Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987
Ptnrgw Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
„Átakaþing“
í Helsinki?
Hin árlegu þing Norðurlanda-
ráðs eru fyrst og fremst
vettvangur umræðna og ákvarð-
ana um málefni Norðurlandanna
og norræna samvinnu. Á þinginu
í Helsinki, sem hefst á morgun,
verður til að mynda rætt um sam-
eiginlegan kvikmyndasjóð Norð-
urlanda, jarðskjálftarannsóknir á
Suðurlandi, __ norræna líftækni-
stofnun á íslandi og mengun
Norður-Atlantshafs, svo nefnd
séu nokkur mál, er snerta okkur
íslendinga eða mikill áhugi er
fyrir hér á landi. Það er ekkert
óeðlilegt við það, að á þingum
Norðurlandaráðs sé einnig rætt
um viðhorfín til umheimsins og
pólitísk og efnahagsleg samskipti
Norðurlandanna við önnur ríki.
Þessi atriði mega þó ekki skyggja
á hin eiginlegu verkefni Norður-
Jandaráðs og með öllu er fráleitt,
að þingfulltrúar reyni að fá þar
fram samþykktir um þýðingar-
mikil utanríkismál, ef ekki er
veruleg samstaða um þau á þing-
inu.
Á blaðamannafundi, sem ís-
lenska sendinefndin á þingi
Norðurlandaráðs efndi til á
fímmtudaginn, var að því vikið,
að pólitísk skipting setur sífellt
meiri svip á störf Norðurlanda-
ráðs. í máli Ólafs G. Einarssonar,
formanns þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, kom fram, að það voru
norrænu miðflokkamir, sem áttu
frumkvæði að því að alþjóðamál
yrðu rædd á þingum Norðurland-
aráðs. Hann sagði, að þessi þáttur
þinghaldsins hefði hins vegar far-
ið í annan farveg en ætlað var.
í því sambandi minnti hann á,
að Norðurlöndin eru ekki sam-
stiga í efnahags- og öryggismála-
samvinnu. ísland, Danmörk og
Noregur em í Atlantshafsbanda-
laginu, en Svíar og Finnar utan
þess. Danir eru í Evrópubanda-
laginu (EB), en ísland, Noregur,
Finnland og Svíþjóð í Fríverslun-
arsamtökunum (EFTA). í ljósi
þessa benti Ólafur á, að það gæti
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar,
ef menn ætluðu að nota vettvang
Norðurlandaráðs til að gera tiliög-
ur um samnorræna stefnu í
utanríkismálum.
Ástæða er til að vekja athygli
á þessari ábendingu Ólafs G. Ein-
arssonar, þar sem fulltrúi Al-
þýðubandalagsins á þingi
Norðurlandaráðs, Guðrún Helga-
dóttir, lýsti því yfír á fyrmefndum
blaðamannafundi íslensku sendi-
nefndarinnar, að „tómt mál væri
að hengja sig í norræna róm-
antík" eins og hún komst að orði.
Norðurlandaráð yrði að sýna
styrkleika á alþjóðavettvangi og
„reka sóknarpólitík". Þessi orð
þingmannsins eru í samræmi við
sjónarmið annarra vinstri sósíal-
ista á Norðurlöndum. Þeir hafa
lítinn áhuga á norrænni samvinnu
— „norrænni rómantík" sem svo
er nefnd — en mikinn áhuga á
alþjóðamálum. í frétt í Þjóðviljan-
um í gær er talið líklegt, að þingið
í Helsinki verði „átakaþing", og
í samræmi við það er talað um
„tímamótaþing" í fyrirsögn blaðs-
ins.
Þeir, sem vilja að Norðurlanda-
ráð verði vettvangur deilna um
utanríkismál, þurfa að setja mál
sitt fram með öðrum orðum en
slagorðum. Er það ætlun þessa
fólks, að Finnar og Svíar hverfí
frá hlutleysi sínu? Vill það mis-
nota þennan sameiginlega vett-
vang til að álykta gegn skoðunum
meirihluta manna í aðildarríkjun-
um? Grundvöllur Norðurlanda-
ráðs er að mörgu leyti traustur.
