Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Ski-WM '87 ERIKA HESS frá Sviss vann tfiyrstu gullverðlaunin á heims- meistaramnótinu í alpagreinum sem nú fer fram í Crans-Montana í Sviss. Hún varð sigurvegari í alpatvíkeppni kvenna (svig og Brun) og vann þar með sinn fimmtu gullverðlaun á heims- meistaramóti. Sylvia Eder frá Austurríki varð önnur og banda- ríska stúlkan, Tamara McKin- ney, í þriðja sæti. Keppt var í tvíkeppnisbruninu í gær og varð Erika Hess þar í þriðja sæti, aðeins 0,54 sekúndum á eftir ólympfumeistaranum, Michelu Fig- Símamynd/Rauter Verðlaunahafar í alpatvíkeppni kvenna á heimsmeistaramótinu í Crans-Montana. Frá vinstri: Sylvia Eder, Austurríki, sem varð önnur, Erika Hess, Sviss, sem sigraði og Tamara McKinney frá Bandaríkjunum sem varð þriðja. Erika Hess vann fyrstu gull- verðlaunin í Crans-Montana ini, sem náði besta tímanum. Sylvia Eder, Austurríki, náði næst besta tímanum og hafnaði í þriðja sæti í tvíkeppninni. Hún varð í fimmta sæti í sviginu. Hún er yngsti kepp- andinn sem unnið hefur brunmót í heimsbikamum, það gerði fyrir fimm árum þegar hún var aðeins 16 ára. „ÞETTA eru mín fimmtu gull- verðlaun á HM og ég er að sjálf- sögðu ánægð með þau öll. Gullverðlaunin í dag hafa losað mikið á spennunni. Árangur minn í bruninu sýnir að ég er í toppæf- ingu núna. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði að mig langaði ekki til að keppa í bruninu á sunnu- daginn. Mér fannst þessi braut mjög skemmtileg og vildi gjaman fá að vera með á sunnudaginn. Ég þarf að ræða það við þjálfara minn,“ sagði Erika Hess. Hennar sterkustu greinar hafa verið svig og stórsvig. Hver þjóð má aðeins senda fjóra keppendur í hveija grein og í sviss- neska liðinu eru margar góðar brunkonur og því ekki vísta að Hess komist í brunliðið. Þetta voru fimmtu gullverðlaun Eriku Hess á ferlinum í heimsmeist- arakeppni. 1982 vann hún til gullverðlauna í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og í Bormio 1985 sigraði hún í alpatvíkeppni. Tamara McKinney sagði eftir brunið að hún vissi að möguleikam- ir á gullverðlaununum voru litlir. „Ég hefði þurft að æfa brunið í minnst tvo til þrjá mánuði til að eiga möguleika. Svigið er mín sér- grein," sagði Mckinney og var ánægð með bronsverðlaunin. Karlamir æfðu í brunbrautinni í gær og naði Franz Heinzer, Sviss, þá besta tímanum. Landi hans, Peter Muller, varð annar. Pirmin Zurbriggen, sem flestir spá sigri, átti í erfiðleikum og náði aðeins 14. besta tímanum. „Þetta gekk ekki vel hjá mér í dag, en það sem skipt- ir máli er að standa sig á morgun," sagði Zurbriggen. Marc Giradelli frá Luxemborg varð í áttunda sæti, þrátt fyrir að hafa átt í meiðslum á öxl. í dag fer fram keppni í bruni karla og á morgun, sunnudag, verð- ur keppt í bruni kvenna og tvíkeppnisbruni karla. Risastórsvig karla verður síðan á mánudag og ristastórsvig kevnna á þriðjudag. Eini íslenski keppandinn á mótinu, Daníel Hilarmsson, keppir í stór- svigi á miðvikudaginn. SKI gerir samning við VISA ÍSLAND Fyrsta bikarmót vetrarins á Isafirði um næstu helgi Morgunblaðið/Bjarni • Steinar Birgisson hefur verið besti maður Kristiansands í vetur og er nú næst markahæsti leikmaðurinn f norska handboltanum með 120 mörk. Noregur: Steinar er „hetja suðursins“ Frá Bjarna Jóhannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi. SKÍÐASAMBANDIÐ hefur gert auglýsingasamning við VISA ÍSLAND sem hljóðar upp á 250 þéund krónur. Auk þess mun VISA styrkja bikarmót SKÍ sér- staklega og mun keppnin nú heita „VISA bikarkeppni SKf.“ Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur auglýsingasamningur er gerður á vegum Skíðasambands fslands. Fyrsta bikarmót vetrarins verður Þorramótið á ísafirði um næstu helgi. Þar verður keppt í alpagrein- um fullorðinna og í öllum flokkum í göngu. Sömu helgi verður keppt í unglingaflokki 15-16 ára í alpa- greinum í Reykjavík, en upphaflega átti mótið að fara fram á Dalvík en vegna snjóleysis varð að flytja það suður. Bikarkeppninni lýkur með Skíða- móti íslands á ísafirði um páskana. Núverandi bikarmeistarar SKÍ í alpagreinum eru Anna María Malmquist, Akureyri og Daníel Hilmarsson frá Dalvík og í göngu Haukur Eiríksson frá Akureyri. VISA bikarmeistari SKi í alpa- greinum er þannig reiknaður: Fyrir 1. sæti reiknast 25 stig, 2. sæti 20 stig, 3. sæti 15 stig, 4. sæti 11 stig, 5. sæti 8 stig, 6. sæti 6 stig, 7. sæti 4 stig, 8. sæti 3 stig, 9. sæti 2 stig og 10. sæti eitt stig. MEISTARAMÓT íslands í frjáls- um fþróttum fer fram dagana 7.-8. febrúar f Baldurshaga og Laugardalshöll og verður keppt f lögboðnum meistaramótsgrein- um. Umsjón með framkvæmdinni Sex bestu mót hvers keppanda úr þeim mótum vetrarins sem gefa stig koma til útreinkings úrslita. Ef keppendur eru jafnir að stigum á sex mótum verða sjö bestu mót talin ráða úrslitum þeirra á milli og átta mót o.s.frv. hefur frjálsíþróttadeild ÍR. Þátttök- utilkynningar skulu berast í síðasta lagi á miðvikudaginn til Sigurðar Erlingssonar eða á skrifstofu Frjálsíþróttasambands íslands ásamt þátttökugjaldi, sem er 300 krónur fyrir hverja grein. „Hetja suður8Íns“ segir norska Dagblaðið um Steinar Birgisson eftir 24:22 sigurleik Kristiansand gegn Urædd á miðvikudagskvöld- ið og eru það orð að sönnu. Liðlð er frá Suður-Noregi og Steinar var hreint óstöðvandi f leiknum og skoraði 12 mörk. Mikiö er fjallað um leikinn í norsku blöðunum og fær Steinar mjög góða dóma. Hann hefur nú skorað 120 mörk í deildinni, en Dag Vidar Hanstad er enn marka- hæstur með 121 mark. Kristian- sand er í 7. sæti með 19 stig. Á sama tíma vann Stavanger Skiens Ballklub 27:25 og þarf Staf- anger aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum til að tryggja sér meistaratitilinn, en liðið er með 33 stig að 17 leikjum loknum. Urædd er í 2. sæti með 23 stig. FSB/SKI gerði 17:17 jafntefli við Rapp og er í 4. sæti með 20. stig. Erlingur Kristjánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Þá vann Stabæk Fjell- hammer 24:23 og er það fyrsti sigur liðsins í vetur. Nú verður gert sex vikna hlé á deildarkeppninni vegna B-keppn- innar á Italíu, en Noregur tekur þar þátt. Frjálsar íþróttir: Meistaramótið um næstu helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.