Morgunblaðið - 10.04.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.04.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 13 Skiptasljórar þrotabús Hafskips hf. yfirfara kröfur í búið. laginu fjármuna með sviksamlegum hætti frá því áðurnefnt milliuppgjör lá fyrir og þar til hann lét af störf- um hjá félaginu í janúarmánuði 1985. Var þetta ýmist gert með öflun aukinna lána eða ábyrgða hjá Útvegsbanka íslands eða með því að fá aðra til að leggja félaginu til aukið hlutafé, svo sem hér á eftir verður nánar rakið, með því að vekja hjá bankastjórn Útvegsbanka íslands og viðkomandi hluthöfum rangar og villandi hugmyndir um raunverulegan efnahag félagsins og framtíðarhorfur á fyrrgreindu tímabili, með villandi og röngum reikningsskilum og áætlunum, sbr. I. kafla hér að framan, og með því að bjóða fram haldlausar trygging- ar vegna skuldbindinga við Útvegs- banka íslands svo sem með veðsetningu á vörugámum þann 1. febrúar 1985, samtals taldir að verðmæti kr. 55.764.000 sem ákærðu var kunnugt um að félagið ætti ekki og hefði ekki af öðrum ástæðum heimild til að veðsetja. Hin meintu fjársvik skiptast með eftirgreindum hætti: A. Skuldaaukning við Útvegsbanka íslands Ákærðu Björgólfi, Ragnari og Páli Braga er sameiginlega gefið að sök að hafa á tímabilinu frá 31. ágúst 1984 til 31. janúar 1985 náð með framanlýstum hætti að auka skuldir félagsins við Útvegsbanka íslands um kr. 187.796.000 með nýjum lántökum, heimild til aukins yfirdráttar á hlaupareikningi fé- lagsins, skuldbreytingu vaxta og afborgana eldri skulda, nýjum ábyrgðum á innlendum og erlendum lántökum og umlíðan gjaldfallinna vanskilaskulda, eða úr kr. 354.246. 000 þann 31. ágúst 1984 í kr. 542.042.000 miðað við 31. janúar 1985, svo sem nánar er rakið hér á eftir. Ákærðu Björgólfi og Ragnari er ennfremur gefið sameiginlega að sök að hafa á tímabilinu frá 31. janúar til 30. nóvember 1985 náð með sama hætti og áður greinir að auka skuldir félagsins við Útvegs- banka íslands um kr. 215.400.000 með nýjum lántökum, skuldbreyt- ingu vaxta og afborgana eldri skulda, nýjum ábyrgðum á innlend- um og erlendum lántökum og umlíðan gjaldfallinna vanskila- skulda, eða úr kr. 542.042.000 þann 31. janúar 1985 í kr. 757.442.000 miðað við 30. nóvember 1985. Framangreind aukning skulda og skuldbindinga gagnvart Útvegs- banka íslands sundurliðast með eftirfarandi hætti í þúsundum króna: Tegund skuldbindinga Eigin víxlar Ábyrgðarskuldbindingar vegna seldra víxla Skuldabréf Yfirdráttarskuld Opnar ábyrgðir Innleystar ábyrgðir Erlend endurlán Vanskil af sama Samtals B. Hlutafjáraukning Ákærðu Björgólfi og Ragnari er gefíð að sök að hafa í framhaldi af hluthafafundi í félaginu þann 9. febrúar 1985, þar sem þeir fengu með þeim hætti, sem greinir í I. kafla, lið 3, hér að framan, sam- þykkta tillögu um aukningu hluta- fjár í félaginu um allt að kr. 80.000.000, náð undir félagið með sviksamlegum hætti samtals kr. 73.115.500 frá eldri og nýjum hlut- höfum, sem greiddar voru með verðtryggðum skuldabréfum, pen- ingum eða með öðrum hætti, svo sem hér á eftir verður nánar rakið: (Hér er sleppt úr ákæru saksókn- ara lista yfir hluthafa, þ.e. einstaklinga, fyrirtæki og félög, og upphæð hlutafjár. Upphæð- imar hjá einstökum hluthöfum em á bilinu 2 þúsund krónur til 10 milljónir króna.) Framanlýst háttsemi, sem rakin er í II. kafla, liðum A. og B., telst varða við 248. gr. almennra hegn- ingarlaga. III. Fjárdráttur af hlaupareikningum: Ákærðu Björgólfi og Ragnari er hvorum um sig gefinn að sök stór- felldur fjárdráttur á fjármunum Hafskips hf., með því að hafa á árunum 1983—1985 dregið sér og fénýtt í þágu sjálfra sín og annarra aðila en Hafskips hf. fjárupphæðir, sem ákærðu ávísuðu hvor um sig, eins og rakið verður, út af sérstök- um hlaupareikningum við Útvegs- banka íslands, aðalbanka, svonefndum jaðarreikningum, ákærði Björgólfur af hlaupareikn- ingi nr. 921, síðar 10921, samtals á fyrrgreindu tímabili kr. 5.677.394, en ákærði Ragnar af hlaupareikningi nr. 2878, síðar Staða Staða Staða 31/8 1984: 31/11985: 30/11 1985: 5.400 0 0 5.312 33.022 52.291 10.075 50 0 530 10.944 526 29.419 58.466 38.995 0 11.315 21.109 296.730 421.754 635.319 6.780 6.491 9.202 354.246 542.042 757.442 12878, samtals á sama tímabili kr. 7.417.990, og voru rekstri félagsins með öllu óviðkomandi. Ákærðu leituðust við að leyna útborgunum sínum af umræddum hlaupareikningum, þ.