Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 T ! Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði u r ara Fyrstuár baráttunnar Verkamannafélagið Hlíf heldur uppá 80 ára afmæli sitt nú um helgina. Gefin hefur verið út hátíðarútgáfa af málgagni félagsins, Hjálmi, sem fyrst kom út árið 1912. Þá verð- ur afmæliskaffi á veitingastaðnum Skútunni í Hafnarfirði í dag, sunnudag, kl. 14. Allir Hlífarfélagar, makar þeirra og aðrir velunn- arar félagsins, eru velkomnir. Hafnarfjörður eftir 1914 Ekki er vitað upp á dag hvenær verkamannafélagið Hlíf var stofnað en í fundargerðabók Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar í Reykjavík segir, að á fundi félagsins hinn 13. janúar 1907 hafi verið lesið upp bréf frá þrem mönnum í Hafnar- fírði, þar sem óskað var eftir að Dagsbrún gengist fyrir stofnun verkamannafélags þar. Menn þeir er bréfíð rituðu voru verkamenn og ._’2fcjómenn í Hafnarfírði: Jóhann Tóm- asson, Jón Þórðarson frá Hlíð og Gunnlaugur Hildibrandsson. Dagsbrúnarmenn tóku vel mála- leitan Hafnfírðinganna og var boðaður fundur í febrúar í Góð- templarahúsinu í Hafnarfírði. Eftir því sem næst verður komist voru það um 40 manns, konur og karl- ar, sem gengu í félagið á þessum fyrsta fundi. Stjórn var kosin og var formaður hennar ísak Bjama- son á Bakka í Garðahreppi. Á þessum áram fjölgaði fólki ört í Hafnarfirði með aukinni útgerð þaðan. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 voru Jbúamir um 1.500, flestir sjómenn eða verkamenn. Kjör verkamanna vora mjög bágborin í Hafnarfirði sem annars staðar og engin van- þörf á samtökum til að beijast fyrir auknum réttindum. Einn af forystu- mönnum Hlífar frá fyrstu baráttu- áram félagsins, Guðmundur Jónasson, skrifaði efiirfarandi um Jóhann Tómasson Gunnlaugur Hildibrandsson Jón Þórðarson Frumkvöðlarnir að stofnun Hlífar. Þremenningarnir sem rituðu bréfið til Dagsbrúnar og hvöttu til þess að Dagsbrún beitti sér fyrir stofnun verkalýðsfélags í Hafnarfirði. kjör og aðbúnað hafnfirsks dag- launafólks um þær mundir sem félagið var stofnað: Bágborin kjör „Vinnutilhögun í þá daga var þannig, að verkafólk fór til vinnu ki. 6 að morgni, og var svo unnið sleitulaust meðan verkið entist. Þá þekktist ekki, að kallað væri til matar eða í kaffi. Heimafólkið, kon- ur og böm, urðu að færa matinn á vinnustaðinn ... Ég man mörg dæmi þess, að unnið var samfleytt í 36 tíma, t.d. við afgreiðslu skipa og því um líkt. Enga hvíld var að fá og engan ákveðinn tíma til mat- ar. Menn gleyptu matinn þar sem þeir stóðu er hann kom, í skipunum, í flæðarmálinu eða hímandi undir húshlið - og hvernig sem veðrið var. Ég fullyrði, að þetta var ekki annað en ómenning af verstu teg- und, engin skynsamleg ástæða var fyrir þessu. Atvinnurekendur græddu ekki vitundarögn á þessu framferði, og verkamenn misstu heilsuna á þessu, þegar til lengdar lét. Það var ekki fyrr en verkalýðs- félögin tóku til starfa, að þetta var afnumið, svo að það má segja, að þau hafí ekki aðeins unnið að hækk- uðu kaupi verkafólks, heldur einnig aukið menningu þess og hrundið ómenningunni af því.“ Það verður ekki annað sagt en Hlíf hafi fengið góðar viðtökur hjá alþýðu Hafnarijarðar þegar í upp- hafí. Félagsmenn voru orðnir á þriðja hundrað eftir nokkurra vikna starf þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við ramman reip var að draga þar sem var beinn fjandskapur atvinnu- rekenda annars vegar og hræðsla verkafólks við útgerðar- og kaup- mannavaldið hins vegar. Baráttumálum Hlífar er þannig lýst í fyrstu lögum félagsins: 1. Að styrkja og efla hag og at- vinnu félagsmanna. 2. Að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu. 3. Að takmarka vinnu á öllum helgidögum. 4. Að auka menningu og bróður- legan samhug innan félagsins. 5. Að styrkja þá félagsmenn eft- ir megni er verða fyrir slysum eða öðram óhöppum. V erkalýðsbarátta Þótt kröfumar væra hógværar samkvæmt þessari stefnuskrá vakti stofnun félagsins andspyrnu meðal atvinnurekenda. Þeir sáu að í stefnu'skránni leyndust kröfur um hærra kaup og bætt vinnukjör en valdið í kaupgjaldsmálunum töldu þeir sér einum bera. í minningarriti Hlífar frá 1947 er að finna grein eftir Jóhann Tómasson, „Gamlar minningar", þar sem sagt er frá stofnun Hlífar. Þar segir Jóhann að vinnuveitendur hafí reynt að koma í veg fyrir stofnun félagsins Saltfiskverkun — gömul mynd úr athafnalifinu. Uppskipun úr togara (eftir 1940). Ljósm. Guflbj, Ásgeirsd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.