Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 | ÍSAFOLD efnir til verölaunasamkeppni um 2 mataruppskriftir viö hæfi barna og unglinga í | tilefni af 110 ára afmæli prentsmiðjunnar. e | Við bjóöum öllum krökkum sem eru fæddir árið £ 1977 eöa fyrr (10 ára og eldri) að taka þátt í | spennandi verkefni. q í ráöi er aö gefa út matreiðslubók fyrir börn og i unglinga, þá fyrstu hér á landi meö ykkar eigin Í uppskriftum. Ekki aðeins kökuuppskriftum, | heldur ýmiss konar skemmtilegum, frumlegum j og fljótlegum réttum. KÐ SZ «o Q- Q. 5 & Bókinni veröur væntanlega skipt í eftirfarandi kafla auk almennra leiðbeininga um áhöld, mat- væli o.fl. • Heitir og kaldir drykkir • Salöt, brauð og ýmsir kaldir réttir • Heitar máltíðir • Bakstur • Garðveislur, nesti og ferðalög • Réttirfráýmsum löndum | Leiðbeiningar handa þeim sem senda uppskriftir: i 1. Óskað er eftir fjölbreyttum uppskriftum til | daglegra nota og hátíðabrigða. Æskilegt er að þær séu hollar og auðveldar. Heimilt er að 1 senda eina eða fleiri uppskriftir, en hafið % aldrei nema eina á hverju blaði. Skrifið greini- 1 lega eða vélritið. | 2. Tilgreinið nákvæmlega heiti uppskriftar og | handa hve mörgum hún er. f 3. Teljið upp allt sem notað er í uppskriftina og q hve mikið af hverju, mælt í desílítrum, mat- skeiðum, teskeiðum eða grömmum. I 4. Skrifið greinilega hvernig á að búa réttinn til i (aðferðina), hvað á að hafa með honum og annað sem þið viljið taka fram. : 5. Nafn höfundar (höfunda), aldur, heimilisfang i og sími skal fylgja í lokuðu umslagi og | merkja það heiti uppskriftarinnar. f 6. Uppskriftir skal senda fyrir 12. apríl n.k. merktar: Uppskriftasamkeppni ÍSAFOLDAR 1987 % Pósthólf 455 121 Reykjavík Í Áætlað er að gefa bókina út í lok ársins. | Glæsileg verðlaun í boði fyrir bestu uppskrift- f irnar en allar uppskriftirnar sem birtast í bókinni i verða verðlaunaðar. Frá fyrsta hluta námsbrautar fyrir verkstjóra i fiskvinnslu í Samvinnuskólanum á Bifröst. Standandi frá vinstri: Móses Geirmundsson, Sæfangi, Grundarfirði, Hólmgeir Einarsson, Hraðfrystihúsi Hofsóss, Skagafirði, Finnbogi Alfreðsson leiðbeinandi, forstjóri Framleiðni, Rvk., Björn Jónsson, HP, Patreks- firði, Vésteinn Benediktsson leiðbeinandi, Framleiðni, Rvk., Tómas Árdal, Fiskv. á BOdudal, Númi Geirmundsson, kjötiðnaðarstöð SÍS, Reykjavík. Sitjandi frá vinstri: Gretar Schmidt, Fiskiðjunni Freyju, Suðureyri, Kristmann Kristmundsson, Fiskv. KEA, Dalvík, Ásgeir Stefánsson, Fiskv. KEA, Hrísey, Gísli Svan Einarsson leiðbeinandi og umsjónarmaður námsbrautarinnar, Samvinnuskólanum á Bifröst, Guð- jón Stefánsson, Fiskiðjuveri KASK, Höfn á Hornafirði, Ásgerður Guðbrandsdóttir, HD, Þingeyri, Dýrafirði. Námsbraut á Bifröst fyrir starf- andi verkstj óra í frystihúsum NÝLEGA lauk fyrsta hluta nýrr- ar námsbrautar við Samvinnu- skólann á Bifröst, en hún er sérstaklega ætluð starfandi verkstjórum í frystihúsum. Næsti hluti námsbrautarinnar fer fram í maimánuði nk. og verður einnig vikulangur. Auk þessarar námsbrautar hófst nú í vetur einnig sérstök námsbraut fyrir starfandi verslunarstjóra við Samvinnuskólann og skiptist hún í þijá vikulanga hluta. Nk. haust mun væntanlega ný námsbraut fyr- ir starfandi tölvustjóra bætast við. Auk þessara námsbrauta veitir Samvinnuskólinn um 1.000 sam- vinnustarfsmönnum námskeiða- fræðslu á hveiju ári og í rekstrar- menntadeild skólans á Bifröst eru um 70 nemendur ár hvert sem stefna að Samvinnuskólaprófi, hlið- stæðu stúdentsprófi. (Fréttatilkynning) Stofnun fé- lags áhuga- fólks um séffer-hunda NÝLEGA var stofnað í Reykjavík félag áhugafólks um þýska séfferhunda. Félagið hefur það að markmiði að stuðla að hreinræktun þessara hunda á íslandi og reyna eftir bestu getu að leiðbeina fólki um meðferð og ræktun hundanna. Þeir sem áhuga hafa á séffer- hundum geta orðið meðlimir í félaginu. Engir hundar hafa þó enn verið teknir út með tilliti til ræktunar og hvolpar hafa ekki verið seldir í nafni félagsins. EGO tölvur eru fullkomlega samhæfðar IBM PC tölvum og því getur þú nýtt þér þúsundir forrita. EGO er einn besti valkosturinn á PC sviðinu í dag. Fjórar gerðir eru í boði: XT Litla AT AT Tveir hraðar: Sami og IBM PC og 70% hraðvirkari. 640 kb innra minni. Grafískur skjár, 12 tommur, grænn eða gulur, Hercules samhæfður. Innbyggð klukka og dagat- al. Tvö disklingadrif, 360kb hvort. Samsíða og raðtengi. Kr. 49.000,-. Sama tölva og PC, en í stað annars disklingadrifanna er 20 Mbharðurdiskur. Kr. 71.000,-. Tveir hraðar: Sami og IBM AT og 33% hraðari (6 og 8 Mhz). 640 kb innra minni. Grafískur skjár, Hercules sam- hæfður. 1.2 Mb disklingadrif, 20 Mb harður diskur. Samsíöa tengi. Minni um sig en EGO AT. Kr. 108.000,-. Tveir hraðar: Sami og IBM AT og 67% hraðari (6 og 10 MHz). 1 Mb innra minni. Grafískurskjár, 14tommur, Hercules samhæfður. 1.2 Mb disklingadrif, 20 Mb harður diskur. Innbyggð klukka og dagatal. Samsíða tengi. Kr. 117.000,-. Með öllum tölvum fylgir ritvinnsluforrit og 50% afsláttur af námskeiði hjá Tölvufræðslunni. G6A greióslukjör. EGO, Garðatorg 5, Garðabæ (í pósthúsinu, 2. hæð). Sími 656510.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.