á m. greiðsl- um ákærðu til sjálfra sín, sbr. liði A. og B. hér á eftir, með því að afhenda ekki greiðslugögn til bók- haldsdeildar og halda útborgunum í fyrstu að öllu leyti utan bókhalds félagsins, en síðar fengið meðá- kærða Helga, sbr. I. kafla 1. og 4. tölulið og III. kafla 2. tölulið ákæru, til þess, að liðnu hverju reiknisári, að færa nokkurri hluta þeirra fjárhæða, sem ákærðu höfðu ráðstafað, hvor af sínum hlaupa- reikningi, á tiltekna kostnaðarliði í bókhaldi félagsins, en þær færslur voru hvorki í samræmi við þau fylgi- skjöl um útgjöldin, sem ákærðu héldu í sínum vörslum, né þær greiðslur, sem ákærðu höfðu ávísað hvor af sínum hlaupareikningi og ráðstafað með hvetjum einstökum tékka. (Hér er sleppt úr ákæru saksókn- ara listum yfir það sem í ákæru er nefnt fjártökur ákærðu Björg- ólfs og Ragnars af þremur hlaupareikningum í Utvegs- banka íslands á árunum 1983 til 1985. Á listunum er yfirlit yfir fjölmargar greiðslur með tékk- um til ýmissa aðila, bæði ein- staklinga og fyrirtækja.) Framanlýst háttsemi ákærðu, sem rakin er í III. kafla, liðum A. og B., telst varða við 1. mgr. 247 gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Helgi er sóttur til saka fyr- ir hilmingu og jafnframt brot í starfi sínu hjá félaginu sem Iöggilt- ur endurskoðandi ársreikninga þess, með því að hafa með gjörðum sínum, sem þegar er lýst í fyrri tölulið þessa kafla, 1. og 2. mgr. og liðum A. og B., að liðnu hverju reikningsári, látið færa nokkum hluta þeirra fjárhæða, sem með- ákærðu höfðu á hveiju rekstrarári ráðstafað, hvor af sínum hlaupa- reikningi, á tiltekna kostnaðarliði í bókhaldi félagsins, án þess að krefja meðákærðu um viðeigandi fylgi- skjöl fyrir þeim útborgunum, þannig að kostnaðarfærslur vora hvorki í samræmi við þau fylgiskjöl um útgjöldin, sem meðákærðu héldu í sínum vörslum, né þær greiðslur, sem meðákærðu höfðu ávísað hvor af sínum hlaupareikn- ingi og ráðstafað með hveijum einstökum tékka, og þannig, svo og með öðram rangfærslum á þess- um sömu hlaupareikningum í efnahagsreikningum félagsins, sbr. I kafla, 1. og 4. töluliði, bæði að- stoð meðákærðu við að leyna fjárdráttarbrotum þeirra, sem að framan er lýst, og viðhaldið ólögleg- um ávinningi af þeim fjártökum meðákærðu. Framanlýst háttsemi ákærða Helga telst varða við 1. mgr. 254. gr., sbr.138. gr. almennra hegning- arlaga og 7. gr. laga um löggilta endurskoðendur. IV. Annar fjárdráttur A. Gegn ákærða Ragnari Að hafa, þann 14. desember 1981, dregið sér andvirði tékka, kr. 15.087, sem ákærði gaf þá út á hlaupareikning nr. 2878 til sjálfs sín og framseldi Verslunarbankan- um. Fyrir þessari greiðslu skilaði ákærði til bókhalds Hafskips hf. bréfi Útsýnar, sem fylgt hafði áður- greiddum reikningi, dagsettum 6. maí 1981, oggreiddi þannig sjálfum sér öðra sinni reikningsfjárhæðina, sem var vegna ferðar ákærða og eiginkonu hans til Kaupmannahafn- ar og til baka til Reykjavíkur. B. Gegn ákærða Björgólfi 1. Ýmsar greiðslur, sem ákærði lét greiða sér úr bankareikningi Hafskips hf. nr. 1180 við Út- vegsbanka Islands, á árinu 1983, og ákærði dró sér, ýmist í sína þágu eða annarra: a) 10.2., kr. 20.800, tékki er ákærði afhenti Jóni Alexanders- syni, Ingólfsstræi 1A, Reykjavík, sem ferðastyrk, en Ákært fyrir fjárdrátt, fjár- svik, umboðssvik og skjalafals Hámarksref sing við brotum sem ákært er fyrir er 8 ára fangelsi ÞRÍR fyrrum forsvarsmenn Hafskips hf. voru í gær ákærð- ir fyrir ranga skýrslugerð og ýmis auðgunarbrot í starfi og endurskoðandi félagsins fyrir bókhaldsfals, hilmingu og brot i starfi sem löggiltur