Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 63 með hótunum um vinnumissi eða vinsamlegum fortöium eftir því sem þeim þótti við eiga. Sumir gugn- uðu, enda áttu þeir ailt sitt undir því að halda vinnunni, en margir verkamenn létu engan bilbug á sér finna. Á útmánuðum 1907 samþykkti Hlíf kauptaxta fyrir verkafólk. Þá var siður að verkalýðsfélög ákváðu kauptaxta og auglýstu þá en fóru ekki samningaleiðina við atvinnu- rekendur. Réð hér nokkru um að atvinnurekendur höfðu engin sam- tök sín á milli og því ekki unnt að semja við þá sem heild. I hinum nýja kauptaxta fólst tölverð kaup- hækkun, einkum fyrir kvenfólk sem unnið hafði fyrir smánarlaun. Auk þess greiðsla á sérstöku eftirvinnu- kaupi sem þótti nýlunda. Mótspyma gegn þessum nýja kauptaxta varð minni af hálfu at- vinnurekenda en búist var við. Var þessi kauptaxti Hlífar í gildi í Hafn- arfírði um 5 ára skeið, fram á árið 1912. Starfsemi Hlífar gekk nokkuð í öldum fyrstu árin eins og títt er um félög. Talið er að dauft hafí verið yfír félaginu og að starfsemi þess hafí jafnvel legið niðri haustið 1908 og fram eftir vetri, en þá hafí Sveinn Auðunarsson haft for- göngu um að he§a félagsstarfið af krafti á ný. Eins er þess getið að árið 1911 hafí verið gengið í að hressa félagið við og hefði þá verið dauft yfír því útmánuðina veturinn áður. Og í mars 1912 auglýsti Hlíf nýjan taxta og hefur líklega fengið hann viðurkenndan án árekstra. Þar var kaup karla ákveðið aðeins í tvennu lagi, 25 og 30 aurar, en kaup kvenna 18 aurar allt árið. Eftirvinnukaup var 5 aurum hærra til kl. 23 en 10 aurum hærra eftir það til morguns. Er þetta í fyrsta sinn að næturvinnukaup kemur til sögunnar. Jafnframt var sett sér- stakt helgidagakaup, 50 aurar fyrir karla og 30 aurar fyrir konur. Ann- ars breyttist kaupgjaldið ekki mikið á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri og sama mátti segja um vöru- verð og annan framfærslukostnað. Var og yfirleitt kyrrð yfír kjarabar- áttu verkalýðs hér á landi á þeim árum. Þegar heimsstyijöldin fyrri hófst 1914 var Verkamannafélagið Hlíf orðið fast í sessi í bæjarlífi Hafnar- fjarðar, þó margir verkamenn þar stæðu þá enn utan við það. Hér verður saga Hlífar ekki rakin frek- ar. Mikil barátta var framundan fyrir bættum kjörum og atvinnu- öryggi verkafólks. Þeirri baráttu er ekki lokið. - bó. Unnið í stóra fiskstakknum hjá Einari Þorgeirssyni 1932. Á Thors- plani má sjá kolabing. Mikið undir því komið að stjórn- völd standi við sitt Rætt við Sigurð T. Sigurðsson vara- formann Hlífar „Ég gekk fyrst í Hlíf 1948 en var öðru hvoru á sjó næstu árin eftir það og því ekki full- gildur félagi," sagði Sigurður T. Sigurðsson varaformaður Hlífar. „Ég gerðist virkur í félagsstarf- inu eftir að ég hóf störf hjá ÍSAL 1972 en þar vann ég á vöktum f kerskálanum. Þar þurfti að fá ýmislegt lagfært varðandi að- búnað á vinnustað og tók ég virkan þátt í þeirri réttindabaráttu ásamt kjarabaráttunni. Ég vil taka það fram í þessu sambandi að vinnuaðstæður voru síst verri hjá ÍSAL en sumum fyrirtækjum öðrum, t.d. hér f Hafnarfirði. Með þessum málum verður verkafólk sífellt að hafa vakandi auga. Þar sem ertandi vinnuaðstæður eru þarf að knýja fram úrbætur og er þá sama hver atvinnurekandinn er. Frá 1981 hef ég svo verið starfsmaður Hlífar í fullu starfi.