Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 Hefðum aldrei komist í land - segir Bergþór Ingibergsson, stýrimaður á Barðanum Ólafsvík, frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞETTA gekk eins og í lygasögu. Við lítum á þetta sem meiri- háttar björgunarafrek hjá þyrluáhöfninni," sagði Bergþór Ingibergsson, stýrimaður á Barðanum, þegar Morgunblaðsmenn hittu hann og sex félaga hans í slysavarnarhúsinu Mettubúð í Ólafsvík í gærmorgun. Skipvetjar á Barðanum voru nývaknaðir þegar báturinn strandaði. Þeir voru í morgunmat og ætluðu að fara að draga netin með morgninum. Bergþór sagðist ekki vita um orsakir óhappsins, það kæmi í ljós við sjóprófin. Bergþór sagði: „Báturinn lá á stjómborðshliðinni uppi í klettun- um og hallaði 70 eða 80 gráður. Við vorum allir í þvögu inni í kortaklefanum inn af stýrishús- inu. Stýrishúsið var opið og gekk sjórinn þar í gegn og annað hvert brot gekk yfir okkur þannig að við vorum allan tímann meira eða minna í sjó. Við gátum ekki ann- að gert en beðið. Ekki voru neinar aðstæður til að taka við línu úr landi. Við sáum björgunarsveitar- mennina í landi, en gátum ekkert gert. Eini möguleikinn var að komast í þyrluna. Þyrlumönnunum tókst að slaka línunni beint niður um brúardymar og í hendumar á okkur. Síðan kom björgunarstóll- inn og þeir hífðu okkur upp, einn og einn í einu. Björgunin gekk ótrúlega vei.“ Bergþór sagði að með þessari björgun hefði þyrla Landhelgis- gæslunnar sannað gildi sitt rækilega í þeima huga. „Við höfð- Morgunblaðið/RAX Sjö af nfu skipveijum af Barðanum GK 475 f Mettubúð í Ólafsvík um hádegisbilið í gær, laugar- dag. Sitjandi eru frá vinstri: Friðfinnur Hallgrímsson, Hafliði Þorsteinn Brynjólfsson, Ólafur Siguijónsson, Bergþór Ingibergsson stýrimaður og Þorlákur Halldórsson. Standandi frá vinstri eru Eiríkur Ingvarsson og Sævar Ingi Pétursson. Skipstjórinn Eðvald Eðvaldsson fór með þyrlunni til Reykjavíkur og Sigursteinn Smári Karlsson var kominn í heimahús í Ólafsvík. um ekki þrek til að taka við neinu og hefðum ömgglega ekki komist allir í land, líklegast enginn okk- ar. Þetta var orðin spuming um hvað við héldum lengi út. Bátur- inn gat brotnað hvenær sem er og stýrishúsið farið." Skipverjar af Barðanum vom í besta yfirlæti í slysavamafélags- húsinu Mettubúð í Ólafsvík fram yfir hádegið f gær. Ætluðu þeir suður eftir hádegið með flugvél.. Þeir vom orðnir hressir, hrollurinn farinn úr þeim og vildu þeir koma á framfæri þakklæti til allra björgunarmanna, sérstaklega þyrluáhafnarinnar og björgunar- sveitarmanna. „ÉG hefði ekki viljað missa af að sjá svipbrigðin á fyrsta mannin- um þegar hann kom upp í króknum og eftir að hann var kominn inn í þyrluna og orðinn öruggur. Það er ólýsanlegt að sjá breyt- inguna frá angistinni í öryggið,“ sagði Kristján Þ. Jónsson, einn úr áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar, sem bjargaði 9 manna áhöfn af Barða GK sem strandaði vestarlega á Snæfellsnesi í gærmorg- un. Morgunblaðið/Þorkell Áhöfn TF-Sif við þyrluna. Frá vinstri eru Páll Halldórsson flugstjóri, Hermann Sigurðsson flugmað- ur, Guðmundur Björnsson læknir, Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður og Kristján Þ. Jónsson sigmaður. Varðskipið Óðinn var á laugar- dagsmorguninn á leiðinni í var við Rif á Snæfellsnesi með Óskar Halldórsson RE í togi en skipið hafði fengið eitthvað í skrúfuna og var vélarvana. Varðskipið fékk þá neyðarkall frá Barða GK-475 sem var kominn upp í kletta norð- urundir Hólahólum á Snæfellsnesi. Óðinn tilkynnti stjómstöð Land- helgisgæslunnar um strandið og klukkan 6.47 hafði áhöfnin á þyrl- unni TF-Sif verið kölluð úr. í áhöfninni voru Páll Halldórsson flugstjóri, Hermann Sigurðsson flugmaður, Sigurður Steinar Ket- ilsson stýrimaður, Kristján Þ. Jónsson sigmaður og Guðmundur Bjömsson læknir. Þyrlan var komin í loftið klukk- an 7.31 og á þeim tíma hafði vamarliðið á Keflavíkurflugvelli verið látið vita en þyrla þaðan komst ekki í loftið fyrr vegna óveð- urs og ísingar yfir Keflavík. TF-Sif var komin á strandstaðinn klukkan 8.13. „Aðkoman var ekki glæsileg því báturinn var á hliðinn,. skorðaður milli kletta og sjóimir gengur yfír Björgunarsveitimar frá Ól- afsvík, Hellissandi og Breiðuvík vom kallaðar út kl. 7.15 og vom þær komnar á strandstað hálftíma síðar. Háir hamrar em þama allt í kring og í gærmorgun var þama hann og ekkert lífsmark að sjá,“ sagði Páll Halldórsson í samtali við Morgunblaðið. „Björgunar- sveitarmenn stóðu á klettaveggn- um en líklega engin leið að koma fluglínutækjum að. Við flugum nokkra stund yfir