Hann þolir hins vegar illa, að
sótt sé gegn honum með slíkri
„sóknarpólitík".
Koryagin
frjáls
að eru einkar ánægjuleg
tíðindi, að geðlæknirinn Ana-
toly Koryagin hefur verið látinn
laus eftir fímm ára dvöl í þrælk-
unarbúðum. Hann var dæmdur í
sjö ára fangelsi árið 1981 fyrir
þá sök að afhjúpa misnotkun sov-
éskra valdhafa á geðlæknisfræði
í pólitísku skyni. Sú uppljóstrun
átti mestan þátt í þeim einstæða
atburði, að samtökum sovéskra
geðlækna var vikið úr alþjóða-
samtökum geðlækna.
Ljóst er, að Koryagin hefur
sætt ömurlegum aðbúnaði í
fangavistinni. Hann er heilsuveill,
en sálarstyrkur hans er Ijarri því
að vera þrotinn. Fangaverðimir
reyndu að fá hann til að undirrita
yfírlýsingu um, að hann myndi
ekki framar gagnrýna sovésk
stjómvöld, en margir andófsmenn
hafa að undanfomu öðlast lang-
þráð frelsi með þeim hætti.
Koryagin neitaði og fangaverð-
imir gáfust upp, enda mikill
þrýstingur á Vesturlöndum að fá
hann lausan. Koryagin getur nú
um frjálst höfuð strokið án nokk-
urra slíkra kvaða. Hann hefur
lýst því yfír, að honum sé nú efst
í huga að fá son sinn, sem einnig
er stjómmálafangi, lausan úr
fangelsi og flytjast úr landi með
fjölskyldu sína. Hann er búinn að
fá nóg af sósíalismanum í Sov-
étríkjunum og lái honum hver sem
vill.
Woody Allen á hátindi
IReykjavíkurbréfi hefur áður ver-
ið minnzt á nokkrar kvikmyndir
sem mesta athygli hafa vakið í
Bandaríkjunum á þessum vetri
og einkum Víetnam-myndina
Platoon sem hefur verið margtil-
neftid til verðlauna, þótt það sé
raunar enginn endanlegur mæli-
kvarði á gæði. Og er hann einungis notaður
til að þóknast mergð sem sækist einna
helzt eftir lágmarksgæðum, ef þau svala
óseðjandi skemmtifysn á notalegan hátt
og lítt krefjandi. Auk þess ræður smitandi
se^un miklu oftar mati okkar á samtíma-
list og listaverkum en við gerum okkur
grein fyrir. Þá eru mörg mikil listaverk
svo kröfuhörð að þau ná ekki til fjöldans
fyrr en eftir dúk og disk og geta því fall-
ið ofaní milli, þegar sefjunin tekur völdin
í hænsnakofanum. Fómin eftir Tarkovskí
heitinn er að vísu ekki dæmigerð fyrir slíkt
verk, því að hún hefur hlotið allnokkra
viðurkenningu, en þó minni en efni standa
til, að mati bréfritara. Hefur sem sagt átt
erfítt uppdráttar meðal almennings, sem
þó er oft býsna naskur á verðmæti og
lætur ekki segja sér fyrir verkum, ekki
alltaf.
Ætla má að vinsældir Platoons og ágæti
fari nokkum veginn saman án þess bréfrit-
ari hafi í hyggju að rökstyðja það með
upprifun á myndinni sem er að minnsta
kosti áhrifamikil og vel gerð, þótt e.t.v.
megi taka undir þá aðfinnslu að hún
mætti sýna betur en gert er inn í hugar-
heim þeirra Víetnama sem Bandaríkja-
menn börðust við. En það er kannski ekki
hlutverk myndarinnar og líklega á fárra
færi.
Platoon er martröð, ekkert minna. Það
er gott að þessum hryllilega draumi skuli
vera lokið; þessu helvíti sem Víetnam-
stríðið var.
