Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Fj ölmiðlarannsóknir: Hvað er í fréttunum ? Pjölmiðlarannsóknir eru fremur stutt á veg komnar hér á landi, sem ekki er að undra, þar sem tiltölulega stutt er síðan menn fóru almennt að gera sér grein fyrir því hvílík áhrif fjölmiðlar hafa á alla almenna þjóðfélags- þróun. Deildar meiningar eru á meðal manna um áhrif og hlut- verk ijölmiðla, vilja sumir meina að fjölmiðlar og aftirðir þeirra séu nánast hlutlaus endurspeglun af þeim veruleika sem við búum við, en aðrir eru þeirrar skoðunar að ijölmiðlamir móti heimssýn okkar og viðhorf til þessa sama veru- leika að miklu leyti. Skipta má fjölmiðlarannsókn- um í þijár megingreinar. í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir á forræði innan flölmiðlastofnana, í öðru lagi notendarannsóknir, sem fást við að greina áhrif fjöl- miðta á notendur og í þriðja lagi er um að ræða svokallaða inni- haldsgreiningu. Þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið hér á landi hafa að mestu beinst að því að greina áhrif fjölmiðla á notendur. í september sl. lauk Guðmúnd- ur Rúnar Árnason, stjómmála- fræðingur, master-prófí frá London School of Economics í pólitískri félagsfræði. Lokaverk- efni Guðmundar var fólgið í að innihaldsgreina fréttir íslenska ríkissjónvarpsins og náði grein- ingin til tveggja mánaða; apríl- og maímánaða á síðastliðnu ári. í viðtalinu sem hér fer á eftir gerir Guðmundur stuttlega grein fyrir verkefni sínu og niðurstöð- um, sem væntanlega koma mörgum á óvart. Það sem blm. lék fyrst forvitni á að vita voru ástæður og tildrög þess að Guðmundur tók sér fyrir hendur þetta tiltekna verk, að innihaldsgreina sjónvarpsfréttir RUV. Róttækar breytingar á fjölmiðlun „Það má segja að áhugi minn á fjölmiðlarannsóknum hafi vakn- að þegar ég sótti námskeið í íjölmiðlafræði hjá þeim Þorbimi Broddasyni og Elíasi Héðinssyni við háskólann héma. Vinna við fjölmiðlarannsóknir hérlendis hef- ur verið fremur takmörkuð og bundin við fáa einstaklinga, og fyrri rannsóknir hafa einkum beinst að áhrifum Q'ölmiðla á hina ýmsu neysluhópa fremur en að sjálfum afurðum Qölmiðlanna. Á síðasa ári voru fyrirsjáanlegar róttækar breytingar á fjölmiðlun í landinu með tilkomu einkastöðva og mér fannst um margt athyglis- vert að framkvæma þessar rannsóknir áður en þessar breyt- ingar kæmu til framkvæmda, því ég gerði mér grein fyrir því að þetta tækifæri byðist ekki aftur. Þannig bauð þetta verkefni einnig uppá samanburðarrannsóknir siðar meir. Mér fannst þetta verk- efni virkilega spennandi." Innihaldsgreining sj ón varpsfrétta „í byrjun afmarkaði ég mér ákveðið tímabil sem rannsóknin skyldi ná til, þ.e.a.s. apríl og maí 1986. Ég valdi þetta tímabil m.a. með tilliti til þess að á því fóru fram þingslit og bæjar- og sveitar- stjómarkosningar. Því vænti ég þess að fréttir um stjómmál yrðu meiri en að öllu jöfnu. Þessar fréttir vildi ég geta metið, m.a. í þeim tilgangi að greina hvort fréttir RUV væru hlutlausar í pólitískum skilningi og hvort það gætti einhverrar pólitískrar inn- rætingar. Allir fréttatímar RUV á tímabilinu voru teknir uppá myndband (52 talsins), og mér var veittur aðgangur að öllum fréttahandritum sem gerð voru, og það var ómetanlegt. Áður en eiginlegt starf hófst var ég búinn að koma mér upp flokkunarkerfí sem ég aðlagaði íslenskum aðstæðum. Hver ein- stök frétt taldist vera grunneining greiningarinnar og var skráð sér- staklega; ég skráði dagsetningu fréttarinnar, nákvæma tímalengd, nafn þess fréttamanns sem skrifar fréttina, eðli hennar og hvaðan úr heiminum hún er. Eg skipti heiminum í 20 svæði, eftir löndum og pólitískri landafræði, tók t.d. öll Norðurlöndin sér, og sömuleið- is Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin. Önnur lönd Evrópu skiptust í tvo flokka, austur og vestur, og heimurinn allur skiptist upp í stærri svæði. Því næst hófst meginþáttur vinnunnar; um hvað er fréttin og hvers eðlis er hún? Þar studdist ég við tvo aðal- flokka, innlendar fréttir annars vegar og erlendar fréttir hins veg- ar. Pyrir erlendar fréttir notaðist ég við 12 undirflokka, en innlendu fréttimar skiptust í 10 megin- flokka, sem svo aftur skiptust í undirflokka sem voru alls 42 tals- ins.