Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Búumst við háu verði og mjög mikilli sölu - segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastj óri Iceland Seafood NÚ styttist í það, að fisksala vest- an hafs komist í eðlilegt horf eftir verkfall sjómanna. Iceland Seafood, dótturfyrirtæki Sam- bandsins, á von á fiski að heiman á mánudag, en þá verða um 6 vikur síðan síðasta skip kom. Eftirspurn eftir fiski er mikil og segir Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að hann búist við mikilli sölu á næstu mánuðum og að verð hald- ist áfram hátt. Eysteinn sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessa dagana væri ástandið mjög slæmt. Sölu- mennimir stæðu aðallega í. því að segjast engan fisk eiga. Síðasta skip hefði komið vestur 9. janúar, en næsta skip kæmi á mánudag. Eftir það yrðu afskipanir með eðli- legum hætti. Það yki svo á vandann að við upphaf verkfallsins hefðu birgðir almennt verið mjög litlar og fískskorturinn því komið fyrr fram en ella. Hins vegar hefði fram- leiðsla fískrétta gengið vel og birgðir verið nægar fyrir þá fram- leiðslu. Frá verkfalli hefði veiði heima verið mikil og sömuleiðis framleiðsla fyrir Bandaríkin og því væri bjartara framundan. Eysteinn sagði, að frá því í jan- úar á síðasta ári hefði verð á físki hækkað verulega og langt umfram verðbólgu í Bandaríkjunum, sem væri innan við 3%, og sömuleiðis umfram verðbólgu á Islandi. Hins vegar hefði dalurinn lækkað, þann- ig að verðhækkanimar hefðu ekki skiiað sér að fullu í íslenzkum krón- um. Þær hefðu engu að síður bætt hag verkenda heima vemlega. Eftir síðustu hækkanir, sem verið hefðu í byrjun febrúar, mætti nefna, að þorskblokk hefði hækkað um 30% á umræddu tímabili, þorskflök um 20%, ýsa um 20 til 23%, karfí um 33 til 40%, ufsi um 45 til 50%, grá- lúða um 32 til 46%, steinbítur um 30% og lúða um 16% allt í dölum talið. „Þessar hækkanir em hættuspil, en eftirspum er mikil, þannig að við sjáum fram á mikla sölu í marz og apríl á þessu háa verði Þrátt fyrir að slök staða dalsins færi mönnum heima færri krónur í handraðann, verða þeir að hafa í huga að þessar hækkanir em mun meiri en eðlilegt getur talizt og líklega umfram verðbólgu og kostn- aðarhækkanir heima. Þær vega því upp á móti lækkun dalsins og fram- leiðsla í frystihúsunum fyrir Bandaríkin er mjög mikil, meðal annars af þeim sökum,“ sagði Ey- steinn Helgason. ÁTVR segir upp samningum við umboðsmenn: Hættir sölu á sölulægstu sterku áfengistegundunum ÁFENGIS og tóbaksverzlun ríkis- ins hefur fækkað víntegundum þeim sem verzlunin hefur á boð- stólum um 90 til 100 tegundir, að sögn Höskuldar Jónssonar, for- stjóra ÁTVR. Höskuldur segir að hér sé þó ekki um svo margar víntegundir að ræða í eiginlegri merkingu, af því að í sumum til- vikum er hætt að selja ákveðnar flöskustærðir, t.d. af líkjörum, þó að líkjörstegundin verði áfram á boðstólunum. Hann segir að hér Signrður Helgason forsljóri Flugleiða: Hagnaður í fyrra meiri en árið á undan sé um endurskipulagningu og hagræðingu að ræða, þar sem sölulægstu tegundir af sterkum áfengi og líkjör eru teknar af söluskrá. „Það hafa um 90 til 100 tegundir dottið út, en þá nær hugtakið tegund til flöskustærða líka, þannig að til dæmis er algengt að við hættum við heilu flöskumar af líkjörum en selj- um áfram hálfar flöskur," sagði Höskuldur í samtali við Morgun- blaðið. Höskuldur sagði að þessi hag- ræðing næði eingöngu til sterkra áfengistegunda, eins og wiskys, vodkas, genevers, romms, gins og koniaks og það sem hefði ráðið val- inu á þeim tegundum sem hætt er við að selja, hefði einfaldlega verið það að sölulægstu tegundimar voru valdar. „Við rituðum umboðsmönn- um bréf