Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Morgunblaðið/RAX Á blaðamannafundi Gorbachevs í Háskólabíói í október síðstliðnum. í fremstu röð frá vinstri: Eduard Shevardnadze, utanrikisráðherra, Mikhail Gorbachev og Alexander Yakovlev. Frami Alexanders Yakovlev: Handgenginn Gorbachev og sérhæfður í áróðursmálum Á FUNDI miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins 27. og' 28. jan- úar var Alexander N. Yakovlev hækkaður í tign og valinn fulltrúi án atkvæðisréttar í stjórnmálaráð flokksins (politbilro). í fullskipuðu ráðinu sitja 12 menn með atkvæðisrétt. Eftir miðstjórnarfundinn eru þeir aðeins 11; enginn var kjörinn í stað hins gamla skjólstæðings Brezhnevs, Dinmukhameds Kunayev, fyrrum flokksleiðtoga í Kazakhstan. Að eitt fullgilt sæti í ráðinu er autt þykir fréttaskýrend- um benda til þess, að Mikhail Gorbachev hafi ekki enn náð óskoruðum völdum. Hinar stríðandi fylkingar í ráðinu hafi ekki getað orðið ásáttar, en Yegor Ligachev, annar ritari flokksins, er sagður hafa forystu fyrir keppinautum Gorbachevs innan stjórnmálaráðsins. Þar ræður afl atkvæða niðurstöðu. í fréttabréfinu Counterpoint, sem fyrrum starfsmenn KGB, er leitað hafa hælis á Vesturlöndum, þeir Stanislav Levchenko og Peter Der- iabin, ritstýra, er greint frá svo- nefndum „virkum aðgerðum" Sovétstjómarinnar, það er þeim aðferðum, sem hún beitir í áróð- ursstríðinu við Vesturlönd. í síðasta tölublaði þess, janúar 1987, er rak- inn ferill Alexanders N. Yakovlev, skjólstæðings Gorbachevs. Er Yakovlev sagður hafa forystu í hinni nýju upplýsingaherferð, glasnost, er þykir skilja stjómar- hætti Gorbachevs frá forvemm hans. Yakovlev er lýst sem gamal- reyndum áróðursmanni og sérfræð- ingi um utanríkismál. Hann hafi á síðustu mánuðum orðið einn helsti ráðgjafi Gorbachevs í utanríkis- og innanríkismálum. Til marks um það sé, að hann hafi verið hlið Gorbach- evs bæði á leiðtogafundinum í Genf og Reykjavík (á blaðamannafundin- um í Háskólabíói sat Yakovlev næstur Gorbachev). Opinber titill Yakovlevs er þessi: flokksritari hug- myndafræði og áróðursmála. Hann er því einna hæst settur þeirra manna, sem móta og kynna opinber sjónarmið fyrir sovésku þjóðinni og í sumum tilvikum heiminum öllum. Af nýrri kynslóð Vegna aldurs, uppruna og starfs- reynslu er Yakovlev einnig talinn til nýrrar kynslóðar sovéskra leið- toga. Hann fæddist 2. desember 1923 í norðurhluta Rússlands, í þorpinu Korolevo, skammt frá bæn- um Yaroslavl. Hann særðist illa á fæti í síðari heimsstyrjöldinni og var leystur undan herþjónustu sem öryrki. Hann gekk í flokkinn 1944 og útskrifaðist frá uppeldisfræða- stofnuninni í Yaroslavl 1946. Eftir það hóf hann afskipti af stjóm- málum og starfaði að áróðursmál- um innan flokksins. Var hann virkur í flokksstjóm heimabyggðar sinnar til 1953 og einnig blaðamað- ur um tíma. Ganga Yakovlevs upp valdastig- ann í flokknum hófst 1953, þegar hann var fluttur í starfslið mið- stjómarinnar og hóf nám í þjóð- félagsfræðum. Þá starfaði hann einnig sem útvarpsmaður. 1960 varð hann deildarstjóri í áróðurs- málaskrifstofunni og tveimur ámm síðar var hann sæmdur einu æðsta heiðursmerki Sovétríkjanna fyrir störf sín sem blaðamaður. 1964 varð hann yfirmaður útvarps- og sjónvarpsdeildar hugmyndafræði- ráðuneytisins. 1965 var Yakovlev orðinn fyrsti aðstoðarráðuneytis- stjóri áróðursráðuneytisins og gegndi því starfi til 1970 þegar hann var settur ráðuneytisstjóri. Sendur úr landi Sagt er, að snemma árs 1970 hafí Yakovlev tekið undir þá skoðun annarra háttsettra embættismanna, að sovéska áróðursvélin gæti betur treyst stöðugleika í landinu og graf- ið undan andófsmönnum, ef hún sýndi meiri sveigjanleika og virtist víðsýnni. í nóvember 1972 birtist grein eftir hann í bókmennta-viku- ritinu Literatumaya Gazeta, þar sem hann gagnrýndi mildilega stór-rússneskan þjóðrembing, en hann hefur um aldir einkennst af andúð á gyðingum og fólki af Asíu- ættum. Greinar af þessu tagi birtast ekki nema þær hafi verið samþykktar af einhveijum Kremlarbúa. Engu að síður vakti ritsmíð Yakovlevs umtal og deilur meðal þeirra, sem stóðu nærri Leonid Brezhnev, flokksleiðtoga. Sagt er, að einkum hafí Mikhail Suslov, hugmynda- fræðilegum yfírvarðmanni þess tíma, verið misboðið. Fór svo að Yakovlev var látinn hverfa til ann- arra starfa en á sviði hugmynda- fræði og áróðurs og var hann skipaður sendiherra í Kanada 