyrir er 50 krónur, en böm og ellilífeyris- þegar þurfa ekkert að greiða. Mynd sem tekin var á afmælistónleikum Fóstbræðra í Langholts- kirkju 29. nóvember sl. Kaffisala Fóst- bræðrakvenna KVENFÉLAG Fóstbræðra verð- ur með kaffisölu í félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsvegi 109-111 sunnudagana 1. febrúar og 1. mars nk. Kaffisalan er tii styrktar utanlandsför kórsins. Fóstbræður áttu 70 ára afmæli á sl. ári og var haldiö upp á þessí tímamót með ýmsu móti s.s. með hátíðartónleikum í Háskólabíói sl. vor og með afmælistónleikum í Langholtskirkju i nóvember si. Kórinn hafði einnig hug á að kynna starfsemi sína erlendis á þessu afmælisári en úr því varö ekki sökum anna, en í framhaldi af athugunum þeirra var þeim boð- in þátttaka í alþjóðlegu kóramóti í Þýskalandi, nánar tiltekið Linder- holzhausen við Limburg, sem haldið verður dagana 26. maí tii 2. júní. Var ákveðið aö taka þessu boði og halda síðan áfram í söngferð tii Austurríkis og Ungverjalands og halda nokkra afmælistónleika er- lendis næsta vor þó kórinn yrði þá kominn hátt á 71. aldursár. Þar sem svona ferðir eru dýrar í framkvæmd ákváðu Fóstbræðra- konur að efna til kaffisölu þeim tii styrktar. Á boðstólum verða heima- bakaðar kökur og brauðtertur, einnig munu Fóstbræður koma og taka lagið. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.