Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Ratsjárstöðin í Thule: Endumýjunin stríðir ekki á móti ABM-sáttmálanum - segir danska ríkisstjórnin Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA ríkisstjórnin heldur fast við það í athugasemd, sem utanrík- isráðuneytið gaf út í gær, að endurnýjun ratsjárstöðvarinnar í Thule á Grænlandi bijóti ekki í bága við ABM-gagneldflaugasáttmála stór- veldanna frá 1972. Ratsjárstöðin í Thule. í athugasemdinni segir, að mat ríkisstjómarinnar á grundvelli fyrir- liggjandi upplýsinga sé, að ekki sé ástæða til að efast um þá stað- hæfíngu Bandaríkjastjómar, að endumýjun stöðvarinnar bijóti ekki gegn samkomulaginu. Utanríkisráðuneytið viðurkennir þó í athugasemdinni, að fjöldi sér- fræðinga hafi gagnrýnt þessa staðhæfingu. Það segir enn fremur, að eðlilegt sé, að vafi geti leikið á um túlkun sáttmálans, en þriðja land, eins og Danmörk í þessu til- felli, geti ekki fellt dóm í málinu. En ríkisstjóm Danmerkur hefur þegar vakið athygli Bandaríkja- stjómar á, að hún vænti þess, að ekki komi til neinna framkvæmda á varnarsvæðunum í Grænlandi, sem bijóti í bága við eða grafi und- an ABM-sáttmálanum . Fjallað er um Thule-ratsjárstöð- ina í langri grein um utanríkismál í Prövdu, málgagni sovéska komm- únistaflokksins, í gær, undir yfir- skriftinni „Í hlutverki litla snúningastráksins". Höfundurinn er fréttaritari blaðsins í Skand- inavíu. í greininni heldur hann fram, að með því að samþykkja endumýjun- ina sé Danmörk orðin þátttakandi í geimvamaáætlun Bandaríkjanna. Grænland er ekki aðeins rafeinda- stýrð njósnastöð, heldur er landið orðið að stóm vopnabúri, og það hefur gerst án vitundar dönsku þjóðarinnar, segir í greininni í Prövdu. Falklandseyjar: Landhelgin færð út 1. febrúar Botha boðar til kosninga í vor London, Reuter, AP. SPENNA mun sennilega fara vaxandi á Suður-Atlantshafi, er áform Breta um 150 mílna fisk- veiðilögsögu við Falklandseyjar koma í framkvæmd á sunnudag. Argentínumenn, sem gera kröfu til eyjanna, hafa lýst því yfir, að ekki sé unnt að fallast á þessar nýju reglur, þar sem þær nái til hafsvæðis innan yfirráðasvæðis Argentínu. Argentínumenn gerðu innrás í Falk- landseyjar fyrir tæpum fimm ámm, en Bretar hröktu þá burt þaðan eftir styijöld, sem stóð í 74 daga. Hinn 29. október sl. tilkynnti brezka stjómin, að hún myndi setja á 150 sjómílna (277 km) fiskveiði- landhelgi hinn 1. febrúar nk. Á síðast ári komu um 600 tog- skip frá öllum heimshomum til veiða við Falklandseyjar, en fiski- mið þar em með þeim fengsælustu í heimi. Nú verður aðeins 200 skip- um veitt leyfi til veiða innan hinna nýju marka af 450, sem sótt hafa um leyfi. Jóhannesarborg, Höfðaborg, AP, Reuter. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, lýsti yfir því i gær að gengið yrði til þingkosninga 6. maí. Botha ætlar að leita stuðn- ings kjósenda við takmarkaðar félagslegar umbætur stjómar sinnar og aðgerðir gegn svörtum baráttumönnum, sem vi(ja sýnu víðtækari breytingar. Botha sagði hvenær kosningarn- ar yrðu haldnar í ræðu, sem hann hélt þegar þingið var sett í gær. Þijár deildir em á þinginu. Ein fyr- Skýrsla rannsóknarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um íransmálið: Var vopnasalan runnín undan rifjum Israela? Washington. AP. SAMKVÆMT fyrstu opinberu skýrslu leyniþjónustunefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings er hlutur ísraelskra stjómvalda í vopnasölunni til írans miklu meiri en hingað til hefur verið