“ - Hvað hefur þér fundist um árangur starfsins sfðan þú settist í stjómina? „Það hefur ekki gengið betur hjá okkur en öðrum verkalýðs- félögum. Hin seinni árin finnst mér kaupránslögin, sem núver- andi ríkissijóm setti 1983, bera hæst ásamt hávaxtastefnunni, sem hefur farið illa með láglauna- fólk. Vaxtapólitík stjómvalda hefur leitt til þess að nauðungar- uppboðum hefur fjölgað fram úr hófi og margir komist á vonarvöl. Það olli mér miklum vonbrigðum að verkalýðshrejrfíngin var ekki þess megnug að vinna á móti þessu. Samningamir í febrúar á sfðasta ári vom viðunandi. Þær Igarabætur sem fengust í desem- ber sl. vom spor í rétta átt en lágmarkslaun þyrftu að vera hærri og hjá þeim lægst launuðu þyrftu að koma til eðlilegar starfs- aldurshækkanir. Nú er mikið undir því komið að stjómvöld standi við sitt og þessar umbætur verði varanlegar." - Hvað um málefni Hlífar? „Hinn almenni félagsmaður er of óvirkur og það stendur félaginu fyrir þrifum. Við höfum verið heppnir með nokkum hóp ein- staklinga sem hafa drifið félagið áfram en fleiri þyrftu að fara að þeirra dæmi. Við verðum að fínna að félagsmenn styðji við okkur - að þeir ýti á okkur og skammi okkur ærlega ef því er að skipta. Ef menn hafa ekki aðhaldið hætt- ir þeim til að dotta, það er alkunn staðreynd." - Hvað um framtíðina? „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd Verkamannafélagsins Hlífar og Hafnarfjarðar. Þetta er dásam- legur bær með bjarta framtíð — við eigum að geta gert stóra hluti héma og lifað í sátt og samlyndi." " ' ''í' ii. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður T. Sigurðsson varaformaður og Hallgrímur Pétursson formaður Verkamannafélagsins Hlífar. yerðum að taka inargt til endurskoðunar Rætt við Hallgrím Pétursson formann Hlífar Hallgrímur Pétursson hefur verið formaður Verkamannafé- lagsins Hlífar síðastliðin 10 ár. „Eg gekk í Hlíf 1950 og var þá verkamaður í fiskvinnu," sagði Hallgrímur í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Stór- verkfall árið 1955 varð til þess að ég gerðist virkur í félaginu. Á þessum árum var oft barist af hörku og árangurinn var oft- ast eftir því góður.“ - Hvað er þér minnisstæðast frá þessum árum? „Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, eins og sagt, er. Kannski er eftirminnilegast hversu samstilltir menn vom í baráttunni. Félagsfundir vom vel sóttir og flest- ir tóku þátt í starfínu af lífí og sál. Þá var lífsbaráttan líka harðari - hér áður fyrr vom menn að beij- ast fyrir tilveru sinni í bókstaflegri merkingu og það þjappaði mönnum saman. Hér áður fyrr var meiri harka í þessu en menn vom óbijót- andi í verkföllum sem því miður vom tíð. Það sem ávannst tapaðist venjulega í verðbólgu á skömmum tíma - oft var samið stórt en árang- urinn þurrkaður út með einu pennastriki og aðgerðum ríkisvalds- ins hveiju sinni. Menn vom þó ávallt reiðubúnir að sækja fram á ný.“ - Hefur þetta breyst mikið? „Já, því miður hefur þetta breyst mikið. Nú er mikil deyfð yfír starf- semi okkar og það háir okkur mjög. Stór hluti félagsmanna mætir ekki á félagsfundi og er sinnulaus um baráttumálin. Þetta leiðir af sér að lítill hópur manna verður að taka ákvarðanir fyrir meirihlutann og það er ekki af hinu góða.