Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 55
-4-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
55
Valur
44 stig!
Ytrl NlarAvlY
NJARÐVIKINGAR fóru með sigur
af hólmi gegn nágrönnum sínum
frá Keflavík í úrvalsdeildinni í
körfubolta í Njarðvfk í gærkvöldi.
Úrslitin urðu 95:84 en í hálfleik
var staðan 54:35 UMFN f vil. Þar
með hafa Njarðvíkingar náð fjög-
urra stiga forystu og úrvalsdeild-
armeistaratitillinn er nú rétt
innan seilingar.
Miklar sveiflur voru í leiknum.
Njarðvíkingar náðu 26 stiga for-
ystu í fyrri hálfleik og í þeim síðari
náðu Keflvíkingar að minnka þann
mun í sjö stig. Valur Ingimundar-
son, þjálfari og leikmaður UMFN,
var stjarna þessa leiks. Hann gerði
sér lítið fyrir og skoraði 44 stig,
22 stig í hvorum hálfleik. Jóhannes
Kristbjörnsson lók ekki með UMFN
að þessu sinni, hann er í Aust-
urríki á skíðum, en það virtist ekki
koma að sök.
Valur gaf tóninn í upphafi leiks-
ins með fallegri þriggja stiga körfu,
Guðjón Skúlason ÍBK svaraði með
annari þriggja stiga köfu og menn
fóru að búa sig undir spennandi
leik. Njarðvíkingar voru ekki á þeim
buxunum. Valur og Teitur Örlygs-
son fóru hamförum á vellinum og
réðu Keflvíkingar ekkert við þá.
Handbolti:
Tveir
heima-
sigrar
TVEIR leikir fóru fram í 2. deild
karla f handknattleik f gærkvöldi
og lyktaði þeim báðum með sigri
heimaliðanna.
Grótta sigraði Keflvíkinga á
Seltjarnarnesinu með 25 mörkum
gegn 22 í jöfnum og spennandi
leika. Staðan í leikhléi var 13:12
fyrir Gróttumenn.
í Sandgerði léku heimamenn við
Þór frá Akureyri og lauk þeirri viö-
ureign með því að Reynismenn
skoruðu 31 mark en Akureyringar
27. Staðan í leikhléi í þessari
markasúpu var 24:18 fyrir Reyni.
Þeir félagar skoruðu 42 stig í fyrri
hálfleik. Mestur varð munurinn á
15. mínútur, 46:20, en síðustu
mínúturnar tókst ÍBK að minnka
þennan mun í 19 stig.
Gunnar Þorvarðarson, þjálfari
ÍBK, hefur trúlega haft sitthvað að
segja við sína menn í hálfleik og
endurskipulagt aðgerðir því allt
annar bragur var á liðinu eftir hlé.
Keflvíkingar börðust eins og Ijón
um hvern bolta og með miklu harð-
fylgi tókst þeim að minnka muninn
í 7 stig, 79:72, og allt var komið á
suðupunkt í troðfullu íþróttahús-
inu. Njarðvíkingarnir voru hinsveg-
ar sterkari á endasprettinum og
stóðu í lokin uppi sem öruggir sig-
urvegarar.
„Það hefur ekkert lið efni á að
gefa Njarðvíkingum 26 stiga for-
skot eins og við gerðum í þessum
leik," sagði Gunnar Þorvarðarson
eftir leikinn. „Ég er óhress með
fyrri hálfleik, en ánægður með
þann síðari, þá fór þetta að ganga
hjá okkur."
Valur Ingimundarson var án-
ægður með sigurinn, en óhress
með síðari hálfleikinn. „Það hafa
komið of margir slæmir kaflar í
leikjum okkar að undanförnu, það
er eins og menn verði hálfkæru-
lausir og þetta er atriði sem við
þurfum að laga.“
Valur Ingimundarsson var best-
ur í liði UMFN eins og áður sagði,
auk hans var Teitur Örlygsson
mjög góður í fyrri hálfleik. Helgi
Rafnsson eins og klettur í vörninni
og þau eru ófá fráköstin sem hann
hirðir.
Hjá Keflavík voru þeir Jón Kr.
Gíslason, Guðjón Skúlason og
Hreinn Þorkelsson bestir.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson 44,
Teitur Örlygsson 28, Kristinn Einarsson
10, Hreiðar Hreiðarsson 6, Helgi Rafns-
son 4, Árni Lárusson 2, fsakTómassonl.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 20, Jón Kr.
Gíslaosn 19, Hreinn Þorkelsson 15, Gylfi
Þorkelsson 10, Sigurður Ingimundarson
9, Ingólfur Haraldsson 6, Falur Harðarson
og Matti Ó. Stefánsson 2 stig hvor og
Ólfur Gottskálksson 1.
Dómarar voru þeir Jón Otti Jóns-
son og Sigurður Valur Haldórsson.
