Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 27 óvart þegar blaðamaður sagði hon- um að uppselt hefði verið á sex fyrstu sýningamar á söngleiknum viku fyrir frumsýninguna. „Hvað segirðu," sagði hann. „Ertu að segja satt. Ja héma.“ Eftir nokkra um- hugsun sagði hann svo: „Það er samt aldrei hægt að segja um það fyrirfram hvemig sýningu verður tekið, en mér heyrðist fólk skemmta sér vel á æfíngunni áðan. Eg er hins vegar alveg sannfærð- ur um að efni söngleiksins á erindi til Svía einmitt nú. Það er margt sem styður það. Þótt ekki sé atóm- sprengjunni fyrir að fara, þá er ekki langt síðan kjamorkuslysið í Chemobyl átti sér stað. Ég held að það sem hér er fjallað um eigi að mörgu lejdi ekki síður erindi til Svía en íslendinga, sérstaklega vegna þess að Svíar em ekki nærri því eins vakandi fyrir því að vemda mál sitt og menningu eins og íslend- ingar. Hingað flæða inn áhrif úr öllum áttum, ekki síst frá Banda- ríkjunum. Svía sýna lítinn áhuga á að spyma við fótum. Hér sjást er- lendar sjónvarpsstöðvar sem senda í gegnum gervihnetti og ég held að þær eigi sinn þátt í hvað allt er orðið „amerískt" hér. í söngleiknum kemur svo greinilega fram barátta íslendinga fyrir sjálfstæðri þjóð og menningu. Þá kemur söngleiknum ömgg- lega til góða að ísland hefur verið mikið í tísku núna. Leiðtogafundur- inn í haust beindi athygli manna að landinu og ísland hefur einnig verið nokkuð til umræðu í sjón- varpinu." — Hver er ástæðan fyrir því að þú sleppir kaflanum um flutning beina þjóðskáldsins frá Danmörku til íslands? „Ég geri mér grein fyrir að hér er verið að tala um Jónas Hallgríms- son og einnig fyrir því að í augum íslendinga tengist hann frelsis- baráttu þeirra. Mér finnst alveg nauðsynlegt að sleppa þessum kafla vegna þess að hann höfðar ein- göngu til íslendinga. Það hefði verið út í hött að reyna að skýra þetta atriði út fyrir sænskum áhorfendum og hvemig það tengist efni söng- leiksins." Mér líður vel á íslandi — Að síðustu. Hefur þú komið til íslands? „Já. Ég hef tvisvar komið til ís- lands, bæði að sumri og vetri. Ég held að það hefði verið alveg ófært fyrir mig að setja upp söngleikinn ef ég hefði aldrei til íslands komið. Mér líður vel á íslandi. Mannfólk- ið er miklu nær hvert öðm þar, en hér í Svíþjóð. Það er fijálslegt og gestrisið. Mér virtist eins og fólk hefði meiri samskipti við ijölskyldu sína og að kynslóðabilið væri ekki eins áberandi og hér. Eins tók ég eftir því að fólk skiptir sér ekki eins í hópa eftir störfum og stjómmála- skoðunum. Fólk talar saman þrátt fyrir andstæðar skoðanir. Oft urðu þessar samræður svolítið háværar, sérstaklega ef „svarti dauði“ var hafður um hönd. En þetta var skemmtilegt og allir vom vinir. Eftir að ég var á íslandi í fyrra skiptið fékk ég mikinn áhuga á landi og þjóð og byrjaði að lesa íslenskar bókmenntir. Ég hef lesið þó nokkuð eftir Halldór Laxness og mér þykir hann mjög góður rit- höfundur. Hann hefur svo mikla kímnigáfu. Kannski gera Svíar sér almennt ekki grein fyrir þessari miklu kímnigáfu hans og halda að hann sé svo alvarlegur af því að hann er Nóbelsverðlaunahafí. Ég ferðaðist töluvert um landið á bíl. Það var mjög skemmtilegt og ég sá margt, en vegimir á Is- landi — það er varla hægt að kalla þá vegi. Hvað ætli Isiendingar segðu ann- ars ef ég kæmi til íslands og setti upp Lítil eyja í hafinu, söngleik byggðan á Atómstöðinni, í ein- hveiju leikhúsanna? - Skyldu þeir kasta fúleggjum upp á svið?“ Texti og myndir: Asdís Haraldsdóttir. Póstkortafy r i rtæki (Landslagskort) Til sölu Þarf lítið húsnæði og aðeins einn starfsmann í ca. 4 mánuði á ári. Mjög arðbært. Góðir greiðsluskilmálar gegn góðum tryggingum. Upplýsingar í símum: 687633, 25722 og 19540. Landsfundur Bandalags jaf naðarmanna Landsfundur Bandalags jafnaðarmanna verður haldinn dagana 21. og 22. mars nk. Fundurinn er opinn öllum stuðningsmönnum Bandalags jafnaðarmanna. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofu Bandalags jafnað- armanna, Templarasundi 3, Reykjavík, fyrir 13. mars í síma 21399 og 623235. Landsnefnd og framkvæmdanefnd BJ. . IBM SYSTEM/36 OslcitcVk á atvinniirekstrínum Tölva atvinnumanna. Það er engin tilviljun hve mikið kveður að IBM SYSTEM/36 í atvinnulífinu. Af fjöl- mörgum notendum má nefna: Iðnfyrirtæki, bæjarfélög, kaupfélög, banka, heildsölur, smásölur, vél- smiðjur og fyrirtæki i sjávarútvegi. Alvörutölvuvæðing eða tölvuvæðing til málamynda? Ljóst er að í mjög náinni framtíð stóreykst notkun á tölvum. Þróun hugbúnaðar verður enn stórkostlegri en áður. Nauðsyn- legt er að fyrirtæki séu viðbúin fram- þróuninni og komi sér upp réttum vélbún- aði í tæka tíð. Allt hálfkák er til óþurftar, það getur reynst dýrkeypt síðar meir að sitja uppi með óhentugan vélbúnað. Að duga i samkeppninni. Þegar fyrirtækið er vaxið upp úr einmenn- ingstölvunni er ekki hyggilegt að leita bráðabirgðalausnar. Sjálfsagt er að hefja strax alvörutölvuvæðingu með IBM SYSTEM/36. Þar tekur reynslan af öll tvímæli. IBM SYSTEM/36, árgerð 1987, er ný fjölnotendavél með geysilega öflugum gjörvum. Hún er tæknilega fullkomin, auðveld í notkunog hagkvæm í rekstri enda sérhönnuð til að veita þér óskatök á atvinnurekstrinum. Hringdu eða líttu inn hjá okkur. t»ú ert aufúsugestur hjá IBM. VANDVIRKNIIHVIVETNA Skaftahliö 24 105 Reykjavík Simi 27700 ARGUS/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.