viður- kennt. David Boren, formaður nefndar- innar, sagði fyrir útkomu skýrsl- unnar á fímmtudag, að engar beinar sannanir lægju fýrir um, að Reagan forseti hefði vitað um ráð- stöfun hagnaðarins af vopnasölunni til Contra-skæruliða í Nicaragua. Skýrslan hefur að geyma mikið af upplýsingum, sem áður hafa komið fram í yfirheyrslum þingsins eða hefur verið lekið til fjölmiðla, en þar koma einnig fram ný atriði i málinu. í skýrslunni er látið undir höfuð leggjast að skera úr deilunni um, hvort Reagan veitti fyrirfram sam- þykki sitt fyrir fyrstu vopnasend- ingum ísraela í ágúst 1985, nokkmm mánuðum áður en hann undirritaði fyrirmæli um beinar vopnasendingar frá Bandaríkjun- um. Skýrslan, sem er 65 blaðsíður að lengd, er byggð á lokuðum yfír- heyrslum yfír 36 vitnum í síðasta mánuði og hundmðum síðna af skjölum stjómvalda. „Samkvæmt því sem fram kom í skjölunum og framburði vitnanna í yfirheyrslum hjá nefndinni áttu ísraelsk stjómvöld mikið undir því að koma á sambandi við fran og höfðu leyft vopnasölu þangað vegna eigin hagsmuna," sagði í skýrsl- unni. Enn fremur sagði, að í skjölum leyniþjónustunnar kæmi fram, að þégar á árinu 1982 hefðu ísraelar selt írönum vopn frá öðmm löndum en Bandaríkjunum og enn fremur bandarísk vopn fyrir atbeina ísra- elskra milligöngumanna. David Abshire, ráðgjafí Reagans í íransmálinu, sagði, að forsetinn væri ánægður með, að nefndin hefði birt skýrsluna. „Skýrsla nefndar- innar er mikilvægt skref í þá átt að komast til botns í þessu máli, eins og forsetinn lofaði, að gert yrði,“ sagði Abshire í yfírlýsingu. Skýrslan sýnir, að markmið stjómvalda var í fyrstu að komast í samband við hófsöm öfl í íran á árinu 1984 og reyna að koma á ný á tengslum, sem rofnuðu, þegar róttæklingar náðu á sitt vald banda- ríska sendiráðinu í Teheran 1979. Einnig kemur fram, að á miðju ári 1985 beindist athyglin meira að því að reyna að fá lausa gísla, sem vom í haldi hjá öfgasinnuðum stuðningsmönnum írana í Líbanon. Samkvæmt því, sem fram kemur í skýrslunni, lögðu ísraelsk stjóm- völd fast að Bandaríkjastjóm sumarið 1985 að selja írönum vopn í því skyni að fá leysta úr haldi allt að sjö bandaríska gísla í Líban- on. í skýrslunni er haft eftir Robert McFarlane, fyrmrn þjóðaröryggis- ráðgjafa, að sérlegur sendimaður Shimonar Peresar, forsætisráð- herra ísraels, hafi komið til Washington í júlímánuði 1985 „til að ýta á eftir málinu". ísraelsk stjómvöld hafa neitað því að hafa haft frumkvæði í vopna- sölumálinu og segjast fyrst hafa selt vopn til Irans í ágúst 1985 — Forsíðan á skýrslu leyniþjón- ustunefndar öldungadeildar- innar. og þá að beiðni Bandaríkjastjómar. McFarlane sagði nefndinni, að Reagan hefði gefíð munnlegt leyfí fyrir vopnasölunni, með milligöngu ísraela, í ágúst 1985 þrátt fyrir andmæli George Shultz utanríkis- ráðherra og Caspars Weinberger vamarmálaráðherra. En í skýrslunni sagði, að Donald Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði neitað, að Reagan hefði gefið samþykki sitt fyrirfram. Forsetinn leyfði beinar vopnasöl- ur frá Bandaríkjunum 17. janúar 1986 með leynilegri tilskipun til CIA. Fram kemur, að stjómvöld í Washington tóku nokkmm sinnum að mestu fyrir vopnasendingamar á ámnum 1985 og 86, þegar ekki var staðið við að leysa gísla úr haldi, en ísraelar hvöttu eindregið til þess, að þeim yrði haldjð áfram. „í lok febrúar (1986) skrifaði Peres forsætisráðherra Reagan for- seta bréf og hvatti hann til að halda áfram tilraunum til að endurvekja