En hvað sem því líður þá hefur önnur
ný mynd vakið gífurlega athygli í Banda-
ríkjunum, það er nýjasta kvikmynd Woody
Allens sem ýmsir telja nú helzta kvik-
myndastjóra Bandaríkjanna, en aðrir þola
illa og gagnrýna undir drep. Þessi nýjasta
mynd Allens hefur yfírleitt hlotið frábærar
viðtökur vestra og venjulegast nefnd í
sömu andrá og Platoon. Hún heitir Radio
Days og er byggð á ævisögulegum atriðum
frá New York eins og flest verka þessa
sérstæða listamanns sem var alinn upp í
Brooklyn. Myndin flallar um áhrifamátt
útvarpsins á æskuárum Allens, þegar
stjömur eins og Harry James, sem var
þekktastur fyrir básúnuleik sinn og hjóna-
band þeirra Bettýjar Grables, og Frank
Sinatra voru að koma fram á sjónarsviðið
og „slá í gegn“ í útvarpi og víðar. Myndin
kostaði 16 millj. dala, eða 7 milljónum
meira en Hannah and Her Sisters sem
íslenzkir kvikmyndaunnendur þekkja. En
myndin hefur gefíð mun minna í aðra
hönd í upphafí en aðrar þær kvikmyndir
sem nú eru mest sóttar vestra, enda fara
gæði og vinsældir ekki alltaf saman eins
og fyrr var nefnt.
Woody Allen er ekki allur þar sem hann
er séður. Hann er ekki einasta sérstæður
gamanleikari og höfundur skemmtimynda,
heldur er hann persónulegri og dýpri túlk-
andi mannlegra tilfínninga en margir ætla.
En hann hefur einnig heilbrigða og
óvenjulega afstöðu til þess verðlaunafarg-
ans sem nú ríður húsum og hefur í hæsta
lagi gildi sem sölubrella. Þannig er hann
ekki viðstaddur slíkar verðlaunaveitingar
og lætur jafnvel ekki sjá sig þótt myndir
hans eigi í hlut. Aðdáendur hans eiga erf-
itt með að skilja þetta áhugaleysi hans á
verðlaunum og engum dettur í hug að
hann hafí neinn áhuga á úthlutun Óskars-
verðlauna í ár, þótt Hannah and Her
Sisters komi þar við sögu. Hann lætur sér
fátt um fínnast og segir að ekki sé hægt
að fullyrða að einhver mynd sé bezta kvik-
mynd ársins, svo ólíkar sem helztu
myndimar séu. „Það eru svo margvíslegar
kvikmyndir," segir hann. „Ég er mjög
hrifínn af Blue Velvet og Platoon, en þær
eru svo gjörólíkar að mér er hulin ráð-
gáta, hvemig einhver getur ákveðið að
önnur sé meira listaverk en hin. Hvorug
er betri en hin, þær eru einfaldlega ólík-
ar...“
Woody Allen er ekki með hugann við
verðlaun eða annað pjatt. Hann er eins
og allir miklir listamenn með hugann við
næsta verk sitt.
Hvað á að gera við Pam?!
