Morgunblaðið - 31.01.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.01.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Akkilesar- hællinn Nú virðist nýja sjónvarpsstöðin okkar, Stöð 2, vera í sókn ef marka má hlustenda- og glápenda- könnun SKÁIS. Niðurstöður skoðana- könnunarinnar hafa þegar verið tíundaðar í blöðum og óþarfí að endur- taka þann pistil en er ekki við hæfí að bera svolítið saman dagskrá stöðv- anna svona almennt. Vissulega er ég stöðugt að bera saman hér í pistli ein- stök dagskráratriði en nú vil ég freista þess að rýna dagskrárstefnuna og einkum þó ákveðna meginþræði er ég felli mig ekki við í dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna. Ríkissjónvarpið Undirritaður hefír löngum stutt menningarviðleitni ríkissjónvarpsins og hvatt til þess að til dæmis yrði aukin kynning á myndlist. En slíkum menningarþáttum verður að blanda hæfílega saman við léttmetið er hvíla skal hugann að afloknum löngum og ströngum vinnudegi. Lítum til dæmis á dagskrá rikissjónvarpsins síðastlið- inn mánudag: 20:35 Besti vinur ljóðs- ins. Sex skáld lesa úr verkum sínum. 21:00 Jarðhitadeild Orkustofnunar. Ný íslensk fræðslumynd um jarðhita á íslandi, nýtingu hans og starfsemi Jarðhitadeildar Orkustofnunar. 21:30 Eins konar Alaska. Leikrit eftir Harold Pinter. Kona, sem hefur legið í dái í næstum þijátíu ár af völdum svefn- sýki, vaknar aftur til lífsins. 22:30 Kvöídstund á abstraktsýningu. Þáttur um yfirlitssýningu um íslenska ab- straktlist á Kjarvalsstöðum. Er hægt að ætlast til þess að áhorf- endur innbyrði svo þunga dagskrá í einum bita? Sex ung ljóðskáld þylja í hálftíma ljóð svo er all flókin fræðslu- mynd í hálftíma, þá sitja áhorfendur i klukkutíma við sjúkrabeð konu er hefir vaknað úr dauðadái og að lokum er hlýtt á skýringar listfræðinga og listamanna á abstraktlist. Dagskrár- stjórar ríkissjónvarpsins mega vara sig á því að ofbjóða ekki áhorfendum með grafalvarlegri menningar- og fræðslu- dagskrá og svo má ekki gleyma því að ekki á allt innlent efni erindi í sjón- varp. En mér virðist markmið sumra dagskrárstjóra ríkissjónvarpsins vera að fylla dagskrána af innlendu efni hvað sem það kostar. Stöö 2 Akkilesarhæll Stöðvar 2 er hin þunga áhersla er dagskrárstjórar leggja á misvandaða bandaríska spennuþætti svo sem Miami Vice, Magnum P.I., að ekki sé talað um bullþætti á borð við Þrumufuglinn þar sem hetjumar þvælast um í yfimátt- úrulegri þyrlu og svo má ekki gleyma uppgjafadómaranum og fylgisveini hans. Þessir þættir eru afurð hinnar steingeldu Kalifomíufabrikku og enda flestir á skothríð og sprengjubardaga enda treysta handritshöfundamir sér ekki til að vinna frekar úr söguþræðin- um. Ég er persónulega mjög ósáttur við slík efnistök, einkum leiklausnina. Hef ég áður vikið að því hversu alvar- leg áhrif slik ofbeldisbylgja getur haft á sálarlíf bama- og unglinga er ég veit að liggja yfír þáttunum í tíma og ótíma enda sýningartíminn mjög við hæfi yngri kynslóðarinnar. Það er dálítið undarlegt til þess að hugsa að á sama tíma og Stöð 2 sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn bömum og unglingum er of- beldisþáttum dengt yfír krakkana. I hinum bandarísku sakamálaþáttum eru málin oftastnær leyst með vopna- valdi og þannig hlýtur sú hugsun að skjóta rótum í sálarlífi ungmennanna að það sé næsta eðlilegt að leysa ágreiningsmál með byssum eða barefl- um. Við sjáum hvert þessi áróður hefir leitt bandarísku þjóðina, nánast á barm glötunar. Eða geta menn ímyndað sér ástandið þegar leitað er að vopnum í gagnfræðaskólum? Viljum við slíkt fár hér? Hreinræktaðir og hressir ofbeldis- þættir á borð við Miami Vice eiga heima í dagskrá sjónvarpsstöðvar en þá aðeins á sýningartíma er hæfir full- þroska fólki. Ólafur M. Jóhannesson Bylgjan: Asgeir Tómasson í banastuði ■■■■ Útvarpsmaður- -| rjQQ inn Ásgeir A • — Tómasson gekk fyrir skömmu til liðs við Bylgjuna og er nú með flóra þætti í viku. Hann er með þætti frá kl. 21.00- 23.00 á mánu-, þriðju- og miðvikudagskvöldum. Þá lætur hann alls konar rokk- tónlist ganga fyrir og tekur viðtöl við gesti og gangandi eins og ástæða er til hvetju sinni. Nú um eftirmiðdaginn hyggst Ásgeir hins vegar hita menn upp fyrir helg- ina. Hann