og könnuðum allar aðstæður. Báturinn lá á hlið- inni og möstrin vom það neðarlega að við vomm hræddir um að þau myndu slást upp ef hann rétti sig. Við vomm búnir að fá tilkynn- ingu um að nokkrir menn væm komnir upp í fjöru en það reyndist svo vera lóðabelgir. Eftir nokkrar mínútur sáu Sigurður og Kristján mann veifa inni í brúnni svo við tókum til starfa. Við settum lækn- inn í land þar sem hann kom sínum útbúnaði fyrir og bjó sig undir að taka á móti mönnunum. Við kom- um á sambandi með svokallaðri tengilínu og tók maður á móti henni í brú bátsins; hann hefur líklega staðið á hurðarkarmi í brúnni. Sigurður sendi björgunar- lyklquna niður og hann sá á eftir lyklq'unni niður og inn í brú. Síðan gekk þetta eins og hann væri á skaki." haugasjór, norð-norðvestan 7 til 8 vindstig, að sögn Emanúels. Engin hreyfing sást um borð — ekkert lífsmark — í um það bil hálftíma. Mannlaus björgunarbát- ur var á floti hjá skipinu. Þetta „Mennimir vom allir í herbergi skipstjórans og það var mjög erfitt að koma björgunarlykkjunni að,“ sagði Sigurður Steinar við Morg- unblaðið. „Þó svo að við höfum æft hífingar við allar mögulegar aðstæður höfum við aldrei gert okkur grein fyrir að þessi staða gæti komið upp, að hífa menn út- um dyr á brú. Við höfðum sigmann í þessari ferð sem við ákváðum að nota ekki því við vildum ekki hætta var vægast sagt ömurleg aðkoma. Allt í einu sáum við skipstjóranum bregða fyrir í einum glugganum á stýrishúsinu. Um þetta leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar. Við sáum að þyrlan var eina leiðin. Hún hífði alla skipveija í beint úr stýrishúsinu, fyrst tók hún fimm skipveija og síðan þá fjóra sem eftir vom og flaug með þá á iand. Skipveijar vom allir komnir á land um kl. 8.30. lífi eins manns í viðbót. Þama var haugasjór með einhveiju versta sjólagi sem við þekkjum en 6 fiski- skip fyrir utan dældu olíu í sjóinn og lægðu hann og það hefur haft sitt að segja," sagði Sigurður. Sigurður sagði að hlutir hefðu verið að flækjast fyrir þeim og til viðbótar hefði aldrei verið hægt að sjá hvemig mennimir vom í björgunarlykkjunni þegar þeir komu í djnuar. Klukkan 8.51 var búið að bjarga 6 mönnum um borð í þyrluna og var þá farið með þá í land þar sem Guðmundur Bjöms- son hafði sett upp einskonar heilsugæslustöð. Síðan vom þeir þrír sem eftir vom sóttir og klukk- an 8.58 var búið að bjarga síðasta manninum. „Þeir vom allir mjög kaldir og hraktir, þar af var einn lífshættu- lega kaldur og var fluttur á Borgarspítalann. Guðsmildi að enginn skyldi slasast þegar verið var að ná þeim upp við þessar erf- iðu aðstæður og raunar vom sumir dálítið marðir . En þeir hefðu ekki mátt vera meira en klukkutíma í viðbót í köldu vatninu," sagði Guð- mundur Bjömsson læknir í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagðist hafa skoðað alla skipveijana um leið og þeir komu í land og metið hvaða með- ferð þeir ættu að fá. Flestir vom sendir í sjúkrahúsið í Ólafsvík en skipstjórinn sem var verst á sig kominn var fluttur til Reykjavíkur og í Borgarspítalann og er nú úr allri hættu. „Astæðan fyrir að þetta tókst svona vel var sú að við emm með mjög vel samæfða áhöfn sem hefur æft svona björgunarað- gerðir tvisvar til þrisvar í viku. Og að auki emm við með gott tæki,“ sagði Sigurður Steinar. „Þama er að sannast að björgunar- þátturinn er að verða aðalverksvið og markmið Landhelgisgæslunnar og þessi björgun sýnir að okkur er treystandi fyrir honum. Við Páll Halldórsson vomm valdir í þyrlunefnd á sínum tíma og þá höfðum við orðið fyrir miklu áfalli þegar TF-Rán fórst og gerðum okkur grein fyrir að ef við fæmm af stað aftur kostaði það fómir. En hér hefur hugsjónin dregið okkur áfram. Við emm ánægðir með þetta tæki sem við höfum og þær æfingar sem við höfum farið í en framtíðarsýnin er að fá tvær stórar Super Puma þyrlur með afísingartækjum og hafa aðra þeirra úti á landi, því þyrlan okkar er of lítil fyrir þetta land,“ sagði Sigurður Steinar Ketilsson að lok- um. „Sáum ekkert lífsmark um borð fyrsta hálftímann“ - sagði formaður Sæbjargar í Olafsvík um aðkomuna á strandstað „AÐSTÆÐUR til björgunarstarfa voru mjög erfiðar og hefði björgun ekki tekist þarna án þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skipið lá á stjórnborðshliðinni og vegna sjógangs komust skipveijar ekki út úr stýrishúsinu," sagði Emanúel Ragnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar í Ólafsvik. Björgnn skipbrotsmanna af Barðanum Ólýsanlegt að sjá breytmguna frá angistinni yfir í öryggið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.