Síðast er þessi lið léku í Njarðvík
var bíll dómaranna skemmdur og
var bifreið þeirra Jóns Otta og Sig-
urðar, sem komu úr Reykjavík,
hafður í sérstakri vörslu heima-
manna á meðan á leiknum stóð.
-BB
Þór sterkari
Morgunblaöið/Einar Falur
• Valur Ingimundarson gerði
sér Iftið fyrir og skoraði 44 stig
gegn ÍBK í gærkvöldi er UMFN
vann þá í úrvalsdeildinni. Valur
skipti stigunum bróðurlega milli
hálfleika, 22 stig í hvorum um
sig. Hann hefur nú skorað 316
stig í þeim 12 leikjum sem hann
hefur leikið. Dágott skorl
ÞÓRSARAR frá Akureyri unnu lið
Breiðabliks í 1. deild karla í körfu-
knattleik í gærkvöldi f fþróttahúsi
Digraness með 68 stigum gegn
55 eftir að hafa haft 38:23 yfir f
leikhléi.
Blikum tókst að minnka muninn
í 45:47 í síðari hálfleik en þá skor-
uðu norðanmenn sex stig i röð og
endurtóku það síðan skömmu
síðar og gerðu þar með út um leik- „
inn.
íþróttir helgarinnar:
Morgunblaðið/Einar Falur
Nýtt hús TBR
TENNIS- og Badmlntonfélag Reykjavfkur, TBR, tók f gær formlega
í notkun nýtt glæsilegt fþróttahús sem stendur við Gnoðavog 1 f
Reykjavík við hliðlna á eldra húsi félagsins. Davíð Oddsson borgar-
stjóri opnaðl húsið og sóra Ólafur Skúlason, dómprófastur flutti
bæn og tóku þelr sfðan léttan leik og ef marka mé svipinn á fólk-
inu þá gekk það bara vel.
Fjórir landsleikir í
Höllinni um helgina
FJÓRIR landsleikir f handbolta
karla fara fram um helgina, einn
leikur verður f úrvalsdeildinni f
körfubolta, þrfr f 1. deild karla
og tveir í 1. deild kvenna f blaki,
afmælismót Ármanns f júdó fer
fram f dag og unglingameistara-
mót íslands f frjálsum fþróttum
innanhúss verður um helgina.
Á morgun fara fram tveir karla-
landsleikir í tilefni 75 ára afmælis
ÍSl. Fyrri leikurinn verður á milli
Islands og Sviss og hefst í Höllinni
klukkan 14.30. Klukkan 16.30 leika
íslenska landsliðsins skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri og Alsír.
Flugleiðamótið hefst síðan
klukkan 20 á mánudagskvöld í
Höllinni. Þá leika fyrst íslensku lið-
in innbyrðis en síðan Alsír og
Sviss.
Einn leikur verður í 2. deild karla
í dag. HK og Þór leika í Digranesi
og hefst leikurinn klukkan 14.
2.febrúar n.k. verður júdódeild
Ármanns 30 ára. Af því tilefni held-
ur júdódeild Ármanns opið
júdómót í [þróttahúsi Kennarahá-
skólans í dag og verður keppt í
þremur þyngdarflokkum. Þá fer
einnig fram keppni milli drengja
úr júdódeild Ármanns annars veg-
ar og drengja úr Grindavík og
Keflavík hins vegar. Einnig verða
júdósýningar og félagar úr fim-
leikadeild Ármanns munu sýna.
Mótið hefst kl. 14.00 á keppni
drengja en um kl. 15.00 hefst
keppni fullorðinna. Inn á milii verð-
ur skotið sýningaratriðum, þar á
meðal meðal „nage-no-kate" sem
þeir Gísli I. Þorsteinsson 4.dan og
Haukur Ólafsson l.dan munu
sýna.
ÍR og UMFG leika í dag í 1.
deild karla í körfuknattleik f Selja-
skóla kl. 14. Strax á eftir leika ÍR
og UMFN í 1. deild kvenna. Á
sunnudaginn verður einn leikur í
úrvalsdeildinni, KR og Fram mæt-
ast í Hagaskóla kl. 20. í 1. deild
karla leika (S og Þór á sama stað
kl. 14. og í 1. deild kvenna leika
KR og UMFG kl. 21.30.
Þrír leikir verða í 1. deild karla
f blaki um helgina. I dag leika Þrótt-
ur og Víkingur í Hagaskóla kl. 14.
KA og ÍS leika á Akureyri kl. 14.30
og á Neskaupstað leika heima-
menn og HK og hefst sú viðureign
kl. 16.00. ( 1. deild kvenna leika
KA og (S kl. 15.45 á Akureyri.
Unglingameistaramót fslands í
frjálsum íþróttum fer fram um
helgina. Keppendur eru á aldrinum
15—18 ára og hefst mótið í Bald-
urshaga klukkan 10 í dag. Á
morgun hefst keppnin einnig
klukkan 10, en þá verður keppt í
íþróttahúsinu í Hveragerði.