Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 15
MOÍÍGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 15 fylgiskjals um greidd farmgjöld á árinu 1983 af hálfu ÁTVR og að litlum hiuta Alberts Guð- mundssonar, heildverslunar, Grundarstíg 12, Reykjavík. Af hálfu ákærðu hefur greiðsla þessi verið skýrð sem 10% af- sláttur af farmgjöldum greidd- um af Albert Guðmundssyni, heildverslun. Tékkann framseldi Albert Guðmundsson sama dag og lagði andvirðið á ávísana- reikning sinn nr. 15 við Utvegs- banka Islands. c) Þann 5. september 1984, and- virði tékka nr. 2153679, kr. 32.240, framseldur af Margréti Hilmisdóttur, Nesbala 14, Sel- tjamamesi, en andvirðið var lagt á ávísanareikning Gísla Amar Lámssonar, Rein, Mosfells- hreppi. Fjártöku þessa létu ákærðu færa í bókhaldi félags- ins, án viðhlítandi fylgiskjals, sem greiðslu $ 1.000 v/BG. 2. Að hafa, þann 23. desember 1983, dregið sér andvirði tékka, kr. 60.000, sem var endur- sér og/eða misnotað aðstöðu sína í starfi hjá félaginu með því að láta með kredit-nótu fella niður höfuðstól skuldar Kristins Kristinssonar, Lálandi 7, Reykjavík, kr. 337.298, ásamt dráttarvöxtum kr. 109.527, samtals kr. 486.825,-. Eftirgjöf þessa fénýtti ákærði Björgólfur sér í persónulegum viðskiptum sínum við Kristin Kristinsson. Framanlýst háttsemi ákærða Björgólfs í 1. og 2 töluliðum telst varða við 1. mgr. 247. gr. og 249. gr. almennra hegningar- laga. VI. Skjalafals Gegn ákærða Páli Braga. Að hafa, á árinu 1983, notað til gjaldfærslu í bókhaldi Hafskips hf. eftirtalda reikninga, sem allir vom tilbúnir og falsaðir: 1. 4 reikninga, sem ritaðir vom á reikningseyðublöð frá Slippfélaginu í Reykjavík, með fölsuðum greiðslu- undirritunum: Reikningur dagsettur 20. febrúar Reikningur dagsettur 8. ágúst Reikningur dagsettur 19. september Reikningur dagsettur 20. nóvember kr. 15.000 kr. 13.500 kr. 10.500 kr. 4.320 Samtals kr. 43.320 greiðsla frá Eimskipafélagi Islands hf. á helmingi sameigin- legs sjúkrakostnaðar, kr. 120.000, greiddum af báðum félögunum og afhentur hafði verið fyrir milligöngu ákærða Björgólfs og Alberts Guðmunds- sonar í nóvember 1983 Guð- mundi J. Guðmundssyni, að öllu leyti eða hluta. Framanlýst háttsemi ákærðu í liðum A., B., C. og D., teljast varða við 1. mgr. 247. gr. al- mennra hegningarlaga. V. Fjárdráttur og umboðssvik Gegn ákærða Björgólfi. 1. Þann 20. nóvember 1984 dregið sér og/eða misnotað aðstöðu sína í starfi hjá félaginu, með því að hafa látið meðákærða Pál Braga með útgáfu þriggja kred- it-nótna gefa eftir viðskipta- skuld Bláskóga hf. við Hafskip hf., samtals kr. 1.613.396. Eftir- gjöf skuldarinnar var þannig skilgreind: 1. Umsaminn afsl. kr. 969.134 2. Eftirgjöf á pakkh. leigu skv. 14 reikn. kr. 440.085 3. Bakfærðir vext. v/ýmissa reikn. kr. 204.377 Samtals kr. 1.613.596 2. Þann 13. nóvember 1985 dregið Andvirðið greiddi ákærði Jóni Sævari Jónssyni, Bjargartanga 10, Mosfellshreppi, af áður- greindum hlaupareikningi nr. 903, síðar 10903, svonefndum jaðarreikningi. 2. Reikning, kr. 30.000, sem ritað- ur var á reikningseyðublað frá Svani Lárussyni, Asparlundi 2, Garðabæ, fyrir 240 rúmmetra af grús, með falsaðri greiðslu- undirritun. Andvirði reikningsins greiddi ákærði Þórunni Lúðvíksdóttur, Ægisgrund 19, Garðabæ, með tveimur tékkum af fyrrgreindum hlaupareikningi nr. 10903, út- gefnum 4. júlí, kr. 15.000, og 9. september, kr. 15.000, fyrir kandidatsritgerð í viðskiptadeild Háskóla íslands. Framanlýst háttsemi ákærða í 1. og 2. töluliðum telst varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. VII. Dómkröfur Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar og ákærði Helgi til sviptingar réttinda löggilds endur- skoðanda samkv. 