Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 44. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Gengis- málin rædd í París París. AP, Reuter. Fjármálaráðherrar fimm helstu iðnríkja heims komu í gær saman í París til að ræða um leiðir til að hindra frekara gengisfall dollarans og minnka við- skiptahallann í Banda- ríkjunum. Parísarfundurinn er sóttur af fjármálaráðherrum og seðla- bankastjórum Bandaríkjanna, Japans, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýskalands en í dag, sunnudag, munu starfsbræður þeirra frá Kanada og Ítalíu bætast í hópinn. Fréttimar um, að Braz- ilíumenn ætli að fresta vaxta- greiðslum af skuldum sínum í erlendum bönkum hafa varpað nokkrum skugga á fundinn en fjármálasérfræðingar í New York segja, að Bandaríkjastjóm hafi á pijónunum neyðarhjálp við Braz- ilíumenn til að koma í veg fyrir kreppu í alþjóðlegum fjármálum. Veturinn hefur farið einstaklega mjúkum höndum um mannfólkið í I var tekin á Þingvöllum um síðustu helgi af fólki sem skemmti sér á þessu landi til þessa og er vonandi að svo verði áfram. Þessi mynd | skautum á tjöm við vatnið. Skautahlaup Búist er við, að James Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, reyni að fá Vestur-Þjóðverja og Japani til að ýta undir aukinn hagvöxt gegn því að Bandaríkja- stjóm gangi harðar fram í að minnka viðskiptahallann og geng- isfall dollarans. Fjármálasérfræð- ingar segjast aðeins búast við samkomulagi um óljósa yfirlýs- ingu um aukið samstarf þjóðanna í gengismálum en ekki að gripið verði til raunverulegra aðgerða. „Hvorki íjármálaráðherrar né seðlabankastjórar geta ráðið gengi gjaldmiðlanna," sagði Rainer Rau, fjármálasérfræðingur í Frankfurt, en hann kvaðst þó ekki búast við, að gengi dollarans falli miklu frek- ar. Sýrlendingar bjuggust til að skerast í leikinn 4000 manna herlið á leið til Vestur-Beirut Beirut. AP, Reuter. FJÖGURRA þúsunda manna sýrlenskt herlið, stutt skrið- drekum og brynvörðum bílum, var þess albúið í gær að halda inn í Vestur-Beirut og binda enda á átökin milli ýmissa fylk- inga múhameðstrúarmanna. 200 menn a.m.k. hafa fallið í bardög- unum og mörg hundruð særst. Fulltrúar múhameðstrúarmanna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Tillaga um refsiaðgerð- ir gegn S-Afríku felld Sameinuðu þjóðunum. AP. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Bretlands beittu neitunarvaldi á föstudag, þegar atkvæði voru greidd í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um tillögu, sem kvað á um samræmdar refsiaðgerðir aðildar- Iandanna gegn Suður-Afríku. Talsmaður Bandaríkjanna, Herbert Okun, sagði það skoðun stjórnar sinnar, að það ætti að vera í valdi hverrar ríkisstjórnar fyrir sig, til hvaða aðgerða hún vildi grípa gegn Suður-Afríku. Breski fulltrúinn, sir John Thomson, sagði, að aiþjóðlegar refsiaðgerðir yrðu til ills eins. Vestur-þýski fulltrúinn greiddi einnig atkvæði á móti tillögunni, en fulltrúar Frakklands og Japans sátu hjá. Á óvart kom, að ítalski fulltrúinn greiddi atkvæði með til- lögunni og sagði, að tími væri til kominn að Sameinuðu þjóðimar létu málið til sín taka. Tillagan hlaut einnig samþykki Sovétríkjanna, Kína, Venezuela og Búlgaríu, auk þeirra ríkja, sem stóðu að tillöguflutningnum, Kongó, Ghana, Zambíu, Argentínu og Sameinuðu furstadæmanna. I Jóhannesarborg sagði R. F. Botha utanríkisráðherra í gær, að hann væri „undrandi" á málflutn- ingi ítalska fulltrúans og sagðist furða sig á, að Ítalía ryfi þannig samstöðu vestrænna ríkja. í Líbanonsstjóm og foringjar fylk- inganna áttu á fostudag fund með Hafez Assad, Sýrlandsforseta, í Damaskus og fóm þá fram á, að sýrlenski herinn skærist í leikinn. Sýrlendingar hafa 25.000 manna herlið í Líbanon og herdeildin, sem í gær var að búast til að halda ofan úr ijöllunum inn í Vestur- Beimt, hafði yfir að ráða 100 skriðdrekum og 400 brynvörðum bílum. Amal-hreyfíng shíta annars veg- ar og drúsar og líbanskir kommún- istar hins vegar hafa barist um Vestur-Beimt í sjö daga og hafa a.m.k. 200 fallið og 400 særst. í gær var þó kyrrt að kalla í flestum borgarhverfanna og í fyrsta sinn í viku vogaði fólk sér út úr húsi. Gífurleg eyðilegging hefur orðið í borgarhlutanum og farið er að gæta matarskorts. Nabih Berri, leiðtogi shíta, Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, og Hussein Husseini, einn frammá- manna súnní-múhameðstrúar- manna, vom meðal þeirra, sem báðu Sýrlendinga að skakka leik- inn. Vom þeir sammála um, að vopnuðum sveitum skyldi úthýst úr Vestur-Beimt og sameiginleg- um öryggissveitum falið eftirlit í borginni. Er það ekki í fyrsta sinn, sem um það tekst samkomulag en jafnan hefur það reynst haldlítið. Þyrla af Vædderen fórst við Færeyjar Kaupmannahöfn. Reuter. TVEIR menn fórust, þegar þyrla af danska varðskip- inu Vædderen hrapaði við Færeyjar í fyrrakvöld. Þyrlan var á gæsluflugi við Vogey, þegar hún hrapaði í sjó- inn. Búið er að fínna lík mann- anna beggja, flugmanns og vélarmanns, og ná upp flaki þyrlunnar. Ekki er enn vitað, hveijar vom orsakir slyssins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.