Annars er margt skrítið í kýrhausnum
vestur í Bandaríkjunum, ekki síður en hjá
okkur. Nýlega talaði Victoria Principal um
það, að hún væri orðin þreytt á Pam
Ewing (og þótti engum mikið!) og lét að
því liggja að hún hygðist hætta, en marg-
ir töldu að hún vildi einfaldlega fá meira
fyrir snúð sinn. Útbreiddasta og að mörgu
leyti aðgengilegasta dagblað Banda-
ríkjanna, USA TODAY, brá þá á leik og
efndi til skoðanakönnunar meðal lesenda
sinna, hvað gera ætti. Nú væri jafnvel
Dallas í húfí!! Niðurstaðan varð sú, að
rúmur þriðjungur spurðra vildi að Princip-
al fengi kauphækkun og héldi fyrir hvem
mun áfram í Dallas en hún fær nú 50
þús. dali fyrir hvem þátt, eða sem svarar
2 milij. ísl. króna, tæpur þriðjungur vildi
fyrir hvem mun að Pam yrði drepin í
myndinni við fyrsta tækifæri, nokkm færri
vildu að hún yrði látin hverfa svo lítið
bæri á og enn aðrir vildu fá aðra leik-
konu. Sumir segðu líklega að Principal
væri einhver ofmetnasti leikari Banda-
ríkjanna um þessar mundir, ef draga ætti
einhveijar ályktanir af þessari könnun, en
hún kom þó ekki við sögu í enn annarri
könnun (Bandaríkjamenn kanna alla skap-
aða hluti og em skoðanakannanaóðastir
allra mannal), þá var spurt, hver væri of-
metnasti leikari eða söngvari Banda-
ríkjanna og urðu þau Madonna og Stallone
hlutskörpust, en í könnun um merkasta
leikara Bandaríkjanna fyrr og síðar varð
Katherine Hepum hlutskörpust og sigraði
með miklum yfírburðum, en í kjölfarið
komu Cary Grant og Clark Gable, en sú
frábæra leikkona Meryl Streep (Sophie’s
Choice) var þama einnig í fremstu röð.
Verðskuldað, að margra dómi.
LBJ i sjónvarpi
Lyndon B. Johnson var furðufugl eins
og margir stjómmálamenn. En hann var
að mörgu leyti einnig athyglisverður
stjómmálamaður, þótt honum sé einna
helzt lýst eins og hinu mesta glæframenni
í minnisstæðri ævisögu hans og sízt af
öllu vandur að meðölum. Menn skyldu þó
taka öllu með fyrirvara sem Bandaríkja-
menn skrifa um forseta sína. Það er engu
líkara en þeir hafí hvað mesta þörf fyrir
að lýsa þeim eins og hinum mestu úr-
hrökum og hefur John F. Kennedy ekki
farið varhluta af því. Jafnvel látið að því
liggja að hann hafi verið óforbetranlegur
kvennabósi og þeir bræður, Robert og
hann, jafnvel átt einhveija aðild að dauða
Marilynar Monroes.
Það virðast raunar engin takmörk fyrir
því, hvemig talað er og skrifað um forseta
Bandaríkjanna heima fyrir og ef sama
regla gilti þar og í Sovétríkjunum væm
einungis örfáar hræður utan Gúlagsins.
Samt eru engir eins stoltir af forsetum
sínum og Bandaríkjamenn, enda flestir
þeirra óforbetranlegir þjóðemissinnar
innst inni, hvort sem þeir eru hvítir, svart-
ir eða gulir. En það er sem sagt þjóðar-
skemmtun og einhvers konar æði í
Bandaríkjunum að eltast við forsetana og
fer Reagan ekki varhluta af því sem stend-
ur.
Það er engu líkara en eitt helzta mark-
mið margra sé að eyðileggja manninn í
Hvíta húsinu, jafnvel fyrir svo óvemlegar
sakir, að engum dytti í hug að skerða hár
á nokkurs manns höfði fyrir svipaðar
„syndir" eða „yfírsjónir" í öðmm löndum,
allra sízt einraeðisríkjum þar sem forystu-
menn þurfa aldrei að hugsa um almenn-
ingsálit svo kallað, hvað sem það nú er í
raun og vem.
Bandaríkjaforseti þyrfti helzt að vera
heilagur maður til að lifa embættið af, og
þó yrði hann nú líklega einna helzt eyði-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987
33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 21. febrúar
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Skvett úr fötu á tún á Seltjarnarnesi.
lagður fyrir það!! Almenningur þolir sízt
af öllu heilaga menn. Hann vill hafa leið-
toga sína sem líkasta þeim hversdagslega
manni sem við emm víst flest. Þá fyrst
er hann reiðubúinn að sjá í gegnum fíngur
við þá. Og ef þeir em skomir niður við
trog eins og Nixon.
I einræðisríkjum líta menn á leiðtogana
eins og guðlegar vemr og engum dettur
í hug að vera að þjarka við svoleiðis kim-
ilsúna! Ekki frekar en menn steyti göm
framan í sólina!!
