Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 55
-4- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 55 Valur 44 stig! Ytrl NlarAvlY NJARÐVIKINGAR fóru með sigur af hólmi gegn nágrönnum sínum frá Keflavík í úrvalsdeildinni í körfubolta í Njarðvfk í gærkvöldi. Úrslitin urðu 95:84 en í hálfleik var staðan 54:35 UMFN f vil. Þar með hafa Njarðvíkingar náð fjög- urra stiga forystu og úrvalsdeild- armeistaratitillinn er nú rétt innan seilingar. Miklar sveiflur voru í leiknum. Njarðvíkingar náðu 26 stiga for- ystu í fyrri hálfleik og í þeim síðari náðu Keflvíkingar að minnka þann mun í sjö stig. Valur Ingimundar- son, þjálfari og leikmaður UMFN, var stjarna þessa leiks. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 44 stig, 22 stig í hvorum hálfleik. Jóhannes Kristbjörnsson lók ekki með UMFN að þessu sinni, hann er í Aust- urríki á skíðum, en það virtist ekki koma að sök. Valur gaf tóninn í upphafi leiks- ins með fallegri þriggja stiga körfu, Guðjón Skúlason ÍBK svaraði með annari þriggja stiga köfu og menn fóru að búa sig undir spennandi leik. Njarðvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Valur og Teitur Örlygs- son fóru hamförum á vellinum og réðu Keflvíkingar ekkert við þá. Handbolti: Tveir heima- sigrar TVEIR leikir fóru fram í 2. deild karla f handknattleik f gærkvöldi og lyktaði þeim báðum með sigri heimaliðanna. Grótta sigraði Keflvíkinga á Seltjarnarnesinu með 25 mörkum gegn 22 í jöfnum og spennandi leika. Staðan í leikhléi var 13:12 fyrir Gróttumenn. í Sandgerði léku heimamenn við Þór frá Akureyri og lauk þeirri viö- ureign með því að Reynismenn skoruðu 31 mark en Akureyringar 27. Staðan í leikhléi í þessari markasúpu var 24:18 fyrir Reyni. Þeir félagar skoruðu 42 stig í fyrri hálfleik. Mestur varð munurinn á 15. mínútur, 46:20, en síðustu mínúturnar tókst ÍBK að minnka þennan mun í 19 stig. Gunnar Þorvarðarson, þjálfari ÍBK, hefur trúlega haft sitthvað að segja við sína menn í hálfleik og endurskipulagt aðgerðir því allt annar bragur var á liðinu eftir hlé. Keflvíkingar börðust eins og Ijón um hvern bolta og með miklu harð- fylgi tókst þeim að minnka muninn í 7 stig, 79:72, og allt var komið á suðupunkt í troðfullu íþróttahús- inu. Njarðvíkingarnir voru hinsveg- ar sterkari á endasprettinum og stóðu í lokin uppi sem öruggir sig- urvegarar. „Það hefur ekkert lið efni á að gefa Njarðvíkingum 26 stiga for- skot eins og við gerðum í þessum leik," sagði Gunnar Þorvarðarson eftir leikinn. „Ég er óhress með fyrri hálfleik, en ánægður með þann síðari, þá fór þetta að ganga hjá okkur." Valur Ingimundarson var án- ægður með sigurinn, en óhress með síðari hálfleikinn. „Það hafa komið of margir slæmir kaflar í leikjum okkar að undanförnu, það er eins og menn verði hálfkæru- lausir og þetta er atriði sem við þurfum að laga.“ Valur Ingimundarsson var best- ur í liði UMFN eins og áður sagði, auk hans var Teitur Örlygsson mjög góður í fyrri hálfleik. Helgi Rafnsson eins og klettur í vörninni og þau eru ófá fráköstin sem hann hirðir. Hjá Keflavík voru þeir Jón Kr. Gíslason, Guðjón Skúlason og Hreinn Þorkelsson bestir. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 44, Teitur Örlygsson 28, Kristinn Einarsson 10, Hreiðar Hreiðarsson 6, Helgi Rafns- son 4, Árni Lárusson 2, fsakTómassonl. