Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 45 hljómsveitina og Lionsklúbburinn styrkir Homaflokkinn til kaupa á nýjum búningum fyrir afmælistón- leikana í mars. En annars rekur bæjarsjóður þessa starfsemi á svip- uðum grundveíli og grunnskólana, nema hvað nemendur greiða lítils- háttar skólagjald, sem nemur um 2000 kr. á þessu starfsári." Nú eru tónleikaferðir út á landsbyggðina og til útlanda snar þáttur í starfi hljómsveitarinnar. Hvemig er ferðakostnaðinum mætt? „Að verulegu leyti með tónleika- haldi hér heima og í nágrannasveit- arfélögum. Það líður varla sú vika að hljómsveitin sé ekki beðin að spila við hin ýmsu tækifæri og uppákomur. Fyrir það fær hljóm- sveitin greitt í velflestum tilvikum og það fé rennur nær óskert í ferða- sjóð. Nemendumir vinna þannig að langmestu leyti sjálfír fyrir tón- leikaferðunum, en auk þess er sótt í opinbera sjóði eftir atvikum og þörfínni hveiju sinni.“ Og Skólahljómsveit Kópavogs hefur farið viða? „Síðastliðið sumar fór hljómsveit- in ásamt Skólakór Kársness í tónleikaferð um Austurland. Þar var okkur forkunnarvel tekið og er það e.t.v. skemmtilegasta ferð hljómsveitarinnar til þessa. Fyrsta utanlandsferð hljómsveitarinnar var farin til Noregs 1970 og síðan hefur verið haldið níu sinnum í ut- anlandsferðir, m.a. til allra Norður- landanna, Þýskalands og Skot- lands. Tvívegis hefur hljómsveitin Skemmti- legt tóm- stundastarf — sgjallað við Pál Arnason, 12 ára flautuleikara „Það er skemmtilegt að vera í Skólahljómsveit Kópavogs, þótt það sé óneitanlega nokkuð tímafrekt. Við æfum daglega svo að önnur tómstundastörf verða að víkja að meira eða minna leyti," segir Páll Árnason, í 6. bekk Kársnesskóla og flautuleikari í Skólahljómsveit Kópavogs síðan 1984. „Tónmenntakennarinn í Kárs- nesskóla vakti upphaflega áhuga minn á skólahljómsveitinni og ein- hvem veginn varð þverflautan fyrir valinu. Ég hefí nú ekki farið í langferðir með skólahljómsveitinni til þessa, en hlakka til Færeyjaferðarinnar í sumar, og svo fömm við lfka upp á Akranes í byijun maí. Jú, það er nánast alltaf eitthvað um að vera hjá okkur. Við vorum t.d. að spila niðri í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi og suður í Hafnarfírði nokkrum dögum áður. Það er alltaf heilmikið um að vera í Skólahljómsveit Kópavogs," segir Páll Ámason, flautuleikari. Ólafur Páll Árnason, flautuleikari. tekið þátt í hljómsveitakeppni. Árið 1977 í Hamar í Noregi og hreppti þar 3ju verðlaun og 1984 hlaut Homaflokkurinn sérstaka viður- kenningu í Rostoek." Eru tónleikaferðír í bígerð á þessu afmælisári? „Skólahljómsveit Kópavogs mun taka þátt í landsmóti skólalúðra- sveita á Akranesi í byijun maímán- aðar. Og í júní verður haldið til Færeyja og m.a. leikið þar á þingi norrænna tónmenntakennara. Þá hefur Homaflokknum verið boðið að koma til Boston í júlí til að taka þátt í tónleikahátíð í tilefni af 120 ára afmæli trompetleikarans og komponistans Herberts L. Clark. Hvort unnt reynist að þiggja það boð er enn óljóst." En hvað er stjómandamim eft- irminnilegast úr starfi skóla- hljómsveitarinnar? „Það var hátíðleg stund þegar hljómsveitin lék á þjóðhátíðinni á þingvöllum 1974 og eins þegar hljómsveitin lék við formlega opnun hringvegarins forðum. Þá var það óneitanlega stór stund í sögu Skóla- hljómsveitar Kópavogs þegar hún kom fram á tónleikum með Sin- fóníuhljómsveit íslands 1976.“ En er afmælisbamið ekkert tekið að þreytast? „Nei, langt frá því,“ segir stjóm- andinn, Bjöm Guðjónsson. „Skóla- hljómsveit Kópavogs hefur áldrei verið betri en nú og krafturinn aldr- ei meiri. Þetta er að verða hljóm- sveit. Nemendur innritast í hljómsveitina 10 eða 11 ára, og byija yfírleitt að spila með hljóm- sveitinni eftir eins árs nám. Þeir sem ekki eiga raunverulegt erindi f hljómsveitina hætta fljótt, en þeir era fáir. Flestir starfa af fullum krafti í hljómsveitinni í 3—4 ár og enn aðrir vilja bara alls ekki hætta, eins og sést best á því að í Homa- flokknum og Jassbandinu er fólk á fertugsaldri; fólk sem hefur starfað í hljómsveitinni frá upphafí. Við æfum 4 sinnum í vikum og oftar þegar mikið liggur við eins og núna. Nei, þreyta, það orð er ekki til í orðabókum Skólahljómsveitar Kópavogs, og ekki heldur unglinga- vandamál." Texti og myndir: Ólafur Guð- mundsson. ■ ■ OSKAFERDIN ER A FORUMI Gleymdu þér ekki vid dagdrauma, gerdu þá mögulega áóur en þaó er of seint! Áhyggjulaust sumarfrí útí víðri veröld er draumur sem getur orðið að veruleika hjá ferðaskrifstofunni Terru. Hvort sem þú vilt fara í glæsisiglingu um Miðjarðarhafið, leigja þér bíl eða sumarhús, liggja á sólarströnd, skoða minjar liðinna alda eða heimsækja furstann í Mónakó, þá erum við hjá Terru tilbúin tilþjónustu. * * ITALSKA RIVIERAN 3 vikur: Verð frá kr. 29.900 pr. mann. FRANSKA RÍVÍERAN 3 vikur: Verð frá kr. 36.900 pr. mann. COSTA DEL SOL 3 vikur: Verð frá kr. 28.300 pr. mann. SUMARHÚS 1 vika: Kr. 13.950 pr. mann. FLUG OGBILL Verð frá kr. 10.914 pr. mann. Öll verð miðast við tvö börn og tvo fullorðna Ferðaskrífstofa. Snorrabraut 27-29 Reykjavik. Simi 26100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.