Morgunblaðið - 31.01.1987, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
Morgunblaðið/Bjami
Sverrir Hermannsson tekur á móti Þráni Þórissyni, formanni fræðs-
luráðs, á Hótel KEA í gærmorgun og hafði á orði að þetta væri
^ handtak aldarinnar.
Atti góða fundi með
þessum mönnum öiliini
— sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra eft-
ir fundi með skólamönnum í gær
Fræðslurác við morgunverðar-
borð menntamálaráðherra í
gærmorgun.
ÉG ÁTTI góða. fundi með þessum
mönnum öllum. Benedikt Sigurð-
arson skólastjóri kom m.a. á fund
til mín og sagðist. ekki hafa bor-
ið út óhróður um mig og tók ég
orð hans trúanleg/ sagði Sverrir
Hermannsson menntamálaráð-
herra. er hann ók frá Akureyri
til Húsavíkur um miðjan dag í
gær eftir erilsaman morgun, en
hann sat hér fundi með skóia-
DAGSKRÁ Sjónvarps Akureyrar
um helgina fer hér á eftir:
LAUGARDAGUR
18.00 Verðlaunaafhending (The Golden
Globe Award) fyrir bestu kvikmyndirn-
ar og bestu leikarana 1986. 50
erlendirfréttaritararsem hafa aðsetur
í Hollywood veita þessi verðlaun ár-
lega og er þetta í 13. sinn sem þau
eru veitt
19.35Teiknimynd. Gúmmíþirnirnir.
20.00 Hitchcock. Martröðin (Ride the
Nightmare). Hjón nokkurgrípa til ör-
þrifaráða þegar eiginmaðurinn fær
moröhótun frá ókunnugum manni.
20.50 Undirheimar Miami (Miami Vice).
Bandarískurframhaldsmyndaflokkur
meö stórstjörnunni Don Johnson í
aöalhlutverkí. Þrír Kúbanir halda
tveimurfjölskyldum ígíslingu í gömlu
hóteli. Tubbs ætlar að ræða við
mannræningjana dulbúinn sem ólög-
legurinnflytjandi, en er lika tekinn í
gíslingu.
21.40 Forsetarániö (The Kidnapping of
the President). Bandarísk bíómynd frá
1984 með William Shatner, Hal
Holbrook, Van Johnson og Ava
Gardner í aðalhlutverkum.
Hryðjuverkamanni tekst aö ræna forseta
Bandaríkjanna og krefst lausnar-
gjalds. Hann svíkurbæði samherja
og andstæðinga til að ná fram mark-
miðum sinum. í kapphlaupi við tímann
reyna lífverðir forsetans að bjarga for-
seta sínum. Leikstjóri er George
Mendeluk.
23.30 Réttlætanlegt Morð? (Right to
Kill). Bandarísk kvikmynd frá 1985
með Frederic Forrest, Chris Collet,
Karmin Murcelo og Justine Bateman
í aðalhlutverkum. Myndin byggirá
raunverulegum atburði í Wyoming í
nóvember 1982. Þegar Richard
Jahnke hefur árum saman horft á föð-
ur sinn berja móður og systur ákveöur
hann loks aö láta til skarar skríða.
Leikstjóri er John Erman.
1.00 Heimkoman(ComingOutofthe
lce). Bandarísk kvikmynd frá 1984.
Aðalhlutverk í höndum John Savage,
Willie Nelson, Francescu Annis og
Ben Cross.
Myndin byggir á sannri sögu um ungan
mann sem berst örvæntingarfullri
mönnum allt frá klukkan hálfníu.
Morgunninn hófst með fundi
hans og Guðmundar Inga Leifsson-
ar, fræðslustjóra Norðurlandsum-
dæmis vestra, sem hefur látið
uppsögn Sturlu mjög til sín taka.
Að loknum þeim fundi komu í morg-
unkaffi til ráðherrans á Hótel KEA
fræðsluráð Norðurlands eystra og
áttu þeir saman fiind. Sverrir sagði
eftir fundinn, að þeir hefðu ákveðið
baráttu fyrir eigin lífi. Sagan hefst árið
1931 þegar Herman-fjölskyldan flyst
til Sovétríkjanna, að beiðni Henry
Ford, til að aðstoöa við uppsetningu
á nýrri bílaverksmiðju. Þegarsonurinn
(Victor Savage) er beðinn að gerast
sovéskur ríkisborgari þverneitar hann
og er samstundis hnepptur í varðhald
og sakaður um njósnir. Leikstjóri er
Warrain Hussein.
2.30 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
18.0C Teiknimynd. Furðubúarnir.
