Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 41 Kolfinna Magnús- dóttir — Minning Fædd 8. maí 1896 Dáin 21. janúar 1987 Þrátt fyrir að Kolfinna Magnús- dóttir, eða amma Kolla eins og hún var kölluð af svo mörgum hafi ver- ið orðin háöldruð þegar hún lést þá er samt erfitt að trúa því að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Hún var svo sterkur og afgerandi per- sónuleiki og hafði áhrif á alla þá sem kynntust henni. Hún var komin um áttrætt þegar við kynntumst, en mikill aldurs- munur kom ekki í veg fyrir að í henni eignaðist ég traustan og trú- an vin. Eg minnist allra stundanna sem ég átti með henni yfir kaffí- bolla, bæði í eidhúsinu á Vesturgöt- unni og á Halldórsstöðum. Það kom alltaf yfír mig ró og vellíðan þegar ég horfði á Kolfínnu stússast við stóna, eins og hún kallaði eldavél- ina. Þá sagði hún mér oft af lífi sínu og samferðafólki. Hún lifði tímana tvenna og tókst á við sorgir jafnt sem gleði í sínu lífí en lét aldr- ei bugast. Hún opnaði fyrir mér sýn inn í áður óþekkta veröld. Það var ekki síður gaman að umgangast ömmu Kollu í fjölmenni því hún var mikil selskapsmanneskja og sjálf einstaklega gestrisin. Hún hafði líka til að bera skemmtilega lúmsk- an húmor sem oft kom fram þegar minnst varði. En það sem mest áhrif hafði á mig í fari hennar var hversu um- hugað henni var um fjölskyldu sína. Ekkert var nógu gott fyrir þá sem henni þótti vænt um og alltaf hugs- aði hún síðast um sig sjálfa, nokkuð sem við sem lifum á þessum ein- staklingshyggjutímum mættum læra af. Mig langaði með þessum fáu og fátæklegu orðum að þakka ömmu Kollu samfylgdina og það sem hún kenndi mér. Blessuð sé minning hennar. Sólveig Miðvikudaginn 21. janúar lést í sjúkradeild Elliheimilisins Grundar Kolfínna Magnúsdóttir fyrrum hús- freyja á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Kolfínna fseddist á Halldórsstöð- um 8. maí 1896 og ól þar mestan sinn aldur. Hún var dóttir Magnús- ar Þórarinssonar bónda þar og uppfinningamanns og konu hans Qpðnínftr Bjarnhéðinsdóttur (syst- bf Bn'etar). ffftlWðFSfttftðfthPimiliú v»f 4 þeim tímft og |eng? sfðftn, ftð mörgn leyti mjög séFstftkt. Magntís fsðtr Kol- finnu hafði sigit ntftn Pg fevnnl SéF ullarvinnslu. Heimkominn setti hann upp kembivélar á Halldórs- stöðum og voru þær starfræktar þar um 40 ára skeið. Hann var brautryðjandi hér á landi á þessu sviði. Ull frá flestum heimilum í sýslunni kom til vinnslu á Halldórs- stöðum og af því leiddi að mikinn fjölda gesta bar þar að garði yfír vetrartímann. Segja mátti að Hall- dórsstaðir væru í þjóðbraut frá því sláturönnum lauk og fram á miðjan vetur. Á Halldórsstöðum var þríbýli er Kolfínna var að alast upp. Þar bjuggu auk foreldra hennar Páll föðurbróðir hennar og Lizzie kona hans og svo Þórarinn Jónsson. Merkilegt þótti við þetta heimili, því oftast var þetta nánast eins og eitt heimili, hve margt af fólkinu hafði dvalist erlendis og ein hús- freyjan var skosk, Lizzie, sem þekkt varð fyrir söng sinn. Ekki er að efa að