Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 13 Enn nokkur orð um í slenzk j ólafrímerki Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti, 17. þ.m., var boðið, að enn yrði vikið að jólafrí- merkjaútgáfu íslenzku póststjórn- arinnar og það að gefnu tilefni. Aður en ég kem að því tilefni, vil ég enn minna á fáein atriði úr fyrri ummælum mínum um þessa útgáfu, sem hófst árið 1981. Þáttur 6. des. 1985 var alveg helgaður þessari útgáfu, enda komu fram óvenjumargar óánægjuraddir með jólafrímerki þess árs. Satt bezt að segja hefur aldrei verið unnt að gera hér svo, að öllum líki, enda tæplega við því að búast. En þessi útgáfa hefur eins og aðrar útgáfur ýmsar hliðar. Sumir segja, að íslenzka póst- stjómin eigi að láta fara fram samkeppni um gerð jólafrímerkja og veita þannig sem flestum tæki- færi til að koma á framfæri hugmyndum sínum í þessum efn- um. Vissulega hefur þessi skoðun margt til síns máls. Þessi leið var líka reynd í upphafi, en þótti ekki gefa nógu góða raun. Af þeim sökum var horfið að því ráði að bjóða einum listamanni að teikna jólafrímerkin hveiju sinni með nægum fyrirvara. En það sér hver heilvita maður, að hvorki má né er unnt að binda hendur lista- manna um myndefni. Þeir verða þar einir og óáreittir að koma hugmyndum sínum á framfæri. En um leið bera þeir vitaskuld sjálfír ábyrgð á þeim og útliti fin'merkjanna. Hitt er svo annað mál, að allt verkið verður að leggja fyrir út- gáfunefnd póststjórnarinnar og fá samþykki hennar. Þar í er einmitt ábyrgð hennar hveiju sinni og auðvitað ekki lítil, eins og ég hef áður bent á. Á hitt vil ég svo leggja áherzlu, að nefndin á óhægt um vik að hafna tillögum listamannsins, því að svo gæti þá farið sakir skamms tíma til næstu jóla, að engin önnur jólafrímerki yrðu tilbúin í tæka tíð. Ef svo færi, er ég viss um, að þá fengi útgáfunefndin orð í eyra fyrir vanrækslu eða mistök. Þannig er að vonum vandsiglt milli skers og báru. Hér er þess vegna ekki um annað að ræða en taka því, sem í boði er, og láta síðan skeika að sköpuðu um undirtektir safnara og annarra viðskiptavina póst- stjómarinnar. Þetta vona ég, að allir réttsýnir menn skilji. Enda þótt ég heyrði vissulega margar óánægjuraddir með síðustu jólafrímerki, hef ég ekki orðið var við skrif gegn þeim, a.m.k. sem mark er á takandi. En vitaskuld hefur eitthvað getað farið fram hjá mér í öllu blaðaflóð- inu fyrir og um jólin. Sennilega hefði ég látið þau orð nægja, sem ég hef áður látið falla um íslenzku jólafrímerkin í þátt- um mínum, ef ég vildi ekki vekja sérstaka athygli lesenda þáttanna á ummælum þeirrar listakonu, sem gerði síðustu jólafrímerki. Mér fínnst þau þess virði, að frímerkjasafnarar gefí þeim gaum. Þau birtust hér í Morgun- blaðinu 6. janúar síðastliðinn. Þar sem ekki er óhugsandi, að téð ummæli hafí farið fram hjá ýms- um þeim, sem hugsað hafa um íslenzk jólafrímerki, leyfí ég mér að taka þau hér að mestu upp, eins og þau voru sögð í samtali við blaðamann Mbl. Um þetta verkefni farast Björgu Þorsteinsdóttur svo orð: „Eg vildi að frímerkin væru sem mest í þeim stíl sem ég hef tileink- að mér sem myndlistarmaður. Það væri til lítils að biðja mig um að vinna verkið ef ég færi hefð- bundnar leiðir og teiknaði myndir af jólasveinum eða jólakúlu á grenitré.“ Eins og kunnugt er, nefnir Björg þau verk, sem prýða frímerkin „Jólanótt" og „Friðar- jól“. Björg segir blaðamanni, að Póst- og símamálastofnunin hafí farið þess á leit við sig að vinna frímerkin haustið 1985 og verkinu hafí hún lokið í byijun maí 1986. Orðrétt segir hún svo: „Ég vann tugi af skyssum þar til endanlega hugmyndin leit dagsins ljós ... Að lokum var ég sátt við það sem ég lét frá mér fara. Á öðru frímerkinu sýni ég stjömu sem getur í senn verið halastjama Halleys og tákn síðasta árs eða Betlehemsstjaman. Á hinu má sjá væng sem minnir á friðinn og tákn hans dúfuna eða tákn heilags anda og boðun Maríu. Bæði frímerkin eru þó algjörlega „ab- strakt" og áhorfandans að ákveða hvað þau tákna." Hér er einmitt kómið að því atriði, sem ég hef álitið skipta mestu máli, þ.e. að áhorfandans sé að túlka myndefnið eftir sínu höfði. Samt gerir listakonan hér nokkra grein fyrir túlkun sinni, og sú túlkun hefði að ósekju mátt koma fram í tilkynningu póst- stjómarinnar á sínum tíma. Listakonan tók að sjálfsögðu verkefni sitt alvarlega og leitaði að sögn „ráða hjá þeim sem gleggst þekkja til um gerð frímerkja". Að endingu vek ég alveg sérstaka athygli á eftirfar- andi ummælum Bjargar Þor- steinsdóttur í lok viðtalsins. Hún segir: „Það er kannski hollt að vinna stundum verk að beiðni annarra. Hins vegar hef ég lítinn áhuga á því að vinna þannig að staðaldri. Mér fínnst best að hafa algjörlega óbundnar hendur." Þetta er einmitt mergurinn máls- ins. Listamenn hljóta að hafa þau sjálfsögðu mannréttindi að túlka verk sín eftir eigin hugmyndum og samvizku án þess að þurfa að vinna verkið eftir forskrift þess, sem biður um það. Hér hefur Björg Þorsteinsdóttir bæði svarað fyrir sig og aðra þá, sem þegar hafa teiknað jólafrí- merki íslenzku póststjómarinnar, og eins þá, sem á eftir koma. Af sjálfu sér leiðir, að ekki er víst, að öllum áhorfendum líki þetta svar. Um hitt verður samt ekki deilt, að það á fullan rétt á sér og er hógværlega orðað. Þess vegna hef ég leyft mér að endur- prenta það í þessum þætti. Og um leið tel ég þarflaust að ræða oftar um íslenzku jólafrímerkin í þáttum mínum frá þessari hlið. Komið í Blómaval, eínum til stórkostlegrar utsölu Þessahe«^ Alíar pottaplöntur M.a.Jukkuráháttvirði: Nú262- Stærð40cmverðaður 32|> Stserð 50 cm verð aðu Nú 475.- Stærð65cmverðaður,96a; Stærð 85 cm verð aðurj-w. Pálmar í mörgum stæröum, KeitÍ Öllkerti, 20-50% afsláttur. Mikið úrval af hvítum keramik-pottahlífum. 20-50% afsláttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.