: Það ber því eitthvað nýrra við, þegar
gerð er sjónvarpsmynd um Lyndon B.
Johnson án þess hann sé teiknaður upp
sem skúrkur eða fábjáni, en hvomgt ger-
ist í þeirri mynd sem NBC-útvarpsstöðin
lét gera um þennan sérkennilega Banda-
ríkjaforseta, LBJ, The Early Years, með
Randy Quaid og Patti LuPone í aðalhlut-
verkum, en þau em bæði nauðaáþekk
fyrirmyndum sínum og á það einhvem
þátt í því, hve vel tekst til. Myndin er eftir-
minnileg, vel leikin og betri en flestar slíkar
ævisögumyndir. LBJ er ekki einungis
pólitískur hákarl, heldur einnig eiginmaður
áhrifameiri konu en virtist meðan bæði
vom og hétu. Hún þótti ekki litríkur per-
sónuleiki eins og frú Roosevelt eða Nancy
Reagan. En hún hafði sitt fram, þótt hún
færi sér hægt. Slíkar konur em jafnan
áhrifamestar bak við ijöldin.
Johnson er kannski dálítið útspekúlerað-
ur fantur, það er allt og sumt! En hann
er ftjálslyndur, skilningsríkur á hagi
minnimáttar og svertingja, sækir sem sagt
kraft sinn í grasrótina.
Lady Bird eins og LBJ kallaði konu sína
sem enn lifir er metnaðarfyllri persóna í
myndinni en menn gerðu sér grein fyrir,
jaftivel metnaðarfyllri en þessi áhrifamikli
öldungadeildarþingmaður sem Kennedy
sat uppi með sem varaforseta sinn vegna
þeirra áhrifa sem hann hafði aflað sér,
ekki sízt eftir dygga baráttu gegn kyn-
þáttamisrétti.
En þeim Kennedy-bræðmm er aftur á
móti heldur leiðinlega lýst, og þá ekki sízt
hvemig þeir, og þá einkum Robert dóms-
málaráðherra, reyna ítrekað að niðurlægja
Texas-búann. Höfundi þessa bréfs er líka
harla minnisstætt, hvemig menntað fólk
í Nýja Englandi gagrýndi Johnson, þegar
hann var orðin forseti og hristi höfuðið
yfír þessum ódannaða Texas-búa með
þenna hvíta, barðastóra hatt sem fletti sig
klæðum til að sýna að hann væri gróinn
sára sinna eftir holskurð! En kannski átti
örið að vera táknrænt fyrir þær skeinur
sem foretinn hafði hlotið í vistinni hjá
Goðmundi á Glæsivöllum.
Þessir menntuðu Harvard-menn uppi í
Nýja Englandi þoldu varla við að hafa
þetta fyrirbæri, Lyndon B. Johnson, á for-
setastóli! En þeir vora bara ekki spurðir(!).
Örlögin fóm sínu fram, hvað sem þeim leið.
Stefnuskrárræða
Reagans
Svipuð afstaða var til kúrekans í fyrstu,
en hann hefur brotið niður allt slíkt tal
með því, hversu vel hann kemur fyrir. Það
var t.a.m. eftirminnilegt að horfa á hann
flytja stefnuskrárræðu sína á þingi sem
var sjónvarpað í beinni útsendingu um öll
Bandaríkin 27. janúar sl. Hann flutti ræð-
una af mikilli innlifun og viðtökur þingsins
vom frábærar, þótt þeir Kennedy-frændur
virtust einu þingmennimir sem aldrei
klöppuðu fyrir forsetanum. Edward
Kennedy var þungur á brún. Hann hugsar
sitt.