18.26 Umvíðaveröld
Fréttaskýringaþáttur í umsjón Þóris Guð-
mundssonar. í þessari aukaútgáfu af
fréttaþættinum Um víða veröld verður
fjallað um kosningarnar í Vestur-
Þýskalandi. Fréttamenn Stöðvartvö
hafa fylgs.t með kosningabaráttunní
og senda þennan þátt frá Bonn.
Rætt verður við fulltrúa flokkanna og
sérfræðinga um vestur-þýsk stjórn-
mál. Þátturinn er sýndur daginn sem
kosiö er.
18.50 Cagney og Lacey.
Bandarískurframhaldsmyndaflokkur
með Sharon Gless og Tyne Daly í
aðalhlutverkum. Þegarfréttaleki frá
New York-lögreglunni er rakinn til
deildarinnar sem Cagney og Lacey
starfa við fá þær heldur betur orð í
eyra. Þær reynast saklausar og fá þá
tækifæri til að spreyta sig á vandamál-
inu.
19.40 Hófí.
Þáttur þessi fjallar um áriö sem Hólm-
fríður Karlsdóttir bar titilinn Ungfrú
heimur. Sýndar verða sjónvarpsupp-
tökurfrá heimsókn Hófíar til Thailands
og Macau o.fl. Spjallað verðurviö þá
Sigurð Helgason, Davíð Oddsson,
Davíð Sch. Thorsteinsson og Matt-
hias Á. Mathiesen ráðherra og þeir
fengnir til aö segja álit sitt á Hófí.
Einnig er spjallað við Hólmfríði sjálfa.
20.25 íþróttir. Umsjónarmaðurer Heimir
Karlsson.
21.50 Ég lifi (For Those I Loved).
Mjög vinsæll bandarískurframhalds-
myndaflokkuríþremurhlutum, 3.
hluti. Með aðalhlutverk fara Michael
York, Jacques Penot, Brigitte Fossey.
Átakanleg og sönn saga byggð á bók
MartinGray. Kl. 00.10 Dagskrárlok.
að ræða áfram málin og færði Þrá-
inn Þórisson formaður honum síðan
skriflegt álit fræðsluráðsins kl. 14
í gær. Þeir munu hittast aftur síðar,
en ráðherra sagðist ekkert vita
hvenær það yrði.
Sverrir sagði að hann hefði einn-
ig átt viðtal við Benedikt Sigurðar-
son, en hann hefur deilt á hann
m.a. fyrir að dreifa pólitískum
áróðri í Iqordæminu. Sverrir sagði,
að Benedikt hefði fullvissað sig um
að það væri rangt og hefði hann
trúað honum.
Ráðherra átti einnig fund með
svæðisstjóm málefna fatlaðra í
kjördæminu og sagði hann fundinn
hafa tekist vel. Fulltrúar, sem rætt
var við úr fræðsluráði, vildu ekki
tjá sig um fundinn með Sverri í
gærmorgun, sögðu aðeins að þeir
gæfu engar yfirlýsingar.
Sýning á
fjörulífverum
SÝNING á fjörulífverum verður
í anddyri Háskólabíós í dag, laug-
ardaginn 31. janúar, kl. 16.30-
19.00.
Það er áhugahópur um byggingu
náttúrufræðihúss sem stendur fyrir
þessari sýningu þar sem sýndar
verða í sjóbúri nokkrar lifandi fjöru-
lífverur sem finnast á þessum tíma
árs. Safnverðir munu segja frá
lífverunum og svara spumingum.
Sýningin er aðeins þennan eina
dag.
Eskfirðinga og
Reyðfirðinga-
félagið heldur
árshátíð
ÁRSHÁTÍÐ Eskfirðinga og
Reyðfirðingaf élagsins verður
haldin í kvöld, laugardaginn
31.janúar.
Árshátíðin verður haldin í Fóst-
bræðraheimilinu við Langholtsveg
og hefst hún kl.20.00. Boðið verður
uppá þorramat og mun hljómsveit
hússins leika fyrir dansi.
Úr fréttatilkynningu.
Sjónvarp Akureyri
Alyktun félagsfundar
Sjómannafélags Reykjavíkur:
Skorar á hafnarverka-
menn að vinna ekki
við erlend leiguskip
FUNDIJR farmanna í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur í
fyrrakvöld, þar sem miðlunar-
tillaga ríkissáttasemjara var
felld með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða, samþykkti
ályktun, þar sem skorað er á
hafnarverkamenn og stjórn
verkamannaf élagsins Dags-
brúnar að fylgja eftir ályktun
samþykktri á félagsfundi Dags-
brúnar og stöðva vinnu við
erlend leiguskip í siglingum til
íslands líkt og starfsbræður
þeirra á Norðurtöndum hafa
gert.
