Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Ákærurnar i Hafskipsmálinu Ákæra á hendur for- svarsmöraium og endur- skoðanda Hafskips hf. Jón var félaginu með öllu óvið- komandi. Greiðsluna lét ákærði gjaldfæra í bókhaldi félagsins sem „innlenda sérfræðiaðstoð". b) 21.3., kr. 12.452, tékki til PanAm til greiðslu á fargialdi sama aðila til Kaupmannahafnar og til baka. c) 18.4., kr. 121.030, tékki til handhafa, sem ákærði framseldi og fénýtti í eigin þágu. Fyrir greiðslunni afhenti ákærði til- búna greiðslukvittun, „v/kaupa á brettum" og lét eignfæra greiðsluna í bókum félagsins. d) 11.5., kr. 12.778. tékki til handhafa, framseldur af ákærða. Greiðsluna lét ákærði gjaldfæra í bókhaldi félagsins sem „ýmis kostn. v/starfsm“. e) 6.7., kr. 28.885, tékki, sem ákærði lét gefa út til sjálfs sín. Greiðsluna lét ákærði gjaldfæra í bókhaldi félagsins, án fylgi- skjala, undir texta „reikn. hjá BG“. f) 9.8., kr. 26.767, tékki til handhafa, sem ákærði framseldi og fénýtti, að hluta til greiðslu persónulegra útgjalda, kr. 13.550, en að hluta, kr. 13.217, til að greiða sjálfum sér öðru sinni flugfarseðil fyrir eiginkonu til Kaupmannahafnar og til baka, en þann flugfarseðil greiddi ákærði sama dag af hlaupareikningi nr. 10921. g. 28.11., kr. 60.571, tékki til ákærða. Greiðsluna lét ákærði gjaldfæra í bókhaldi félagsins sem „ýmis kostn. v/starfs- rnanna". 2. Að draga sér, kr. 302.386, sem var hluti af kaupverði bifreiðarinnar R-4679, Chrysler New Yorker 4D, sem ákærði Björgólfur keypti sam- kvæmt kaupnótu 1. desember 1983 hjá Jöfri hf., Nýbýlavegi 2, Kópa- vogi, og lét þá skuldfæra á Hafskip hf. og félagið síðan endanlega greiða með eftirgjöf flutningsgjalda til Jöfurs hf. samkvæmt kredit- nótu, dagsettri 19. september 1985. 3. Að draga sér, kr. 500.000, til greiðslu eigin loforðs um rekstrar- lán til Bláskóga hf., sem ákærði lét í fyrstu skuldfæra á sérstakan bið- reikning á viðskiptamannabókhaldi Hafskips hf. á árinu 1983 til lækk- unar á skuld Bláskóga hf., en síðar, í nóvember 1985, lét gjaldfæra fjár- hæðina í bókhaldi félagsins sem afslætti á flutningsgjaldatekjum fjögurra skipa þess, kr. 125.000 á hvert skip. 4. Að hafa, þann 14. nóvember 1985, látið Árna Árnason, fjármála- stjóra félagsins, afhenda sér eftir- talda átta víxla, af víxileign félagsis, sem ákærði Björgólfur síðan fénýtti í eigin þágu. Víxlamir eru: 1. Efnagerð Laugarness til greiðslu 2. Standberg hf. til greiðslu 3. Standberg hf. til greiðslu 4. Eyðublaðatækni hf. til greiðslu 5. Línan hf. til greiðslu 6. Línan hf. til greiðslu 7. Krit hf. til greiðslu 8. Ásbjöm Ólafsson hf. til greiðslu 9. Ásbjöm Ólafsson hf. til greiðslu — allir útgefnir af Hafskipi hf. og samþykktir til greiðslu í Útvegsbanka Islands. 5. Að hafa, í nóvember 1983, látið meðákærða Pál Braga greiða af hlaupareikningi nr. 10903 tilbúinn reikning lögmannsstofunnar, Ar- múla 21, Reykjavík, frá Þorsteini Eggertssyni, hdl., dagsettan 8. nóvember, kr. 23.500, fyrir lög- mannsaðstoð við samningsgerð, en fjárhæðina, sem ákærði þanmg dró sér, afhenti ákærði Jóni Ágústi Eggertssyni, Álfheimum 21, Reykjavík, er var félaginu með öllu óviðkomandi, sem ferðastyrk. C. Gegn ákærða Páli Braga Að hafa, þann 30. september 1983, dregið sér kr. 60.000, and- virði tilbúins reiknings sömu fjár- 24.01. ’86 kr. 215.037 25.01. ’86 kr. 274.387 10.02. ’86 kr. 275.597 10.02. ’86 kr. 33.163 10.02. ’86 kr.34.748 10.02. '86 kr. 10.811 10.02. '86 kr. 40.549 15.02. ’86 kr. 275.000 25.02. ’86 282.922 hæðar, sem ákærði annað hvort sjálfur bjó til eða lét útbúa á reikn- ingseyðublaði frá Slippfélaginu í Reykjavík, um skröpun, málun og gólfviðgerð á 6 stk. gámum, og lét gjaldfæra í bókhaldi félagsins. D. Gegn ákærðu Björg- ólfi og Páli Braga 1. Fyrir að hafa dregið sér og fé- nýtt í þágu sjálfra sín og/eða annarra, eins og lýst verður, andvirði eftirtaldra tékka, sem ákærði Páll Bragi, að fyrirlagi ákærða Björgólfs, ávísaði af sér- stökum hlaupareikningi nr. 10903 við Útvegsbanka Islands, aðalbanka, svonefndum jaðar- reikningi, en færslum á út- greiðslum þess reiknings var að hluta haldið utan við bókhald félagsins með sama hætti og greiðslum af hlaupareikningum þeim, sem lýst er í III. kafla ákæru. a) Þann 27. október 1983, andvirði tékka nr. 1772040, kr. 163.000, framseldur sama dag af ákærða Páli Braga, Útvegsbanka ís- lands, aðalbanka, gegn greiðslu í reiðufé. Fjártöku þessa létu ákærðu færa í bókhaldi félagsins sem „afslátt vegna vskm.