Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 61 Mynd frá upptöku á einu atriðanna í myndaflokknum: Fólk í skrúðgöngu með myndir af Lincoln og Lenin á flöggum sínum. Hann segir að þáttaröð sín sé alls ekki heimskuleg, hún sé ekki til að skemmta fólki, heldur að sýna því fram á að lýðræði getur snúist í höndunum á fólki. Hann telur að almenningur í Bandaríkjunum skilji ekki muninn á frelsi og réttindum. Christine Lahti, sem er í einu aðalhlutverkinu, er sannfærð um að þátturinn eigi eftir að vekja magnaðar deilur, ekki síst þar sem hann deili umfram allt á ríkisstjóm Bandaríkjanna og kapítalismann. Lahti kynnti sér stjómmálaskoðanir Wryes áður en hún samþykkti að leika í myndinni; hún telur Wrye vera vinstra megin við miðju, „demókrata í anda Kennedys". Þýski leikarinn Reiner Schöne leikur austur-þýskan hermann í þjónusu Sovétmanna. Hann hefur ekki áður leikið í bandarískri mynd, en hann hefur fest í hlutverki skúrksins. Hann segist ekki vera ýkja hrifínn af því að leika fanta og fúlmenni, en þetta ákveðna hlut- verk freistaði hans. Schöne segir: „Hlutverkið er í það minnsta ekki svart og hvítt Rambó-rugl. Myndin sýnir engan andsovéskan áróður. Þvert á móti, hún er mjög gagnrýn- in á lifnaðarhætti í Bandaríkjun- um“! Hann efast um að nokkur sjónvarpsstöð myndi sýna, og enn síður framleiða myndaflokk eins og „Ameríku", því hann sé svo dæmi- gerður fyrir bandarískt sjónvarp. Sagan eigi sér enga stoð í raun- veraleikanum, sniðinn að smekk amerískra sjónvarpsáhorfenda. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um söguþráð í „Ameríku". ABC vill ekki að upplýsingar leki í fjölmiðla. En blaðamaðurinn Stan- ley Mieses fékk að fylgjast með upptökum einn dag og komst yfír eintak af kvikmyndahandritinu án vitundar framlqiðendanna. Honum leist ekki á sjónvarpsþáttinn nema miðlungi vel. Hann segir að þáttur- inn fjalli um allt og ekkert, eina mínútuna sé hann eins og martraðT ardraumur repúblika um innrás Rússa í Hvíta húsið, hina mínútuna er hann eins og þrúgandi fyrirlestur háskólaprófessors. Mieses nefnir nokkur atriði sem hann tók eftir stór stríðssena milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, gjaldþrota bænd- ur sem missa býli sín í hendur banka (raunveralegir bændur i nágrenni við upptökustað léku í myndinni og a.m.k. einn þeirra missti býli sitt meðan á tökum stoð), fólk í biðröð- um við verslanir, skrúðgöngumenn með myndir af Lincoln og Lenin á rauðum flöggum, og skólabörn sem eru neydd til að kyija intemasjónal- inn. Stanley Mieses treystir sér ekki til að segja til um hvort „Ameríka" komi til með að njóta almennrar hylli, það muni ekki ger- ast nema fólk langi til að sjá lífíð í framtíðinni litað dökkum litum. En hitt er hann með á hreinu, að þátturinn á eftir að reita marga til reiði, vekja upp úlfúð vestan Atl- antsála sem austan þegar hann verður sýndur eftir mánuð. Það nýjasta sem gerst hefur í þessu máli er að Sovétstjómin hefur falast eftir kaupum á „Ameríku" til að sýna í ríkisstónvarpinu þar í landi. Það er haft eftir Gennady Gerasimov, talsmanni sovéska ut- anríkisráðuneytisins, en ráðamenn þar virðast hafa vitað allt um efni myndaflokksins frá því fyrst var tiikynnt um hann. Sovétstjómin vill sýna hvaða hugmyndir Bandaríkja- menn hafa um Sovétríkin. það hefur ekki gerst áður og þykir því harla óvenjulegt, ekki síst vegna þess að sovéskir ráðamenn hafa sagt myndaflokkinn vera lið í ófræging- arherferð Bandaríkjamanna. HJÓ (Heimild: Amerícan FQm). Atriði úr myndaflokknum. Heildsöluutsalan í fullum gangi Rýmum fyrir nýjum vörum Opið laugardag kl. 10.00—16.00 Stöðugt bætt inn nýjum vörum. Stórkostlegt tækifærisverð á leðurfatnaði. Herra- og drengja- leðurjakkar. Verð frá 6.900,- Nýr skófatnaður — Opnunartilboð Act- og Puffins-skór í úrvali Barnakuldaskór. Verð frá 600,- Herra- og dömuinniskór. Verð frá 500,- Tilboð, herravinnuskór. Verð frá 1.600,- Act-leðurkuldaskór herra. Verð frá 2.200,- Mikið úrval af nýjum Puffins-dömuhælaskóm. Litir: Svartir, brúnir, hvítir. Sendum í póstkröfu 5IMDN5EN farsímar við allar aðstæður ffl létturT1 vatnsþéttur, vinnuþéttur. Viðurkenndur fyrir gœði og einstakt notagildi. OPIÐ: Mán.-föst. 9-18 laugard. 14-17 sunnud. 14-17 BENCO hf. plnrgw- Ikfeðtlit í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Lágmúla 7, sími 84077. Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Ráðherranefnd Norðurlanda hefur skipað sérlega rtefnd til að ráöstafa fé því sem árlega er veitt til að styrkja útgáfu á norrtenum bókmenntum í þýöingu á Norðurlöndum. Fyrsta úthlutun nefndarínnar á styrkjum f þessu skyni 1987 fer fram f maf. Norrænn styrkur til þýðinga á bókmenntum nágrannalandanna Þá mun nefndin einnig f maf úthluta styrkjum til þýðinga á árinu 1987. 75.000 danskar krónur eru til umráða, er þeim fyrst og fremst ætlað aö renna til þýðinga úr færeysku, grænlensku, fslensku og samfsku á önnur Noröurlandamál. Umsóknarcyðublöð ásamt leiöbeiningum fást hjá menntamálaráðuneyt- inu i Reykjavfk, eða frá skrifstofu Ráðherranefndar Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Umsóknarfrestur fyrir báða þessa styrki rennur út 1. apríl 1987. Nordisk Ministerrád, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kabenhavn K, Danmark. Félag járniðnaðarmanna AÐALPUNDUR 1987 verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar 1987 kl. 8.00 e.h. á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. yenjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni þriðjudag, 24. febr., og miðvikudag, 25. febr., kl. 16.00—18.00. Mætió stundvíslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.