Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 54

Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Ski-WM '87 ERIKA HESS frá Sviss vann tfiyrstu gullverðlaunin á heims- meistaramnótinu í alpagreinum sem nú fer fram í Crans-Montana í Sviss. Hún varð sigurvegari í alpatvíkeppni kvenna (svig og Brun) og vann þar með sinn fimmtu gullverðlaun á heims- meistaramóti. Sylvia Eder frá Austurríki varð önnur og banda- ríska stúlkan, Tamara McKin- ney, í þriðja sæti. Keppt var í tvíkeppnisbruninu í gær og varð Erika Hess þar í þriðja sæti, aðeins 0,54 sekúndum á eftir ólympfumeistaranum, Michelu Fig- Símamynd/Rauter Verðlaunahafar í alpatvíkeppni kvenna á heimsmeistaramótinu í Crans-Montana. Frá vinstri: Sylvia Eder, Austurríki, sem varð önnur, Erika Hess, Sviss, sem sigraði og Tamara McKinney frá Bandaríkjunum sem varð þriðja. Erika Hess vann fyrstu gull- verðlaunin í Crans-Montana ini, sem náði besta tímanum. Sylvia Eder, Austurríki, náði næst besta tímanum og hafnaði í þriðja sæti í tvíkeppninni. Hún varð í fimmta sæti í sviginu. Hún er yngsti kepp- andinn sem unnið hefur brunmót í heimsbikamum, það gerði fyrir fimm árum þegar hún var aðeins 16 ára. „ÞETTA eru mín fimmtu gull- verðlaun á HM og ég er að sjálf- sögðu ánægð með þau öll. Gullverðlaunin í dag hafa losað mikið á spennunni. Árangur minn í bruninu sýnir að ég er í toppæf- ingu núna. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði að mig langaði ekki til að keppa í bruninu á sunnu- daginn. Mér fannst þessi braut mjög skemmtileg og vildi gjaman fá að vera með á sunnudaginn. Ég þarf að ræða það við þjálfara minn,“ sagði Erika Hess. Hennar sterkustu greinar hafa verið svig og stórsvig. Hver þjóð má aðeins senda fjóra keppendur í hveija grein og í sviss- neska liðinu eru margar góðar brunkonur og því ekki vísta að Hess komist í brunliðið. Þetta voru fimmtu gullverðlaun Eriku Hess á ferlinum í heimsmeist- arakeppni. 1982 vann hún til gullverðlauna í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og í Bormio 1985 sigraði hún í alpatvíkeppni. Tamara McKinney sagði eftir brunið að hún vissi að möguleikam- ir á gullverðlaununum voru litlir. „Ég hefði þurft að æfa brunið í minnst tvo til þrjá mánuði til að eiga möguleika. Svigið er mín sér- grein," sagði Mckinney og var ánægð með bronsverðlaunin. Karlamir æfðu í brunbrautinni í gær og naði Franz Heinzer, Sviss, þá besta tímanum. Landi hans, Peter Muller, varð annar. Pirmin Zurbriggen, sem flestir spá sigri, átti í erfiðleikum og náði aðeins 14. besta tímanum. „Þetta gekk ekki vel hjá mér í dag, en það sem skipt- ir máli er að standa sig á morgun," sagði Zurbriggen. Marc Giradelli frá Luxemborg varð í áttunda sæti, þrátt fyrir að hafa átt í meiðslum á öxl. í dag fer fram keppni í bruni karla og á morgun, sunnudag, verð- ur keppt í bruni kvenna og tvíkeppnisbruni karla. Risastórsvig karla verður síðan á mánudag og ristastórsvig kevnna á þriðjudag. Eini íslenski keppandinn á mótinu, Daníel Hilarmsson, keppir í stór- svigi á miðvikudaginn. SKI gerir samning við VISA ÍSLAND Fyrsta bikarmót vetrarins á Isafirði um næstu helgi Morgunblaðið/Bjarni • Steinar Birgisson hefur verið besti maður Kristiansands í vetur og er nú næst markahæsti leikmaðurinn f norska handboltanum með 120 mörk. Noregur: Steinar er „hetja suðursins“ Frá Bjarna Jóhannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi. SKÍÐASAMBANDIÐ hefur gert auglýsingasamning við VISA ÍSLAND sem hljóðar upp á 250 þéund krónur. Auk þess mun VISA styrkja bikarmót SKÍ sér- staklega og mun keppnin nú heita „VISA bikarkeppni SKf.“ Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur auglýsingasamningur er gerður á vegum Skíðasambands fslands. Fyrsta bikarmót vetrarins verður Þorramótið á ísafirði um næstu helgi. Þar verður keppt í alpagrein- um fullorðinna og í öllum flokkum í göngu. Sömu helgi verður keppt í unglingaflokki 15-16 ára í alpa- greinum í Reykjavík, en upphaflega átti mótið að fara fram á Dalvík en vegna snjóleysis varð að flytja það suður. Bikarkeppninni lýkur með Skíða- móti íslands á ísafirði um páskana. Núverandi bikarmeistarar SKÍ í alpagreinum eru Anna María Malmquist, Akureyri og Daníel Hilmarsson frá Dalvík og í göngu Haukur Eiríksson frá Akureyri. VISA bikarmeistari SKi í alpa- greinum er þannig reiknaður: Fyrir 1. sæti reiknast 25 stig, 2. sæti 20 stig, 3. sæti 15 stig, 4. sæti 11 stig, 5. sæti 8 stig, 6. sæti 6 stig, 7. sæti 4 stig, 8. sæti 3 stig, 9. sæti 2 stig og 10. sæti eitt stig. MEISTARAMÓT íslands í frjáls- um fþróttum fer fram dagana 7.-8. febrúar f Baldurshaga og Laugardalshöll og verður keppt f lögboðnum meistaramótsgrein- um. Umsjón með framkvæmdinni Sex bestu mót hvers keppanda úr þeim mótum vetrarins sem gefa stig koma til útreinkings úrslita. Ef keppendur eru jafnir að stigum á sex mótum verða sjö bestu mót talin ráða úrslitum þeirra á milli og átta mót o.s.frv. hefur frjálsíþróttadeild ÍR. Þátttök- utilkynningar skulu berast í síðasta lagi á miðvikudaginn til Sigurðar Erlingssonar eða á skrifstofu Frjálsíþróttasambands íslands ásamt þátttökugjaldi, sem er 300 krónur fyrir hverja grein. „Hetja suður8Íns“ segir norska Dagblaðið um Steinar Birgisson eftir 24:22 sigurleik Kristiansand gegn Urædd á miðvikudagskvöld- ið og eru það orð að sönnu. Liðlð er frá Suður-Noregi og Steinar var hreint óstöðvandi f leiknum og skoraði 12 mörk. Mikiö er fjallað um leikinn í norsku blöðunum og fær Steinar mjög góða dóma. Hann hefur nú skorað 120 mörk í deildinni, en Dag Vidar Hanstad er enn marka- hæstur með 121 mark. Kristian- sand er í 7. sæti með 19 stig. Á sama tíma vann Stavanger Skiens Ballklub 27:25 og þarf Staf- anger aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum til að tryggja sér meistaratitilinn, en liðið er með 33 stig að 17 leikjum loknum. Urædd er í 2. sæti með 23 stig. FSB/SKI gerði 17:17 jafntefli við Rapp og er í 4. sæti með 20. stig. Erlingur Kristjánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Þá vann Stabæk Fjell- hammer 24:23 og er það fyrsti sigur liðsins í vetur. Nú verður gert sex vikna hlé á deildarkeppninni vegna B-keppn- innar á Italíu, en Noregur tekur þar þátt. Frjálsar íþróttir: Meistaramótið um næstu helgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.