endur- skoðandi. Fyrsti kafli ákærannar íjallar um brot á almennum hegningar- lögum, lögum um hlutafélög og lögum um löggilta endurskoðend- ur. Þar er Björgólfi Guðmunds- syni, forstjóra Hafskips, Ragnari Kjartanssyni, fyrram forstjóra og síðar stjórnarformanni, Páli Braga Kristjónssyni, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs og Helga Magnússyni, endurskoð- anda, gefíð að sök að hafa staðið að gerð rangra og villandi reikn- ingsskila. Háttsemi þeirra er talin varða við 158. grein almennra hegningarlaga og era viðurlög varðhald eða fangelsi allt að þremur árum, eða sektum, ef málsbætur era. Þá varða meint brot þeirra einnig við 151. grein laga um hlutafélög, þar sem seg- ir, að það varði sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur áram að skýra vísvitandi rangt eða vill- andi frá högum hlutafélags. Hvað Helga varðar er einnig vísað til 138. greinar hegningarlaga, sem kveður á um að refsing skuli vera allt að helmingi þyngn ef opinber starfsmaður á í hlut. í lögum um löggilta endurskoðendur segir að þeir hafi réttindi og skyldur opin- berra sýslunarmanna. I öðram kafla ákærannar eru þeir Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi sakaðir um fjársvik með því að hafa sameiginlega staðið að því að afla félaginu fjármuna með sviksamlegum hætti, ýmist með öflun aukinna lána eða ábyrgða hjá Útvegsbanka íslands, eða með því að fá aðra til að leggja hluta- félaginu til aukið hlutafé. Telst þetta varða við 248. grein al- mennra hegningarlaga, en þar segir: „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja, eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðram, þá varðar það fangelsi allt að 6 áram.“ Þriðji kafli ákærunnar fjallar um fjárdrátt af hlaupareikning- um. Þar er þeim Björgólfi og Ragnari gefinn að sök stórfelldur fjárdráttur með því að hafa dreg- ið sér fjárupphæðir og fénýtt í þágu sjálfra sín og annarra aðila en Hafskips. Þessum upphæðum ávísuðu þeir hvor um sig af sér- stökum hlaupareikningum við Útvegsbanka íslands. Samtals námu upphæðir þessar rúmum 13 milljónum króna. Þessi háttsemi er talin varða við 1. mgr. 247. gr. hegningarlaga, en þar segir að dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, þá skuli hann sæta fangelsi allt að 6 áram. Helgi Magnússon er ákærður fyrir hilm- ingu samkvæmt 254. grein hegningarlaga, þar sem refsing er ákvörðuð allt að 4 ára fangelsi og vísað til þyngingarákvæðis um opinbera starfsmenn. Fjórði kafli ákæra íjallar um annan fjárdrátt. Þar er Ragnari gefið að sök að hafa dregið sér fé og Björgólfi að hafa látið greiða sér fé af bankareikningi Hafskips, ýmist í sína þágu eða annarra. Þá er Páll Bragi einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Meint brot þeirra varða við 247. grein hegningar- laganna, sem áður hefur verið nefnd. Fimmti kafli ákæra ijallar um meintan fjárdrátt og umboðssvik Björgólfs Guðmundssonar í tveim- ur tilvikum og er sú háttsemi einnig talin varða við 247. grein og 249. grein hegningarlaga, en í síðarnefndu greininni segir að ef maður, sem fengið hefur að- stöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varði það fangelsi allt að tveimur áram, og megi þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir era, allt að 6 ára fangelsi. Lokakafli ákærannar fjallar um meint skjalafals Páls Braga Krist- jónssonar. Hann er sakaður um að hafa notað fimm reikninga til gjaldfærslu í bókhaldi Hafskips hf. og vora reikningarnir allir til- búnir og falsaðir. Su lagagrein, sem ákært er fyrir brot á, er 1. mgr. 155. greinar hegningarlaga, en þar segir: „Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyng- ingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptaskjal eða erfðaskrá." Af hálfu ákæravaldsins er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakar- kostnaðar og Helgi Magnússon til sviptingar réttinda löggilts endur- skoðanda. Haraldur Henrýsson, sakadómari, dæmir í málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.