Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1987 í K V Ö L D Kl. 19:55 UNDIRHEIMAR MIAMI (Miami Vice). Bandariskur framhaldsmyndaflokkur. Croc- kett og Tubbs eru íþann veginn að koma upp um pen- ingafalsara þegar einum fals- aranna tekst að kveikja ihúsi þar sem prentsmiðjan erstað- sett. Kl. 23:40 ORUSTUFLUG- MAÐURINN (Blue Max). Bandarísk biómynd frá árinu 1966. Aðalhlutverk George Peppard, James Mason og Ursula Andress. Þessi mynd er talin einhver besta lýsing á lifi orustuflugmanna sem birst hefurá hvíta tjaldinu. Leik- stjóri: John Guillermin. Á NÆSTUNNI Sunnudagur Kl. 09:00 BARNAEFNI. Teiknimyndir. Kl. 11:00 UNGLINGA- MYND. UNDRABÖRN- IN (Whiz Kids). SunnudagurK\. 21:50 ÁMILLI VINA (Bet- ween Friends). Bandarisk bió- mynd með Elisabeth Taylorog Carol Burnett i aðalhlutverkum. Myndin fjallar um tvær ný fró- skildar konur. Önnur hallar sér að flöskunni en hin skiptir óspart um elskhuga. Auglýsendur hafiö samband við stööina sem fyrst í sima 673030 _ykilinn fœrð þú hjá Heimiíislœkjum Heimilistæki hf S:62 12 15 Reykjavík: 20 milljónir til fram- kvæmda í Laugardal Fjárhajrsáætlun Reykjavíkur- borgar gerir ráð fyrir 20 milljón króna fjárveitingu til fram- kvæmda í nýja borgargarðinum i Laugardal á þessu ári. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjamason- ar borgarverkfræðings verður væntanlega byrjað á varanlegri gatnagerð við Grasagarðinn í Laug- ardal og á gróðurbelti þar í kring. „Hugsanlega verður einnig hafist handa við tjöm sem á áð vera á svæði austan við Engjaveg," sagði Þórður. I framtíðinni er fyrirhugað að reisa nýja þjónustumiðstöð við tjald- stæðin í dalnum. Þar verður snyrt- ing, böð, þvottahús og þurkherbergi ásamt aðstöðu fyrir gæslumenn. Taldi Þórður líklegt hafist yrði hand við hönnun hússins á þessu ári og að það yrði byggt árið 1988. Flugleiðir bjóða sér- stök Apex-fargjöld FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að bjóða sérstök APEX-fargjöld milli íslands og Skandinavíu og milli íslands og Lúxemborgar. Fargjaldið þarf að greiða um leið og bókað er, og skal það gerast minnst 14 dögum fyrir brottför. Lágmarksdvöl ytra er sex dagar og hámarksdvöl 21 dagur. Far- gjaldið gildir á ákveðnum brott- farardögum frá 15. maí til 14. september. Ekki er hægt að breyta ferðadögum frá upphaflegri bókun. Nýju APEX-fargjöldin em þessi: Kaupmannahöfn kr. 10.950, Osló kr. 10.730, Bergen kr. 10.730, Stokkhólmur kr. 13.410, Gautaborg kr. 10.950 og Lúxemborg kr. 10.950. Um takmarkaðan sætaijölda er að ræða, og má búast við að aðsókn í APEX-fargjöldin verði mikil, nú þegar sá tími fer í hönd að lands- menn skipuleggi sumarleyfi sín, segir í frétt frá Flugleiðum. Bókun og sala þessara farmiða hefst fímmtudaginn 5. febrúar nk. Miðana er hægt að bóka og kaupa á söluskrifstofum og umboðum Flugleiða og á ferðaskrifstofum. Kennaraháskólinn: Jónas endur- kjörinn rektor í GÆR, 29. janúar, fór fram rekt- orskjör í Kennaraháskóla ís- lands. Samkvæmt lögum um KHÍ á að kjósa rektor til fjögurra ára úr hópi fastráðinna kennara skólans. Sami rektor má aðeins gegna starfi tvö kjörtímabil í einu. Síðastliðin 4 ár hefur Jónas Pálsson gegnt starfi rektors. Kosningarétt hafa 37 fastir kennarar við skólann og 10 kjör- menn nemenda. Atkvæði greiddu 42 sem féllu þannig: Atkvæði Jónas Pálsson 32 Ólafur Proppé 5 Stefán Bergmann 2 Þórir Ólafsson 1 Jónas Pálsson Auðir seðlar 2 Jónas Pálsson er því endurkjörinn rektor til næstu fjögurra ára, en nýtt kjörtímabil hefst 1. ágúst nk. Flugleiðir: Norðursvæði skipt í tvennt ÞÆR breytingar hafa nú verið gerðar á skiptingu