“ — Hvaða aðferðum beittirðu við hina eiginlegu greiningu? „Þegar sjónvarpsefni er greint er um tvær meginaðferðir að ræða, það sem kalla má „mjúka" og „harða“ greiningu. Upphaflega hafði ég í hyggju að nota mjúka greiningu, en hún sækir meira til aðferða sem beitt er í málvísindum og freudískri sálarfræði. Ég þótt- ist svo komast að því í upphafí vinnunnar að menn fengju það út úr þessari greiningaraðferð sem þeir upphaflega væntu og að útkoman segði ef til vill meira um vísindamanninn en viðfangsefnið. Ég tók því þann kostinn að beita harðri greiningu, sem er meira í ætt við tölfræði, hún er „vísinda- legri" að því leytinu að hún er óháðari persónubundnu gildis- mati.“ Hæst hlutfall frétta frá Norðurlöndunum — Voru niðurstöður rannsókn- arinnar í samræmi við þær væntingar sem þú gerðir þér í upphafi? „Að sumu leyti. Ef við lítum t.d. á hvaðan úr heiminum frétt- imar komu, þá kom í ljós að innlendar fréttir voru 65% allra frétta og erlendar því 35%. í þessu sambandi skiptir litlu hvort miðað er við íjölda frétta eða tímalengd. Sé þetta borið saman við Banda- ríkin og Bretland er hlutfall erlendra frétta í Bandarílq'unum ívið hærra, eða 40%, en í Bret- landi er það nokkru lægra, eða 20-25% (BBC, ITN). Ef bomir eru saman fréttatímar í BBC og RUV, sem fluttir eru á sama tíma, má segja að RUV valdi því hlut- verki betur að upplýsa þjóðina um það sem er að gerast á erlendum vettvangi. Ef við lítum hins vegar á hvað- an fréttimar koma, þá er greini- lega um nokkuð þröngar áherslur að ræða. 23% erlendra frétta eru frá Norðurlöndunum, og hlutdeild Norður-Ameríku og Vestur-Evr- ópu er samanlagt um 60%. Austur-Evrópa og Sovétríkin taka sameiginlega um 15% fluttra frétta, sem þó er varla marktækt, því Chemobyl-slysið átti sér stað um þetta leyti. Heilu heimsálfum- ar detta hreinlega út, svo sem Ástralía, sem aldrei er grundvöllur fréttar, og sama er að segja um Kína, svo dæmi séu tekin.“ — Voru greinileg tengsl á milli þess hvaðan frétt kom og hvers eðlis hún var? „Já, yfír höfuð má segja það. Þó má vera að stutt tímabil (2 mánuðir) skekki heildamiðurstöð- umar. Til dæmis er óeðlilegt hve margar fréttir frá Sovétríkjunum tengjast einum atburði, þar sem er Chemobyl-slysið, og sama er að segja um Bandaríkin, sem tengjast mikið hemaði, þar sem árásin á Líbýu var mikið í fréttum. Annars voru um 40% erlendra frétta stjómmálalegs eðlis, rúm- lega 10% vom um hemað og önnur 10% um slys og hörmung- ar. Fréttir um vinnudeilur erlendis tóku um 10% allra erlendra frétta og fréttir af hryðjuverkum náðu svipuðu hlutfalli." Innlend stjórnmál sniðg'eng'in — En svo við snúum okkur að innlendum fréttum, sem vom 65% allra frétta. Komu niðurstöðumar þar Jiér meira á óvart? „I ljósi þess að fram fóm þing- slit og bæjar- og sveitarstjómar- kosningar á tilteknu tímabili vænti ég þess að fréttir tengdar stjómmálum yrðu fyrirferðarmeiri en raun varð á. Innlendar fréttir á tímabilinu vom alls 517 talsins, þar af vom eingöngu 35 fréttir sem geta flokkast undir stjóm- mál. Þetta hlutfall verður að teljast alveg ótrúlega lágt, ef tek- ið er tillit til mikiivægis þessa málaflokks. Þetta hlutfall er miklu lægra en sambærilegt hlutfall í Bretlandi." — Getur verið að fréttamenn RUV séu ragir við að fjalla um innlend stjómmál af ótta við utan- aðkomandi gagnrýni? „Ég held að fréttamenn ritskoði sig sjálfír með tilliti til þeirra við- bragða sem þeir vænta frá útvarpsráði og e.t.v. öðmm ijöl- miðlum í landinu. Útvarpsráð gegnir mjög afgerandi hlutverki hvað þetta varðar, það er jú pólitískt kjörið, og það er trú mín að fréttamenn forðist vísvitandi að taka á viðkvæmum málum. Afskipti og áhrif pólitískra aðila af rekstri RUV em meiri hér á landi en víðast hvar í hinum vest- ræna heimi, og ég vil meina að áhrifa þessara aðila gæti í dag- skránni eins og hún birtist dag frá degi. Það segir sig sjálft að þegar stjóm §ölmiðlastofnunar lýtur beinu pólitísku valdi hlýtur það að setja mark sitt á starfsemi hennar. Hins vegar sýnist mér að þessi áhrif fari dvínandi og ég vænti þess að það sé vegna til- kominnar samkeppni. Vissulega geta aðrir þættir einnig hafa or- sakað þetta, en mér sýnast fréttir RUV metnaðarfyllri í dag en þær vom fyrir 7 mánuðum. Þó er erf- itt að gera þama raunhæfan samanburð á, nema að fram- kvæma þar til gerða könnun.