Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBIAÐIÐ, 'SUNNUÖXgUR WPÉBBÚAR Íá87
í
t
Ljósm. Morgunblaðsins/Ólafur Guðmundsson
Á æfingu hjá Skólahljómsveit Kópavogs. í hljómsveitinni eru nú 46
nemendur, í Hornaflokki Kópavogs eru 30 hljóðfæraleikarar og 17
í Jassbandi Kópavogs.
Kennarar Skólahljómsveitar Kópavogs f.v.: Jóhannes Eggertsson,
Björn Guðjónsson, Martial Nardeau, Þorvaldur Steingrímsson og
Jónas Björnsson.
í flaututíma hjá Martial Nardeau.
Skólahljómsveit Kópavogs 20 ára:
Þettaer að verða
hljómsveit
— segir stjórnandinn, Björn Guðjónsson
Skólahljómsveit Kópavogs á afmæli. Tutt-
ugu ár eru liðin frá þvi að Björn Guðjóns-
son, trompetleikari, hóaði saman
nokkrum skólakrökkum í Kópavogi og
byijaði að æfa lúðrasveit. Nánar til tekið
„Aðalhvatamenn að stofnun
Skólahljómsveitar Kópavogs voru
þeir Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi
bæjarstjóri í Kópavogi, og Karl
heitinn Guðjónsson, fræðslufulltrúi
Kópavogs, var hljómsveitinni sann-
kallaður bakhjarl meðan hans naut
við. Það var gerður sérstakur samn-
ingur milli ríkis og bæjar um
stofnun og rekstur hljómsveitarinn-
ar og samkvæmt þeim samningi
skyldi stjómandi launaður af ríki
en bæjarsjóður annast annan
kennslukostnað, hljóðfærakaup og
almennan rekstur sveitarinnar. Það
hefur haldist siðan,“ segir Bjöm
Guðjónsson, þegar hann er inntur
eftir tildrögun að stofnun Skóla-
hljómsveitar Kópavogs, en hann
hefur verið stjórnandi hljómsveitar-
innar frá upphafi, og hefur átt
drýgstan þátt í að skapa henni þann
sess sem hún skipar í dag, „í senn
sómi og stolt okkar Kópavogsbúa"
eins og Björgvin heitinn Sæmunds-
son, bæjarstjóri, komst að orði er
10 ára afmælis hljómsveitarinnar
var minnst.
En hvernig verður 20 ára af-
mælisins minnst, Björn?
„Það verður efnt til afmælistón-
leika í Háskólabíói 14. mars. Þá
mun hljómsveitin koma fram í nýj-
um búningi frá Adidas. Þann dag
kemur út hljómplata með skóla-
hljómsveitinni, Homaflokki Kópa-
vogs og Jassbandi Kópavogs, en
Homaflokkurinn og Jassbandið em
skipuð hljóðfæraleikurum sem
komnir em yfir skólaskyldualdur,
en vom á sínum tíma í skólahljóm-
sveitinni. Sumir þessara hljóðfæra-
leikara byijuðu með skólahljóm-
sveitinni fyrir 20 ámm og vildu
ekki hætta þótt skólaskyldan væri
að baki. Því var tekið til þess ráðs
að stofna Homaflokk Kópavogs á
10 ára afmæli hljómsveitarinnar og
Jassbandið tveimur ámm síðar.
Gunnar Ormslev stjómaði Jass-
bandinu á fyrstu árum þess, en við
fráfall hans tók Árni Scheving við
stjórninni."
Og hljómsveitin hefur haft
nauðsynlegum kennurum á að
skipa þessi 20 ár?
„Já, hljómsveitin hefur alltaf haft
góðum kennumm á að skipa. Með
mér byijuðu þeir Jóhannes Eggerts-
son og Vilhjálmur Guðjónsson.
Vilhjálmur lést fyrir allnokkmm
ámm, en Jóhannes kennir enn á
hófust æfingar á haustdögum 1966, en
22. febrúar 1967 lék Skólahljómsveit
Kópavogs fyrst opinberlega á 10 ára af-
mæli Kársnesskóla, og hefur sá dagur æ
síðan talist stofndagur hljómsveitarinnar.
Björn Guðjónsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs, og Horna-
flokks Kópavogs ásamt dóttursyni sinum og nafna og verðandi
blásara að sögn.
„Kópavogsbær hefur alltaf búið
mjög vel að hljómsveitinni og án
tillits til meirihlutamyndunar í bæj-
arstjórn hveiju sinni. Hljómsveitin
hefur alltaf haft aðstöðu í Kársnes-
skóla og hefur nú kjallara íþrótta-
hússins þar til sinna nota. Hin
ýmsu félagasamtök í bænum hafa
líka lagt hljómsveitinni lið. T.d.
styrkir Kiwanisklúbburinn skóla-
A æfingu
slagverk og auk hans og Árna
Scheving starfa nú þrír aðrir
stundakennarar við hljómsveitina:
Martial Nardeau kennir á flautu;
Þorvaldur Steingrímsson á klarinett
og saxófón og Jónas Bjömsson
kennir á málmblásturshljóðfæri
með mér.“
Og hvernig búa Kópavogsbúar
svo að þessu óskabarni sínu?
Æðislega gaman að
vera í hljómsveitinni
— segir Sóley Tómasdóttir, 13 ára
Sóley Tómasdóttir er í 7. bekk
Digranesskóla. Hún innritaðist í
Skólahljómsveit Kópavogs haust-
ið 1985 og leikur nú á básúnu í
hljómsveitinni. En af hveiju
gekk hún til liðs við Skólahljóm-
sveit Kópavogs?
„Ég hafði heyrt mikið talað um
hljómsveitina. Vinkona mömmu
minnar hafði verið í hljómsveitinni
á sínum tíma. Það var kannski að-
alástæða þess að ég lét innrita
mig,“ segir Sóley.
„Nei, ég sé svo sannarlega ekki
eftir því. Það er alveg æðislega
gaman í hljómsveitinni."
Og hvað er svona gaman?
„Bara allt. Þetta er mjög góður
og skemmtilegur félagsskapur.
Ferðalögin eru spennandi og svo
er bara gaman að spila með krökk-
unum.“
Hefurðu ferðast viða með
hljómsveitinni?
„Ég fór til Austurlands í fyrra.
Það var mjög gaman og ég hlakka
til sumarsins. Þá förum við til Fær-
eyja,“ segir Sóley Tómasdóttir að
lokum.
Ólafur
Sóley Tómasdóttir, básúnuleik-
ari.