í haust og tilkynntum þeim áform þess efnis að við myndum t.d. ekki skipta við fleiri framleiðendur en 9 hvað snertir innkaup á skosku wisky og 8 hvað snertir innkaup á vodka. Við höfum því valið 9 sölu- hæstu tegundimar af skosku wisky og 8 af vodka og eitthvað færri af hinum tegundunum," sagði Hös- kuldur. Höskuldur nefndi sem dæmi um skoskar wiskytegundir sem fram- vegis verða á boðstólunum í verslun- um ÁTVR: Ballantines, Black Label, Red Label, Haig, Chivas Regal, White Horse, Grant’s, Bells, Teac- hers og J&B. Auk þess verða áfram á boðstólunum maltwisky, írskt wi- sky, og fleiri tegundir. Hætt verður að selja tegundir eins og Cutty Sark, Claymore, Ambassador, White He- ather, Old Smuggler o.fl. Meðal vodkategunda sem verða á boðstól- unum eru: Smimof, Icy, Absalut, Stolitzynaia, Finlandia og Wiborova. Morgunblaðið/Júlíus Rannveig María Níelsdóttir og Dag Albert Bárnes ásamt börnum sínum Jóni Alberti og Maríu Elísabetu Hjálpræðisherinn: Nýir foringjar taka við stjórn gistiheimilis NÝIR stjóraendur taka við rekstrí gistiheimilis Hjálpræðishersins á morgun, mánudag. Það eru hjónin Rannveig Maria Níelsdóttir frá Akureyri og Dag Albert Báraes frá Asker í Noregj sem verða húsráðendur þar á bæ, en þau eru bæði útskrifaðir sem foringjar frá foringjaskóla Hjálpræðishersins sem er, að sögn Rannveigar, tveggja ára nám. Þau hjón voru að taka upp úr töskunum þegar blaðamaður hafði tal af þeim síðastliðinn föstudag enda nýkomin til landsins frá Nor- egi þar sem þau hafa undanfarin ár helgað sig Hjálpræðishemum. Rannveig María fór utan árið 1981 til þess að nema í „hemum" og kynntist hún manni sínum í for- ingjaskólanum. Þau hafa búið í Finnmörku og Vestur-Noregi eftir útskriftina og síðasta ár voru þau í Osló þar sem Dag var að grúska í tölvufræðin. Rannveig varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Akureyri og síðan gerðist hún blaðamaður á Morgunblaðinu í þijú ár þar til hún fór út. Rannveig sagði að sumir foringj- ar gegndu hlutverki safnaðarleið- toga, sumir færu út í þjóðfélags- störf og enn aðrir í_trúboðsstörf í Qarlægum löndum. íslenski Hjálp- ræðisherinn og sá færeyski eru undir sömu stjóm og norski herinn, en deildarstjórar væm yfir starfínu á íslandi og í Færeyjum. „Herinn starfar hér í Reykjavík, á ísafírði og Akureyri og starfandi foringjar á íslandi eru alls ellefu, þar af þrír Íslendingan ég, bróðir minn Erling- ur Níelsson á ísafírði og Dóra Jónasdóttir." Rannveig sagði að innan hersins væri skipanafyrirkomulag, en þó væri tekið tillit til óska foringja, sérstaklega þeirra sem væm með böm á framfæri. „Við eigum tvö böm, tveggja ára strák sem heitir Jón Albert og þriggja mánaða stelpu, Maríu Elísabetu. Ég er auð- vitað mjög kát með að vera komin heim til íslands og vona að eigin- manninum muni líka vel vistin og að hann nái íslenskunni fljótt og vel,“ sagði hún að lokum. Gistiheimili Hjálpræðishersins er öllum opið. Þar em 45 herbergi sem rúma um það bil 75 manns. Þar er einnig matsalur þar sem hægt er að fá morgunmat, hádegismat og miðdegiskaffí. í tilefni af komu þeirra hjóna verður sérstök fagnað- arsamkoma í sal Hjálpræðishersins í kvöld, sunnudagskvöld, og hefst hún kl. 20.30. Þj óðhagsstof nun: Minnsta verðbólga Kaupmáttur heimilistekna hærri en nokkru sinni fyrr og gæti enn aukist um 7% á þessu ári „ÞAÐ er ekki frá mér komið í baksíðufrétt Morgunblaðsins, að hagnaður Flugleiða á síðasta ári hafi verið nálægt 400 milljónum króna. Það er ekki rétt tala,“ sagði Sigurður Helgason for- sljóri Flugleiða í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður sagði, að það eina, sem hann gæti á þessu stigi sagt um afkomu Flugleiða í fyrra, væri að