Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Séra Svavar A. Jónsson Hvað á að kenna fermingarbörnum? Hvað á kirkjan að kenna börn- unum í undirbúningnum undir ferminguna? Á að leggja áherslu á að þau viti ákveðin atriði um kristna trú, læri sálma utanað? Eða á að leggja megináhersluna á þægilegt andrúmsloft í ferming- artímunum, láta þau ráða ferðinni að meira eða minna leyti, nota mikið af tímanum til að þau geti spurt sinna spuminga í staðinn fýrir að leggja fram spumingar, sem þau spyija aldrei, og nota tímann til að svara þeim? Uppeldi hefur breyst mikið á undanfömum áratugum, bæði heima og í skólum. Kennsla í skól- um hefur breyst og hugmyndir um aga og fijálsræði hafa breyst á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þegar við reynum að gera okkur grein fyrir innihaldi ferming- artímanna skulum við minnast þess, sem þegar hefur verið unnið í kirkju okkar til að móta það. Við skulum hyggja að því, breyta því eða fella á brott. En við skul- um ekki hafna því eins og það hafí ekki verið unnið og byija upp á nýtt án þess að huga að því. Samþykkt Presta- stefnu Islands 1965 segir meðal annar þetta um ferm- inguna: „Prestastefnan vill eins og áður leggja áherslu á helgi og þýðingu fermingarinnar og tengsl hennar við skímina og nauðsyn og mikilvægi ferming- arfræðslunnar fyrir framtíð kristindómsins í landinu og alla sanna og heilbrigða þjóðmenn- ingu. Með þetta í huga samþykkir prestastefnan eftirfarandi: Mark- mið fermingarundirbúnings er að vekja og glæða trúartraust hinna ungu og laða þá til samfélags við Krist og til fullrar þátttöku í lífí kirkjunnar svo að þeir fái tileinkað sér þann frelsandi boðskap, sem felst í fagnaðarerindi Krists og að hann megi verða leiðtogi lífs þeirra." Á Kirkjuþingi árið 1972 var þessi samþykkt rædd og sam- þykkt með ofurlítið breyttu orðalagi. Þetta skyldi lært. í samþykktunum báðum er gert ráð fyrir nokkrum utan- bókarlærdómi, að minnsta kosti skyldi þetta lært samkvæmt sam- þykkt prestastefnu: 1. Signing. 2. Faðir vor. 3. Blessunarorðin. 4. Boðorðin 10 ásamt kærleiks- boðorðinu mikla og gullvægu lífsreglunni. 5. Trúaijátningin. 6. Innsetningarorð skímar- og altarissakramentis. Þá skulu lærðar ekki færri en 35 valdar ritningargreinar og að minnsta kosti 10 til 15 sálmar úr sálma- bók kirkjunnar. Á grundvelli þessa skal fræða bömin ítarlega um þessi atriði: 1. Biblíuna. 2. Líf, kenningu, dauða og upp- risu Krists. 3. Bænina. 4. Kirkjuna og kirkjuárið. 5. Guðsþjónustuna, sálmabókina, Passíusálmana og bænabók. 6. Meginatriði trúar- og siðalær- dóms hinnar evangelísku lútersku kirkju. 7. Kristniboð heima og erlendis. Krístmn arfur í nútíma ringulreið • Eg hef ekki lengur ferming- artíma einu sinni í viku allan veturinn heldur námskeið með samfelldum tímum á laugar- dögum í nokkrar vikur. Samþykktimar tvær, frá Prestastefnunni 1965 og Kirkju- þingi 1972, hafa verið ræddar í kirkjunni og nú vísum við þeim til ykkar, kæru lesendur, því mik- il nauðsyn er á að við íhugum öll þessi mál. Árið 1980 sendi kirkjufræðslu- nefnd frá sér greinargerð til Kirkjuþings og tók upp þráðinn frá 1965 og ’72: „Hinn skýrt afmarkaði kirkju- legi arfur, sem kemur fram í samþykktum Prestastefnu og Kirkjuþings, er ótvíræð forsenda frekari stefnumótunar. Á hinn bóginn þarf að taka til- lit til vandkvæða á breyttri öld. Hið fyrra er lífæð kirkjunnar, hið síðara fótfesta hennar í veröld- inni.