kvaðst ætla að leika allra handa rokk- músík — frá 6. áratugnum og fram á þennan dag — að því tilskildu að hún væri nægilega fjörug. Ás- geir sagði til þess að öruggt væri að aldrei væri dauður punktur í þættinum hefði hann valið lögin með tilliti til þess að þau væru ekki lengri en þijár mínútur. Kæmi hins vegar í ljós að svo væri, yrðu þau hin sömu lög rifin af fóninum samstundis! UTVARP LAUGARDAGUR 31. janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar Hornkonsert í E-dúr eftir Carl Stamitz. Hermann Bau- mann og Ungverska filharm- onfusveitin leika; Yav Talmi stjórnar. b. Konsert í c moll fyrir fiðlu, óbó og hljómsveit eftir Jo- hann Sebastian Bach. Gidon Kremer og Hinz Holl- iger leika með St. Martin-in- the-Fields-hljómsveitinni; Heinz Holliger stjórnar. 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin f umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir 12.48 Hér og nú, framhald 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllur- inn" eftir Patriciu Wrightson í leikgerð Edith Ranum. Lokaþáttur: Hérinn vinnur. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sig- urösson. Leikendur: Árni Benediktsson, Einar Bene- diktsson, Stefán Jónsson, Þórður Þóröarson, Erlingur Gíslason, Árni Tryggvason, Flosi Ólafsson, Sigurður Skúlason, Sigmundur Örn Arngrímsson, Jón Gunnars- son, Guðrún Alfreösdóttir, Valdimar Helgason og Benedikt Árnason. (Áður útvarpað 1976.) 17.00 Að hlusta á tónlist Sautjándi þáttur: Hvað er sinfónía? Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. SJÓNVARP áJí. Tf LAUGARDAGUR 31.janúar 14.55 Enska knattspyrnan — Bein útsending Tottenham — Crystal Palace eða Manchester United — Coventry í fjórðu umferð bikarkeppninnar. 16.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.05 Spænskukennsla: Habl- amos Espanol Ánnar þáttur. Spænskunámskeið í þrett- án þáttum ætlaö byrjendum og Spánarförum. Islenskar skýringar: Guðrún Halla Tulinius. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Helga Jóns- dóttir. 18.55 Gamla skranbúðin (The Old Curiosity Shop) 9. þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur I tiu þáttum, gerður eftir samnefndri sögu Charl- es Dickens. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.20 Fréttaágrip á táknmáli 19.25 Stóra stundin okkar Umsjón: Elísabet Brekkan og Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Lottó 20.35 Nýtt líf — Seinni hluti Islensk gamanmynd um tvo æringja á vertíð í Eyjum. Leikstjóri Þráinn Bertelsson. Aðalhlutverk Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifs- son. 21.25 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) — 6. þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur með Bill Cosby I titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.50 Nadia Bandarisk bíómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Alan Cooke. Aðalhlutverk Talla Balsam og Jonathan Banks. Saga rúmensku fimleika- stúlkunnar Nadiu Comaneci sem varð heimsfræg þegar hún vann þrenn gullverð- laun á Ólympíuleikunum i Montreal áriö 1976 aðeins fjórtán ára að aldri. Þýðandi Gauti Kristmanns- son. 23.25 Hótel New Hampshire Bandarísk bíómynd frá árinu 1984, gerð eftir samnefndri metsölubók John Irvings. Leikstjóri Tony Richardson. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Beau Bridges, Rob Lowe og Nastassja Kinski. Piltur og stúlka kynnast á hótelinu New Hampshire þar sem ýmsir furðufuglar búa, þará meðal austurrísk- ur gyöingur sem á tamið bjarndýr. Börnin þreytast seint á sögum föður síns frá þessu sumri en kynnast síðar meir sjálf furðulegu mannlifi og ýmsu misjöfnu þegarfjölskyldunni býðst að taka að sér hótelrekstur I Vinarborg. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi barna. Þýðandi Jón O. Edwald. 01.15 Dagskrárlok. 0 STÖÐ2 LAUGARDAGUR 31. janúar § 9.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 9.30 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 10.00 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. § 10.30 HerraT. Teiknimynd. § 11.00 Vængfákurinn (The Winged Colt). Unglingamynd. Frændi Charles, sem er ungur strákur, var staögengill í kúrekamyndum. Charles heimsækir frænda sinn og hyggst læra af honum list- ina. Öllum til mikillar und- runar reynist eitt folaldið á bænum geta flogiö. 