Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 64

Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 64
SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hið íslenska kennarafélag: Verkfall á miðnætti ef ekki semst VERKFALL Hins islenska kenn- arafélags kemur til fram- kvæmda á miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudags, hafi samn- ingar miili þess og rikisins ekki tekist áður. Fjögurra manna und- irnefnd samningsaðila sat á fundum í gær, en ókunnugt var um gang samningaviðræðnanna þegar Morgunblaðið hafði fréttir síðast. Ef til verkfalls kemur leggja rúm- lega 1100 kennarar niður vinnu, einkum í framhaldsskólum landsins, en einnig í grunnskólum. Má búast við að öll bókleg kennsla á fram- haldsskólastigi leggist niður og einhver röskun verði á starfí grunn- skólanna. Um 40 framhaldsskólar eru i landinu með um 17 þúsund nemendur. Götur í Reykjavík illa farnar eftir nagladekk: Barðinn GK lemst við grjótið á strandsstað um hádegisbilið í gær. orgun 1 Spá Byggðastofnunar um þróun loðdýraræktar til 1996: Framleiðsluverðmæti loðskimia gæti orðið rúmir 3 milljarðar - Miðað er við sama vöxt greinarinnar og verið hefur Malbikunarvinn- an bíður eftir skólakrökkunum ÞRÁTT fyrir að götur i Reykjavík séu margar illa farnar eftir veturínn og djúp hjólför komin i malbikið víða, verður varla hafist handa við að gera við göturnar og malbika fyrr en í fyrsta lagi i maí. Ástæðan er sú að malbikunin byggist á sum- arvinnu skólafólks. Ólafur Guðmundsson yfírverk- fræðingur hjá gatnamáladeild Reykjavíkur sagði í samtali við f Morgunblaðið að víða í borginni væru komin djúp hjólför í malbik. Ökumenn hefðu ekið á nagladekkj- um í allan vetur, en enginn snjór verið til að hlífa götunum. Ólafur sagði að malbikunarstöðin færi ekki í gang fyrr en í fyrsta lagi um mánaðamótin apríl—maí, því malbikunarvinnan byggðist mjög á skólafólki; yfír veturinn væri sáralítið unnið við malbikun. Síðan réðu fjárframlög því hvað hægt væri að gera við mikið. VERÐMÆTI loðskinnaf ram- leiðslu tslendinga verður á fjórða milljarð króna árið 1996, ef vöxt- ur loðdýraræktarinnar verður jafn mikill og verið hefur síðustu árin. Þá yrðu f ramleiddar 2 millj- ónir minkaskinna og tæplega 600 þúsund refaskinn. Þetta kemur fram i skýrslunni „Loðdýrarækt á íslandi", sem Byggðastofnun gaf út fyrir skömmu. Skýrslan er unnin af starfshópi sem stjóm Byggðastofnunar skip- aði að beiðni landbúnaðarráðuneyt- isins til að endurskoða fyrri áætlanir um uppbyggingu loðdýra- ræktar í landinu. í skýrslunni er þróun loðdýraræktarinnar lýst og fóðurframleiðslu, afkomu hennar og möguleikum. Einnig er gerð áætlun um vöxt loðdýraræktarinnar til ársins 1996. í forsendum áætlunarinnar segir að vöxtur loðdýraræktarinnar sé mjög háður aðgerðum stjómvalda. Ekki er talið nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til að greinin vaxi, heldur að henni verði sköpuð skilyrði til að vera rekin með hagn- aði. Starfshópurinn er þeirrar skoðunar að skortur á fjármagni, ásamt arðsemi minka- og refarækt- ar, muni ráða mestu um framgang loðdýraræktarinnar á næstu árum. Framboð á fískúrgangi muni einnig skipta máli. Suma þætti í aðbúnaði geti stjómvöld haft áhrif á, svo