Enda þótt LBJ kæmi til ísíands eftir
að hann varð varaforseti eins og þeim er
minnisstætt sem upplifðu það, nefndi hann
þá ferð ekki sérstaklega, svo að vitað sé,
jafnundarlegt og það nú er með tilliti til
þess, hvað hann virtist upplifa hana af
mikilli ákefð. Taldi sig eyða of miklum
tíma í að ræða við ríkisstjómina inni í
stjómarráðshúsinu, kvaddi ráðherrana og
gaf þeim kveikjara að skilnaði (sendi ör-
yggislögreglu fram á gang að sækja
kveikjara í frakkavasann sinn handa Ing-
ólfí Jónssyni!), spurði hvort mannsöfnuður
væri ekki enn fyrir utan húsið, bað um
að láta vita að hann hygðist ávarpa fólk-
ið, rauk út og hýmaði nú heldur betur
yfír honum, þegar hann sá að fólkið beið,
reyndi að príla upp á girðingarstólpa við
innganginn (sem því miður hefur víst ve-
rið rifínn niður, annars hefði átt að setja
plötu á hann), kallaði á þá sem næstir
stóðu, þ. á m. bréfreitara, að hjálpa sér
upp á steinstólpann og var það gert með
því að ýta undir aðra rasskinnina á varafor-
setanum sem nú stóð þama andspænis
þeim eftirsóknarverða manngölda og
ávarpaði fólkið af listilegri kunnáttu hins
þaulæfða stjómmálamanns, tókst meira
að segja að hreyfa við íslenzku þjóðemis-
tauginni án þess það væri endurtekið,
þegar heim kom!
En Reagan nefnir íslands-ferð sína,
þegar efni standa til, nú síðast í stefnu-
skrárræðu sinni og má telja nokkum
veginn víst, að það sé í eina skiptið sem
ísland kemur við sögu í slíkri ræðu, en
má þó vera einhvem tíma á stríðsáranum,
þegar Bandaríkjamenn vora að taka að
sér vemd landsins og tryggja öryggi þess
gagnvart nazistum.
Nú sagði Reagan eitthvað á þessa leið:
Við ræddum við Sovétmenn um afvopnun-
armál á íslandi. Þeir nýttu sér tækifærið
og vildu eyðileggja geimvamaáætlun okk-
ar (SDI).
Við gengum ekki að slíku og munum
ekki gera í framtíðinni. SDI-áætlunin er
föst í sessi nú sem fyrr. Hún mun tryggja
frið í heiminum án ógnar kjamavopna.
En nú er þó gott tækifæri til að semja
um takmörkun kjamorkuvopna stórveld-
anna, en við þurftim stuðning þingsins.
Og svo bætti forsetinn við og kallaði
fram mikil fagnaðarlæti þingmanna: Ég
segi það nú, að ég mun beita neitunar-
valdi hvenær sem reynt verður að grafa
undan öryggi Bandaríkjanna og heims-
friðnum.
Þá sneri hann sér að öryggi Suður- og
Mið-Ameríku og sagði, að stefna Banda-
ríkjanna þar væri ekki ný af nálinni, hún
ætti rætur að rekja til Monroe-kenningar-
innar um öryggi á þessu svæði. Sneri sér
síðan að öryggi eftirlaunaþega og aukinni
velferð. Það hefði fallið í góðan jarðveg
hjá LBJ og Kennedy, en samt klöppuðu
þeir frændur ekki! Loks var áhrifamikið
að hlusta á útlistun forsetans á yfírburðum
bandarísku stjómarskrárinnar, þeir væra
fólgnir í þremur orðum, We, The
People ..., þ.e. valdhafamir sækja umboð
sitt til fólksins. Það ákveður stefnuna, það
ræður, en ekki þeir. Fólkið ræður, vald-
hafamir era þjónar þess.
Það er í samræmi við þessa hugsun sem
forsetinn benti á að það væri ekki halli á
fjárlögum Bandarílganna vegna þess að
almenningur væri skattlagður of lítið, held-
ur vegna þess að ríkisstjóm og valdhafar
eyddu of miklu.
Hvemig væri að íslenzkir stjómmála-
menn íhuguðu þetta, og þá ekki sízt
valdhafamir(I).
í einræðisríkjum
líta menn á leið-
togana eins og
guðlegar verur og
engum dettur í
hug að vera að
þjarka við svoleið-
is kimilsúna! Ekki
frekar en menn
steyti görn fram-
an í sólina!!