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 20, Jón Kr. Gíslaosn 19, Hreinn Þorkelsson 15, Gylfi Þorkelsson 10, Sigurður Ingimundarson 9, Ingólfur Haraldsson 6, Falur Harðarson og Matti Ó. Stefánsson 2 stig hvor og Ólfur Gottskálksson 1. Dómarar voru þeir Jón Otti Jóns- son og Sigurður Valur Haldórsson. Síðast er þessi lið léku í Njarðvík var bíll dómaranna skemmdur og var bifreið þeirra Jóns Otta og Sig- urðar, sem komu úr Reykjavík, hafður í sérstakri vörslu heima- manna á meðan á leiknum stóð. -BB Þór sterkari Morgunblaöið/Einar Falur • Valur Ingimundarson gerði sér Iftið fyrir og skoraði 44 stig gegn ÍBK í gærkvöldi er UMFN vann þá í úrvalsdeildinni. Valur skipti stigunum bróðurlega milli hálfleika, 22 stig í hvorum um sig. Hann hefur nú skorað 316 stig í þeim 12 leikjum sem hann hefur leikið. Dágott skorl ÞÓRSARAR frá Akureyri unnu lið Breiðabliks í 1. deild karla í körfu- knattleik í gærkvöldi f fþróttahúsi Digraness með 68 stigum gegn 55 eftir að hafa haft 38:23 yfir f leikhléi. Blikum tókst að minnka muninn í 45:47 í síðari hálfleik en þá skor- uðu norðanmenn sex stig i röð og endurtóku það síðan skömmu síðar og gerðu þar með út um leik- „ inn. íþróttir helgarinnar: Morgunblaðið/Einar Falur Nýtt hús TBR TENNIS- og Badmlntonfélag Reykjavfkur, TBR, tók f gær formlega í notkun nýtt glæsilegt fþróttahús sem stendur við Gnoðavog 1 f Reykjavík við hliðlna á eldra húsi félagsins. Davíð Oddsson borgar- stjóri opnaðl húsið og sóra Ólafur Skúlason, dómprófastur flutti bæn og tóku þelr sfðan léttan leik og ef marka mé svipinn á fólk- inu þá gekk það bara vel. Fjórir landsleikir í Höllinni um helgina FJÓRIR landsleikir f handbolta karla fara fram um helgina, einn leikur verður f úrvalsdeildinni f körfubolta, þrfr f 1. deild karla og tveir í 1. deild kvenna f blaki, afmælismót Ármanns f júdó fer fram f dag og unglingameistara- mót íslands f frjálsum fþróttum innanhúss verður um helgina. Á morgun fara fram tveir karla- landsleikir í tilefni 75 ára afmælis ÍSl. Fyrri leikurinn verður á milli Islands og Sviss og hefst í Höllinni klukkan 14.30. Klukkan 16.30 leika íslenska landsliðsins skipað leik- mönnum 21 árs og yngri og Alsír. Flugleiðamótið hefst síðan klukkan 20 á mánudagskvöld í Höllinni. Þá leika fyrst íslensku lið- in innbyrðis en síðan Alsír og Sviss. Einn leikur verður í 2. deild karla í dag. HK og Þór leika í Digranesi og hefst leikurinn klukkan 14. 2.febrúar n.k. verður júdódeild Ármanns 30 ára. Af því tilefni held- ur júdódeild Ármanns opið júdómót í [þróttahúsi Kennarahá- skólans í dag og verður keppt í þremur þyngdarflokkum. Þá fer einnig fram keppni milli drengja úr júdódeild Ármanns annars veg- ar og drengja úr Grindavík og Keflavík hins vegar. Einnig verða júdósýningar og félagar úr fim- leikadeild Ármanns munu sýna. Mótið hefst kl. 14.00 á keppni drengja en um kl. 15.00 hefst keppni fullorðinna. Inn á milii verð- ur skotið sýningaratriðum, þar á meðal meðal „nage-no-kate" sem þeir Gísli I. Þorsteinsson 4.dan og Haukur Ólafsson l.dan munu sýna. ÍR og UMFG leika í dag í 1. deild karla í körfuknattleik f Selja- skóla kl. 14. Strax á eftir leika ÍR og UMFN í 1. deild kvenna. Á sunnudaginn verður einn leikur í úrvalsdeildinni, KR og Fram mæt- ast í Hagaskóla kl. 20. í 1. deild karla leika (S og Þór á sama stað kl. 14. og í 1. deild kvenna leika KR og UMFG kl. 21.30. Þrír leikir verða í 1. deild karla f blaki um helgina. I dag leika Þrótt- ur og Víkingur í Hagaskóla kl. 14. KA og ÍS leika á Akureyri kl. 14.30 og á Neskaupstað leika heima- menn og HK og hefst sú viðureign kl. 16.00. ( 1. deild kvenna leika KA og (S kl. 15.45 á Akureyri. Unglingameistaramót fslands í frjálsum íþróttum fer fram um helgina. Keppendur eru á aldrinum 15—18 ára og hefst mótið í Bald- urshaga klukkan 10 í dag. Á morgun hefst keppnin einnig klukkan 10, en þá verður keppt í íþróttahúsinu í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.