“ b) Þann 1. febrúar 1984, andvirði tékka, nr. 18634871, kr. 117.034, til handhafa, sem ákærðu afhentu þann dag Al- bert Guðmundssyni, fjármála- ráðherra, Laufásvegi 68, Reykjavík, án færslu í bókhaldi Hafskips hf. og á grundvelli til- búins óundirritaðs og ódagsetts Ákæra áhendur banka- stjórum Útvegsbanka Islands Hér fer á eftir í heild ákæra ríkissaksóknara á hendur banka- stjórum Útvegsbankans: Ríkissaksóknari gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál fyrir Sakadómi Reykjavíkur á hendur eftirgreindum starfsmönnum Út- vegsbanka Islands: 1. Axel Kristjánssyni, aðstoðar- bankastjóra og forstöðumanni lögfræðingadeildar Útvegs- banka íslands, Skeggjagötu 4, Reykjavík, fæddum 20. nóvem- ber 1928 í Reykjavík. 2. Halldóri Ágústi Guðbjamasyni, bankastjóra, Hlíðarbyggð 3, Garðabæ, fæddum 20. október 1946 á Ísafírði. 3. Lárusi Jónssyni, bankastjóra, Hólastekk 6, Reykjavík, fæddum 17. nóvember 1933 á Ólafsfírði. 4. Ólafí Helgasyni, bankastjóra, Karfavogi 41, Reykjavík, fædd- um 2. desember 1924 á ísafirði. 5. Ármanni Jakobssyni, fyrram bankastjóra, Skólavörðustíg 23, Reykjavík, fæddurn 2. ágúst 1914 í Reykjavík. 6. Bjama Guðbjörnssyni, fyrram bankastjóra, Grenimel 49, Reykjavík, fæddum 29. nóvem- ber 1912 í Reykjavík og 7. Jónasi Gunnari Jónassyni Rafn- ar, fyrram bankastjóra, Háteigs- vegi 46, Reykjavík, fæddum 26. ágúst 1920 á Akureyri. Málið er höfðað gegn öllum ákærðu fyrir brot í opinbera starfi á áranum 1982—1985, hveijum um sig á því tímabili er ákærðu gegndu störfum við Útvegsbanka íslands; ákærði Axel sem forstöðumaður lögfræðingadeildar bankans og jafnframt aðstoðarbankastjóri frá 1. júní 1984, ákærði Ólafur sem bankastjóri frá 1. júní 1984, þar áður aðstoðarbankastjóri, ákærði Halldór Ágúst sem bankastjóri frá 1. maí 1983, ákærði Láras sem bankastjóri frá 1. júní 1984, ákærðu Ármann og Jónas sem bankastjórar fram til 1. júní 1984 og ákærði Bjarni sem bankastjóri fram til 1. maí 1983. Er ákærðu öllum gefið að sök að hafa svo sem rakið verður, gerzt sekir um stórfellda vanrækslu og hirðuleysi í rækslu fyrrgreindra starfa sinna við Útvegsbanka ís- lands að því er tekur til viðskipta bankans við Hafskip hf., Reykjavík, en bú þess félags var tekið til gjald- þrotaskipta 6. desember 1985, með þeim afleiðingum að bankinn hefir þegar orðið fyrir kr. 422.000.000 fjártjóni og Ijóst er, að fjártjón bankans af þessum sökum verður mun meira þegar lokið verður gjald- þrotaskiptum á búi Hafskips hf. Heimfærsla til lagaákvæða og dómkröfur Framanlýst háttsemi ákærðu, með þeim tímamörkum sem í upp- hafi greinir að því er hvern ákærða varðar, telst varða við 140. gr. og 141. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 14.gr. laga nr. 12, 1961 um Útvegsbanka íslands, sbr. nú lög nr. 86„ 1985, sbr. 22. gr. og 37. gr. reglugerðar nr. 31, 1962 fyrir Útvegsbanka íslands. Þess er krafist að ákærðu verði allir dæmdir til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík, 9. apríl 1987, Hallvarður Einvarðsson. Auglýsendur APRÍL 1987 ÚTGÁFUDAGAR Á NÆSTUNNI ERU SEM HÉR SEGIR: SUNNUDAGUR MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. JBnruiijfilíiJ&foifo JfJ«»r0jtjií>IfjMfo JUnrpjjjMsjMt* JftorgjjjtMaMfr Skilafrestur auglýsinga 14. apríl kl. 16. Skírdagur Föstudagurínn langi 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. JflíirjptjMafoifo PnrjpmMíiMfo Pnr0jfjfl>liiíiiíi Skilafrestur auglýsinga 15. apríl kl 16. Skilafrestur auglýsinga 21. apríl kl. 16. Skilafrestur auglýsinga 22. apríl kl. 16. Páskadagur Annar í páskum Siðasti vetrardagur Sumardagurínn fyrsti Alþingiskosningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.