1. mgr. 15. gr., sbr. 7. gr., laga um löggilta endur- skoðendur, sbr. 68. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 31, 1961. Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík 9. apríl 1987. Hallvarður Einvarðsson Sjö bankastjórar ákærðir fyrir brot í starfi Viðurlög við brotum samkvæmt ákæru eru sektir eða varðhald Ríkissaksóknari höfðaði í gær eða varðhaldi. í 141. grein segir, opinbert mál á hendur sjö fyrr- að opinber starfsmaður, sem sekur verandi og núverandi banka- gerist um stórfellda eða ítrekaða stjórum Utvegsbankans fyrir vanrækslu eða hirðuleysi í starfi brot í opinberu starfi á árunum sínu, skuli sæta sömu viðurlögum. 1982-1985, í sambandi við við- Þá er í ákærunni þessu til stuðn- skipti bankans við Hafskip hf. á ings vitnað til laga og reglugerðar þessnm tíma. fyrir Utvegsbanka Islands, meðal annars í 14. grein laga nr. 12 frá Mönnunum sjö er öllum gefið að 1961, en þar segir að bankastjóm sök að hafa brotið gegn 140. og Útvegsbankans hafi æðstu stjóm 141. grein almennra hegningar- allrar daglegrar starfsemi bankans laga. I 140. grein segir að opinber eftir nánari fyrirmælum reglugerð- starfsmaður, sem synjar eða af arbankans og ákvörðun bankaráðs, ásettu ráði lætur farast fyrir að : Pétur Guðgeirsson, sakadómari, gera það, sem honum er boðifr á : fér með mál þetta fyrir sakadömi löglegan hátt, skuli sæta séktum Reykjavíkur. Filippseyjar: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Öfgamenn á báðum vængj- um ógna þróun lýðræðis STJÓRNARHERINN á Filippseyjum hefur enn á ný blásið til stór- sóknar gegn skæruliðum kommúnista. Óbreyttir borgarar taka nú þátt í baráttunni og hafa sjálfskipaðir leiðtogar myndað vopn- aðar sveitir til að berja á stjórnarandstæðingum. Sveitum þessum fjölgar stöðugt og þykir mörgum þetta ískyggileg þróun. „Ef stjórnin grípur ekki í taumana kann að skapast hér sama ástand og í Líbanon innan fárra ára,“ sagði vestrænn stjómarerindreki í viðtali við tímaritið Newsweek fyrir skemmstu. rátt fyrir ítrekaðar friðarum- leitanir og samningaviðræð- ur við kommúnista hefur stjómvöldum engan veginn tekist að hefta hryðjuverkastarfsemi þeirra. Reglulega berast fréttir af blóðugum bardögum. Richard Armitage, aðstoðarvamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á dögunum að því miður hefði stjóm Corazon Aquino ekki tekist að móta heildaráætlun til að bijóta á bak aftur starfsemi kommún- ista. Bandaríkjastjóm hefur sem kunnugt er stutt Aquino af heilum hug og em þessi ummæli Arm- itage því áfellisdómur. Nú heyrast raddir sem gagn- rýna stjómina fyrir að láta ekki til skarar skríða gegn hersveitum óbreyttra borgara. Corazon Aqu- ino hefur fagnað því að óbreyttir borgarar hafi stofnað samtök gegn skæruliðum kommúnista. Hún hefur hins lagst gegn því að fylkingar þessar beri vopn. Aquino telur samtökin geta auðveldað baráttu stjómvalda gegn kom- múnistum og hefur lýst sig fylgj- andi eftirlitssveitum til að fylgjast með umsvifum kommúnista og koma upp um áform þeirra. Tvískinnungur Vissulega er ekki einvörðungu um samtök öfgamanna að ræða. En hinum hófsömu hættir til að hverfa í skugga hinna öfgafullu. Þrátt fyrir stefnu forsetans hafa vopn sveita herskárra borgara ekki verið gerð upptæk. Þetta hefur leitt til þess að stjómin hef- ur verið sökuð um tvískinnung. Mannréttindasamtök hafa varað við þessari þróun og stjómarand- stæðingar segja litlar horfur á friði á meðan vopnaðir öfgamenn vaða uppi með samþykki stjómar- innar. Sem fyrr sagði eru