Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 17 Bílæti í Breiðholti eftirJón A. Gissurarson Smokkur sem kaupbætir með aðgöngumiða að árshátíð Fjöl- brautaskólans í Breiðholti hefur vakið almenna athygli og það að vonum. Á síðari starfsárum mínum sem skólastjóri tók hin harðsnúna sveit sálfræðinga að hasla sér völl hér á landi. Sálfræðingar þóttust þess umkomnir að ráða bót á því sem úrskeiðis fór í skólum. Eitt af því sem þeim þótti á skorta var fræðsla um kynlíf manna. Fengu þeir fræði- grein þessa gerða að skyldunámi í unglingaskólum, enda hafði and- legur faðir þeirra, Freud, talið kynhvöt undirrót allra athafna að bamsaldri loknum. Sjálfur reyndist hann umdeiidur lífs og liðinn. Ágúst H. Bjamason prófessor var síst tal- inn gefa lægri einkunn gæfíst nemendum kostur þess að hreyta ónotum í Freud. Sjálfur var ég andvígur þessum bægslagangi sálfræðinga og af- skiptum þeirra af skólum. Ég taldi góða kennara líklegasta að leysa vandkvæði nemenda gæfust þeim viðhlítandi aðstæður að sinna þeim. Kynlíf leit ég á sem einkamál karls og konu sem kæmi engum öðmm við. En eyðni hefur gjörbreytt málum. Það sem áður mátti teljast einka- mál manna getur nú talist ógn við alla. Læknar með landlækni í broddi fylkingar hafa skorið upp herör gegn eyðni. Þeir ganga nú í skóla og fræða ungmenni um vágest þennan og hvemig við skuli bregð- ast. Nemendur skuli forðast fjöl- lyndi í ástum, þeir eru varaðir við of nánum kynnum af hommum og dópistum og skulu brúka veijur. Þá kom smokkur á dagskrá. Hann telja læknar einu raunhæfu vömina gegn smitun. Snúum okkur aftur að aðgangs- kortinu í Breiðholti. í hvaða tilgangi létu forystumenn nemenda þennan kaupbæti fylgja? Voru hér að verki Jón Á. Gissurarson „En eyðni hefur gjör- breytt málum. Það sem áður mátti teljast einkamál manna getur nú talist ógn við alla.“ galsafengnir strákar með sprell eitt að markmiði? Þannig virðist skóla- meistari bregðast við og hefur beitt „sökudólga“ harðýðgi. Sjálfsagt hefur hann óttast álitshnekki skóla síns, enda hefur þetta orðið Flosa Ólafssyni efni skopþáttar í helgar- blaði Þjóðviljans. Ég held hins vegar að hér hafí verið að verki ungir menn með ábyrgðartilfinningu, þótt aðferð þeirra kunni að orka tvímælis. Styrktist ég í þeirri trú er ég las skilmerkilega grein eftir einn úr þeirra hópi. Þeir vom að vekja at- hygli á eina úrræði landlæknis og tókst það. Hvað sem öðm líður má uppá- koma sem þessi ekki snúa umræðu um mál þetta í gamanmál. Til þess er of mikið í húfí. PÓSt- Og símaminja- Höfuadur er fyrrverandi akóla- stjóri Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. verður , Við efnum til stórkostlegrar BOKAVEISLB fró og með 31. janúar - 14. febrúar í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið fró 9-18, nema 10-16 ó laugardögum. BOKAUTGAFATH ÖRN 8f ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 Lítið útlitsgallaðar bækur uerða einnig á boðstólum. Sumar þeirra eru nánast nýjar en seldar með ótrúlegum afslætti uegna smávægilegra útlitsgalla. hnkaveislu ársins ssið ekki zr^TTT^msætur bitinn. I veislunni verða bomar á borð ÚRVALSBÆKUR Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐl. Það uerður enginn fyrir uonbrigðum, huorki með uerð né uörugæði. safniðí Hafnarfirði PÓST— og símamálastofnunin hefur opnað Póst— og síma- minjasafn í gömlu símstöðinni að Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Var safnið opnað 27. janúar síðastliðinn og verður fyrst um sinn opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Á safninu getur að líta safn fjöl- breytilegra muna og tækja sem tengjast póst— og símaþjónustu á íslandi. Meðal hinna mörgu sem lögðu grunnin að safninu var Ey- jólfur Þórðarson, efnisvörður bæjarsímans í Reykjavík, sem um árabil safnaði ýmsum tækjum í kjallara Landssímahússins. Gunnar Bjamason, leiktjaldamálari, annað- ist uppsetningu Póst— og síma- minjasafnsins, en safnvörður er Magnús Eyjólfsson. Nóg pláss — meira að segja fyrir mig! Létturog lipur í bænum! Eyðir næstum engu! Þægilegur í snattið, hægt að leggja „ hvarsemer! . Iburðarmikill, vandaður . og fallegur I j BILABORG HF. SmiðshQfða 23sími 6812 99 Skutlan frá Lancia kostar nú frá aðeins 266 þúsund krónum 1 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.