Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Þorkell Hjalti Þórarinsson prófessor og Gísli Vigfússon svæfingalæknir á gjörgæsludeild. Hætt við að hjúkr- unarfræðingar komi ekki til starfa á ný - segir Sólfríður Guðmundsdóttir SJÖ háskólamenntaðir hjúkrun- arfræðingar sem nú eru í verkfalli starfa á Barnadeild Hringsins og hefur deildin nær lamast af þeim sökum. Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfarm- kvæmdastjóri á deildinni hefur ein fengið undanþágu til að sinna störfum sínum en síðastliðinn sólarhring voru 12 börn lögð inn á deildina í þau 33 rúm sem eru til ráðstöfunar. „Einn hjúkrunarfræðingur hefur sagt upp starfi sínu og mun ekki koma til starfa á deildinni þegar deilan leysist. Hætt er við að fleiri geri slíkt hið sama dragist verk- fallið á langinn. Það getur enginn verið lengi án launa,“ sagði Sólfríð- ur. „Álag er mikið á starfsfólk deildarinnar og erfitt að manna hana en undanfarið hefur verið of- boðslega erfitt að fylla allar vaktir. Það munar um hvern starfsmann þó ekki komi til bráðavakt sem við þurfum að taka tvisvar sinnum oft- ar en Landakotsspítalinn." Flestir háskólamenntaðir hjúk- runarfræðingar starfa við Landspít- alann og því gætir verkfallsins mest þar. „Það er ómögulegt að segja hvað margir hjúkrunarfræð- ingar ráða sig annað. Launin sem samið verður um munu hafa þar áhrif á,“ sagði Sólfríður. Verkfallið kemur verst við Landspítalann: Bitnar verst á sjúklingum - segir Hjalti Þórarinsson prófessor „ÉG TEL það vera neyðarástand ef ekki er hægt að sinna sjúkling- um og óforsvaranlegt að láta þessa stöðu koma upp. Verkfallið bitnar fyrst og fremst á sjúkling- unum,“ sagði Hjalti Þórarinsson prófessor og yfirlæknir á hand- lækningadeild Landspitalans en verkfall og uppsagnir háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga draga verulega úr starfsemi spitalans. „Ástandið er það slæmt hjá okk- ur að við gátum ekki sinnt bráða- vakt í dag og varð Borgarspítalinn að taka hana fyrir okkur,“ sagði Hjalti. „Sjúklingar hafa ekki verið teknir inn af biðlistum undanfarnar vikur en það hefur verið algjör krafa frá okkar hálfu að geta sinnt sjúklingum sem eru með æxli. Við höfum því sinnt þeim, þeir geta ekki beðið. Á bæklunardeild eru þeir sjúk- lingar sem annars væru á hand- lækningadeild og er það gert til að nýta þann starfskraft sem er fyrir „VIÐ getum ekki annað mörg- um alvarlega veikum sjúkling- hendi á spítalanum. „í flestum til- vikum er hér um mikið veikt fólk að ræða sem þarfnast stöðugrar aðhlynningar og álag á starfsfólkið því mikið,“ sagði Hjalti. „Við erum hræddir um að verkfallið geti leitt til þess að við missum eitthvað af starfsfólkinu. Hér er um sérhæft fólk að ræða og ekki hlaupið í þeirra störf.“ um í einu við þessar aðstæður. Eins og er þá eru tveir sjúkling- ar á gjörgæslu sem stöðva aðrar deildir spítalans,“ sagði Gísli Vigfússon svæfingalæknir á gjörgæsludeild Landspítai- ans. „Sjúklingar á gjörgæsludeild þurfa mikla umönnun og sérþjálf- að starfslið og þegar fjöldi hjúkr- unarfólks er takmarkaður getur ein bráðavakt lamað alla starfsemi spítalans eins og nú hefur gerst,“ sagði Gísli. Hann sagði að engin hjartaaðgerð hefði farið fram síðustu vikumar en það væri mjög slæmt ef þjálfun starfsfólks dytti niður um tíma. Þá væri alltaf sú hætta fyrir hendi að deildin missti sérþjálfað fólk úr þeim störfum sem langan tíma tekur að þjálfa aðra í. „Þrátt fyrir að einungis em tveir sjúklingar á deildinni núna þá er mikið um að starfsfólk verði að taka aukavaktir. Hvað það getur gengið lengi er ekki gott að segja til um og hefur jafnvel verið talað um að læknar sinni hjúkrunarstörfum ef með þarf," sagði Gísli. Morgunblaðið/Þorkell Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarframkvæmdasljóri á Barnadeild Hringsins. Ein bráðavakt lam- ar starfsemi spítalans - segir Gísli Vigfússon svæfinga- læknir á gjörgæsludeild Viðskiptaráðherra Breta staddur á íslandi: Breskir útflytjendur áhuga- samir um viðskipti við Island BRESKIR útflytjendur hafa mikinn áhuga, á auknum við- skiptum við Norðurlöndin og þar á meðal ísland, og undan- farið hafa verið haldin einskon- ar námskeið á vegum breskra viðskiptayfirvalda fyrir útflytj- endur sem hyggjast leita á þennan markað. Þetta kom fram í ávarpi Lucas lávarðar af Chilworth, viðskiptaráð- herra Bretlands sem sér um viðskipti og iðnað.á morgun- fundi sem Verslunarráð stóð fyrir í gær, en Lucas lávarður er nú staddur hér á landi. í ávarpi Lucas lávarðar kom fram að viðskiptajöfnuður Breta við íslanendinga er nú óhagstæð- ari en hann var til skamms tíma, og nú séu Bretar aðeins í 5. sæti landa hvað varðar innflutning til fslands en voru í 2. sæti fyrir skömmu. Lucas lávarður nefndi það sem skýringu að útflutningur Islendinga hefði aukist undanfarið og benti á að gagnkvæmur áhugi yrði að ríkja á þessum viðskiptum. Lucas lávarður rakti nokkrar þær leiðir sem Bretar fara til að styrkja útflutning og iðnað lands- ins, bæði með styrkjum og fræðsluherferðum. Þá talaði hann einnig um framtíðarmöguleika Evrópubandalagsins og að Evrópa verði gerð á einu markaðssvæði fyrir árið 1992 eins og vonir margra hafa staðið til. í því sam- bandi minntist Lucas lávarður á nauðsyn þess að endurskoða GATT, alþjóðasáttmálann um tolla og viðskiptamál, en viðræður um þá endurskoðun eiga að hefajst fljótlega í Uruguay. Lucas sagði að GATT sáttmálinn og raunhæf þátttaka þjóða gæti ve- Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir kunnir menn úr viðskiptalífinu hlíddu á ávarp Lucas lá- varðar á morgunfundi Verslunarráðs íslands. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lucas lávarður situr á milii þeirra Mark Chapman sendiherra Breta á íslandi og Jóhanns J. Ólafssonar formanns Verslunar- ráðs íslands. rið svarið við þeim vanda sem skapast hefur vegna þess að þjóð- ir koma sér upp viðskiptamúrum í formi vemdartolla og annara aðgerða. I svari Lucas lávarðar við fyrir- spum kom fram að hann telur það ekki koma til með að hafa áhrif á EFTA, sem fslendingar em þátt- takendur í, þótt Evrópubandalag- ið styrkist og opni sig meira, því um ieið muni markaðssvæði EFTA-landanna stækka. Þá taldi Lucas lávarður það ekki_ muni koma niður á viðskiptum íslands og Bretlands þótt Norðmenn gangi úr EFTA í Evrópubandalag- ið eins og þar em áform um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.