kynni fólksins af erlendri menn- ingu hefur víkkað sjónhring þess og átt sinn þátt í þeirri víðsýni og því menntandi andrúmslofti sem lék um Haildórsstaði. Seinna bættist svo í hópinn bændahöfðinginn Hallgrímur Þorbergsson. Hann varð tengdasonur Magnúsar, kvæntur Bergþóru systur Kolfínnu. Með hon- um kom einnig ferskur blær frá útlöndum, einkum í ræktun búfjár. Þannig var umhverfið sem mót- aði Kolfinnu á uppvaxtarárunum. En fjögurra ára gömul varð hún fyrir því áfalli að missa móður sína. Bergþóra systir hennar var þá átta ára. En Magnús lét ekki hugfall- ast. Hann hélt áfram sínu braut- ryðjendastarfi og þær systur ólust upp í skjóli Möngu gömlu, ráðskonu Magnúsar. Þegar Kolfinna er um tvítugt missir hún föður sinn. Hún var þá við nám í Hvítárbakkaskóla. Næstu árin er hún heima við en 1921 giftist hún Torfa Hjálmars- syni frá Ljótsstöðum í Laxárdal. Hann var sonur Hjálmars Jónsson- ar, bróður séra Áma á Skútustöð- um, og konu hans, Áslaugar Torfadóttur Bjamasonar, skóla- stjóra í Ólafsdal. Kolfinna og Torfi hófu búskap á einum þriðja hluta Halldórsstaða og bjuggu þar í tæp fímmtíu ár. Þá sem fyrr var þríbýli á Halldórsstöðum. Bergþóra og Hallgrímur bjuggu á öðmm þriðj- ungi og Páll og Lizzie á þeim þriðja og síðar synir þeirra. Allt var þetta fólk í mikilli frændsemi. Á Halldórsstöðum var alltaf mjög gestkvíemt. fijps vftr þftð þótt kembivélarnar hyrfu af staðnum, pp þftsr bFimmi Í98§: ÍPFminum plgftði og þFPttmiWI æslfft ó* úr grasi. Kolfmna og Torfi höfðu aldr- ei stórt bú fremur en hinir ábúendur staðarins. Þau urðu því ekki efnuð á veraldarvísu. Metnaður þeirra lá á öðrum sviðum. Hann lá í andlegu atgervi. Þau höfðu mikið yndi af samneyti við annað fólk og þátttaka þeirra í félagslífí var jafnan mikil. Kolfínna hafði ung hlotið tilsögn í orgelleik. Hún var organisti Þver- árkirlqu í marga áratugi og undir- leikari var hún hjá Lizzie á fjölmörgum tónleikum. Kolfínna hafði til að bera ríkulega listagáfu. Hrifnæmi hennar var mikil og oft varð maður þess áskynja að tónlist- in virtist flytja hana yfír í aðra heima. Svo gersamlega var hún á valdi hennar. Ég hygg líka að æðri tónlist hafí skipað óvenju háan sess á Halldórsstöðum. En stundir til tónlistariðkunar hjá húsmóður í sveit sem hafði um stórt heimili að hugsa voru auðvitað ekki margar. En þær voru skapaðar með sam- hjálpinni. Torfí var líka mikill unnandi góðrar tónlistar og handlék fíðlu sína af sérstökum næmleik. Mikil músík var einnig í hans ætt. Hjálmar faðir hans var organisti og bræður hans meira og minna í tónlist þó þar beri hæst Ragnar H. Ragnars. En þetta sama viðhorf ríkti einnig til annarra listgreina, bæði bókmennta og myndlistar. Áður hefur verið vikið að þeirri verkmenningu sem þar dafnaði. Kolfínnu var það metnaðarmál að böm hennar fengju að njóta þessa alls. Hún kenndi þeim t.d. öllum á hljóðfæri. Afkoma íslenskra smábænda á fyrri hluta þessarar aldar var oft erfíð. Það reyndu þau Kolfinna og Torfí með sinn stóra bamahóp. En samhjálp fólksins