“ - Hvað er til úrbóta? „Eflaust er það skipulagsbreyt- ing - skipulag verkalýðshreyfíngar- innar er ekki í takt við tímann. Ég loka ekki augunum fyrir því, að verkalýðsfélögin hafa verið of íhaldssöm í skipulagi sínu og starfs- háttum. Við verðum að taka margt til gagngerrar endurskoðunar og leita nýrra leiða til að virkja hinn almenna félagsmann. Við eram að beijast fyrir mannsæmandi lífi, að- búnaði og öryggi á vinnustöðum og lífsafkomu manna. Það er að okkur sótt úr ýmsum áttum. Sífellt er reynt að ganga á þau réttindi sem við höfum aflað með súmm svita og harðvítugri baráttu. Við verðum að standa traustan vörð um réttindi okkar og veija þau með oddi og egg. Enn sem fyrr er höfuðstefnan og meginmarkmiðið að launin fyrir eðlilegan vinnudag séu þannig að hægt sé að lifa af þeim.“ - Hvað um pólitíkina, því er haldið fram af sumum að verkalýðs- félög næðu meiri árangri með samstarfi við stjórnmálaflokka." „Ég vildi ekki standa frammi fyrir því að mitt félag væri útibú einhvers stjómmálaflokks, enda em félagar í Hlíf með mismunandi stjómmálaskoðanir, eins og gefur að skilja. Við höfum verið blessun- arlega lausir við alla pólitík innan félagsins og því getað sent bæði kaldar og hlýjar kveðjur til ríkis- stjóma, hvort sem þær hafa talist til vinstri eða hægri. Það er ekki af því góða þegar stjómmálaflokk- um hefur tekist að eigna sér verkalýðsfélög og nota þau valda- brölti sínu til framdráttar." - En það hefur orðið ótvíræður árangur af verkalýðsbaráttunni. „Já, það hefur orðið gífurlegiír'— árangur. Það sést ef litið er aftur til ársins 1907 - þá var verkafólk réttindasnautt og nánast eins og þrælar. Eftir að samstaða náðist meðal verkamanna varð gífurleg breyting á þessu. Þó litið sé til skemmri tíma eins og t.d. ársins 1950 hafa réttindi verkafólks aukist vemlega. Þó verð- ur að viðurkennast að ekki hefur tekist að gera nógu mikið fyrir hina lægst launuðu. Laun þeirra em fyr- ir neðan allar hellur og vantar mikið uppá að þetta fólk geti lifað af eðli- legum vinnudegi. Það er sárt til þess að hugsa að ekki hafi náðst meiri árangur í verkalýðsbaráttunni og verkalýð^- félögin eigi ávallt undir högg að sækja. Launafólkið í landinu gæti ráðið því sem það vildi ráða ef sam- staðan væri meiri. Þó gerðir hafí verið sæmilegir samningar oft á tíðum hefur ríkisvaldið jafnan grip- ið inní og gert þá að engu á skömmum tíma. Þar hafa allir flokkar átt hlut að máli. Atvinnu- rekendur hafa þannig ekki verið höfuðandstæðingar okkar. Ef við hefðum jafnan haldið því sem sam- ið hefur verið um í gegnum árin stæðum við nokkuð vel núna. I Útboð "" Innveggjasmíði - Frágangur og kerfi Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson óskar eftir tilboðum í smíði innveggja og fullnaðarfrágang á skrifstofu og starfsmannaaðstöðu á 2. hæði í nýbygg- ingu sinni að Grjóthálsi 9—11. Stærðir: Gólfflötur 600 m2, veggir 700 m2. Útboðsgögn verða afhent hjá Þorsteini Magnússyni, verkfræðistofa, Bergstaðastræti 13, s. 19940, frá 18. febr., gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Skilafrestur tilboða til 10. mars kl. 11.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.