sem fjármagn og kjör á því, rannsóknir, leiðbeiningaþjónustu og fleira. Öðru sé ekki í valdi neinna að stjóma, og er skinnaverðið nefnt sem mikil- vægasta dæmi um það, en það er algerlega háð verðþróun á heims- markaði. í skýrslunni em gerðar tvenns konar áætlanir fyrir hvora grein loðdýraræktarinnar fyrir sig, minka- og refarækt. Annars vegar er reiknað með að greinamar haldi áfram að vaxa með sama hraða og þær hafa gert að undanfömu en hinsvegar að jafnmörg dýr bætist við stofninn á hveiju ári. Ef fyrri spáin rætist í minkarækt- inni yrðu komin upp 660 fjöl- skyldubú árið 1996 með 450 þúsund minkalæðum og árleg framleiðsla yrði 2 milljónir skinna. Verðmæti þess yrðu rúmlega 2 milljarðar. Nú er minkur á 33 búum, samtals um 15 þúsund læður. Ekki em taldar miklar líkur til að svona mikill vöxt- ur verði í minkaræktinni, þó þróunin að undanfömu hafi sýnt að hún er fræðilega möguleg. Lægri spáin gerir ráð fyrir 150 minkabúum með 100 þúsund læðum og að framleidd verði 450 þúsund skinn á ári. Fram- leiðsluverðmæti er áætlað tæplega 500 milljónir kr. í hærri spánni fyrir refaræktina er gert ráð fyrir að árið 1996 verði komin 450 refabú með samtals tæplega 90 þúsund læður. Skinna- framleiðslan yiði samkvæmt því 560 þúsund skinn á ári, að verð- mæti nærri 1,2 milljarðar króna. í lægri spánni yrði refír- og bú helm- ingi færri en gert er ráð fyrir í hinni spánni og framleiðsluverðmætið um 600 milljónir kr. Samkvæmt hærri spánum þyrfti árleg fjárfesting í byggingum, búr- um og fleiru, fyrir refa- og minka- ræktina, að aukast úr 477 milljónum árið 1987 í 1.380 milljón- ir árið 1995. Miðað við lægri spámar yrði árleg fjárfesting 236 milljónir kr. öll þessi ár. Byrjað á nýjum vegi yfir Mýrdalssand á næsta ári Alþingismenn Suðurlands hafa í samráði við Vegagerðina tekið ákvörðun um að hafist skuli handa á næsta ári við lagningu nýs vegar yfír Mýr- dalssand, en endurskoðun vegaáætlunar stendur yfir um þessar mundir og fram til þessa hefur ekki verið Jjóst hvort gamli vegurinn yrði byggður upp eða nýr lagður. Nýi vegur- inn verður mun neðar á sandin- um þar sem sandfok er minna og snjóléttara. Með þessari ákvörðun hefur verið flýtt vegarlagningu yfír Mýrdalssand, því nýr vegur var ekki inni á vegaáætlun. I viðtali við blm. Morgunblaðsins sagði Helgi Hallgrímsson yfirverkfræð- ingur Vegagerðarinnar að nýi vegurinn yrði 6—8 km neðar á sandinum f um það bil 40 metra hæð yfir sjó, en gamli vegurinn er í 100 m hæð yfír sjó. Nýi vegur- inn verður nálægt Hjörleifshöfða, en ástæðan fyrir því að vegurinn verður færður eru mikil snjó- þyngsli á gamla veginum og mikið sandfok á öllum árstímum, en því hafa fylgt skemmdir á bílum og tíðar lokanir á veginum. Með því að velja neðri leiðina við Hjörleifs- höfða er miklu meiri möguleiki á uppgræðslu og sandfokshættan er á mun minni kafía, auk þess sem þar er snjóléttara. Nýi vegur- inn verður um 20 km langur, svipað og núverandi vegur, og á honum verður ein brú. Fram- kvæmdir hefiast á næsta ári en áætlað er að nýr Mýrdalssands- vegur kosti um 70 millj. kr. Vegurinn yfir Mýrdalssand hefur um árabil verið einn erfíðasti spöl- urinn á hringveginum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.