“ „Þessar samþykktir taka fyrst og fremst til meðferðar markmið fermingarfræðslu og innihald hennar, en láta aðferðir við fræðsluna að mestu óræddar. — Þegar hugað er að umræddum samþykktum kemur í ljós, að sjón- armið beinnar boðunar er rikjandi.“ 0g alit var þetta svo tekið til umræðu á ráðstefnum fermingar- starfanefndar í haust. Þótti fólki gott að hafa þessar samþykktir til umfjöllunar en nauðsynlegt að breyta þeim til aðstæðna breyttra tíma. Einkum þótti að mjög bæri að draga úr utanbókarlærdómi. Rætt var um að koma sér saman um nokkur atriði, sem kennd yrðu, en þess utan skyldi frumkvæði hvers prests og safnaðar njóta sín. Og nú skilum við til ykkar nokkrum atriðum úr samtölum fermingarstarfanefndar við ein- staka presta og safnaðarfólk og úr umræðu ráðstefnanna: Hvað viljum við kenna ferming- arbörnunum? • Fermingarundirbúningurinn ætti ekki að vera fyrst og fremst fræðsla heldur leiða til nýrrar lífsreynslu og persónu- legrar ákvörðunar í trúnni. • Fermingarundirbúningurinn á að liðsinna unglingunum á erfiðu lífsskeiði, aðstoða þá við að leita öryggis og and- legrar fótfestu. • Fermingarundirbúningurinn á að gera bömunum kleift að taka sjálfstæða afstöðu til kristinnar trúar, játast Kristi — eða hafna honum. • Ég tel það ekki hlutverk mitt að snúa fermingarbörnunum til trúar heldur vinna að því að þau fái áhuga á kirkjunni svo að þeim fínnist hún já- kvæð stofnun, sem þau til- heyra. Krafa um afturhvarf á ekki við í Þjóðkirkjunni. • Ég miða fermingarfræðsluna fyrst og fremst við það að kenna bömunum að biðja og lesa sjálf í Biblíunni svo að þau kunni það alltaf upp frá því. Ég hvet þau líka til að sækja messur og meta kirkju sína. • Ég tel að við megum ekki hætta að kenna bömunum sálma, þegar seinna reynir á í lífi þeirra er þeim ómetanlegt að geta gripið til þeirra. • Við eigum að hætta þessum utanbókarlærdómi og nota tímann til uppbyggilegrar samveru. • Fræðsla, samfélag, tilbeiðsla, þjónusta. Þetta eru megin- þættir fermingarstarfanna. Hvenær viljum við kenna ferm- ingarbörnunum? • Ég skipti fermingarfræðslunni á tvo vetur. Bömin byrja þá tveimur vetrum áður en þau fermast og læra reyndar það sama báða vetuma því báðir hópamir eru saman. En það er gott fyrir þau að rifja upp. • Ég vildi í rauninni byija ferm- ingarfræðsluna þegar bömin eru svona 10 ára og hafa stutt námskeið á hveijum vetri fram að fermingarvetrinum, og hafa fræðsluna þá eins og ég hef hana núna. Fermingarbömin gera stund- um undur litlar kröfur til sjálfra sín og finnst til of mik- ils mælzt að þau lesi fyrir tímana hjá prestinum. Við, sem kennum fermingar- börnunum gerum líka stundum litlar kröfur til okkar og látum okkur hafa að „messa eitthvað óskiljanlegt" yfir fermingar- börnunum okkar. Lausnin finnst í samvinnu prestsins, baraanna, fjölskyldn- anna og safnaðarins. Það getur verið fyrirhafnarsöm leið og veldur stundum vonbrigðum. En við megum til með að fara hana og það borgar sig. ,r*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.