hagnaður hefði orðið af rekstri fé- lagsins og að hann væri meiri en árið áður, þegar hann hefði orðið tæpar 200 milljónir króna. VEGNA fyrirhugaðra bygginga- framkvæmda við Viðeyjarstofu hefur veríð kannað lítillega hvort forminjar kunni að leynast í göml- um bæjarstæðum í Viðey. Við frumkönnun hefur fundist íslegg- ur, hálfur sleggjuhaus og pottbrot úr gömlu klébergi. Að sögn Mjallar Snæsdóttur fom- leifafræðings, sem staðið hefur að könnuninni í Viðey fyrir hönd Árbæj- arsafns, er erfítt að segja til um aldur á ísleggnum og sleggjuhausnum. „Þetta eru hlutir sem breytast ekki mikið og líta eins út hvort sem þeir eru frá landnámsöld eða síðar," sagði Mjöll. „En pottbrotið er væntanlega frá miðöldum." Hún sagði að í könn- unargreftrinum hefði margt komið í Ijós, bæði gamalt og nýtt, sem ekki væri hægt að tímasetja, en ákveðið er að athuga betur með vorinu hvað þama leynist. VERÐBÓLGA hérlendis hefur ekki verið jafn lítil í 15 ár og hún var á síðasta ári eða um 13% Ekki er vitað með neinni vissu hvenær fyrst var byggt í Viðey. Klaustur var stofnað þar á 13. öld og stóð það fram að siðskiptum. „Það á mælikvarða framfærsluvísi- tölu. Þá er talið að viðskiptin við útlönd hafi verið í jafnvægi á er eins víst að byggð hafi verið þama alveg frá landnámsöld, áður en klaustrið var stofnað," sagði Mjöll. síðasta ári í fyrsta sinn frá árinu 1978. Gert er ráð fyrir 11-12% verðbógu í ár, sem er nokkru hærrí verðbólga en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum í des- ember. Orsakiraar til þess má einkum rekja til óhagstæðrar gengisþróunar að undanförau, en spáin er óviss. Það að verbólg- an varð ekki innan við 10% á síðasta ári má einnig rekja til óhagstæðrar gengisþróunar, einkum lækkandi gengis Banda- ríkjadals. Þessar_ upplýsingar koma fram í nýju Ágripi af þjóð- arbúskapnum, sem Þjóðhags- stofnun gefur út, þar sem Iýst er áætlaðri niðurstöðu efnahags- framvindunnar á árinu 1986 og horfum fyrir árið 1987. Einnig kemur fram að hagvöxtur hér á landi á síðasta ári var meiri en í nokkm öðm iðnríki. Hagvöxt- urinn á mælikvarða landsfram- leiðslu var tæplega 6,5%. Þjóðar- tekjur jukust þó enn meira, eða um 8,5% vegna mikils viðskiptakjara- bata á árinu. Því er spáð að landsframleiðsla aukist mun hægar á þessu ári en í fyrra, eða um 3,5%, en gert er ráð fyrir að þjóðartekjur Viðey: Fomminjar í gömlum bæjarstæðum Morgunblaðið/Ámi Sæberg ísleggur, eða skauti, með götum fyrir reimar, pottbrot úr klébergi og hálfur sleggjuhaus. í 15ár gætu þó aukist um tæplega 5,5%, þar sem reiknað er með að viðskipta- kjör haldi áfram að batna á árinu. Kaupmáttur tekna heimilanna er talinn hafa verið rúmlega 11% hærri á árinu 1986, en var á árinu 1985, eða hærri en nokkm sinni fyrr. Atvinnutekjur á mann hækkuðu að meðaltali á sama tímabili um ná- lægt 35% og kaupmáttur ráðstöfún- artekna jókst einnig mjög mikið, en þó ekki eins mikið og kaup- máttur atvinnutekna, vegna þyngri skattbyrði. Miðað við það að samn- ingsbundnar launabreytingar á þessu ári verði þær sömu og fólust í desembersamningunum, er spáð 22-23% hækkun atvinnutekna á mann að meðaltali á þessu ári. Gengi það eftir, gæti kaupmáttur tekna heimilanna enn aukist um nálægt 7% að meðaltali milli áranna 1986 og 1987. Þar sem þessi kaup- máttaraukning er þegar komin fram hjá þeim launþegum sem þeg- ar hafa lokið samningum er gert ráð fyrir að launa- og verðlagsþróun haldist að mestu í hendur það sem eftir er ársins. Á árinu 1987 horfir til þess að viðskiptahalli verði um 0,5% af landsframleiðslu. Stafar þetta eink- um af því að vöruviðskiptin eru ekki talin verða eins hagstæð og var í fyrra..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.