sambandið við Iran,“ sagði í skýrsl- unni. Samkvæmt skýrslunni komust bein tengsl milli vopnasölunnar til írans og aðstoðarinnar við Contra- skæmliða fyrst á dagskrá í viðræð- um Olivers North og Amiram Nir, ráðgjafa Peresar, í janúar 1986. North, sem þá var starfsmaður þjóðaröryggisráðsins (NSC), var rekinn í nóvember síðastliðnum, þegar upp komst um ráðstöfun fjár- ins til skæruliðanna. í skýrslunni segir, að Nir hafí stungið upp á að ráðstafa hagnaðin- um af vopnasölunni til stuðnings Contra-skæruliðum. Á þeim tíma hafði þingið lagt bann við aðstoð þeim til handa af hálfu Banda- ríkjanna. Nefndin segir, að North hafí seinna haft samband við Adolfo Calero, einn af leiðtogum skæm- liða, opnað þijá bankareikninga í Sviss og látið ísraela hafa númer þeirra. Enn fremur segist nefndin hafa komist að raun um, að peningar höfðu verið lagðir inn á bankareikn- inga á Cayman-eyjum og í Panama, fyrir milligöngu svissneskra banka, en umráðamaður reikninganna var nefndur Calero. Reagan sagði í stefnuræðu sinni á þriðjudag, að „alvarleg mistök“ hefðu átt sér stað í tengslum við vopnusöluna, og lýsti yfír, að hann harmaði það mjög. Meðan vopnasalan stóð yfír á ámnum 1985 og 86 vom þrír bandarískir gíslar leystir úr haldi í Líbanon. En á sama tíma og fram til dagsins í dag hefur sex löndum þeirra verið rænt, þar af þremur um síðustu helgi. ir hvíta menn, önnur fyrir Asíumenn og sú þriðja fyrir kynblendinga. Svarti meiri hlutinn hefur ekki at- kvæðisrétt. „Suður-Afríka verður að standa sameinuð gegn byltingarandanum, sem erlendis frá reynir að hvetja til uppreisnar," sagði Botha í ræðu sinni. Forystumenn Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) hafa undanfarið átt viðræður við bandaríska og breska leiðtoga. Sagði Botha að enginn ætti að láta blekkjast af fagurgala og loforðum, sem ANC hefði beitt til að öðlast viðurkenningu. Ritskoðunarvald lögreglu var aukið nokkmm klukkustundum áður en Botha tilkynnti að kosning- ar yrðu haldnar í maí. Þessi aðgerð mun verða stjórnarandstöðunni til trafala og segja suður-afrísk dag- blöð að hún gangi kefluð í kosninga- baráttuna. Sovéski dómsmála- ráð herrann lofar laga- bótum Vín, Reuter. BORIS Kravtsov, dómsmálaráð- herra Sovétríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Vín í gær að gripið yrði til róttækra aðgerða til að breyta lögum um „and- sovéskan áróður" og rógburð. Kravtsov kom fram á ráðstefnu um öryggi og samstarf í Evrópu og sagði hann að nú væri verið að endurskoða löggjöf í Sovétríkjun- um. Ýmsum ákvæðum yrði breytt og önnur afnumin. Hann var spurður um ákvæði 70 og 190 í sovéskum refsilögum. Þau fjalla um „andsovéskan áróður, mugæsingu, og rógburð“: „Á þessu sviði er verið að undirbúa róttækar aðgerðir í samræmi við ákvarðanir, sem teknar voru á miðstjómarfundi sovéska kommúnistaflokksins." Fundi þeim lauk á miðvikudag. Vladimir Magarik, fyrrum so- véskur borgar, sem nú berst fyrir því að 28 ára gamall sonur sinn, Alexei, verði látinn laus úr fang- elsi, kvaddi sér hljóðs á fundinum. Magarik, sem nú býr í ísrael, sagði að sonur sinn hefði verið borinn upplognum sökum um eiturlyfja- misferli. Kravtsov sagði þá að engir sam- viskufangar væru í Sovétríkjunum. Yfírlýsingu ráðherrans var tekið með hæðnishlátri sovéska skáldsins Irinu Ratushinskaya og manns hennar Igors Gerashchenko, sem fylgdust með fundinum. Irina fékk að flytjast brott frá Sovétrílqunum : f desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.