markaðs- svæða Flugleiða í millilandaflugi, að norðursvæði hefur verið skipt í tvennt. Annars vegar eru Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð og mun Pétur J. Eiríksson svæðisstjóri Flugleiða í Svíþjóð taka að sér yfir- umsjón með markaðsmálum þar. Þessar breytingar eru m.a. gerðar vegna aukinnar sölu og umsvifa Flugleiða á Norðurlöndum. Ráðgert er að auka vetrarflug til þessara landa, og ennfremur að lengja gild- istíma sumarfluga. Hins vegar eru Island, Færeyjar og Grænland. Vilhjálmur Guð- mundsson mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum í þessum lönd- um. Þar hefur einnig orðið veruleg aukning umsvifa t.d. með auknu Grænlandsflugi, og tilkomu flugs milli íslands, Færeyja, Skotlands og Noregs. Setur upp sjúkra- hús holdsveikra í Indlandi ÞÓRA Einarsdóttir er á förum til Indlands nú eftir helgina og hyggst setja upp sjúkrahús fyrir munaðarlaus og holdsveik börn í Pullaný-hæðum í Tamil Nadu fylki i Suður-Indlandi. Þóra segist í samtali við Morgunblaðið ætla að dvelja á Indlandi i um mánaðartíma til að sjá hvað hægt sé að gera við þá pen- inga, sem hún hefur verið að safna saman hér á landi í um árabil og siðan sé óskadraumurinn að fara utan aftur í haust til að setjast þar að, a.m.k. i tvö ár. „Vinkona mín systir Agnes, sem er yfirlæknir á St. Jósefs- sjúkrahúsinu sem rekið er af belgíska trúboðinu þarna í Pull- aný-hæðum, sendi mér neyðar- kall," sagði Þóra. „Systir Agnes sagði í bréfi sínu til mín að á sjúkrahúsinu væru nú um 80 munaðarlaus og holdsveik börn, sem aðeins væru komin úr næsta nágrenni, og annaði hún engan veginn því verki sem fyrir höndum væri. Mér hefur tekist að safna nokkru fjármagni ásamt lyíjum og fatnaði, þó það standist engan veginn samanburð við það sem opinberar hjálparstofnanir hafa undir höndum. En ég mun að sjálfsögðu afhenda upphæðina óskerta af því tilskyldu að ég fái að ráða notkun þeirra,“ sagði Þóra. Hún sagðist hafa komið fram með þá tillögu að féð yrði notað í viðbyggingu við húsnæði sjúkra- hússins til að nýta þá þjónustu sem þar er fyrir hendi. „Einnig hef ég stungið upp á því að byggja sérstakt heimili í nærliggjandi þorpi, sem héti íslensku nafni og yrði í framtíðinni, með hjálp góðra manna hér á landi, rekið af íslend- ingum. Það er auðvitað mín heitasta ósk. Það væri vissulega unun að sjá íslenska fánann blakta við hún fyrir framan heim- ili munaðarlausra og holdsveikra barna á þessum slóðum. Þeir sem vel þekkja til í Suður-Indlandi, vita að þetta er ekki svo fjarlæg- ur draumur. Vinnuafl er mjög ódýrt og vitanlega myndu Indveij- ar sjálfir vinna að framkvæmdum eftir þeim kröfum, sem þeir sjálf- ir teldu heppilegastar. Þar yrðu engar vestrænar fyrirmyndir not- aðar enda eru heimamenn ósáttir við þær. Þeir eru manna lagnastir við að vinna mikið úr litlu og yrði nægur matur, lyf, hjúkrun og endurhæfing látið sitja í fyrir- rúmi.“ Þóra er vel kunnug staðháttum í Indlandi þar sem hún hefur ver- ið þar árlegur gestur í mörg undanfarin ár og hefur hún unnið að líknarmálum meðal annars með belgíska trúboðinu í Suður-Ind- landi. Þóra sagði að ýmsir hefðu látið fé af hendi rakna til hjálpar- starfsins, misjafnlega mikið þó, til dæmis hefði einn heildsali í Reykjavík gefið 50.000 krónur. Hún vildi þó taka það skýrt fram að upphæðimar skiptu ekki máli heldur það hugarfar sem býr að baki. Armann Jóhannsson, kaup- maður i Jasmín, er gjaldkeri indversku bamahjálparinnar. Þóra vildi að lokum koma þakk- læti á framfæri til allra þeirra, sem hafa styrkt þetta framtak hennar. Þóra Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.