var sterk. Ef eitt- hvað bjátaði á vom Halldórsstaðir alltaf sem eitt heimili og Laxdæl- ingar sem ein fjölskylda. Ég sem þessar línur rita var nokkur sumur viðloða á Halldórsstöðum sem sum- arstrákur hjá Bergþóm og Hail- grími. Ég skynjaði Halldórsstaði alltaf sem eitt heimili. Þó húsfreyj- ur og húsbændur væm sitt með hvom móti og heimilin að því leyti p|iþ, vorp þ»u bVPFt wm sig þlutj ftf bpildmfth BtHndiFfiftF á þvöldin, þpgftF sftfnftst vftr sftmftn inni í bm hjé Kolfinnn pg Tppfft, pfh églpym- ftnlpgftF: Kolfinnft spttist við Prgelið og ToFfi greip fjðluna, eða lesið VftF úr bók og sögur sagðar. Þjóðmá- laumræðan skipaði þar líka vegleg- an sess. Ég veit ekki hvort Kolfinnu fannst nokkum tíma truflun að þessum solli, eins og unglingamir vom gjaman nefndir, en hún vildi hafa menningarblæ á samvemnni. Þar vom þær systur kröfuharðar. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og lá ekkert á þeim, eins þegar hún sagði okkur unga fólkinu til syndanna. En hún naut þess að vera með ungu fólki, alltaf meðan heilsan entist. Þessa nutu bama- bömin þegar á ævina leið. Kolfínna hugsaði alltaf meira um aðra en sjálfa sig. Þó hljóta að hafa verið erfíð umbrot í sálinni fyrir jafn listrænan einstakling að fá ekki að njóta til fulls hæfíleika sinna og þroska þá. Slíkt var og er reyndar enn hlutskipti margra. Ég heyrði Kolfínnu aldrei kvarta yfír því en henni var í mun að böm- in og bamabömin nýttu þá hæfí- leika sem þeim væm gefíiir. Hún sparaði ekki sitt til að svo gæti orðið. I lok sjöunda áratugarins létu þau Torfi af búskap og fluttu til Reykjavíkur. Þá þegar var farið að fækka mikið í Laxárdal, en þar hefur byggðin grisjast mikið síðustu áratugi. Bömin vom þá öll flutt til höfuðborgarsvæðisins. En þótt Kol- fínna teldi sig alltaf eiga heima norður í Laxárdal átti hún enn eft- ir mikið verk að vinna hér syðra. Áslaug dóttir hennar missti heils- una og varð að dvelja langdvölum í sjúkrahúsi frá ungum bömum. Eftir að Torfi lést 1972 dvaldi Kol- finna löngum á heimili Áslaugar og gekk bamabömunum í móður- stað. Enn á ný kom fram þessi sterki eiginleiki Kolfinnu að bugast ekki heldur beijast áfram. Láta ekki kringumstæðurnar knésetja sig, svigna aðeins í verstu áföllun- um en rétta sig jafnan aftur. Hún hafði sjálf reynt móðurmissi ung að ámm og vissi hve erfitt það var ungum bömum að vita af móður sinni langdvölum í sjúkrahúsi. Ég hitti hana stundum á þessum ámm. Hún hafði þá gaman af því f sínu myndríka máli að riíja ýmislegt upp frá liðnum tíma. Þó hún væri þá orðin háöldmð fannst mér merkilegt hve skilningur hennar og samúð með unglingum nútímans var mikill. Ég þakkaði það því umhverfi sem hún ólst upp í. Það víðsýni sem hún þá hlaut entist henni til endadægurs. Hún vissi að hjá dægurþrasinu yrði ekki komist en það sem gæfi lífínu gildi væri að lyfta sér yfír þrasið. Kolfínna er í dag borin til grafar 3ð Þverft f Lftxárdftl þar sem aptt- ÍHgjftr henpar bvflft. Sveit sinní HHHÍ bHH n\jög og átti þftF FftHHftr ftlltftf