Þá lýsti fundurinn einnig yfir
furðu sinni á afstöðu kaupskipaút-
gerða til launahækkana fyrir
farmenn, með tilliti til yfirlýsingar
Harðar Sigurgestssonar, forstjóra
Eimskipafélagsins, í sjónvarpi fyr-
ir nokkrum dögum, þar sem hann
segir íslenska sjómenn þá bestu
sem völ er á. Síðan segir: „Einnig
þakkar fundurinn stuðning Harð-
ar og hvetur hann til að tilkynna
Vinnuveitendasambandi íslands
og samninganefnd kaupskipaút-
gerða þetta álit sitt.“
I þriðja lagi skorar fundurinn
„á ASÍ og alla landsmemi að lýsa
stuðningi við þær kröfur undir-
manna á farskipum að byrjunar-
iaun þeirra hækki úr 23.612 á
mánuði í kr. 27.700 á mánuði og
að álag á yfirvinnu verði það sama
og hjá landverkafólki í vaktavinnu
og minnir á að íslenskir sjómenn
vinna við ein verstu veðurskilyrði
í heimi auk þess að vera langdvöl-
um íj'arverandi frá fjölskyldum
sínum og minnir á svik gerðar-
dóms við sjómenn eftir setningu
bráðabirgðalaga í júní 1979 þar
sem meta átti til fjár fjarvistir
þeirra frá heimilum. Býður fund-
urinn öllum þeim sem vilja upp á
kaffisopa á skrifstofu Sjómanna-
félagsins á Lindargötu 9 í
Reykjavík til viðræðna um kjör
sín“.
Þjóðminjasafnið:
Vaxmynd-
irnar aftur
til sýnis
VAXMYNDIR verða nú aftur til
sýnis í Þjóðminjasafninu eftir
nærri 16 ára hlé.
I Bogasal Þjóðminjasafnsins
verður í dag opnuð sýning á 32
vaxmyndum af þekktum mönnum,
íslenskum sem erlendum. Vax-
myndasafn þetta gáfu Óskar
Halldórsson útgerðarmaður og böm
hans íslenska ríkinu til minningar
um ungan son og bróður, Óskar
Theodór, sem fórst með línuveiðar-
anum Jarlinum árið 1941.
Vaxmyndasafnið var fyrst opnað
í húsakynnum Þjóðminjasafnsins
14. júlí árið 1951 og var þar til
sýnis í 20 ár, en síðan hafa myndim-
ar verið í geymslu. Nú hefur verið
ákveðið að sýna vaxmyndimar um
tíma vegna mikillar eftirspumar.
Vaxmyndimar verða til sýnis á
venjulegum opnunartíma Þjóð-
minjasafnsins, þ.e. þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30-16.00. Aðgangseyrir
er 50 krónur, en böm og ellilífeyris-
þegar þurfa ekkert að greiða.
Mynd sem tekin var á afmælistónleikum Fóstbræðra í Langholts-
kirkju 29. nóvember sl.
Kaffisala Fóst-
bræðrakvenna
KVENFÉLAG Fóstbræðra verð-
ur með kaffisölu í félagsheimili
Fóstbræðra að Langholtsvegi
109-111 sunnudagana 1. febrúar
og 1. mars nk. Kaffisalan er tii
styrktar utanlandsför kórsins.
Fóstbræður áttu 70 ára afmæli
á sl. ári og var haldiö upp á þessí
tímamót með ýmsu móti s.s. með
hátíðartónleikum í Háskólabíói sl.
vor og með afmælistónleikum í
Langholtskirkju i nóvember si.
Kórinn hafði einnig hug á að
kynna starfsemi sína erlendis á
þessu afmælisári en úr því varö
ekki sökum anna, en í framhaldi
af athugunum þeirra var þeim boð-
in þátttaka í alþjóðlegu kóramóti í
Þýskalandi, nánar tiltekið Linder-
holzhausen við Limburg, sem haldið
verður dagana 26. maí tii 2. júní.
Var ákveðið aö taka þessu boði og
halda síðan áfram í söngferð tii
Austurríkis og Ungverjalands og
halda nokkra afmælistónleika er-
lendis næsta vor þó kórinn yrði þá
kominn hátt á 71. aldursár.
Þar sem svona ferðir eru dýrar
í framkvæmd ákváðu Fóstbræðra-
konur að efna til kaffisölu þeim tii
styrktar. Á boðstólum verða heima-
bakaðar kökur og brauðtertur,
einnig munu Fóstbræður koma og
taka lagið.
(Fréttatilkynning)