fylkingamar fjölmargar og misjafnlega herská- ar. Franco Calida, sem er yfirmað- ur lögregluliðs Davao-borgar, er einnig þekktasti leiðtogi hreyfing- ar óbreyttra borgara sem nefnist „Alsa Masa“ (Uppreisn fólksins). Liðsmenn „Alsa Masa“ em um 1.000 talsins. Þeir standa vörð í borginni, fara í eftirlitsferðir ásamt hermönnum stjómarinnar og taka þátt í leit þeirra að skæra- liðum. Calida hefur aldrei farið leynt með aðdáun sina á Adolf Hitler og segir að öllum 615.000 íbúum Davao-borgar megi skipta í tvo hópa; kommúnista og lýð- ræðissinna. Allir þeir sem neita að ganga til liðs við „Alsa Masa“ eru að hans mati kommúnistar. Staða kommúnista í Davao var sterk þar til fyrir nokkram áram þegar skæruliðar myrtu fjölda andstæðinga sinna. Almenningur snerist gegn kommúnistum og málstað þeirra og skömmu síðar voru samtökin „Alsa Masa“ stofn- uð. CaJida kveðst vera stoltur af afrekum sínum. Á veggnum á skrifstofu hans getur að líta vegg- spjald með mynd af bandaríska oftirmenninu „Rambó". „Hann _er fyrirmynd mín,“ sagði Calida. „Ég líkist honum að mörgu leyti. Ég er óformlegur í háttum og skil M-16 riffilinn og skammbyssuna aldrei við mig“. Öfgunum útvarpað Jun Pala, sem stjórnar útvarps- stöð í Davao-borg, hefur líkt og Calida sagt skæruliðum stríð á hendur. Pala beitir ekki vopna- valdi en lætur þess í stað gegndar- lausan áróður skella á hlustum landsmanna daginn lon og daginn don. Til öryggis nýtur Pala jafnan verndar fimm lífvarða sem hann segir áður hafa tilheyrt dauða- sveitum kommúnista. Pala játar fúslega að hann stundi skipuíagð- an áróður og kveðst taka sér áróðurstækni Adolfs Hitler til fyr- irmyndar. Þó segir kveðst hann greina sig frá Hitler að einu leyti. „Þegar Hitler réðist gegn kom- múnistum beitti hann fölsunum og lygi. Ég Iclifa hins vegar á augljósum sannindum og þannig fæ ég fjöldann til fylgis við mig,“ sagði hann í viðtali við fréttamann A P-fréttastofunnar. Utvarpsþættir Pala hafa jafn- vel gengið fram af hörðustu andstæðingum kommúnista. Orð- bragðið er með ólíkindum og hann hikar ekki við að nafngreina menn sem hann segir vera kommúnista. Til skamms tíma hófust þættir hans á þann veg að Pala sagði; „Reynið að ná mér ef þið getið“ og undir gall vélbyssa, Yfírmenn f' hemum hafa aðvarað Pala og ■hótað að stöðva útvarpssendingar hans. Corazon Aquino, forseti Filippseyja. Stjórnin treystir á her- inn Þeir sem gleggst þekkja til segja stjómina ekki hafa taum- hald á hinum borgaralegu her- sveitum. Kemur þar einkum tvennt til. Annárs vegar hafa ekki verið settar afdráttarlausar reglur um starfsemina einkum varðandi eftirlit með framgöngu liðsmanna þeirra. Þannig liggur ekki ljóst fyrir hversu fjölmennar sveitir þeirra era en giskað hefur verið á 7.000 til 10.000 manns. Hitt vegur jafnvel þyngra að ráðamenn í borgum og bæjarfélögum skortir þor til að hefta starfsemi hinna vígreifu. Herinn tekur sveitum þessum fegins hendi og sökum þess kann Aquino að reynast er- fitt að uppræta þær. Sveitir skæraliða era nú fjölmennari en þegar Aquino komst til valda fyr- ir ári og þrívegis hefur verið komið í veg fyrir valdarán að því er frétt- ir herma. Án stuðnings hersins heldur stjórn hennar tæpast velli. Þetta takmarkar mjög svigrúm stjórnarinnar því sagan sýnir að herforingjar geta reynst hættu- legir bandamenn. Ofgamenn innan hersins virðast ævinlega reiðubúnir til að bragga launráð og kommúnistar og óbreyttir borgarar berast á banaspjótum. Ekki verður betur séð en að vegið sé að þróun lýðræðis á Filippseyj- um úr öllum áttum. HeimildinAP, Newsweek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.