1973. Hann dvaldist nær 10 ár í Kanada, þar til snemma sumars 1983. Þótti Yakovlev dugmikill stjórnarerindreki, sem ætti auðvelt með að ná samböndum við Vestur- landabúa. Við heimkomuna var ekki aðeins litið á hann sem sérfræðing í áróðursmálum á heimavelli heldur einnig gagnvart Bandaríkjunum. í því sem hann sagði og skrifaði opin- berlega um vandamál Norður- Ameríku var ætíð grunnt á mikilli andúð á Bandaríkjunum. Vinur Gorbachevs í maí 1983 fór Mikhail Gorbach- ev til Kanada. Svo virðist sem hann hafí hrifist af hæfilekum Yakovlevs, sem var kallaður til starfa í Moskvu skömmu síðar. Var hann þá skipað- ur forstöðumaður hinnar virðulegu stofnunar, IMEMO, sem fjallar um alþjóðleg efnahagsmál og stjóm- mál, stofnunin er tengd alþjóðadeild kommúnistaflokksins. Undir hand- aijaðri Yakovlevs hófst áróðurs- herferð gegn Ronald Reagan, Bandarílq'aforseta, í sovéskum blöð- um. Um mitt ár 1985 lýsti hann yfír því, að Reagan-stjómin útilok- aði ekki árásarstríð á hendur Sovétríkjunum og fylgirílqum þeirra. Sætti hann gagnrýni fyrir þessi ummæli jafnvel meðal lítils hóps sovéskra embættismanna. Endurspegluðu þau þá grundvallar- skoðun hans, að Bandaríkin ógni heimsbyggðinni. Svo virðist sem Gorbachev hafí talið nauðsynlegt á árinu 1986 að endurskipuleggja þær stofnanir, sem sinna virkum aðgerðum á veg- um Sovétríkjanna. Til að gera þær öflugri fékk hann til liðs við sig tvo sérfræðinga í málefnum Norður- Ameríku: Anatoly Dobrynin, fyrr- um sendiherra í Bandaríkjunum, sem var skipaður yfirmaður al- þjóðadeildar miðstjómarinnar í marz 1986, og Yakovlev sem var fyrst skipaður ráðuneytisstjóri áróðursráðuneytisins og síðan ritari miðstjómarinnar í áróðursmálum. Verksvið áróðursdeildarinnar var aukið, þannig að nú sinnir hún einn- ig málum utan Sovétríkjanna; hefur henni verið falið það sérstaka hlut- verk út á við að draga upp nýja ímynd af hinu sósíalíska þjóðfélag- skerfí Sovétríkjanna og þeim, sem því stjórna. Á miðstjómarfundinum á dögunum komst Yakovlev síðan í hóp æðstu stjómenda Sovétríkj- anna; hann er kominn í fordyri stjómmálaráðsins og líklega bíður Gorbachev færis á að veita þessum bandamanni sínum og vini atkvæð- isrétt í ráðinu og þar með hlutdeild ,í úrslitavaldi Kremlveija. 25 Vanunu skað- aði hags- muni Isra- elsríkis Jerúsalem. AP. YFIRVÖLD í ísrael viður- kenndu sl. fímmtudag að Mordechai Vanunu, kjarn- orkutæknifræðingur, er áður starfaði fyrir ísraelska ríkið, hefði skaðað öryggishagsmuni ríkisins er hann veitti breska blaðinu The Sunday Times upplýsingar um nýtingu ísra- elsmanna á kjamorku. Vanunu situr nú í fangelsi í ísrael ákærður fyrir njósnir og að hafa aðstoðað aðila er ísraelsmenn eiga í stríði við, en tæknilega séð eiga þeir í stríði við flest Arabaríkin í nágrenni við sig. Hámarksr- efsing við þessu broti er dauðadómur. ítölum fækkar Rómaborg.Reuter. ÍTÖLUM fækkaði fyrrihluta síðasta árs, í fyrsta skipti síðan farið var að skrá fæðingar og dauðsföll þar í landi. Sam- kvæmt tölum er Tölfræði- stofnun ríkisins birti í gær fækkaði fæðingum úr 10,2% á hveija þúsund íbúa árið 1985, í 9,6%. Dauðsföllum fjölgaði úr 9,9% (1985) í 10,1% af hveijum þúsund. Skilnuðum fjölgaði um 12% og voru þeir flestir í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir andstöðu Róm- versk-kaþólsku kirkjunnar, sem er mjög áhrifamikil á ít- alíu, eru skilnaðir löglegir og fóstureyðingar einnig. Dregið úr olíufram- leiðslu Norðmanna Osló. AP. NORSKA ríkisráðið staðfesti í gær ákvörðun ríkisstjórnar- innar frá 12. janúar sl. þess efnis, að draga eigi úr olíu- framleiðslu um 7,5 % frá 1. febrúar til 30. júní. Sagt var í olíu- og iðnaðarráðuneytinu í Osló í gær að samdrátturinn verði visst hlutfall af af olíu- framleiðslu á Norðursjávar- svæðinu, nema þremur svæðum í eign Phillipsfyrir- tækisins. Bandaríkin; Heimilislaus- ir aðstoðaðir Washington. AP. Öldungadeild Banaaríkjaþings samþykkti seint á fimmtu- dagskvöld 50 milljón dollarar (um 2 milljarðar ísl.kr.) auk- afjárveitingu til aðstoðar heimilislausum. Fulltrúadeild- in hafði áður samþykkt frumvarpið, en vegna breyt- inga er öldungadeildin sam- þykkti þarf það að fara aftur fyrir þá deild. 70 milljónum dollara hafði þegar verið varið til þessa verkefnis, en slæmt veður í mörgum ríkjum að undanfömu hefur gert þörf fyrir aðstoð af þessu tagi brýnni en ella.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.