“ Fréttamenn hlutlausir — Telurðu að það gæti ein- hvers misvægis eftir pólitískum flokkadráttum í þessari takmörk- uðu umfjöllun RUV um innlend stjómmál? „Þó erfitt sé að alhæfa nokkuð útfrá þeim fáu stjómmálafréttum sem fram komu á tímabilinu, greindi ég hvort fréttimar fengust við aðgerðir stjómar eða stjómar- andstöðu. Það er í sjálfu sér merkilegt að engin frétt fjallar um tillögur og málefni sem tengd- ust beint stjómarandstöðunni eða þeim flokkum sem í henni vom. Af þessu má draga þá ályktun að fréttamenn fjölluðu ekki um mál á meðan þau voru til umræðu í þinginu, en gáfu þeim frekar gaum eftir að þau voru komin í hendur framkvæmdavaldsins. Þetta held ég að sé komið til af því að mál eru ekki eins viðkvæm eftir að þau em komin á fram- kvæmdastigið. Þó held ég að þess séu engin merki að fréttamenn séu hallari undir Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk en aðra flokka, þar sem hið sama yrði upp á ten- ingnum ef aðrir flokkar sætu í stjóm." Hlutur kvenna rýr — Nú greindirðu öll viðtöl sér- staklega og niðurstöðumar þar vom allsláandi... „í fyrsta iagi greindi ég hvort viðtalið var við karl eða konu. Ég þóttist vita áður en ég fór af stað að karlar yrðu í meirihluta, en ég hélt ekki að línumar yrðu jafn skýrar í því sambandi og raun varð á. Viðmælendur fréttamanna vom í 90% tilfella karlar. Þá var talað við 27 stjómmálamenn. Einn þeirra var hægt að tengja við stjómarandstöðuna. Það var Ólaf- ur Ragnar Grímsson og það var ekki rætt við hann um innlend stjómmál heldur um starf hans í þágu friðarmála á alþjóðavett- vangi.“ — Hvað um fréttir af málefn- um atvinnuveganna? „Um þriðjungur allra frétta varðar máleftii atvinnuveganna á einn eða annan hátt. Þvert á það sem búast hefði mátt við, koma málefni fiskvinnslu og sjávarút- vegs þar í þriðja sæti hvað varðar fréttaQölda og þann tíma sem þessir málaflokkar fá í sinn hlut. Bæði „samgöngumál", málefni flug- og skipafélaga og „verslun og viðskipti" koma þar á undan.“ — Endurspeglar þetta að þínu mati skekkt áherslumat? „Já, í raun og vem held ég að það geri það, og ég á dálítið er- fitt með að sjá hvaða ástæður lágu þama að baki.“ íslenskar fréttir menningarlegar — Era einhver séreinkenni á fréttum RUV? „Fréttatímar RUV era háðir sömu lögmálum og fréttatímar flestra annarra sjónvarpsstöðva hvað alla uppbyggingu varðar. Aftur á móti má segja að frétt- atímar RUV séu menningarlegri en fréttatímar flestra annarra stöðva sem ég þekki til, t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Menningarmál fylla hér tæp 10% meðal fréttatíma, sem verður að teljast nokkuð hátt hlutfall. Það er nærri helmingi hærra en flokk- urinn „almenn stjómmál" fær í sinn hlut.“ Ábyrgð fréttamanna mikil — Er það í raun mögulegt að fréttir RUV séu jafn ópólitískar og þú vilt vera láta? „Ef við skilgreinum það sem stjómmál sem tengist starfsemi Alþingis, stjómmálaflokka og bæjar- og sveitarstjóma, þá fæ ég ekki séð hvemig fréttimar gætu verið öllu ópólitískari. Aftur á móti getum við skilgreint stjóm- mál í víðara samhengi — að viðhald ákveðinnar menningar, viðhorfa og gildismats feli í sér pólitiska afstöðu sem fréttimar svo endurspegla á einhvem hátt. Ef við skoðum málið út frá þeim sjónarhóli, þá era fréttatímamir auðvitað stórpólitískir. Það er rétt að undirstrika það að ábyrgð fréttamanna er mikil. Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar horfðu á það sem þeir sendu frá sér á hveiju kvöldi og flestir taka það gott og gilt sem þama kemur fram og boðið er upp á. Það er ekki sjálfgefið hvað telst vera fréttnæmt. Fréttamenn þurfa að ákveða hveiju eigi að segja frá og hvemig eigi að segja frá því. Frétt er ekki annað en túlkun á atburði eða efni, og það er vanda- samt að ákveða hvað beri að túlka og hvemig." Rætt við Guðmund Rúnar Árnason, sem nýlega lauk master-prófi frá London School of Economics í pólitískri félagsfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.