Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Hjálparstofnun kirkjunnar: Páskasöfnun að hefjast Sigríður Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræð- ingur ráðin fram- kvæmdasljóri STARFSEMI Hjálparstofnunar kirkjunar er hafin á ný og um páskana fer fram söfnun um land allt í samvinnu við presta og söfn- uði. Söfnunin hefst formlega á pálmasunnudag og stendur fram yfir páska. Sigríður Guðmunds- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar- innar. Um páskana verða kirkjur landsins opnar og þar tekið á móti framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar sem síðan renna beint til byggingar mun- aðarleysingjahælis í Eþíópíu. Sigríður Guðmundsdóttir sagði á blaðamanna- fundi í gær að Hjálparstofnunin hefði skuldbundið sig til að greiða 9 millj- ónir króna til byggingar og reksturs heimilis fyrir 250 munaðarlaus böm í Eþíópíu, en þar af væri aðeins búið að greiða 1,5 millj. króna. Söfnunin fer fram í dag á Akra- nesi með þeim hætti að sóknarprest- Morgunblaðið/Júlíus Frá vinstri, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sr. Þorbjöm Hlynur Árnason, Sigríður Guðmundsdóttir og Haraldur Ólafsson. urinn þar og fermingarböm hans ganga í hús og safna fé, en í Reykjavík munu prestar taka á móti framlögum kirkjugesta í messum um hátíðarnar. Haraldur Ólafsson, sem sæti á í nýrri stjóm Hjálparstofnunarinnar, sagði á fundinum að öllum ætti að vera ljóst mikilvægi hjálparstarfs í heimi hungurs og stríða og starfsemi Hjálparstofnunarinnar væri merki- legur hluti af þróunar- og hjálpar- starfi íslensku þjóðarinnar. Hjálpar- stofnun kirkjunnar myndi halda áfram á þeirri braut, ef þjóðin veitti henni brautargengi. Mjög strangar reglur em í nýrri reglugerð Hjálpar- stofnunarinnar um meðferð söfnun- arfjár og verður öllum kostnaði haldið niðri eins og unnt er. Séra Þorbjöm Hlynur Árnason og Solveig Lára Guðmundsdóttir, sem einnig em í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar, sögðust vera vongóð varðandi söfnunina og þau vonuðust til að fólk sæi að Hjálparstofnunin væri ekki til sjájfrar sín vegna, held- ur vegna þess að hennar væri þörf víðsvegar um heiminn. „Það sem við viljum leggja af mörkum núna er heimili fyrir 250 böm, fórnarlömb hungursneyðar, og við vonumst til að íslenska þjóðin standi með okkur í því.“ Eg kýs Sjálfstæðis- flokkinn Astríður Lilja Guðjónsdóttir, kennari, Keflavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að stefna hans er mér að skapi og þeir menn, sem standa í fylking- arbrjósti fyrir flokkinn eru óhræddir við að fylgja þeirri stefnu". X-D iREYKJANESl ÁRtmilBÐ Eg kýs Sjálfstæðis- flokkinn Jóhanna Björnsdóttir, verkakona, Keflavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann hefur á stefnuskrá að lífeyrisrétt- urinn verði sameign hjóna, sem m.a. stuðlar að því að konur geti leyft sér að stunda heimilisstörf". X-D \REYKJANES\ (JJ Á RÉTTRIIIID __________ GERUM EITT SKEMMTILEGT. . . U-IMMI IKVOLD! SMJÖR OG “SUKKULAÐIÆÐIГ Konfekt, súkkulaði og aftur konfekt er það fínasta fína þessa dagana. Nýjasta „æðið“ sem talið er eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, og hefur þegar náð mikilli útbreiðslu m.a. í Bandaríkjunum. Hér er þó ekki um að ræða neitt venjulegt konfekt eða súkkulaði sem við þekkjum svo vel úr hillum kaupmannanna - nei, handgert skal það vera og eingöngu úr Ijúffengustu og fínustu náttúruefnum. Uppistaða þessa sælgætis er suður amerískt súkkulaði, ferskur rjómi og hreint smjör.Pví er skiljanlegt að gómsætið sé ekki gefið. Nú skulum við athuga málið. Við geturn nefnilega útbúið okkar sælgæti sjálf fyrir aðeins l/io hluta þess verðs sem áðurgreint konfekt kostar og ekki skortir Okkur hráefnið. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir. Látum nú hendur standa fram úrermum. ROMMKONFEKT SUKKULAÐITÖ 125 g smjör 175 g flórsykur V/2 msk romm eða koníak 250 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði. Hrærið smjörið þar til það verður létt og ljóst og bætið þá flórsykrinum og víninu út í. Látið súkkulaðið kólna ögn áður en þið blandið því saman við smjörhræruna. Setjið hræruna í sprautupoka og sprautið í lítil pappamót eða á plötu klædda snyörpappír. Kælið. 110 g suðusúkkulaði 110 g smjör 300 g flórsykur romm eftir smekk. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið smjörinu út í. Hrærið flórsykrinum og romminu saman við. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr súkkulaðikurli. Geymið í kæli. KÓKOSKÚLUR 75 g smjör 1 dl sykur 1 msk vanillusykur 3 dl haframjöl 175 g suðusúkkulaði, brætt yfir vatnsbaði 2 msk mjólk 1 dlkókosmjöl. Hrærið saman smjöri, sykri, vanillusykri, súkkulaði, haframjöli og mjólk. Mötið kúlur eða sívala bita og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið. SfWjö* <0°%:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.