12.00 Hlé. 16.00 Hitchcock. Réttlæti (l'll be Judge Jury). Nýgift hjón á brúðkaups- feröalagi í Mexíkó eru myrt. Lögreglunni mistekst að sanna sekt morðingjans svo að ættingjar fórnarlamb- anna taka til sinna ráða. § 17.00 Hinir öldruðu (The Last Of The Great Survivors). Bandarísk kvik- mynd frá 1984 með Pam Dawber, James Naughton, Thom Bray, Michael Callan o.fl. í aðalhlutverkum. Aldrað fólk sem býr I ófull- nægjandi húsnæði á í útistöðum við yfirvöld sem vilja dæma húsnæðið óíbúðarhæft. Þau fá til liðs við sig mann sem ber hag þeirra fyrir brjósti. Leikstjóri er Jerry Jameson. § 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Gúmmí- birnirnir (Gummi Bears). 19.30 Fréttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandariskur framhaldsmyndaflokkur. § 20.45 Stjarna (Star). Bandarísk bíómynd meö Julie Andrews, Richard Crenna, Michael Craig og Daniel Massey í aðalhlut- verkum. Myndin fjallar um lif og frama söngstjörnunnar Gertrude Lawrence (Julie Andrews). Fylgst er með sigrum hennar í sviösljósinu og hvernig hún fetar met- orðastigann i Englandi meðan hún er í ástarsam- bandi við breskan aðals- mann. § 23.40 Orrustuflugmaðurinn (Blue Max). Bandarisk bíó- mynd frá 1966 með George Peppard, James Mason og Ursulu Andress í aöalhlut- verkum. Metnaðargjörnum ungum manni í þýska land- hernum í heimsstyrjöldinni fyrri gefst tækifæri til að gerast orrustuflugmaður. Þrátt fyrir ruddaskap og óvinsældir vinnur hann til æðstu heiðursmerkja fyrir frábæra framgöngu.. Leikstjóri er John Guillermin. § 02.10 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. 18.00 Islenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson flyt- ur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 Skriöiö til skara Þáttur i umsjá Halls Helga- sonar og Davíös Þórs Jónssonar. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Sigurður Alfons- son. 20.30 Herkonungur og menntafrömuður. Séra Sig- urjón Guöjónsson flytur frásöguþátt, þýddan og endursagðan. 21.00 Islensk einsöngslög Kristján Jóhannsson syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Markús Kristjánsson, Þórar- inn Guðmundsson og Emil Thoroddsen. Konunglega fílharmoníusveitin leikur með; Karsten Andersen stjórnar. 21.20 Á réttri hillu Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir 22.20 Mannamót Leikið á grammófón og litið inn á samkomu. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. . 03.00. LAUGARDAGUR 31. janúar 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur i umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurö- ur Sverrisson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin trióin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka i tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Andreu Guðmundsdóttur. 03.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 BYLGJAN LAUGARDAGUR 31. janúar 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á þaö sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00—12.30 í fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Júlíus Brjáns- son, Guðrún Þóröardóttirog Saga Jónsdóttir bregða á leik. 12.30-15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauður punktur. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Ásgeir Tómas- son á laugardegi. Léttur laugardagur með Ásgeiri, öll gömlu uppáhaldslögin á sinum stað. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir litur á atburöi siðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svikja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson, nátthrafn Bylgjunnar, heldur uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA Kristileg UnrpntM. FM 102,9 LAUGARDAGUR 31. janúar 13.00 Skref I rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþáttur. 16.00 Hlé. 18.00 Á rólegu nótunum með Eiríki Sigurbjörnssyni. 20.00 „Vegurinn til Paradis- ar". Þáttur i umsjónÓla Jóns Ásgeirssonar. Óli leikur fyrir okkur kristilega tónlist og segir okkur frá þeirri stóru gjöf sem Jesús Kristur er fyrir alla þá sem við honum taka. 22.00 Litið í ritninguna. Kvöld- stund með ýmsu efni. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.