hPÍHift: f þpim sbilningi vpf hön gestur syðra. Meðan hún VftF fPFÚft- fftPF dvftldi hún heimp á Halldórs- stöðum hvert sumar þó hún væri flutt suður. Þar hafa bamabömin reist afa og ömmu veglegan minnis- varða með því að endurreisa gamla bæinn og gera hann að sumarstað fjölskyldunnar. Það sýnir þann hug sem þau bera til afa og ömmu. Með Kolfinnu er gengin sú kyn- slóð sem gerði Halldórsstaði að menningarsetri um langan aldur. Við sem fengum að njóta samvist- anna í skjóli þess þökkum af alhug. Kolfinna og Torfi eignuðust sex böm. Þau em: Magnús Þórarinn hæstaréttardómari, kvæntur Sigríði Þórðardóttur, Hjálmar Jón gull- smiður, kvæntur Unni Pétursdótt- ur, Ásgeir útskurðarmeistari, kvæntur Hrafnhildi Ólafsdóttur, Áslaug, lést af slysförum 1978, gift Þorsteini Svani Jónssyni, Guðrún húsmóðir, gift Andrési Magnússyni, og Sigríður starfsstúlka röntgen- deildar Borgarspítalans, gift Einari Þorsteinssyni. Þau skildu. Þau eru öll búsett í Reykjavík nema Guðrún sem býr í Hafnarfirði. Bamabömin og bamabamabömin era fjölmörg. Þeim öllum svo og öðram ætt- ingjum og vinum flyt ég innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég þakka Kolfinnu gjöful kynni um Íangan aldur. Kári Arnórsson Laxárdalur í Suður-Þingeyjar- sýslu. Eilíf sumur. Haustaði aldrei minnir mig, þeg- ar ég fór í sumarlok, ríðandi yfir heiðina í veg fyrir rútuna og dagur- inn varla byijaður, var eins ’ og sólareldur á Þorgerðarfjalii og heið- argróðurinn brann. Þá var lokið sumardvöl við kaupamennsku á Halldórsstöðum. Þríbýli. Þijár ógleymanlegar hús- freyjur. Nú er sú síðasta farin í hinn dalinn, þar sem sólin sest aldr- ei. Kolfínna hét hún Magnúsdóttir. Hinar vora Bergþóra, systir hennar og hún Lizzie Þórarinsson, söng- fuglinn ljúfí. Kolfinna giftist Torfa Hjálmars- syni, þau eignuðust 6 böm og era 5 á lífi. Það var fjölmennt á Halldórs- stöðum þegar mest var og þó að sumum fyndist þá Laxárdalur dálít- ið ósýnilegur, náðu ýmsir menning- arstraumar heimsins þangað. Listamenn gengu gjaman yfír Hvítafellið úr Reykjadal, til þess eins að setjast niður með þessu fólki, sem var með á nótunum. Þegar Kolfínna nú er farin, er horfín síðasta sönnun þess að Hall- dórsstaðir vora. í mörg síðustu ár vftF méF núg ftð getft sfypþið hpnni nm vanga á stórum stunúHm sHyldunnar, þá vissi ég að lífið var" §ahnlPihHF: Nú pf ég pHHí viss: Jónas Jónasson Fiskibátaeigendur afthugið — er þetta það sem þið leitið að? Cygnus plastbátar: • frá 3—50 tonn. • til alhliða veiða, m.a. rækju- veiða. • með frábæra sjóhæfni og tog- kraft. • sem fullnægja kröfum Siglinga- málastofnunar ríkisins. • á verði sem kemur þægilega á óvart. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG UTIÐ VIÐ. SPORTBÁTAÁHUGAMENN EIGA EINNIG ERINDI. Ráðgefandi sérfræðingur Cygnus verksmiðjanna bresku verður hjá okkur dagana 31.1. — 4.2. 1987, helgin meðtalin, ykkur til aðstoðar. Atlas hf Horuarlúni 24 — Sími 62 11 55 Pósthólf 8460 - 128 Reykjaxik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.